Morgunblaðið - 09.11.2013, Qupperneq 44
44 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
✝ Halldór Sig-urbjörn Hall-
dórsson fæddist í
Vonarholti í
Tungusveit, nú
Strandabyggð, 23.
júní 1925. Hann
lést á Heilbrigð-
isstofnuninni á
Hólmavík 29. októ-
ber 2013.
Foreldrar Hall-
dórs voru Halldór
Steinþór Sigurðsson frá Geir-
mundarstöðum við Steingríms-
fjörð, f. 6.8. 1895, d. 5.11. 1925
og Sigurbjörg Bjarnadóttir frá
Bólstað við Steingrímsfjörð, f.
23.4. 1894, d. 5.8. 1975. Halldór
var yngstur fimm bræðra sem
allir eru látnir. 1) Björgvin, f.
19.4. 1920, d. 15.4. 2010. 2) Sig-
urður, f. 8.5. 1921, d. 31.8. 2011.
kvæntur Jóhönnu Guðrúnu Þor-
steinsdóttur, þau eiga fjögur
börn og fimm barnabörn. 4)
Ragnheiður Hanna, f. 1.9. 1954,
í sambúð með Þorbirni Val
Þórðarsyni, þau eiga tvo syni
og tvö barnabörn. 5) Jón Hall-
freður, f. 8.12. 1955, var í sam-
búð með Ingibjörgu Rebekku
Valdimarsdóttur, þau eiga tvö
börn. Einnig eignuðust Halldór
og Svava tvo drengi sem létust
eftir fæðingu.
Halldór var átta fyrstu ár
ævi sinnar hjá móður sinni og
næstu sex sumur hjá föð-
urömmu sinni og afa á Stakka-
nesi við Steingrímsfjörð. Hann
naut ekki langrar skólagöngu,
var í barnaskólanum á Hólma-
vík og síðan tók lífsbaráttan
við, sjómennska á Hólmavík og
víðar. Halldór bjó á Hrófbergi
með eiginkonu sinni frá vorinu
1949. Áður bjuggu þau fimm ár
á Hólmavík.
Útför Halldórs fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 9. nóv-
ember 2013, og hefst athöfnin
klukkan 13.
3) Þórhallur, f.
11.8. 1922, d. 24.10.
1989. 4) Bjarni, f.
25.10. 1923, d. 2.6.
1989.
Eiginkona Hall-
dórs var Svava
Pétursdóttir, bóndi
á Hrófbergi, f.
12.10. 1924, d. 28.9.
2000. Hinn 12.2.
1949 voru þau gef-
in saman í hjóna-
band, á Hrófbergi, af séra
Andrési Ólafssyni. Börn þeirra
eru: 1) Pétur Hoffmann, f. 5.9.
1946, var kvæntur Ásu Maríu
Hauksdóttur, þau eiga þrjú
börn og tíu barnabörn. 2) Sig-
urbjörg Halldóra, f. 9.12. 1947,
gift Friðgeiri Höskuldssyni, þau
eiga tvö börn og fimm barna-
börn. 3) Hreinn, f. 3.3. 1949,
Jæja, pabbi minn, þá er bið-
inni lokið, heil þrettán ár en þá
misstir þú móður mína, stoð
þína og styttu og gast ekki í
raun á heilum þér tekið eftir
það.
Mig langar til að rifja upp
fáeinar minningar liðinna ára.
Sú fyrsta er frá því að ég var
kannski þriggja ára og elti þig í
fjárhúsin. Frá svipuðum tíma
man ég eftir bílum sem þú
smíðaðir fyrir okkur Pétur. Þú
varst mjög handlaginn og gast
smíðað nánast hvað sem var. Á
þessum tíma var gólfið í eld-
húsinu í gamla húsinu á Hróf-
bergi þannig að annar helm-
ingur þess var farinn að síga
þannig að smá halli myndaðist,
sem litlir pjakkar notuðu sem
brekku fyrir bílana sína.
Þá man ég eftir ferð með þér
í leit að kindum um haust, en
þá var ég á áttunda ári. Ætl-
unin var að fara í heimalandið.
Við fórum upp frá bænum á
Hrófbergi og sem leið liggur
upp á Vatnadal. Þessi ferð varð
heldur lengri en ætlað var og
ekki stoppað fyrr en hjá vörð-
unni á Gluggavörðuhrygg. Þar
léstu mig bíða meðan þú fórst
niður að Hrútagili til að gá að
kindum. Þegar heim kom var
sá stutti orðinn allþreyttur en
stoltur yfir að vera treyst í að
fara með þér. Upp frá þessu
má segja að ég hafi elt þig
meira og minna við öll útistörf.
Þegar ég var átta ára þá út-
bjóstu orf fyrir mig og kenndir
mér að slá, sem ég gerði síðan í
mörg sumur, eða þar til ég fór
alfarinn að heiman fyrir tví-
tugt. Markmið mitt var að
verða eins fljótur að slá og þú,
en sum markmið nást ekki og
hvað þá að leggja á og brýna
þannig að ljárinn bíti helst all-
an daginn.
Eitt þótti mér alltaf merki-
legt en það var hvað þú varst
þolinn og fljótur þó að þú
reyktir í mörg ár. Afleiðingar
þeirra létu þig svo ekki í friði
hin seinni árin.
Ég man hvað þú varst stolt-
ur þegar fyrsta dráttarvélin
kom og ekki síður þegar þú
renndir á fyrsta bílnum þínum í
hlað, þá fyrir stuttu búinn að
taka bílpróf. Með dráttarvélinni
má segja að á Hrófbergi hafi
byrjað nútímavinnubrögð við
búskap.
Eins og við vitum báðir þá
ræddum við oft um búskapinn,
hvernig þú vildir og ætlaðir að
gera svo margt. Við vorum ekki
alltaf sammála um leiðir en
þegar upp var staðið tókstu oft
tillit til minna sjónarmiða. Það
er nú þannig að kappsfullir
menn fara stundum fullhratt
yfir.
Síðustu ár hafa verið þér erf-
ið síðan móðir mín dó og heils-
unni hrakaði stöðugt. Samt
reyndir þú að harka af þér og
naust þess að semja lög og ljóð.
Mörg þeirra voru um gamla,
góða tíma og til móður minnar
sem var þér í raun meira en
hálf tilveran og fallið því mikið
þegar hún lést. Þá varstu og
drjúgur við að púsla eins og sjá
má á Berginu. Ekki má gleyma
hvað þú naust þess að spila á
spil. Rakki var okkar spil, sá
síðasti var í sept. sl.
Þar sem ég bý í öðrum
landshluta þá hef ég ekki getað
aðstoðað sem skyldi en systkini
mín hafa séð um það og fyrir
það vil ég þakka. Án þeirra
hefði ósk þín um að vera heima
ekki gengið enda varstu þeim
þakklátur fyrir alla aðstoðina.
Að lokum þá vona ég að
draumar þínir hafi ræst og þið
mamma njótið endurfundanna.
Með kærri þökk til ykkar
beggja.
Þinn
Hreinn og Jóhanna.
Meira: mbl.is/minningar
Elsku afi,
mikið erum við fjölskyldan
glöð með að hafa tekið sunnu-
dagsrúnt á Bergið og heimsótt
þig daginn áður en þú veiktist.
Þá spurðir þú hvort ég ætlaði
ekkert að koma með agn í
haust svo við gætum legið fyrir
rebba í vetur og úr varð að ég
kæmi með það eitthvert kvöldið
í vikunni. Því miður fengum við
svo símtal næsta morgun um að
þú værir alvarlega veikur.
Ég er svo heppinn að hafa
átt mitt annað heimili hjá ykk-
ur ömmu á Hrófbergi og voru
það forréttindi að fá að alast
upp með fólki af ykkar kynslóð
og fá að taka þátt í leik og
starfi á Berginu.
Í nógu var að snúast, t.d. að
girða, að fara með hagagirðing-
unni, sauðburður og smala-
mennska svo eitthvað sé nefnt.
Ekki má gleyma skot-
æfingunum sem iðulega voru
iðkaðar fjarri bæ án vitundar
ömmu. Á síðari árum eyddum
við meiri tíma innivið á Bergi
og það voru ófá kvöld sem Alla
undraðist um mig þegar ég
skilaði mér ekki heim af fót-
boltaæfingum á Hólmavík. En
þá hafði ég komið við og við
sátum og púsluðum og spjöll-
uðum án þess að vita hvað tím-
anum leið. Áramótaheit okkar
nafna var að hætta að nota nef-
tóbak, það gekk þó misjafnlega
hjá okkur.
Elsku afi, takk fyrir allar
stundirnar sem við áttum sam-
an, þær eru okkur mikils virði.
Nú kveðjum við þig og vitum
að þú ert í góðum höndum hjá
ömmu.
Halldór Logi, Aðalbjörg
og börn.
Elsku besti afi okkar.
Núna ertu kominn til ömmu
Svövu sem var okkur öllum svo
kær. Vitum við að það verða
miklir fagnaðarfundir á himn-
um.
Hann afi okkar var flottasti
afinn og eigum við systkinin
bara góðar minningar sem
tengjast afa, ömmu og Hróf-
bergi. Þegar við vorum yngri
snerust heimsóknirnar í sveit-
inni mest um að leika sér í fjör-
unni, rölta upp í fjall og veiða í
pollinum. Í seinni tíð snérust
þær meira um að ræða um lífið
og tilveruna, koma með barna-
barnabörnin, því það var nauð-
synlegt að þau fengju að kynn-
ast langafa sínum, og svo var
líka alltaf farið í fjöruferð.
Ekkert af okkur bjó nálægt
Hrófbergi en við reyndum öll
að koma við reglulega. Það var
sama hversu langt leið á milli
heimsókna, það var alltaf svo
vel tekið á móti okkur og alltaf
eins og við hefðum verið á
Berginu fyrir nokkrum dögum.
Það var alltaf svo gott að koma
í sveitina til afa. Við spjölluðum
endalaust um heima og geima,
alltaf var afi tilbúinn til að spila
við okkur, og þá helst Rakka,
og svo var auðvitað alltaf talað
aðeins um hana ömmu, enda
var hún amma okkar alveg frá-
bær.
Takk fyrir frábærar sam-
verustundir, góð ráð og allt það
sem þú hefur kennt okkur,
elsku afi. Knúsaðu hana ömmu
vel og lengi frá okkur öllum.
Sindri, Lovísa, Geisli,
Bjarmi og fjölskyldur.
Nú er Dóri á Hrófbergi far-
inn á vit feðra sinna, yngstur 5
bræðra frá Ströndum, sem allir
hafa kvatt þetta líf. Líf sem var
þeim oft erfitt í æsku, en þeir
misstu föður sinn ungir. Þeir
voru rólegir, ljúfir og harðdug-
legir allir sem einn, sem reynd-
ist þeim vel á lífsleiðinni.
Dóri var svo heppinn að
kynnast heimasætunni á Hróf-
bergi, henni Svövu sinni og
saman eignuðust þau 7 börn,
þar af eru 5 á lífi og bjuggu
þau allan sinn búskap á Hróf-
berginu en Svava lést árið
2000. Það hefur alltaf verið
punkturinn yfir i-ið að koma við
á Hrófbergi í heimsókn á
Strandirnar, fá fréttir af fólk-
inu og spjalla um ættina en
Svava var mjög ættfróð og að
heyra einhverja tónlist spilaða
og sungna af Dóra, en hann var
mjög mikið fyrir tónlistina.
Honum var margt til lista lagt
þó ekki væri hann mikið að
flíka því og hverjum hefði líka á
áttræðisaldri dottið í hug að
smíða sólpall við húsið sitt
nema Dóra á Hrófbegi, en
þannig var hann.
Við fjölskyldan höfum alla
tíð verið í góðu sambandi við
hjónin á Hrófbergi, en mað-
urinn minn var bróðursonur
Dóra og nafni. Ekki hefði mig
grunað að það yrðu aðeins 8
mánuðir á milli andláts þeirra,
en Halldór minn lést 25. febr-
úar. Dóri á Hrófbergi hafði átt
við veikindi að stríða í nokkur
ár, en það er víst komið að leið-
arlokum hjá okkur að sinni.
Kæri Dóri, hafðu þökk fyrir
góð kynni.
Jóna Þorkelsdóttir,
Grindavík.
Ég var ung að árum er ég
var send í sveit norður á Hróf-
berg í Strandasýslu og dvaldi
þar sumarlangt mörg sumur.
Sú ferð átti eftir að marka djúp
spor í ævi mína en alla tíð síðan
hef ég átt miklar og góðar
taugar þangað.
Og í dag kveð ég kæran vin
sem ég leit mikið upp til og
reyndist mér eins vel og hann
væri minn eigin faðir, enda
kallaði ég hann oft pabba og
drengirnir mínir alltaf afa.
Í öllum ferðum og heimsókn-
um norður á Hrófberg mætti
okkur alltaf mikil hlýja og góð-
vild. Bros á vör og útbreiddur
faðmur voru ávallt móttökurnar
sem við fengum.
Við Dóra gat ég rætt um allt,
allt milli himins og jarðar og
aldrei komið að tómum kofa.
Allt sem mér lá á hjarta, ég
fékk alltaf leiðsögn og ráð.
Hann gaf sér alltaf tíma til að
hlusta á mig og ég naut þess að
hlusta á hann. Ég á eftir að
sakna þess að fá ekki lengur að
njóta leiðsagnar hans, en met
mikils allt það sem ég naut.
Þegar kemur að leiðarlokum
hrannast upp allar góðu minn-
ingarnar og söknuðurinn verð-
ur sár.
Við fjölskyldan eigum eftir
að sakna þín og minnumst þín
með gleði í hjarta. Þökkum þér
fyrir allar þær góðu stundir
sem við áttum saman, allan
þann tíma sem þú gafst mér og
mínum strákum og þær dýr-
mætu minningar sem við eigum
í hjörtum okkar.
Með þessum orðum vil ég
kveðja þig,
Svo viðkvæmt er lífið sem vordags-
ins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherj-
ardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Guðrún Þórarinsdóttir
og fjölskylda.
Halldór Sigurbjörn
Halldórsson
✝ Margrét Krist-jánsdóttir
fæddist á Eyr-
arbakka 10. apríl
1924. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Ljósheimum,
Selfossi, 2. nóv-
ember 2013.
Hún var dóttir
hjónanna Mar-
grétar Þóru Þórð-
ardóttur frá Hóls-
húsum í Gaulverjabæjarhreppi,
f. 15.12. 1887, d. 10.4. 1951 og
Kristjáns Guðmundssonar frá
Iðu í Biskupstungum, f. 1.6.
1885, d. 26.10. 1961. Margrét
ólst upp á Eyrarbakka og var
hún næstyngst fimm systkina.
Aldís Hugbjört, f. 14.9. 1912, d.
9.8. 1990, drengur fæddur and-
vana, Magnús f. 22.2. 1918, d.
3.8. 1948, Þórir, f.
17.2. 1922, d. 17.4.
1969, Guðmundur
Jónatan, f. 2.8.
1929, d. 17.12.
2010.
Þann 16.10.
1943 giftist Mar-
grét Gísla Ragnari
Gíslasyni, f. 31.1.
1922, d. 10.10.
1976, frá Nesi í
Selvogi. Margrét
og Gísli Ragnar eignuðust þrjú
börn: Þórhildi, f. 18.3. 1943,
Kristján, f. 30.4. 1946 og
Hrafnhildi, f. 4.10. 1959. Þá ólu
þau upp dótturdóttur sína Mar-
gréti Bragadóttur, f. 21.10.
1961.
Útför Margrétar fer fram
frá Eyrarbakkakirkju í dag, 9.
nóvember 2013, kl. 14.
Með söknuði og þakklæti kveð
ég þig, elsku amma mín. Ég er
svo þakklát fyrir að hafa átt þig
sem ömmu því þú varst svo ein-
stök kona. Þú hafðir svo fallega
lífssýn, dæmdir aldrei neinn né
hallmæltir neinum. Ávallt svo
gefandi, gjafmild og hlý, með
húmorinn í lagi. Þú varst fagur-
keri fram í fingurgóma og alltaf
svo smekkleg og smart. Þú varst
mér svo kær og miklu meira en
bara amma. Kenndir mér svo
margt og varst mín fyrirmynd.
Þú hvattir mig til dáða, alveg
sama hvað ég tók mér fyrir hend-
ur. Heimsóttir mig landshorn-
anna á milli og alltaf til staðar
fyrir mig. Það er svo sárt að
kveðja þig, elsku amma, en ég
veit að þú ert komin á betri stað
og minning þín mun ylja mér um
ókomin ár.
Blessuð sé minning þín.
Þín sonardóttir,
Margrét Kristjánsdóttir.
Hún Magga á Austurvelli hef-
ur nú kvatt sína jarðvist en í
minningunni er samt enn skært
ljós á lampanum hennar Möggu.
Hún fékk sinn skerf af gleði og
sorg í lífinu en hún var alltaf sú
sterka sem aðrir gátu leitað til.
Ég man ekki eftir Möggu öðru-
vísi en glaðværri og gefandi. Á
hverju sem gekk var hún jákvæð
og jafnlynd og vildi öllum vel.
Hún var svo sannarlega ljós í
sínu umhverfi. Ég minnist þess
að þegar mamma var orðin há-
öldruð kona vakti Magga mjög
yfir velferð hennar. Hún var 20
árum yngri en mamma en þær
urðu samt góðar vinkonur. Þegar
ég var löngu fluttur frá Háeyr-
arvöllum 44 og Kalli bróðir að
heiman kom fyrir að mamma var
ein í húsinu. Magga fylgdist þá
með mömmu, heimsótti hana
daglega og gisti gjarnan hjá
henni þætti henni ástæða til.
Svona minningar um góðvild og
náungakærleika skjóta rótum og
varðveitast. Magga var grandvör
kona og bar með sér sterkan per-
sónuleika.
Þau voru glæsileg hjón Gísli
heitinn og Margrét. Falleg í sjón
og raun. Eyrarbakki átti í þeim
góðan sjóð. Gísli var ljúflingur og
sveitarstólpi sem öllum þótti
vænt um enda tengdist atvinna
hans jafnan ábyrgðarmiklum
störfum. Heimilið á Austurvelli
nýtur virðingar í minningu minni.
Fáein kveðjuorð segja lítið, en
lampinn hennar Möggu segir
mikið og hann mun lýsa um
ókomin ár með einstaklega góð-
um minningum til eftirlifandi
ættmenna hennar, afkomenda,
sveitunga og vina.
Drottinn Jesús blessi vista-
skipti góðrar konu.
Við Eygló, Anna systir og
Gústi vottum börnum hinnar
látnu og öðrum aðstandendum
innilega samúð og biðjum þeim
Guðs friðar.
Ársæll Þórðarson.
Margrét
Kristjánsdóttir
✝
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ELÍN JÓNSDÓTTIR,
Borgarholtsbraut 45,
Kópavogi,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
fimmtudaginn 7. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ragnar J. Lárusson,
Lárus P. Ragnarsson, Karlotta B. Aðalsteinsdóttir,
Sigrún K. Ragnarsdóttir, Haraldur R. Gunnarsson,
Halldóra B. Ragnarsdóttir, Þórður S. Magnússon,
Ásdís L. Ragnarsdóttir, Sigurður Þ. Adolfsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
GÍSLI EYJÓLFSSON
frá Bessastöðum,
Vestmannaeyjum
Hraunbraut 47,
varð bráðkvaddur á heimili sínu fimmtu-
daginn 7. nóvember.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Hildur Káradóttir,
Eyjólfur Gíslason, Kristín Guðmundsdóttir,
Margrét Gísladóttir, Karl Ómar Jónsson,
Gunnhildur Gísladóttir, Sigurður Karlsson,
barnabörn og barnabarnabörn.