Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 46

Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 ✝ Aðalbjörn J.Sigurlaugsson fæddist á Ak- ureyri 3. júní 1931. Hann lést á dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði 30. október 2013. For- eldrar hans voru Sigurlaugur Guð- bjartsson, f. 13. 12. 1902, d. 11.5. 1965, og Sigríður Pálmadóttir, f. 20.12. 1908, d. 11.5. 1958. Ungur fluttist Aðalbjörn með móður sinni til Ólafs- fjarðar, þar sem móðir hans giftist Jakobi Ingimundarsyni, þegar hann stofnaði sína eig- in útgerð, sem hann starfaði við allt til ársins 2006, er hann hætti störfum. 6. október 1956 kvæntist Aðalbjörn Ásdísi Skarphéð- insdóttur, f. 8.2. 1931. Börn þeirra eru Ómar, f. 1956, d. 2009, kvæntur Valgerði Gunn- arsdóttur, f. 1957, þau eiga tvær dætur og þrjú barna- börn. Sigríður, f. 1957, gift Frímanni Ingólfssyni, f. 1950, þau eiga þrjá syni og tvö barnabörn. Skarphéðinn, f. 1958, kvæntur Helgu Ólafs- dóttur, f. 1960, þau eiga fimm börn og sjö barnabörn. Pálmi, f. 1960, sambýliskona Halldóra Magnúsdóttir, f. 1961. Pálmi á eina dóttur. Aðalbjörn á Rún- ar Berg, f. 1964. Útför Aðalbjörns fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju í dag, 9. nóvember 2013, og hefst at- höfnin klukkan 14. f. 21.7. 1905, d. 20.12. 1988. Jakob gekk Aðalbirni í föðurstað. Systur Aðalbjörns sam- mæðra eru Guð- rún og Pálmey. Systkini samfeðra eru Sigurður lát- inn, Kolbrún og Ágúst Kolbeinn látinn. Aðalbjörn byrj- aði til sjós 14 ára gamall. Hann lauk minna mótornám- skeiði frá Akureyri 1952 og námi frá Stýrimannaskól- anum 1963. Hann var á ýms- um bátum til ársins 1968, Elsku pabbi, þá hefurðu kvatt þennan heim eftir farsælt lífs- hlaup. Þegar ég hugsa til baka á þessari stundu er það fyrsta sem kemur upp í huga minn vinna, dugnaður, samviskusemi og heið- arleiki. Sjórinn átti hug þinn. Fyrstu ár okkar systkinanna varst þú á vertíðum og lengi fjarri fjölskyldunni, en þetta var algengt á þessum árum. Svo kom að því að þú keyptir fyrri trilluna þína, Blíð- fara, og fórst að gera út sjálfur, og þá fór ég að kynnast þér. Það sem þú lagðir á þig, fórst fyrstur á sjó- inn á morgnana og komst síðastur í land. Vinnan var þitt áhugamál. Ég man að oft varstu orðlaus yfir því að menn fóru snemma í land til að horfa á fótboltaleik, þú áttir ekki orð. En svo kom að því að þú fórst að fá ýmis áhugamál önnur en sjó- inn. Það var ekki nóg að þú keyrð- ir um landið þvert og endilangt til að horfa á Leiftur spila, heldur fórst þú með þeim í æfingaferðir til annarra landa og stofnaðir Veð- deild Blíðfara ásamt öðrum til að styðja við bakið á þeim. Svo var það Norræna félagið, Smábáta- félagið og síðast Félag eldri borg- ara Ólafsfirði, þú gerðir þetta af fullum krafti. Þitt mottó var að maður gerir hlutina almennilega eða sleppir því. Þú varst heilsuhraustur allt þitt líf, en höggið var þungt þegar Óm- ar bróðir dó. Eftir það sá ég að þú varst farinn að eldast, en ég trúi því að þú sért kominn á góðan stað og þið saman á ný. Takk fyrir, allt elsku pabbi, og megir þú hvíla í friði. Þín dóttir, Sigríður Aðalbjörnsdóttir. Kæri Bjössi tengdapabbi, nú er þínu æviskeiði lokið hér hjá okkur. Þú varst mikill dugnaðarforkur og varst ekki mikið fyrir að kvarta þó þér liði ekki vel. Þið Addý hafið alltaf reynst mér og minni fjöl- skyldu vel. Það var ómetanleg hjálp þegar þið Addý buðuð okkur Skarphéðni, þá með þrjú börn, Óla Grétar, Ásdísi og Ómar Björn, að búa hjá ykkur á meðan við vorum að byggja sem tók eitt ár. Þá var Addý fótbrotin svo tengdadóttirin tók við eldamennskunni og byrjaði að tilkynna tengdapabba að nú yrðu engir eftirréttir, grautar og súpur sem alltaf voru hjá tengda- mömmu og þú lést þetta yfir þig ganga og vandist þessu furðu fljótt. Skarphéðinn Þór langafastrák- urinn þinn hafði miklar áhyggjur af langömmu Addý þegar hann frétti að langafi væri farinn til guðs, „ææ, nú verður amma svo döpur og einmana þegar hann afi er farinn,“ en við fjölskyldan mun- um passa hana Addý fyrir þig. Ég og mín fjölskylda þökkum þér, Bjössi minn, fyrir samveruna í gegnum árin. Blessuð sé minning þín. Þín tengdadóttir, Helga. Fallinn er frá fyrrverandi tengdafaðir minn hann Bjössi. Mig langar að minnast hans örfá- um orðum. Bjössi var sjómaður í húð og hár, duglegur mjög, vann alltaf mikið og vílaði svo sannarlega ekki hlutina fyrir sér, heldur gerði þá bara og það strax. Síðastliðin ár, eftir að leiðir okkar Pálma sonar hans skildu, vissi ég að ýmislegt myndi breyt- ast, en tryggð Bjössa í minn garð og sonardóttur hans síður en svo breyttist – og efldist ef eitthvað var. Hann var allaf boðinn og bú- inn að aðstoða okkur mæðgur ef illa stóð á. Að vera örorkulífeyr- isþegi á Íslandi í dag er allt annað en auðvelt, og Bjössi skildi það og átti ég samúð hans alla. Bjössi kom ætíð vel fyrir sig orði og hughreysti mig ávallt þeg- ar hann skynjaði að ég átti erfitt. Hann kom alltaf vel fram við mig og sýndi mér og þó sérstaklega sonardóttur sinni henni Ellý mik- inn hlýhug. Hann hitti hana aldrei öðruvísi en svo að gauka að henni smá-aur í lófann. Fyrir þetta verð ég honum óendanlega þakklát, því þetta kom sér ávallt svo ótrúlega vel og var vel þegið af bæði minni hálfu að ég tali nú ekki um hvað þetta gladdi mikið hana elsku dóttur mína. Vinskapur mikill var alla tíð milli Bjössa og Addýjar og for- eldra minna. Sá vinskapur ekki bara hélst heldur styrktist ef eitt- hvað var í seinni tíð, og sérstak- lega með tilkomu Héðinsfjarðar- ganganna. Bjössi kíkti ávallt í heimsókn á Hólaveginn ef hann átti leið til Siglufjarðar og hringdi að mér skilst mjög oft (stundum nánast daglega) í föður minn til þess að spjalla um aflabrögð smá- bátanna, pólitíkina og fleira. Þessi vinatengsl voru svo sér- stök að meira að segja foreldrar mínir fóru í ferðalög með eldri- borgurum frá Ólafsfirði, og auð- vitað var það Bjössi sem stakk upp á því og reddaði því sem for- maður félags eldriborgara á Ólafs- firði. Foreldrar mínir höfðu mjög gaman af þessum ferðum og kunnu vel að meta skemmtilegan félagsskap Ólafsfirðinga. Við eigum öll góðar minningar um góðan dreng, hann Bjössa. Megi góður Guð varðveita og styrkja Addý og fjölskylduna alla í sorginni. Samúðarkveðjur einnig frá Anní og Jonna. Með vinsemd og virðingu, Bylgja. Þegar ég minnist Bjössa vinar míns hrannast minningarnar upp. Það var samt ekki fyrr en ég var kominn á miðjan aldur að ég kynntist honum vel. Ég vissi auð- vitað um Bjössa Kobba, eins og hann var alltaf kallaður, en hann var einn af þessum sjómanns- hetjum sem ólust upp við afar erf- iðar aðstæður eins og hafnarskil- yrði voru í Ólafsfirði á þeim árum. Eftir að Bjössi gerðist trillukarl var ótrúlegt að fylgjast með hon- um þegar vertíðin stóð sem hæst. Þá lagði Bjössi á sínum Blíðfara nótt við dag og unni sér ekki hvíld- ar fyrr en í fulla hnefana. Það var ekki eingöngu veitt af kappi held- ur aflinn fullunninn þegar í land var komið. Og þannig gerði hann sem mest verðmæti úr aflanum. Svo sannarlega var hann einn af þeim sem hafa lagt þjóðarbúinu björg í bú. En Bjössi var ekki bara sjómaður, dáðadrengur. Áhuga- mál hans voru mörg og margvís- leg og í góðri merkingu má kannski segja að hann hafi verið hálfgerður dellukarl. Þegar hann fékk áhuga á einhverju átti það hug hans allan. Það var fyrir sam- eiginlegan áhuga okkar á knatt- spyrnu og velgengni Leifturs á þeim árum að ég kynntist Bjössa enn betur. Þar hitti ég fyrir mann sem ég fann að var ekki aðeins heill og heiðarlegur heldur tilbú- inn að leggja allt í sölurnar til að ná settu marki. Það spillti ekki fyrir að í þessum samheldna hópi áhugamanna um velgengni Leift- urs var sameiginlegur vinur okk- ar, Jakob Ágústsson, sem var for- maður Blíðfaraklúbbsins og Bjössi gjaldkeri. Voru þeir báðir ógleymanlegir í sínum hlutverk- um. Í sjóhúsi Bjössa undir súð hittumst við áhugamenn og fé- lagar. Þar réð ríkjum Bjössi með sparibaukinn undir hendinni og safnaði aurum til að styrkja Leift- ur. Þar var hlegið, sungið og sagð- ar gamansögur og var glatt á hjalla. Þessi ár eru okkur sem tók- um þátt góð minning í ellinni. Um árabil hefur Aðalbjörn ver- ið formaður félags eldri borgara í Ólafsfirði. Í starfi sínu hefur hann verið ötull við að sinna málefnum félagsins, með góðum stuðningi félaga sinna, Halldórs og Júlíusar. Síðasta sjóferð Bjössa var farin síðasta haust, eins og hann orðaði það sjálfur. Þegar við gamlir Ólafsfirðingar sameinuðumst um ferð, að hans frumkvæði, til Ka- spíahafsins. Er sú ferð okkur sem hana fórum algjörlega ógleyman- leg. Ég er viss um að það myndi gleðja Bjössa ef söngur Álftagerð- isbræðra, vina hans, hljómaði á kveðjustund. Ég sendi samúðarkveðjur til Addýjar og fjölskyldu. Jón Þorvaldsson. Í dag fylgjum við félaga okkar til greftrunar í Ólafsfirði, Aðal- birni Sigurlaugssyni, 83 ára göml- um. Bjössi Kobba eins og hann var alltaf kallaður var einn öflugasti stuðningsmaður Leifturs í gegn- um tíðina og hafði gríðarlega mik- inn áhuga á knattspyrnu. Hann var einn þeirra sem stofnuðu stuðningsmannafélagið Veðdeild Blíðfara, árið 1983, sem hafði að- eins eitt markmið en það var að aðstoða og styrkja Leiftur. Bjössi var aðalhvatamaðurinn að félag- inu og gjaldkeri þess frá upphafi, hann upp á sitt eindæmi innréttaði fundarherbergi fyrir félagið upp á lofti í sjóhúsinu sínu þar sem við félagarnir mættum kvöldið fyrir leiki og tippuðum á úrslit Leifturs. Bjössi hélt utan um öll úrslit og skráði samviskusamlega niður í dagbók það sem félagarnir tipp- uðu á, auðvitað kostaði hvert tipp og að hausti var fundið út hver sig- urvegari sumarsins væri og hann skyldi hljóta peningaverðlaun. Bjössi rétti sigurvegaranum seðlabúntið og hann fékk að snerta seðlana en aðeins að snerta þá, Bjössi kippti síðan hendinni til baka og setti peningana í flotta peningakassann sinn sem hann bar alltaf í handakrikanum og tjáði sigurvegaranum að verð- launaféð rynni til Leifturs. Veðdeildin tók að sér ýmis verkefni fyrir Leiftur, meðal ann- Aðalbjörn J. Sigurlaugsson ars að sjá um herrakvöld sem Bjössi var aðalhvatamaðurinn að og fékk hann til okkar lands- þekkta skemmtikrafta. Álftagerð- isbræður voru í sérstöku uppá- haldi hjá honum og fékk hann þá nokkrum sinnum til að skemmta. Bjössi fór nokkrar æfinga- og keppnisferðir til útlanda með Leiftri og hafði mjög gaman af því. Ég gleymi því ekki þegar við spil- uðum síðasta Evrópuleikinn sem var spilaður í Frakklandi, styrk- urinn sem við fengum frá KSÍ dugði engan veginn til að kosta lið- ið út. Við stóðum ráðþrota frammi fyrir því hvernig hægt væri að koma liðinu út og héldum fund vegna málsins en lítið var um lausnir, Bjössi dó ekki ráðalaus, „við skulum sjá til hvað hægt er að gera“. Bjössi fór aleinn morgun- inn eftir með rútu til Akureyrar með peningakassann sinn í handarkrikanum og gekk á milli fyrirtækja þar og safnaði tæpri milljón sem dugði til að liðið kæm- ist út. Á 80 ára afmæli Bjössa sem hann hélt upp á árið 2011 mættu að sjálfsögðu Álftagerðisbræður og sungu fyrir afmælisdrenginn, margir Veðdeildarfélagar mættu og skemmtu sér konunglega og rifjuðu upp skemmtilegar stundir sem við félagarnir höfðum brallað og Bjössi alltaf driffjöðrin í félag- inu. Vikulega hringdi Bjössi til mín, hann kynnti sig ekki en byrjaði alltaf símtalið: „Heyrðu, er eitt- hvað að frétta úr fótboltanum?“ Oft voru símtölin löng enda mikið að ræða og Bjössi einn sá öflugasti stuðningsmaður sem við áttum og hans verður sárt saknað bæði af stjórnarmönnum og einnig af leik- mönnum sem Bjössi var ætíð tilbúinn að hjálpa og aðstoða og það veit ég að hann gerði. Bjössi, hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir knatt- spyrnuhreyfinguna, þín verður sárt saknað á fótboltavellinum. Ég sendi eiginkonu, börnum og fjölskyldu Bjössa samúðarkveðj- ur. Þorsteinn Þorvaldsson. Aðalbjörn Sigurlaugsson er einn þeirra trillukarla sem settu svip sinn á hópinn. Hann var ró- legur og fastur fyrir, sagði sínar skoðanir umbúðalaust og var áberandi. Átti það jafnt við hversu hávaxinn hann var og þá var rödd hans þannig að eftir var tekið. Aðalbjörn stóð því svo sannar- lega undir nafni. Hann var félagi í Landssambandi smábátaeigenda frá stofnun þess 1985. Samtímis var hann kominn til forystu hjá sínu svæðisfélagi Kletti og var fulltrúi þess í stjórn LS frá 1991 til 1998. Hjá mér fór það saman að tala um Blíðfara ÓF og Aðalbjörn. Símhringingar voru ófáar um borð til hans og einhvern veginn þótt hávaðinn í vélinni væri yfir- gnæfandi tókst okkur að ná góðu spjalli. Ég minnist Aðalbjörns á fund- um í Kletti þar sem fundirnir hóf- ust jafnan á því að Bjössi sem rit- ari félagsins las upp fundargerðina. Það verður að segjast eins og er að það reyndi nokkuð á fundarmenn og þá eink- um gesti sem á þessum árum voru gjarnan alþingismenn kjördæmis- ins að hlýða á lesturinn. Ég hitti Aðalbjörn síðastliðið sumar á hans heimavelli í orðsins fyllstu merkingu. Þar öttu kappi Fjallabyggð og Fjölnir. Aðalbjörn fræddi mig um hið nýja lið sam- tímis og við horfðum á leikinn. Eins og gengur var einnig horft til fjalla og spáð í veðrið. Hann sagði að hlýindin hefðu látið standa á sér enda báru stórar fannir í fjöll- um þess glögg merki, komið fram í júlí. Aðalbjörn fullyrti við mig að þetta væri með almesta móti frá því hann hefði farið að spá í þessa hluti. Aðalbjörn var hress þessa dagsstund og engin höfgi komin yfir hann. Þannig sé ég vininn fyr- ir mér. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUNNHILDAR VIKTORSDÓTTUR frá Ólafsfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund, deild 3A, fyrir yndislega umönnun. Marteinn Elí Geirsson, Hugrún Pétursdóttir, Agnes Geirsdóttir, Guðjón Guðmundsson, Helga M. Geirsdóttir, Valdimar Bergsson, Þorvaldur Geir Geirsson, Ólöf Ingimundardóttir, Guðrún Geirsdóttir, Steinar Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýju vegna fráfalls elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, SIGURÐAR HÓLM ÞORSTEINSSONAR skólastjóra. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sólvangi og dagvistunar í Dröfn, fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. Torfhildur Steingrímsdóttir, Guðrún U. Martyny, Ólafur Sigurðsson, Pétur Már Sigurðsson, María Sigurðardóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Okkar innilegustu þakkir sendum við öllum þeim sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför HARALDAR JÓHANNSSONAR, Munaðarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólksins í Brákarhlíð, hjúkrunar- og dvalarheimili, Borgarnesi fyrir einstaka umönnun og hlýhug. Katrín Magnúsdóttir, Þorvaldur Haraldsson, Katrín G. Helgadóttir, Guðrún Jóhanna Haraldsdóttir, Þórarinn Jóhannsson, Úlfhildur Haraldsdóttir, Jóhannes K. Sveinsson, Jóhanna Haraldsdóttir, Kristín Halla Haraldsdóttir, Lárus Sverrisson. ✝ Við þökkum öllum þeim er sýnt hafa okkur hlýju og samúð vegna andláts og útfarar elsku móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞÓRUNNAR INGVARSDÓTTUR, Rauðalæk 27, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjartadeildar 14E á Landspítalanum við Hringbraut fyrir einstaklega góða umönnun og hlýtt viðmót. . Inga Ásgeirsdóttir, Sæmundur Gunnarsson, Ásgeir Ásgeirsson, Sigurjón Ásgeirsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar MAGNÚSAR THORODDSEN hæstaréttarlögmanns. Sólveig Kristinsdóttir Thoroddsen Sigurður Tryggvi Thoroddsen Funmi Kosoko Thoroddsen Gerður Sólveig Thoroddsen Ívar Pálsson Þóra Björg Thoroddsen Aðalsteinn Jónatansson Magnús Thoroddsen, Stefán Páll, Sólveig Anna, Hera Sólveig, Tinna Sólveig, Kristín Björg, Magnús Tryggvi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.