Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 47
MESSUR 47á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Raðauglýsingar Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Bríetartún 6, 200-9607, Reykjavík, þingl. eig. Hreinn Ágústsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf., miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 10:00. Gerplustræti 25, 231-2288, Mosfellsbæ, þingl. eig. Ingibjörg Sigríður Skúladóttir, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 13:30. Rauðagerði 58, 203-5580, Reykjavík, þingl. eig. Hallur Magnússon og Ingibjörg Ósk Guðmundsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 11:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. nóvember 2013. Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Brautarholt 8, 201-0540, Reykjavík, þingl. eig. þb. Brautarholts 20 ehf., gerðarbeiðandi skiptastjóri þb. Brautarholts 20 ehf., fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 10:00. Brautarholt 8, 201-0541, Reykjavík, þingl. eig. þb. Brautarholts 20 ehf., gerðarbeiðandi skiptasjóri þb. Brautarholts 20 ehf., fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 10:15. Brautarholt 18, 201-0740, Reykjavík, þingl. eig. þb. Brautarholts 20 ehf., gerðarbeiðandi skiptasjóri Brautarholts 20 ehf., fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 10:30. Brautarholt 18, 223-7598, Reykjavík, þingl. eig. þb. Brautarholts 20 ehf., gerðarbeiðandi skiptastjóri Brautarholts 20 ehf., fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 10:45. Brautarholt 18, 223-7599, Reykjavík, þingl. eig. þb. Brautarholts 20 ehf., gerðarbeiðandi skiptastjóri Brautarholts 20 ehf., fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 11:00. Brautarholt 20, 201-0742, Reykjavík, þingl. eig. þb. Brautarholts 20 ehf., gerðarbeiðandi skiptastjóri Brautarholts 20 ehf., fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 11:15. Brautarholt 20, 201-0743, Reykjavík, þingl. eig. þb. Brautarholts 20 ehf., gerðarbeiðandi skiptastjóri Brautarholts 20 ehf., fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 11:30. Brautarholt 20, 223-6954, Reykjavík, þingl. eig. þb. Brautarholts 20 ehf., gerðarbeiðandi skiptasjóri Brautarholts 20 ehf., fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 11:45. Brautarholt 20, 223-6955, Reykjavík, þingl. eig. þb. Brautarholts 20 ehf., gerðarbeiðandi skiptastjóri Brautarholts 20 ehf., fimmtudaginn 14. nóvember 2013 kl. 12:00. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. nóvember 2013. AÐVENTKIRKJAN: Aðventkirkjan Reykjavík | Sam- koma í dag, laugardag, kl. 11 hefst með biblíufræðslu fyrir alla. Boðið er upp á biblíufræðslu á ensku. Guðþjón- usta kl. 12. Indro Candi prédikar. Aðventkirkjan Vestmannaeyjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11. Biblíufræðslu fyrir alla. Guðþjónusta kl. 12. Manfred Lemke prédikar. Aðventsöfnuðurinn Akureyri | Sam- koma í Gamla Lundi í dag, laugardag, hefst kl. 11 með biblíufræðslu fyrir alla. Guðþjónusta kl. 12. Aðventsöfnuðurinn Suðurnesjum | Samkoma í dag, laugardag, kl. 11 í Reykjanesbæ hefst með biblíu- fræðslu. Guðþjónusta kl. 12. Einar Val- geir Arason prédikar. Aðventsöfnuðurinn Árnesi | Sam- koma í dag, alla. Guðþjónusta kl. 11. Björgvin Snorrason prédikar. Aðventsöfnuðurinn Hafnarfirði | Samkoma í Loftsalnum í dag, laug- ardag, hefst með fjölskyldusamkomu kl. 11. Stefán Rafn Stefánsson prédik- ar. Biblíufræðsla fyrir alla kl. 11.50. Boðið upp á biblíufræðslu á ensku. AKURINN | Samkoma kl. 14 í Núpa- lind 1, Kópavogi. Ræðumaður Jógvan Purkhús. Söngur, bæn og fræðsla. ÁRBÆJARKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Gospelkór Árbæjar syngur. Brúðuleikhús. Umsjón Ingunn, sr. Kristín og Margrét Sigurðardóttir og píanóleikari. Kaffi og safi á eftir. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Kristný Rós Gústafsdóttir djákni leiðir samveru sunnudagaskólans. Kór Ás- kirkju syngur, organisti Magnús Ragn- arsson. Formaður Safnaðarfélags Ásprestakalls, Jóhanna Friðriksdóttir kynnir starf félagsins, og kl. 12 hefst árlegur kökubasar og nytjamarkaður safnaðarfélagsins í efra safnaðarheim- ili. Sjá askirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11 á kristniboðsdaginn. Skúli Svav- arsson kristniboði segir frá starfi Kristniboðssambandsins og prédikar. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar. Börn úr æskulýðsstarfinu syngja. Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari. Meðhjálpari Sigurður Þórisson. Tekið á móti fram- lögum til kristniboðsins. Bænadagur í sunnudagaskólanum. Hressing á eftir. BESSASTAÐAKIRKJA | Messa kl. 14. Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur prédikar og leiðir stundina ásamt sr. Hans og sr. Friðriki. Margrét djákni sett formlega inn í embætti djákna. Á eftir fer fram kaffisala í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1, innkoma rennur til styrktar kaupa á línuhraðli Landspít- alans. Álftaneskórinn og Bjartur Logi. Guðsþjónusta kl. 20. Helga Vilborg kristniboði segir frá starfi Íslendinga í Afríku. Fermingarbörn syngja afrísk lög. Sr. Hans Guðberg og Margrét djákni þjóna í stundinni. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón hafa Fjóla, Finnur og Þórunn Ágústa. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11 á kristniboðs- daginn. Prestur sr. Gísli Jónasson. Kór Breiðholtskirkju syngur, organisti Kjart- an Sigurjónsson. Tekið við gjöfum til Kristniboðsins. Sunnudagaskóli í umsjá Steinunnar Leifsdóttur. Kaffi og djús á eftir. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Félagar úr kór Bústaðakirkju leiða sönginn undir stjórn kantors Jónasar Þóris. Messu- þjónar aðstoða og prestur er sr. Yrma Sjöfn Óskarsdóttir. Molasopi á eftir. DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Magnús B. Björnsson. Organisti Sól- veig Sigríður Einarsdóttir og Kór Digra- neskirkju. Þuríður Helga Ingadóttir leik- ur á flygilinn. Tekið á móti söfnunarbaukum fermingarbarna. Súpa á eftir. Helgistund kl. 15. Hug- leiðing, vitnisburðir og fyrirbænir. Tón- list: E bandið. Sjá digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sr. Hjálmar Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Dómkór- inn syngur og organisti er Kári Þormar. Sunnudagaskóli í umsjón Ólafs Jóns og Sigurðar. EGILSSTAÐAKIRKJA | Sunnudaga- skóli kl. 11. Prestur sr. Jóhanna Sig- marsdóttir. Saga, brúður og söngur. EIÐAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Jóhanna Sigmarsdóttir. Kaffi á eftir, frjáls framlög í söfnun Þjóðkirkjunnar fyrir línuhraðli á LSH. FELLA- og Hólakirkja | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigur- jón Árni Eyjólfsson. Organisti Guðný Einarsdóttir. Hreinn Pálsson og Pétur Ragnhildarson verða með börnin. Vikt- or kemur í heimsókn. Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts spilar, stjórn- andi Snorri Heimisson. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti heimsækir söfnuðinn í tilefni af 100 ára afmæli kirkjunnar. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudaga- skóli kl. 11. Hressing í lokin. Kerti seld til styrktar barnastarfinu í verslun. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Kvöld- stund kl. 20 með djasstónum við kertaljós og hugleiðingar sr. Hjartar Magna. Sönghópur Fríkirkjunnar leiðir sönginn ásamt djasskvartett skipuð- um þeim Ásgeiri Ásgeirssyni á gítar, Tómasi R. Einarssyni á kontrabassa, Matthíasi Hemstock slagverksleikara, Gunnari Gunnarssyni á píanó. Umsjón hefur sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnu- dagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Kór Glerárkirkju leiðir almennan söng. Sr. Guðmundur Guðmundsson þjónar og kynnir kristniboðsstarf. Guðsþjón- usta um kristniboð og vinasöfnuð kl. 20. Krossbandið leiðir söng. Sr. Jakob Hjálmarsson sýnir myndir frá Kenía og prédikar. Sr. Guðmundur þjónar. GRAFARVOGSKIRKJA | Hátíðar- messa kl. 11. Sr. Ingólfur Hartvigsson prédikar. Prestar Grafarvogskirkju þjóna fyrir altari. Kór Prestbakkakirkju, Ásakór og kór Grafarvogskirkju syngja. Stjórnendur: Brian Rodger Haroldsson og Hákon Leifsson. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurð- ardóttir undirleikari: Stefán Birkisson. Messa á Eir kl. 15.30. Sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og Þorvaldur Hall- dórsson syngur. Þorvaldur spilar frá kl. 15. Dagur orðsins dagskrá tileinkuð „Eldprestinum“ sr. Jóni Steingríms- syni. Erindi kl. 9.30. Ávarp tileinkað sr. Jóni. Jón Helgason, fyrrv. forseti Kirkju- þings, flytur. Möguleikhúsið sýnir úr einleik um sr. Jón. Höfundur Pétur Egg- ertz. „Skáldsagan um Jón“ Höf. flytur erindi. Borgarholtsskóli | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hefur Ásthildur Guð- mundsdóttir. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Afmæl- ismessa kl. 11. Kristniboðsdagurinn. Barnastarf í umsjón Lellu o.fl. Alt- arisganga. Samskot til Kristniboðsins. Kirkjukór Grensáskirkju syndur, org- anisti er Árni Arinbjarnarson. Prestur er sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi á eft- ir. Myndasýning frá 50 ára sögu safn- aðarins í forsal kirkjunnar. Hversdags- messa með Þorvaldi Halldórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GUÐRÍÐARKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Prestur sr. Sigríð- ur Guðmarsdóttir, organisti Ester Ólafsdóttir og kór Guðríðarkirkju syng- ur. Barnastarf í umsjá Aldísar R. Gísla- dóttir og Ruth Rúnarsdóttir. Meðhjálp- ari er Kristbjörn Árnason og kirkju- vörður Rögnvaldur Guðmundsson. Kaffisopi á eftir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta kl. 11. Yngri barnakórinn syngur, stjórnandi er Helga Loftsdóttir. Píanóleikari er Anna Magnúsdóttir og organisti er Guð- mundur Sigurðsson. Prestar eru sr. Jón Helgi Þórarinsson og sr. Þórhildur Ólafs. Kaffi á eftir. Messa á miðviku- dag kl. 8.10. Organisti Guðmundur Sigurðsson, prestur er sr. Þórhildur Ólafs. Morgunverður í Odda. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjöl- skyldumessa á kristniboðsdegi kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum og starfsfólki barnastarfsins. Bogi Benediktsson segir sögu frá kristni- boðsakrinum. Drengjakórinn syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. Fræðslumorgunn kl. 10. Guð- laugur Gunnarsson kristniboði flytur er- indi. Tónleikar Mótettukórsins sunnudag kl. 17. Eldklerkurinn sýning laugardag kl. 16. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11 á kristniboðsdaginn. Barnastarf í umsjá Arnars og Öllu Rúnar. Félagar úr Kammerkór Háteigskirkju syngja, org- anisti er Kári Allansson. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA | Lofgjörðarguðs- þjónusta kl. 11. Þorvaldur Halldórsson leikur undir og leiðir söng. Ferming- arbörn leika á hljóðfæri og aðstoða. Starf kristniboðsins kynnt. Prestur sr. Steinunn A. Björnsdóttir. Kaffisopi á eftir. Sunnudagaskóli kl. 13 í umsjá Gísla og Hilmars auk prests. Hressing á eftir. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Samkoma kl. 17. Áslaug Haugland tal- ar. Hljómsveitin Ingimar tekur lagið. HVALSNESKIRKJA | Kirkjukórs- messa kl. 17. Arnór Vilbergsson org- anisti og félagar úr Kirkjukór Keflavík- urkirkju annast tónlistina. Prestur sr. Sigurður Grétar Sigurðsson. Kirkju- kórsmessa á Garðvangi kl. 15.30. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma kl. 13.30. Lofgjörð, fyrirbænir og barnastarf. Friðrik Schram predikar. Kaffi á eftir. KÁLFATJARNARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 14 á kristniboðsdaginn. Skúli Svavarsson segir frá starfi Kristniboðs- sambandsins í Afríku og prédikar. Börnin í æskulýðsstarfinu syngja undir stjórn Bryndísar Svavarsdóttur æsku- lýðsfulltrúa. Kór Kálfatjarnarkirkju syngur undir stjórn Franks Herlufsens organista. Sr. Kjartan Jónsson þjónar fyrir altari. Tekið á móti framlögum til kristniboðsins. Vænst er þátttöku fermingarbarna og aðstandenda þeirra. Kaffi á eftir. KEFLAVÍKURKIRKJA | Guðsþjón- usta og barnastarf kl. 11. Sr. Erla, Systa, Esther og Anna Hulda sjá um barnastarfið. Arnór og félaga úr Kór Keflavíkurkirkju. Prestur er sr. Sigfús B. Ingvason. KÓPAVOGSKIRKJA | Útvarpsguðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson, sóknarprestur þjón- ar fyrir altari. Ragnar Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Kristniboðssambands- ins prédikar. Skólakór Kársnes syngur undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Þóra Marteinsdóttir og Sólveig Anna Aradóttir. KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Grensáskirkju kl. 20. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn prédikar. Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng við undir- leik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Jóhanna Gísla- dóttir, Kristín Sveinsdóttir og Snævar Andrésson þjóna ásamt messuþjónum og kirkjuverði. Krúttakórinn syngur, stjórnendur kórsins eru Björg Þórs- dóttir og Thelma Hrönn Sigurdórs- dóttir. Organisti er Guðfinnur. Kaffi. LAUGARNESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Haraldur Hreinsson prédikar, Sigurvin Lárus Jónsson þjón- ar fyrir altari. Organisti er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Sameiginlegt upphaf með barnastarfi. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sönghópurinn Norðurljós syng- ur undir stjórn Arnhildar Valgarðs- dóttur, Ágústa Dómhildur leikur á fiðlu. Prestur sr. Skírnir Garðarsson. Sunnu- dagaskóli kl. 13. Umsjón hefur Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson. MELSTAÐARKIRKJA | Barna- og fjöl- skyldumessa kl. 14. Samvera í safn- aðarheimili á eftir. NESKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng, org- anisti er Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Umsjón með barnastarfi hafa Ása Laufey, Katrín og Ari. Kaffi- sopi á eftir. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Stef- áns Helga Kristinssonar organista. Barn borið til skírnar. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmundsson. Sókn- arprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Umsjón með sunnudagaskóla hafa Heiðar og María. Veitingar á eftir. ÓHÁÐI söfnuðurinn | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 14. Látinna minnst. Sr. Pétur Þorsteinsson þjónar fyrir alt- ari, meðhjálpari er Þuríður Pálsdóttir. Sveinbjörn Gizurarson frá Gideonfélag- inu predikar og kynnir Gideonfélagið. Kór safnaðarins leiðir sönginn undir stjórn Árna Heiðars Karlssonar. Maul á eftir. Sjá ohadisofnudurinn.is SALT kristið samfélag | Samkoma kl. 17 á kristniboðsdaginn í Grensás- kirkju. Ræðumaður er Haraldur Jó- hannsson. SAUÐÁRKRÓKSKIRKJA | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Umsjón: Guðríður Helga, Fanney Rós og Rögnvaldur. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar. Kór Seljakirkju leiðir safnaðarsöng, org- anisti er Tómas Guðni Eggertsson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðs- þjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 á Kristniboðsdaginn. Sr. Irma Sjöfn Ósk- arsdóttir þjónar. Organisti er Friðrik Vignir Stefánsson, félagar úr Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju leiða almenn- an safnaðarsöng. Almanaki Kristni- boðssambandsins fyrir árið 2014 dreift. Kaffiveitingar. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Fjöl- skylduguðsþjónusta og kökubingó kl. 11. Prestur er sr. Sigríður Rún Tryggva- dóttir. Kór Seyðisfjarðarkirkju, undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur org- anista leiðir almennan safnaðarsöng. Fermingarbörn aðstoða í stundinni. Kö- kubingó á eftir til styrktar söfnun fyrir línuhraðli á Landspítalann. Félagar úr kór og sóknarnefnd gefa kökur til styrktar söfnuninni. STAÐARKIRKJA Hrútafirði | Messa kl. 20.30. Íhugun, tónlist og bæn. STAFHOLTSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjukór Stafholtskirkju leiðir söng undir stjórn Jónínu Ernu Arn- ardóttur. Prestur er sr. Elínborg Sturlu- dóttir. Sunnudagaskóli verður á prests- setrinu í umsjón sr. Jóns Ásgeirs Sigurvinssonar. Kaffi á eftir til styrktar söfnun fyrir línuhraðli fyrir LSH. Auk þess verða seld jólakort til styrktar sama málefni. ÚTSKÁLAKIRKJA | Kirkjukórsmessa kl. 14. Arnór Vilbergsson organisti og félagar úr Kirkjukór Keflavíkurkirkju annast tónlistina. Prestur er sr. Sig- urður Grétar Sigurðsson. Kirkjukórs- messa á Garðvangi kl. 15.30. VEGURINN kirkja fyrir þig | Sam- koma kl. 14. Barnastarf, lofgjörð, pré- dikun og fyrirbæn. Guðlaug Tóm- asdóttir prédikar. VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11 á kristniboðs- daginn. Sr. Friðrik J. Hjartar prédikar og þjónar fyrir altari. Fermingarbörnin skila söfnunarbaukunum og beðið fyrir gjöfunum. Veitingar á eftir. VÍÐISTAÐAKIRKJA | Fjölskylduhátíð kl. 11. Barnakórinn syngur undir stjórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. Sunnudagaskólinn fléttast inn í dag- skrána. Prestur er sr. Bragi J. Ingi- bergsson sóknarprestur. Orð dagsins: Trú þín hefir gjört þig heila. (Matt. 9) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Staðarkirkja í Hrútafirði. Megirðu njóta hvíldar í friði samtímis sem ég færi þér þakkir frá Landssambandi smábátaeig- enda fyrir þín störf í þágu trillu- karla. Örn Pálsson. Traustur, dugmikill og umfram allt skemmtilegur vinur er fallinn frá í firðinum okkar fagra, Ólafs- firði. Aðalbjörn Sigurlaugsson er látinn. Við hjónin getum ekki komið því við að vera við jarðarför hans og því vil ég minnast þessa góða félaga með örfáum kveðju- orðum. Við kynntumst ungir þótt nokkur ár skildu okkur að. Ég minnist þess sérstaklega þegar við og fleiri vinir hittumst nokkr- um sinnum heima í Ólafsfirði um jólaleytið á unglingsárum og spil- uðum „brús“ fram eftir nóttum. Hlátrasköllum okkar lauk þá oft ekki fyrr en dagur reis að morgni. Engan bjór né áfengan drykk þurfti til á þeim stundum. Þar var Bjössi í essinu sínu, hár í loftinu með stórar og fimar hendur á spil- um og þessa smitandi, leiftrandi kímni, sem einkenndi hann öðru fremur. Eftir æskuárin skildi leið- ir. Bjössi fór á sjóinn og lauk þeim starfsferli heima í Ólafsfirði sem eigin húsbóndi á trillunni sinni Blíðfara, harðduglegur og afla- sæll, en ég sótti á önnur mið ólgu- sjóa. Síðar á ævinni tókum við saman þátt í ferðaævintýrum sem eru meðal skemmtilegri minninga okk- ar hjóna. Við fórum með hópum Ólafsfirðinga í ferðir „austur fyrir tjald“ á árunum 1988 og 1992. Ferðirnar voru í tengslum við vina- bæjarheimsóknir til Lovisa í Sví- þjóð og Hilleröd í Danmörku. Það- an fórum við m.a. um Rússland, Eistland, Lettland, Litháen, Pól- land, Austur-Þýskaland og Tékkó- slóvakíu. Aðalbjörn starfaði með öðrum góðum vinum okkar í Ólafs- firði að undirbúningi ferðanna og var í þeim ævintýrum öllum hrókur alls fagnaðar og fékk maklega nafnbótina „Hovedbjörnen“. Dönsk ferðaskrifstofa tók að sér að leigja rútu og panta gistingar fyrir ferðalangana. Þegar síðari ferðinni lauk var svolítið samkvæmi í Tívolí í Kaupmannahöfn. Þar ávarpaði Bjössi forráðamenn ferðaskrifstof- unnar á fínni dönsku og þakkaði þeim frábæra fyrirgreiðslu. Hann fékk dynjandi klapp fyrir enda jafn fimur á húmorinn með dönsku ívafi og íslensku! Síðustu ferð okkar Bjössa fór- um við Rúna í nóvember í fyrra ásamt fleiri vinum saman á skipi sem var aðeins stærri en trillan hans Blíðfari. Það heitir Norwegi- an Dawn og er um það bil 92.000 brúttótonn og áhöfnin rúmlega 1.000 manns, langflestir til þess að þjóna farþegum um borð. Bjössi var í tengslum við mann sem gat boðið ódýra miða í siglingu á þessu skipi um Karíbahaf til Mexíkó og fleiri staða. Það var því fyrir at- beina Bjössa að við fórum í þessa stórskemmtilegu siglingu ásamt fleiri Ólafsfirðingum, m.a. Antoni Sigurðssyni og Herdísi konu hans, Jóni Þorvaldssyni og Sigrúnu konu hans. Þessi sigling var ólýs- anlega skemmtileg og ævintýra- leg. Hún hófst með því að við þurftum að fara í gegnum vopna- leit áður en gengið var um borð í skipið. Vörður sem var þar vildi fá að athuga Bjössa betur. Í ljós kom að hann var með vasahníf. Bjössi brosti breitt og sagðist aldrei skilja hnífinn við sig. Hann notaði hann heima á Íslandi til að blóðga þorsk! Vörðurinn brosti á móti og Bjössi fékk að hafa sinn hníf áfram í vasanum. Það er mikil eftirsjá að dug- miklum og heilsteyptum mönnum eins og Aðalbirni Sigurlaugssyni. Við Rúna flytjum Addý og að- standendum innilegar samúðar- kveðjur og biðjum Guð að blessa minningu hans. Lárus Jónsson.  Fleiri minningargreinar um Aðalbjörn J. Sigurlaugs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.