Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 52
52 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Láttu ekki óttann við hið ókunna
binda þig í báða skó. Reyndu að umbera eig-
in duttlunga og sérvisku annarra. Leitaðu
samstarfs því margt smátt gerir eitt stórt.
20. apríl - 20. maí
Naut Það er smá hlé á spennunni á milli þín
og dásamlegrar mannveru, þótt þið séuð enn
föst inni í hrifningarbólunni. Vertu því stöð-
ugt á varðbergi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Aðstæður sem virðast aðkallandi
eru ekki svo mikið vandamál þegar upp er
staðið. Gakktu frá þínum málum.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ástvinur þinn gæti orðið órólegur
vegna þess að gamall vinur úr fortíðinni leit-
ar þig uppi. Njóttu velgengninnar á meðan þú
hefur byr í seglin.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú skalt ekki verða vonsvikinn þótt eitt-
hvað renni þér úr greipum. Allt sem þú gerir í
dag mun bæta heimili þitt, heimilislífið og
samband þitt við fjölskylduna.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér líður eins og þú sért að neyða fólk
til að vinna. Láttu ekki villa þér sýn, taktu
þann tíma sem þú þarft. Með litlum breyt-
ingum skapar þú þar fullkominn samhljóm.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú þarftu að leggja mál þitt fyrir og þótt
þú sért fullur sjálfstrausts skaltu muna að
kannski eru aðrir litlir í sér. Dagurinn í dag
einkennist af léttleika og daðri.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Settu það í forgang að hlúa að
þínum nánustu því þá ertu um leið að hlúa að
sjálfum þér. Hættu að gera lítið úr sjálfum
þér; þú ert ekki verri en hver annar.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Lokaðu þig ekki af frá umheim-
inum þótt þú sért ekki upp á þitt besta. Láttu
þig hafa það að vera meðal fólks í dag því út-
koman mun verða þér í vil.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Láttu vera að eyða miklum pen-
ingum í dag, þú gætir átt til að fara yfir strik-
ið og kaupa einhvern óþarfa eða eitthvað fok-
dýrt. Forðastu þá sem gera þig þreyttan.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er engin ástæða til þess að
þú gerir það sem aðrir vilja. Reyndu að koma
þér sem allra sjaldnast í aðstæður fullar af
freistingum. Mundu að ekki er allt sem sýn-
ist.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Manneskja sem máli skiptir í lífi þínu
þarf ekki að gera mikið til þess að koma þér
úr jafnvægi. Ef þú lætur í ljós óskir þínar,
verður litið á það sem kvörtun, nema þú gerir
það mjög glæsilega.
Ég hitti karlinn á Laugaveginumfyrir utan Reykjavíkurapótek,
hann nikkaði höfði, – „nú er hún
Snorrabúð stekkur,“ sagði hann og
lék gnarrískt bros um varir hans.
„Já,“ bætti hann við, „borgarstjór-
inn segist hættur í pólitík og um
leið séu dagar „Besta flokksins“
taldir og átti hægt andlát.“
Spurði Rut: „Sá sem sál sína seldi
hvort hann sveik eða hinn sem ‘ann
véldi? –
Á orð ekki sparr
og einatt með narr
þegar dagur er kominn að kveldi?“
Veturinn er farinn að kreppa að
og hiti fyrir neðan frostmark á
Leirnum. Höskuldur Búi yrkir:
Vetur blæs og nuddar nær,
netadræsur hristir.
Kröftugt dæsir, kaldur hlær,
klónum læsir, frystir.
Georg Ólafur bætir við:
Kominn er vetur, eftir vori ég bíð
vaðmálstreyju og sokka úr lopa
brúka í næðingi og norðanhríð –
nefinu sultar ég þerra af dropa.
Kristján Runólfsson bíður líka
eftir vorinu:
Nú er föl á fold,
fellur jurt í mold,
vond er vetrartíð,
veður geisa stríð.
Vorið birtist brátt
blítt með sunnanátt,
lifnar blómið blítt,
boðar sumar nýtt.
„Frost og funi“ varð Hrólfi
Sveinssyni að yrkisefni:
Sá ofsi kom eitt sinn að hjónum
að elskast berfætt í snjónum
þó hjónum sé bannað
að elska hvort annað
í skafli og upp úr skónum.
Hér yrkir Hrólfur um „Raunvís-
indi“:
Að vatn geti frosið í frosti
er fráleitt, að minnsta kosti
því trúi ég síst.
Hitt tel ég alls víst,
að tunglið sé gert úr osti.
Uppruni öfugmælavísna er rak-
inn til Bjarna Jónssonar Borgfirð-
ingaskálds:
Smérið er í skeifur skást,
skurnið ljónum heldur,
í lífkaðal má fífan fást
frýs við potta eldur.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af vorþrá og
vetrarhörkum
Í klípu
„ERTU VISS UM AÐ ÞÚ SÉRT TILBÚINN
Í ÞESSA STÖÐUHÆKKUN? ÞAÐ GETUR
VERIÐ BÝSNA KALT Á TOPPNUM.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG ER ENN AÐ BÍÐA EFTIR AÐ
FÁ ÞRJÁR KRÓNUR TIL BAKA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að velta því fyrir sér
hvað hefði getað orðið.
EF ÞÚ LIGGUR ÞARNA
NÓGU LENGI FERÐU AÐ
SAFNA RYKI!
OG Á ENDANUM MUN
EKKI SJÁST Í ÞIG
LENGUR!
GOTT. ÞÁ HÆTTIR
ÞETTA NÖLDUR
KANNSKI.
NEI NEI NEI!
ÞETTA ER EKKI ÞAÐ
SEM ÉG MEINTI MEÐ
„GRÆNU HEIMILI“!
ÉG VAR AÐ MEINA AÐ VIÐ
ÆTTUM AÐ FLOKKA RUSL
OG RÆKTA MATJURTIR!
Enn er Víkverji að kjamsa á Morg-unblaðið frá því um síðustu helgi,
afmælisútgáfunni sjálfri. Enda
ógrynni af viðtölum við fólk sem
tengist blaðinu með einum eða öðr-
um hætti. Ákaflega góð viðtöl við
reynda blaðamenn. Slíkt kemur ný-
græðingum í starfi ákaflega vel. Það
er nefnilega þannig að ekkert er nýtt
undir sólinni og ófáir staðið í sömu
sporum og Víkverji. Alltaf gott að fá
þá staðfestingu.
x x x
Ekki er hægt að neita því að Vík-verja þótti ákaflega gaman að
lesa síðuna þar sem ýmiss konar mis-
skilningur og stafavíxl hafði átt sér
stað. Grátbroslegt var að lesa um
stafavíxl á einföldum stöfum eins og
-di og -ki í minningargrein.
x x x
Það var samt eitt viðtal í Sunnu-dagsmorgunblaðinu sem Vík-
verja þótti einstaklega áhugavert.
Það var við hina indversku Indra No-
oyi forstjóra Pepsico. Margt af því
sem hún sagði þykir Víkverja
umhugsunarvert. Ástæðan fyrir því
að hún ákvað að koma hingað til
lands var bæði vegna þess að hún
fékk einstakt boðskort og þótti landið
áhugavert. Hún fær á hverjum degi
ógrynni af boðum hingað og þangað
út í heim. En þetta var öðruvísi.
x x x
Landið heillaði hana algjörlegasagði hún, það væri svo hreint,
tært og óspillt í alla staði. Það er eitt-
hvað sem við þyrftum að standa vörð
um. Kynningarmyndbandið snerti
einhverja taug. Góð markaðssetning
þar sem samspil var milli mynda af
landinu og tónlistar sem kveikti hug-
hrif.
x x x
Í viðtalinu lýsir hún því að hún hafiiðulega verið höfð til sýnis hjá
móður sinni eftir að hún tók við sem
forstjóri. Eftir þá upplifun hafi hún
brugðið á það ráð að senda öllum for-
eldrum starfsmanna sinna bréf þar
sem foreldrum hafi verið hrósað fyrir
framúrskarandi uppeldi. Hrósið hef-
ur svínvirkað og tryggt henni holl-
ustu fjölskyldu starfsmanna sinna –
leiki aðrir þetta eftir.
víkverji@mbl.is
Víkverji
Jesús svaraði: „Já, því sælir eru þeir
sem heyra Guðs orð og varðveita það.“
(Lúkasarguðspjall 11:28)
Viðskiptavinir Kjaran
eru lítil og stór
fyrirtæki, stofnanir og
prentsmiðjur sem eiga
það sameiginlegt að
gera kröfur um gæði
og góða þjónustu.
bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki
bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum.
Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem
prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit.
Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft
ekki annað tæki en bizhub C35.
Verð: 379.900 kr.
Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir
hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika.
Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is