Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 56

Morgunblaðið - 09.11.2013, Síða 56
56 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 2013 Greifarnir troða upp á Spot í kvöld. „Við mun- um gera okkar besta til að skemmta öllum sem mæta og ekki síst okkur sjálfum,“ segir m.a. í tilkynn- ingu frá hljóm- sveitinni. Sérstakur heiðursgestur á tón- leikunum verður Ólafur Páll Gunn- arsson, tónlistarspekingur og þáttagerðarmaður á Rás 2. Hann mun sjá um að þeyta skífum áður en hljómsveitin stígur á svið sem og í leikhléi. „Eins og flestir vita er Óli Palli margfróður um tónlist en hann er líka frábær plötusnúður og verður ekki í vandræðum með að halda uppi stuðinu,“ segir m.a. í til- kynningu. Greifarnir spila á Spot í kvöld Ólafur Páll Gunnarsson Tónlist hefur frá upphafileikið stórt hlutverk í kvik-myndum,“ sagði í heima-síðukynningu á bláu tón- leikum SÍ s.l. fimmtudag í Eldborg, og orð að sönnu. Tónrænn undir- leikur þótti þegar á tímum þöglu kvikmyndanna ómissandi, allt frá stökum píanista upp í margra tuga manna hljómsveitir í stærstu húsum. Ekki dró úr mikilvægi tónlistar með tilkomu talmynda upp úr 1928 nema síður væri, enda hefur kvikmynda- tónlist fyrir löngu hlotið traustan sess sem viðurkennd sérgrein. Þar með er ekki sjálfgefið að öll kvikmyndatónlist geti staðið sjálf- stæð handan við sýnilega framvindu, sbr. slagorðið „bezta kvikmynda- tónlistin er sú sem áhorfandinn tek- ur ekki eftir“. Samt hefur hún þegar bezt lætur náð að lifa sjálfstæðu lífi utan bíóhúsanna, þó svo hún sinni einkum því sem auganu mætir í sínu eiginlega stuðningshlutverki meðan á sýningu stendur. Það er því úr vöndu að ráða þegar halda skal kvikmyndatónleika án samhliða myndsýningar eins og við átti á fimmtudag – ólíkt sumum fyrri tónleikum í þessum athygliverða flokki sem SÍ hefur stundum brydd- að upp á undir forystu Franks Stro- bels allt frá 1999. Í slíkum tilvikum þarf tónlistin að sanna sig sem sjálf- stæð upplifun fyrir innra breiðtjaldi hlustandans. En eins og jafnkunnum stjórnanda og sérfræðingi í grein- inni og Strobel var trúandi til, þá tókst valið engu að síður með ágæt- um. Fyrirsögnin „Ástarsögur af hvíta tjaldinu“ efndi sem betur fór meira en svo, því víða glitti fljótt einnig í drama og spennu sem eyddi fyrsta ótta manns um yfirgnæfandi væmni og vellu. Öll báru tólf atriði kvölds- ins aðalsmerki góðrar tónlistar fyrir sinn hatt og þurftu hlustendur ekki nauðsynlega að hafa séð viðkomandi kvikmyndir, þótt vissulega spillti endurminning fornra bíóferða ekki fyrir. Útkoman var „fítonsklassík“ í bezta skilningi orðsins. Allt frá elzta dæminu í upphafi, Á hverfandi hveli (1939), þar sem Max Steiner læðir inn Suðurríkjasöngnum „Dixie“ til áréttingar um endalok plantekruað- als, til Brokeback Mountain Santao- allas (2005) með eftirminnilega fág- uðum styrkbrigðum. Strobel tókst að laða fram ýmist kraftmikinn skýrleika eða dulúðarspennu (síð- arnefndu e.t.v. mest sláandi í seið- andi framlagi Jerrys Goldsmith til Basic Instinct frá 1992), og ótrúleg fjölbreytni viðfangsefna tryggði að athygli áheyrenda hélzt á suðu- punkti frá upphafi til enda. Í þessum fyrsta gjörningi Stro- bels í Eldborg var auk þess sérlega ánægjulegt að upplifa hvernig ný og betri ómvist lyfti túlkun þýzka kvik- myndatónlistargúrúsins í brakandi ferskar hæðir sem óhugsandi voru áður fyrr vestur á Melum. Hefðu að sönnu fleiri mátt votta það en aðeins ríflega hálffullur salurinn gaf til kynna. Ljósmynd/Kai Bienert Stjórnandinn Frank Strobel stýrði SÍ á tónleikum hennar í fyrradag. Innra breiðtjaldið Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbmn Kvikmyndatónlist eftir Steiner, Wax- man, Mancini, Hamlisch, Hermann, Goldsmith, Jarre, Morricone, Elmer Bernstein, Santaolalla, Gardel og Rota. Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Frank Strobel. Fimmtudaginn 7. nóv- ember kl. 19.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Kvikmyndin The Decline of the Am- erican Empire, eftir kanadíska leik- stjórann Denys Arcand, verður sýnd í Bíó Paradís í dag kl. 18. Sýn- ingin er jafn- framt útgáfuhóf rithöfundarins Vals Gunn- arssonar sem sendi nýverið frá sér aðra skáld- sögu sína, Síðasti elskhuginn. Um- fjöllunarefni myndarinnar er kynlíf og í henni skeggræða fjórir karlar og fjórar konur ástarmál sín fram og tilbaka, eins og segir á vef kvikmyndahúss- ins. Í upphafi Síðasta elskhugans snýr söguhetja bókarinnar, ungur karlmaður og nemi í sagnfræði og bókmenntafræði, aftur til Reykjavík- ur eftir misheppnað ástarævintýri í Moskvu. Eftir nokkrar mislukkaðar barferðir endar hann í Bíó Paradís og kaupir sér miða á kvikmynd Arcand. Þema bókarinnar svipað Spurður að því hvort kvikmyndin tengist efni bókarinnar að öðru leyti en því að söguhetjan fari að sjá hana í Bíó Paradís segir Valur að þema bók- arinnar sé mjög svipað. „Þess vegna ákvað ég að láta persónuna fara á einmitt þessa mynd í bíó og hann kynnist síðan stúlku. Myndin er frá Kanada, frá árinu 1986 og ber þenn- an stóra og mikla titil en fjallar fyrst og fremst um ástarmálin. Ein af þeim hugmyndum sem settar eru fram í myndinni er sú að þar sem Kanada er í útjaðri bandaríska heimsveldisins þá finni þeir fyrir hnignuninni þar fyrst. Það er svolítið merkilegt að myndin er frá árinu 1986, þegar Reagan og Gorbatsjoff hittust í Höfða og Banda- ríkin voru í há- punkti veldis síns en leikstjórinn spáir hnignun þeirra. Ég er í bókinni að skoða stöðuna ald- arfjórðungi síðar, þegar bandaríski herinn er búinn að draga sig frá Ís- landi sem er enn frekar í útjaðri veld- isins og herstöðin hefur verið yfirtek- in af stúdentum sem fara í bæinn í ástarleit um helgar,“ segir Valur. „Nú er bandaríski herinn náttúrlega farinn héðan eins og Rómverjar drógu sig frá Bretlandi þegar fór að þrengja að þeim þannig að þetta er sama umhverfið. En hin meginhug- mynd myndarinnar er sú að á hnign- unartímum þá lítum við mest til þess sem er okkur næst og verðum upp- tekin af ástarmálunum, eins og Róm- verjar mögulega í sínum orgíum und- ir lok Rómaveldis.“ Sá sem við leitum öll að – Er söguhetjan síðasti elskhuginn eða er verið að leita að einhverjum endanlegum elskhuga í sögunni? „Það kemur í ljós á síðustu blaðsíð- unni. Síðasti elskhuginn er sá sem við leitum öll að, sá sem á að bjarga okk- ur. Öll erum við að leita að ein- hverjum lausnara og þetta er kannski hálfgerð trúarvísun líka. En við leitum fyrst og fremst lausnar í ástinni, það er hún sem á að bjarga okkur og gera lífið betra.“ – Ástin kemur kannski í staðinn fyrir trúarbrögðin? „Já, það virðist vera svolítið þann- ig, á sama tíma og rómantíkin sem hugmyndafræðistefna og hugmynd varð til fóru trúarbrögðin að missa vægi sitt,“ svarar Valur. Aftur inn í myrkrið – Þú ætlar að ávarpa gesti í kvöld á undan sýningu myndarinnar. Hvað á að fjalla um? „Ég ætla fyrst og fremst að halda erindi, kynna þetta baksvið, hug- myndir myndarinnar og skáldsög- unnar sem eru margþættar. Þessi hugmynd um hnignun og fall banda- ríska heimsveldisins almennt er líka tengd aldrinum. Alveg eins og með heimsveldi er lífshlaupið þannig að þegar hápunkti er náð byrjar hnign- unin og við höldum öll aftur inn í myrkrið. Síðan eru þetta líka vanga- veltur um ’68 kynslóðina og kynlífs- byltinguna, persónur myndarinnar eru að týna sér svolítið í henni og gera ekki það sem þær ætluðu sér að gera út af því hvað þær voru upp- teknar af þessum málum. Bókin fjallar um næstu kynslóð á eftir, þá sem elst upp í skugga ’68 kynslóð- arinnar.“ Sá sem við leitum öll að  Valur Gunn- arsson fagnar skáldsögu í bíó Hnignun Úr kanadísku kvikmyndinni The Decline of the American Empire. Valur Gunnarsson Þjóðleikhúsið verður með sérstaka sýningu á Óvit- um eftir Guðrúnu Helgadóttur í leikstjórn Gunn- ars Helgasonar með táknmálstúlkun á morgun, sunnudag. Táknmálstúlkunin er í samstarfi við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrn- arskertra. „Sýningin hentar einnig öðrum áhorfendum, en táknmálstúlkunin fer þannig fram að tveir túlkar eru hvor sínum megin við sviðið og túlka sýn- inguna jafnóðum. Þjóðleikhúsið bauð nýlega upp á táknmálstúlkun á Dýrunum í Hálsaskógi, og nutu allir sýningarinnar ákaflega vel, jafnt heyrandi sem heyrnarskertir,“ segir í tilkynningu frá leik- húsinu. Ljósmynd/Eddi Viðsnúningur Jóhannes Haukur Jóhannesson og Örn Árnason leika börn í sýningunni, en ungir leikarar leika fullorðna. Sýnd með táknmálstúlkun Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is Danska/Danish (6 einingar/10 fein*), þri. 3. des. kl. 16:00. Enska/English (9 einingar/15 fein*), mið. 4. des. kl. 16:00. Franska/French (12 einingar/20 fein*) fim. 28. nóv. kl. 16:00. Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*), mið. 27. nóv kl. 16:00. Norsk/Norwegian (6 einingar/10 fein*), þri. 3. des. kl. 16:00. Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*), mið. 27. nóv. kl. 16:00. Stærðfræði/Mathematics (stæ103/5 fein, stæ203/5 fein, stæ263/5 fein) þri. 26. nóv. kl. 16:00. Sænska(Swedish (6 einingar/10 fein*), þri. 3. des. kl. 16:00. Þýska/German (12 einingar/20 fein*), fim. 28. nóv. kl. 16:00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning (On-line registration) í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is/skolinn/exam/. Frekari upplýsingar á (more information on) www.mh.is. Rektor. STÖÐUPRÓF/PLACEMENT TESTS Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð í eftirfarandi tungumálum:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.