Morgunblaðið - 09.11.2013, Page 60
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 313. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Þinglýstur eigandi Vatnsenda
2. Gekk í skrokk á henni í hvert …
3. „Nú hefur réttlætið sigrað“
4. Ómar Ragnarsson fluttur á Eir
Borgarleikhúsið og UN Women
standa fyrir umræðum að lokinni
sýningu á Húsi Bernhörðu Alba í
Gamla bíói annað kvöld. Aðstand-
endur sýningarinnar auk Ingu Dóru
Pétursdóttur, framkvæmdastýru
landsnefndar UN Women á Íslandi,
munu segja frá og sitja fyrir svörum.
„Uppsetning Kristínar Jóhannes-
dóttur á þessu sígilda verki Lorca
hefur vakið miklar umræður og eftir-
tekt, hún spyr áleitinna spurninga,
dregur fram í nútímann innkomu
þekktra baráttukvenna okkar tíma á
borð við Malölu, Pussy Riot, Tawakkol
Karman og Guerilla Girls,“ segir m.a.
í tilkynningu. UN Women er eina
stofnun Sameinuðu þjóðanna sem
vinnur eingöngu í þágu kvenna og
jafnréttis. „Stofnunin veitir tækni-
legan og fjárhagslegan stuðning til
verkefna sem ætlað er að efla rétt-
indi kvenna, þátttöku þeirra í stjórn-
málum og efnahagslegt sjálfstæði.
Starfsemi UN Women er alfarið
byggð á frjálsum fjárframlögum,“
segir einnig í tilkynningunni.
Umræður um Hús
Bernhörðu Alba
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Ísafoldarbrass flytur verk sem
hafa skapað sér sérstöðu innan tón-
bókmennta málmblásturshljóðfæra í
dag kl. 14 í Háteigskirkju og þá m.a.
Karnival í Feneyjum sem Jean-
Babtiste Arban skrifaði
upprunalega fyrir korn-
ett en verður flutt í út-
gáfu fyrir einleikstúbu
og brasskvartett. Bás-
únuleikarinn Ari
Hróðmarsson er
stjórnandi
sveit-
arinnar.
Blásið til karnivals
í Háteigskirkju
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en suðaustan 3-8 og dálítil
él við suðvestur- og vesturströndina. Hiti um eða yfir frostmarki vestast á landinu.
Á sunnudag Vaxandi austan- og suðaustanátt og fer að snjóa, 15-23 m/s með tals-
verðri rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands seinni partinn. Hlýnandi veður,
hiti 1 til 5 stig síðdegis en um frostmark fyrir norðan.
Á mánudag Vestan og suðvestan 10-18 m/s. Rigning og síðar skúrir eða él.
„Það hefur farið heldur minna fyrir
mörgum af landsliðsmönnunum
okkar með liðum sínum und-
anfarnar vikur og sú skýring sem ég
hef á því og vona að sé rétt er sú að
þeir séu að spara sig fyrir átökin á
móti stríðsmönnunum frá Króatíu.
Ekki veitir af,“ skrifar Guðmundur
Hilmarsson í „Viðhorf á laug-
ardegi“. »4
Þeir eru vonandi að
spara sig fyrir átökin
KR vann fimmta leikinn í
röð í Dominos-deild karla í
körfubolta í gærkvöldi þeg-
ar liðið lagði KFÍ fyrir vest-
an, 91:77. Finnur Freyr Stef-
ánsson, þjálfari liðsins, fer
vel af stað með KR á sínu
fyrsta heila tímabili en liðið
er ósigrað ásamt Keflavík á
toppnum. Njarðvík vann svo
stórsigur á Skallagrími þar
sem Borgnesingar sáu aldr-
ei til sólar. 2
KR-ingar ósigr-
aðir í körfunni
Sveinbjörn Iura, einn fremsti júdó-
kappi landsins, dvelur í Japan í allan
vetur og stundar nám við besta júdó-
skóla landsins. „Ég er eini útlending-
urinn hérna og maður þarf að vera
ansi harður af sér. Þeir sem komast í
þennan skóla hérna í Japan þurfa að
hafa sýnt framá ákveðinn árangur og
hver einasta
glíma er
bara upp á
líf og
dauða,“
segir
Svein-
björn.
»1
Maður þarf að vera
ansi harður af sér
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Tegundum jólabjórs í ÁTVR fjölg-
ar um tvær frá því í fyrra; eru nú
26 en voru 24 í fyrra. Frá því
fyrsti jólabjórinn kom á markað
hér á landi árið 1989 hefur sala
hans vaxið um rúm 5.500%. Hefur
aukningin verið stöðug ef undan
eru skilin árin 2006-2008.
Tæp sexföldun á tíu árum
Að sögn Sigríðar Óskar Sigurð-
ardóttur, aðstoðarforstjóra
ÁTVR, ræðst fjöldi jólabjórsteg-
unda af því hversu miklu selj-
endur vilja koma á markað. Salan
fór í fyrsta skipti yfir 100 þúsund
lítra árið 2002 en í fyrra seldust
um 574 þúsund lítrar, hefur þró-
unin því verið afar hröð undan-
farinn áratug. Sigríður segir að í
fyrra hafi sala jólabjórs verið ríf-
lega 40% af sölu bjórs í desember
þegar heildarsalan var 1,4 millj-
ónir lítra. Alla jafna eykst sala
bjórs þegar líða fer að jólum og
til marks um það seldust 974 þús-
und lítrar bjórs í október en um
1,1 milljón lítra í nóvember 2012.
Vinsælasti íslenski
bjórinn
Vinsælasti íslenski jólabjórinn
er Víking-bjór Vífilfells. Hann er
bruggaður á Akureyri eins og
annar bjór fyrirtækisins. Hreiðar
Þór Jónsson, markaðsstjóri Víf-
ilfells, segir tvennt einkenna jóla-
bjór. Annars vegar séu í honum
hráefni sem venjulega er ekki not-
ast við eins og kaffi, karamella og
lakkrís, „eitthvað sem þú tengir
við jólahátíðina. Oft passar þetta
betur með þeim mat sem borð-
aður er um jólin, til að mynda
reyktu eða söltu kjöti. Hins vegar
er jólabjórinn framleiddur í tak-
mörkuðu magni“, segir Hreiðar
Þór.
Hann segir sölu á hefðbundnum
bjór dragast saman þegar jóla-
bjórinn kemur á markað þótt
heildarbjórsalan aukist. Bjórsalan
taki kipp með komu jólabjórsins,
sem kemur formlega á markað 15.
nóvember ár hvert. Raunar sé
reynslan sú að sala jólabjórs sé
um þriðjungur heildarsölunnar í
nóvember þrátt fyrir að vera ein-
ungis í boði hálfan mánuðinn.
Tuttugu ár frá
Thule-bjór
Vífilfell bruggar nú fimm teg-
undir jólabjórs og þar af er ein ný
tegund, Thule-jólabjór, að koma á
markað í fyrsta skipti. Það er í til-
efni af því að tuttugu ár eru síðan
Thule-bjór kom fyrst á markað.
Sala jólabjórs hefur margfaldast
Rúmlega 570
þúsund lítrar
seldir árið 2012
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Thule-jólabjór Baldur Kárason bruggmeistari heldur á fyrsta jólabjór Thule nýkomnum úr átöppun á Akureyri í
gær. Rúmlega 570 þúsund lítrar seldust af jólabjór í fyrra samkvæmt tölum frá aðstoðarframkvæmdastjóra ÁTVR.
Sala á jólabjór í lítrum í ÁTVR
1989 2012
10.356
574.717600.000
500.000
400.000
300.000
200.000
100.000
0