Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 09.11.2013, Blaðsíða 60
LAUGARDAGUR 9. NÓVEMBER 313. DAGUR ÁRSINS 2013 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Þinglýstur eigandi Vatnsenda 2. Gekk í skrokk á henni í hvert … 3. „Nú hefur réttlætið sigrað“ 4. Ómar Ragnarsson fluttur á Eir  Borgarleikhúsið og UN Women standa fyrir umræðum að lokinni sýningu á Húsi Bernhörðu Alba í Gamla bíói annað kvöld. Aðstand- endur sýningarinnar auk Ingu Dóru Pétursdóttur, framkvæmdastýru landsnefndar UN Women á Íslandi, munu segja frá og sitja fyrir svörum. „Uppsetning Kristínar Jóhannes- dóttur á þessu sígilda verki Lorca hefur vakið miklar umræður og eftir- tekt, hún spyr áleitinna spurninga, dregur fram í nútímann innkomu þekktra baráttukvenna okkar tíma á borð við Malölu, Pussy Riot, Tawakkol Karman og Guerilla Girls,“ segir m.a. í tilkynningu. UN Women er eina stofnun Sameinuðu þjóðanna sem vinnur eingöngu í þágu kvenna og jafnréttis. „Stofnunin veitir tækni- legan og fjárhagslegan stuðning til verkefna sem ætlað er að efla rétt- indi kvenna, þátttöku þeirra í stjórn- málum og efnahagslegt sjálfstæði. Starfsemi UN Women er alfarið byggð á frjálsum fjárframlögum,“ segir einnig í tilkynningunni. Umræður um Hús Bernhörðu Alba Ljósmynd/Grímur Bjarnason  Ísafoldarbrass flytur verk sem hafa skapað sér sérstöðu innan tón- bókmennta málmblásturshljóðfæra í dag kl. 14 í Háteigskirkju og þá m.a. Karnival í Feneyjum sem Jean- Babtiste Arban skrifaði upprunalega fyrir korn- ett en verður flutt í út- gáfu fyrir einleikstúbu og brasskvartett. Bás- únuleikarinn Ari Hróðmarsson er stjórnandi sveit- arinnar. Blásið til karnivals í Háteigskirkju FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en suðaustan 3-8 og dálítil él við suðvestur- og vesturströndina. Hiti um eða yfir frostmarki vestast á landinu. Á sunnudag Vaxandi austan- og suðaustanátt og fer að snjóa, 15-23 m/s með tals- verðri rigningu eða slyddu sunnan- og vestanlands seinni partinn. Hlýnandi veður, hiti 1 til 5 stig síðdegis en um frostmark fyrir norðan. Á mánudag Vestan og suðvestan 10-18 m/s. Rigning og síðar skúrir eða él. „Það hefur farið heldur minna fyrir mörgum af landsliðsmönnunum okkar með liðum sínum und- anfarnar vikur og sú skýring sem ég hef á því og vona að sé rétt er sú að þeir séu að spara sig fyrir átökin á móti stríðsmönnunum frá Króatíu. Ekki veitir af,“ skrifar Guðmundur Hilmarsson í „Viðhorf á laug- ardegi“. »4 Þeir eru vonandi að spara sig fyrir átökin KR vann fimmta leikinn í röð í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi þeg- ar liðið lagði KFÍ fyrir vest- an, 91:77. Finnur Freyr Stef- ánsson, þjálfari liðsins, fer vel af stað með KR á sínu fyrsta heila tímabili en liðið er ósigrað ásamt Keflavík á toppnum. Njarðvík vann svo stórsigur á Skallagrími þar sem Borgnesingar sáu aldr- ei til sólar. 2 KR-ingar ósigr- aðir í körfunni Sveinbjörn Iura, einn fremsti júdó- kappi landsins, dvelur í Japan í allan vetur og stundar nám við besta júdó- skóla landsins. „Ég er eini útlending- urinn hérna og maður þarf að vera ansi harður af sér. Þeir sem komast í þennan skóla hérna í Japan þurfa að hafa sýnt framá ákveðinn árangur og hver einasta glíma er bara upp á líf og dauða,“ segir Svein- björn. »1 Maður þarf að vera ansi harður af sér Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Tegundum jólabjórs í ÁTVR fjölg- ar um tvær frá því í fyrra; eru nú 26 en voru 24 í fyrra. Frá því fyrsti jólabjórinn kom á markað hér á landi árið 1989 hefur sala hans vaxið um rúm 5.500%. Hefur aukningin verið stöðug ef undan eru skilin árin 2006-2008. Tæp sexföldun á tíu árum Að sögn Sigríðar Óskar Sigurð- ardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR, ræðst fjöldi jólabjórsteg- unda af því hversu miklu selj- endur vilja koma á markað. Salan fór í fyrsta skipti yfir 100 þúsund lítra árið 2002 en í fyrra seldust um 574 þúsund lítrar, hefur þró- unin því verið afar hröð undan- farinn áratug. Sigríður segir að í fyrra hafi sala jólabjórs verið ríf- lega 40% af sölu bjórs í desember þegar heildarsalan var 1,4 millj- ónir lítra. Alla jafna eykst sala bjórs þegar líða fer að jólum og til marks um það seldust 974 þús- und lítrar bjórs í október en um 1,1 milljón lítra í nóvember 2012. Vinsælasti íslenski bjórinn Vinsælasti íslenski jólabjórinn er Víking-bjór Vífilfells. Hann er bruggaður á Akureyri eins og annar bjór fyrirtækisins. Hreiðar Þór Jónsson, markaðsstjóri Víf- ilfells, segir tvennt einkenna jóla- bjór. Annars vegar séu í honum hráefni sem venjulega er ekki not- ast við eins og kaffi, karamella og lakkrís, „eitthvað sem þú tengir við jólahátíðina. Oft passar þetta betur með þeim mat sem borð- aður er um jólin, til að mynda reyktu eða söltu kjöti. Hins vegar er jólabjórinn framleiddur í tak- mörkuðu magni“, segir Hreiðar Þór. Hann segir sölu á hefðbundnum bjór dragast saman þegar jóla- bjórinn kemur á markað þótt heildarbjórsalan aukist. Bjórsalan taki kipp með komu jólabjórsins, sem kemur formlega á markað 15. nóvember ár hvert. Raunar sé reynslan sú að sala jólabjórs sé um þriðjungur heildarsölunnar í nóvember þrátt fyrir að vera ein- ungis í boði hálfan mánuðinn. Tuttugu ár frá Thule-bjór Vífilfell bruggar nú fimm teg- undir jólabjórs og þar af er ein ný tegund, Thule-jólabjór, að koma á markað í fyrsta skipti. Það er í til- efni af því að tuttugu ár eru síðan Thule-bjór kom fyrst á markað. Sala jólabjórs hefur margfaldast  Rúmlega 570 þúsund lítrar seldir árið 2012 Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Thule-jólabjór Baldur Kárason bruggmeistari heldur á fyrsta jólabjór Thule nýkomnum úr átöppun á Akureyri í gær. Rúmlega 570 þúsund lítrar seldust af jólabjór í fyrra samkvæmt tölum frá aðstoðarframkvæmdastjóra ÁTVR. Sala á jólabjór í lítrum í ÁTVR 1989 2012 10.356 574.717600.000 500.000 400.000 300.000 200.000 100.000 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.