Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Maria Damanaki, sjávarútvegs- stjóri Evrópusambandsins, kemur á morgun í tveggja daga heimsókn til Færeyja. Deilan um stjórnun mak- rílveiða í Norður-Atlantshafi verður umræðuefni á fundi hennar með færeyskum ráðamönnum. Reiknað er með að síldveiðar Færeyinga verði einnig ræddar, en síðari hluta sumars bannaði ESB löndun á síld og makríl frá Færeyjum í löndum ESB vegna stóraukins síldarkvóta Færeyinga. Fréttavefurinn Portalurin í Fær- eyjum hefur heimildir fyrir því að ESB leggi nú áherslu á að finna lausn í deildunni og segir að tónn- inn gagnvart Færeyingum sé nú allt annar en á undanförnum árum. Í Fiskeribladet/Fiskaren í Nor- egi er greint frá því að Damanaki láti af embætti sem sjávarútvegs- stjóri í mars á næsta ári. Haft er eftir útgerðarmanninum Sigurd Teige að ekki sé ólíklegt að Dam- anaki leggi áherslu á að ljúka mak- ríldeilunni með samningum við Færeyinga og Íslendinga áður en hún hættir. Teige brýnir norsk stjórnvöld til að halda vöku sinni í makríldeilunni og Audun Maraak, framkvæmdastjóri norskra útvegs- manna, segir að stjórnvöld þurfi að berjast fyrir réttindum Norð- manna. Í dag verður rætt um stjórnun veiða á norsk íslenskri síld á fundi strandríkja í London. Á morgun og fimmtudag verður hins vegar rætt um kolmunnaveiðar. aij@mbl.is Damanaki ræðir um síld og makríl í Færeyjum  Sögð vilja ljúka makrílsamningum áður en hún hættir Makríll og síld » Í byrjun desember var búið að veiða 142.530 tonn af mak- ríl við Færeyjar í ár. Aðeins 1.265 t. voru eftir af kvótanum. » Í ár tóku Færeyingar sér 105.230 tonna kvóta af norsk- íslenskri síld. Um mánaða- mótin voru aðeins 677 tonn óveidd af kvótanum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Faðir 13 ára gamals drengs telur að ekki hafi komið nægilega skýrt fram í Facebook-auglýsingu ELKO að innheimtar hafi verið 199 krónur í sms-leik í boði fyrirtækisins. Dreng- urinn hafði sent fjölmörg sms í von um að vinna sér inn leikjatölvu þeg- ar faðir hans komst að því að hann hafði eytt um 10 þúsund krónum í sms-sendingarnar. ?Það sést bara á pínulitlum stöfum neðst hver kostn- aðurinn er, en auk þess er upplausn textans á þann veg að mjög erfitt er að lesa þar sem kemur fram að sms- ið kostar tæpar 200 krónur,?segir Emil H. Björnsson, faðir drengsins. Foreldrar kenni börnunum Óttar Örn Sigurbergsson, inn- kaupastjóri Elko, bendir á að mik- ilvægt sé að kenna börnunum að umgangast sms-leiki á réttan máta. ?Það er heilmargt sem fyrirtæki innheimta gjald fyrir[...] Ég brýni fyrir öllum foreldrum að kenna krökkunum á það hvernig slíkir hlutir virka og að sumt kostar pen- inga,? segir Óttar. Hann bendir á að hugmyndin sé ekki að fela upplýs- ingar um gjaldtöku. Ef það sé upp- lifun einhvers sé það vilji fyrirtæk- isins að stækka letrið og gera það sýnilegra. Auglýsingin birtist á Facebook- síðu tölvuleikjaþáttarins Game Tíví. ?Okkar markhópur þar er 18-35 ára. Auðvitað verða yngri krakkar fyrir áhrifum, en það eru foreldr- arnir sem kaupa leiki, ekki krakk- arnir,? segir Óttar. Lúaleg markaðsherferð Emil telur að ekki sé hægt að fylgjast með krökkum sínum öllum stundum. ?Gott og vel. Þeir telja þetta vera á ábyrgð foreldra. En ef að þeir eru að stíla inn á það að ekki séu allir með þekkingu á kostnaði sem fylgir þátttöku í slíkum leikjum, þá tel ég það vera lúalega markaðs- herferð,? segir Emil. ELKO kaupir þjónustu af IMM sem sér um að setja upp sms-leiki af þessu tagi og hanna auglýsingu fyrir Facebook. Engilbert Hafsteinsson, framkvæmdastjóri IMM, segir að einu sinni hafi komið upp viðlíka til- vik fyrir sjö árum. Síðan þá hafi það verið gert enn skýrara að innheimt sé gjald fyrir þátttöku í slíkum leikj- um. Hann segir að farið sé eftir öll- um reglum en stundum séu stafir óskýrir á auglýsingum sem birtast á myndum á Facebook. Til að koma í veg fyrir misskilning hafi því verið sérstaklega tekið fram í texta í stöðuuppfærslu sem birtist með Facebook-auglýsingunni, að gjald væri tekið fyrir þátttöku. ?Þetta birtist því á tveimur stöðum, bæði í texta og í auglýsingunni sjálfri. Ég veit ekki hvað við getum gert meira,? segir Engilbert og bætir við: ?Ég skal alveg játa það að textinn birtist ekki nægilega vel á myndinni, en við tiltökum það líka í textanum sem fylgir með að það sé tekið gjald fyrir hvert sms,? segir Engilbert. 13 ára eyddi tíu þúsund krón- um í sms-leik  Faðir telur upplýsingar um gjaldtöku óskýra  Foreldrar kenni börnum SMS 13 ára drengur eyddi 10 þús- und krónum í sms-leik. SMS-leikur » 13 ára drengur eyddi 10 þús- und krónum í SMS-leik. » Faðir er ósáttur og telur að upplýsingar um gjaldtöku hafi verið óskýrar í auglýsingu. » Innkaupastjóri ELKO segir mikilvægt að foreldrar kenni börnum að umgangast net- leiki. Jafnan sé tekið gjald fyrir þátttöku. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ?Ef ekkert gerist í þessari viku er ég hræddur um að þetta sé komið í frost fram yfir áramót,? segir Guð- brandur Einarsson, formaður Landssambands íslenskra verslun- armanna, um þá stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðunum. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, sagði eftir fund Flóafélaganna með Sam- tökum atvinnulífsins í gær, að á meðan einhver möguleiki væri á samkomulagi yrðu menn að nýta tímann til fulls. ?Það eru jafnmargir dagar í desember og í öðrum mán- uðum ársins. Menn eiga að horfa á það verkefni að koma kjarasamning- um til enda. Ég er ekkert úrkula vonar um að það takist en í augna- blikinu er bil á milli aðila,? segir hann. Aðgerðahópur kemur saman Allt útlit er fyrir að landssambönd og félög innan ASÍ muni á næstu dögum hvert á fætur öðru vísa kjaradeilum sínum við SA til rík- issáttasemjara til sáttameðferðar. Eftir að upp úr slitnaði í viðræðum samninganefnda ASÍ og SA í liðinni viku eru landssamböndin og stærstu stéttarfélögin aftur komin með bolt- ann og sækja fram hvert með sína kröfugerð. SGS vísaði kjaradeilunni til sáttasemjara sl. föstudag. Í gær ákváðu Flóafélögin eftir tveggja stunda fund með SA að vísa til sátta- semjara og samningamenn verslun- arfólks eiga allt eins von á að sama verði upp á teningnum eftir við- ræðufund VR og LÍV með SA í dag. Sigurður Bessason segir nokkuð skilja á milli viðsemjenda en þó séu ekki allir þættir útræddir. Ómögu- legt sé að segja fyrir um í hvaða átt samningarnir muni þróast á næstu dögum og vikum. Aðgerðahópur SGS kemur saman í vikunni að sögn Björns Snæbjörnssonar, formanns sambandsins. Þar á að ræða mögu- legar aðgerðir til að knýja á um gerð aðalkjarasamnings við SA. ?Mér fannst við vera á góðu róli í seinustu viku en eins og staðan er í dag er ég ekki mjög bjartsýnn. And- staða SA við krónutölubreytingar setur málið á byrjunarreit,? segir Guðbrandur. Sigurður Bessason segir erfitt að skilja þá afstöðu SA að ekki sé svigrúm til bæði krónu- tölu- og prósentuhækkana. ,,Við höf- um talið að með því að nálgast málið á breiðum grunni um að hemja hækkanir í samfélaginu, hjá ríki, sveitarfélögum og fyrirtækjum, þá værum við að ná miklum árangri í að ná festu í samfélaginu,? segir hann. Þorsteinn Víglundsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir að því fari fjarri að fullreynt sé á milli aðila hvort ná megi niðurstöðu um launa- lið kjarasamninga. Menn muni tak- ast á við það verkefni undir stjórn sáttasemjara og svo verði tíminn að leiða í ljós hvort þeim auðnist að vinna hratt og vel úr því eða ekki. Meginmarkmið SA um að ná verð- bólgunni niður er óbreytt og vinnan miðast áfram við að svigrúm sem kunni að vera til staðar til launa- breytinga verði ekki nýtt þannig að verðstöðugleika verði raskað. ?Við höfum sagt að við erum tilbú- ir til þess að skoða ýmsar leiðir til að koma til móts við lægst launuðu hóp- ana, án þess að það valdi miklu launaskriði,? segir Þorsteinn. ?Við teljum að þessi krónutöluleið hafi um margt reynst mjög vel til þess að lyfta undir kaupmátt lægstu launanna á undanförnum árum, en að núna séu komnar fram ótvíræðar vísbendingar um að við séum komin að ákveðnum endamörkum þar, og þurfum því að horfa til þess með hvaða öðrum hætti við getum tekið sérstaklega undir með tekjulægstu hópunum,? segir hann. ?Við göngum til viðræðna með opnum huga hvað það varðar, svo lengi sem það raskar ekki verðlags- stöðugleika. Það skilar á endanum mestum ávinningi fyrir alla hópa að ná verðbólgunni niður.? Morgunblaðið/Golli Í frosti yfir jól? Sumir óttast að kjaradeilur gætu teygst fram yfir áramót. SA vill koma til móts við tekjulægsta hópinn  ASÍ-félög vísa deilum til sáttasemjara hvert á fætur öðru Botninn 200 g Ljóma 5 egg 4 dl sykur 4 dl hveiti 1 dl kakó 2 tsk lyftiduft 2 tsk vanillusykur 2 dl mjólk Hitið ofninn í 200 gráður og smyrjið skúffukökuform. Bræðið Ljómann og látið hann kólna. Hrærið egg og sykur þar til það verður ljóst og létt. Blandið hveiti, kakói, lyftidufti og vanillusykri saman og sigtið það út í deigið. Setjið Ljóma og mjólk út í og hrærið þar til deigið verður slétt. Hellið deiginu í bökunarformið og bakið í miðjum ofni í 20?25 mínútur. Skúffukaka Glassúr 75 g Ljóma 1/2 dl sterkt kaffi 4 dl ?órsykur 2 msk kakó 2 tsk vanillusykur Bræðið Ljómann. Setjið þurrefnin í skál og hrærið saman við bræddan Ljómann og kaffið. Ley?ð kökunni að kólna aðeins áður en glassúrinn er settur á. Setjið kókosmjölið y?r kökuna og njótið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.