Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Áskrifendur Morgunblaðsins eru sjálfkrafa meðlimir í Moggaklúbbnum og njóta ýmissa fríðinda og tilboða. Hægt er að fylgjast með hvað er í boði hverju sinni á moggaklubburinn.is og fá tilboðin send í tölvupósti með því að skrá sig á póstlistann. Hafðu samband í síma 569 1100 eða askrift@mbl.is hafi Moggaklúbbskortið ekki borist þér. Tímar án ráða er fyrsta breiðskífa Einars Lövdahl, 22 ára tónlistarmanns. Platan inniheldur 10 lög og texta eftir Einar. ?Platan fær 8,1 en textarnir fá 10.? Andrea Jónsdóttir, Rás 2 ?Með bestu poppskífum sem ég hef heyrt á árinu.? Árni Matthíasson, Mbl. 20% AFSLÁTTUR AF PLÖTUNNI ?TÍMAR ÁN RÁÐA? Í 12 TÓNUM FRAM AÐ JÓLUM Almennt verð: 2.500 kr. Moggaklúbbsverð: 2.000 kr. FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á EÐA Í SÍMA Tilboðið gildir í verslunum 12 tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu. Elsa Waage söngkona verður kynn- ir tónleika sem haldnir verða í Hannesarholti í kvöld kl. 20. ?Auk Elsu koma fram sex söngkonur sem allar hafa verið nokkuð áberandi í íslensku tónlistarlífi en eiga það sammeiginlegt að njóta leiðsagnar Elsu,? segir m.a. í tilkynningu. Söngkonurnar eru: Alexandra Chernyshova, Bylgja Dís Gunn- arsdóttir, Hanna Þóra Guðbrands- dóttir, Margrét Einarsdóttir, Mar- grét Helga Kristjánsdóttir og Þóra Hermannsdóttir Passauer. Með- leikur á píanó er í höndum Antoníu Hevesi. Á efnisskránni er tónlist sem tengist aðventu og jólum auk þess sem fluttar verða óperuaríur. Söngstjarnan Elsa Waage. Rósirnar hennar Elsu syngja Fyrsta eintak nýs tímarits sem ber heitið Glott er nú í vinnslu en í því verða m.a. greinar eftir Dr. Gunna, Guðlaugu Elísabetu, Lýð Árnason og Helgu Brögu og skopmynda- teiknarinn Halldór Baldursson sit- ur nú við og teiknar sögu um Krist- ján Gíslason, handboltamann og ofurhetju, að því er segir á Face- book-síðu Glotts. Þorsteinn Guð- mundsson og Dagur Gunnarsson skrifa og taka ljósmyndir og langt viðtal verður í Glotti við Hannes Þ. Halldórsson, markvörð íslenska knattspyrnulandsliðsins. Um Glott segir á Facebook-síðunni að bull sé framtíðin. Morgunblaðið/Sigurgeir Glottari Þorsteinn Guðmundsson. Bull er framtíðin segja Glottarar Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Söngvarinn Þór Breiðfjörð sló í gegn hér á landi í uppfærslu Þjóðleikhúss- ins á söngleiknum Vesalingunum í fyrra og hlaut Grímuverðlaun fyrir sem söngvari ársins. Nú er komin út plata með Þór, Á ljúfu kvöldi og á henni syngur hann valin lög úr söng- leikjum, ball- öður og ?croo- ner?-lög sem söngvarar á borð við Frank Sinatra og Dean Martin gerðu ódauðleg. Síð- asta lag plöt- unnar, ?Vögguljóð?, samdi Þór sjálf- ur til sonar síns en hann hefur áður gefið út plötu í Kanada með eigin lög- um, Running Naked, árið 2008 sem var tilnefnd til kanadísku ECMA- tónlistarverðlaunanna sem veitt eru fyrir tónlist á austurströnd landsins. Þór haslaði sér völl í hörðum heimi söngleikja á West End í Lundúnum og söng þar til margra ára, m.a. í Vesalingunum og Óperudraug Ken Hill. Áður hafði hann stundað nám í söngleikjaskólanum Arts Educatio- nal þar í borg, einum af þremur fremstu skólum sinnar tegundar í Bretlandi en verndari hans er söng- leikjakonungurinn Andrew Lloyd Webber. Þór bjó í Bretlandi í 11 ár en segist hafa fengið áhuga á því að syngja þegar hann var í menntaskóla hér heima ?Ég var upphaflega blús- og rokksöngvari hér heima en það eru mörg stílbrigði í söngleikjasöng. Þú þarft að geta sungið ?semi- classical? og svo djass og rokk þannig að ég fékk alhliða þjálfun í náminu. Þar hlaut ég mína menntun og svo skólun áfram á sviði,? segir Þór. Áður en hann hélt utan til náms söng hann í söngleikjum hér heima, m.a. Hárinu í Íslensku óperunni og Súperstar í Borgarleikhúsinu. Eftir dvölina í Bretlandi flutti Þór til Kanada, tók sér hlé frá leiksviðinu, fór að semja eigin tónlist og sendi frá sér fyrrnefnda plötu sem hefur að geyma popp- og rokklög. Árið 2010 sneri hann svo aftur til Íslands. ?Þeg- ar maður býr á Íslandi þarf maður að vera með ýmis járn í eldinum. Ég hef verið að syngja, eins og aðrir söngv- arar, út og suður, undirbúa nokkur plötuverkefni og eitt þeirra er orðið að veruleika,? segir Þór og á þar við plötuna nýju sem er í rómantískari kantinum. Útgáfufyrirtækið Sono gefur hana út, stofnað af athafna- manninum Agli Erni Arnarsyni. Eg- ill sá Þór í Vesalingunum í Þjóðleik- húsinu og stofnaði Sono með það að markmiði að koma Þór á framfæri hérlendis sem erlendis. ?Hann er bú- inn að vera minn félagi og primus motor í að gera þessa plötu að veru- leika,? segir Þór um Egil. Á plötunni leikur fjöldi hljóðfæra- leikara og söngkonan Sigríður Thorlacius syngur með Þór í einu lagi, ?Les feuilles mortes?. Um út- setningar og upptökustjórn sá Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson. ?Við Egill vissum að þetta yrði vönduð og grand plata en þegar við fórum að hlusta á hana áttuðum við okkur á því að hún er mjög rómantísk. Þetta eru mikið til ástarlög,? segir Þór. Erfitt að velja -En eru þetta uppáhaldslögin þín eða lög í miklu uppáhaldi? ?Þetta eru lög sem ég held upp á en það er úr svo mörgum að velja. Þetta er eins og konfektkassi, rúmur tugur laga og það er hellingur í við- bót sem mig langar að gera. Ég hlusta á alla tónlist og sum lög myndi ég ekki syngja. Ég vel það sem hent- ar mér vel að syngja og snertir mig á einhvern hátt. Það er margt að spá í en númer eitt að maður hafi gaman af lögunum. Það er vandvalið á plötu,? segir Þór. ?Svo er ég lagahöfundur þannig að ég ákvað að setja að eitt lag eftir mig inn sem passaði verk- efninu,? bætir hann við kíminn. -Er plata með lögum eftir þig í píp- unum? ?Ég er tilbúinn með efni á a.m.k. eina stóra plötu. Það á eftir að koma meira út með mér og þá frumsamið,? svarar Þór. ?Ég er búinn að vera á leiksviði í á annan áratug þannig að það er mikill hugur í mér að hljóðrita. Ísland er náttúrlega gott að því leyti að það er stutt á milli, mörg góð hljóðver og hljóðfæraleikarar. Við er- um með góða sinfóníuhljómsveit og sterka tónlistarhefð.? Í kvöld kl. 20.30 kemur Þór fram á 100. djasskvöldi Kex Hostels og syngur jóladjass af ýmsu tagi. Með honum leika Andrés Þór Gunn- laugsson á gítar, Jón Rafnsson á kontrabassa og Einar Scheving á trommur. Gleðilegt Þór fagnar útgáfu nýrrar plötu með samstarfsmanni sínum, Agli Erni Arnarsyni. Eins og konfektkassi  Þór Breiðfjörð syngur söngleikjalög, ballöður og ?crooner?-lög á róman- tísku breiðskífunni Á ljúfu kvöldi  Jóladjass fluttur á Kex Hosteli í kvöld Vefsíða Þórs: www.breidfjord.is. Kvikmyndin Dead Snow II - Red vs. Dead verður frumsýnd á kvik- myndahátíðinni Sundance í Utah í Bandaríkjunum á næsta ári. Hátíð- in hefst 16. janúar og stendur í tíu daga. Dead Snow II var tekin að mestu leyti hér á landi og er með- framleiðsluverkefni Sagafilm og Tappeluft Pictures í Noregi. Tökur fóru m.a. fram á Reykjanesi og Eyr- arbakka og stóðu í 40 daga. Um hundrað íslenskir kvikmyndagerð- armenn störfuðu við myndina sem er eitt stærsta verkefni Sagafilm í 36 ára sögu félagsins, að því er fram kemur í tilkynningu. Í mynd- inni segir af nasistauppvakningum sem ógna heimsfriði. Uppvakningar Frá tökum á Dead Snow 2 á Eyrarbakka í október sl. Dauður snjór 2 fer á Sundance Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.