Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 19
Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Forsætisráðherra Taílands, Ying- luck Shinawatra, hefur rofið þing og boðað til þingkosninga í kjölfar fjöl- mennra mótmæla stjórnarandstæð- inga í höfuðborg landsins, Bangkok. ?Fólkið mun ákveða hvað meiri- hlutinn vill og hver fær að stjórna landinu,? sagði Yingluck í ávarpi sem sýnt var í beinni útsendingu um allt landið. ?Ríkisstjórnin vill koma í veg fyrir mannfall,? sagði hún jafn- framt. Búist er við að kosningarnar verði haldnar 2. febrúar næstkom- andi. Ekkert lát er á mótmælum stjórn- arandstæðinga en yfir 150 þúsund mótmælendur fjölmenntu á stræti Bangkok í gær. 150 þingmenn Demókrataflokks- ins sögðu af sér í fyrradag en leið- togi þeirra, Vejjajiva, sagði þá ekki geta sinnt skyldum sínum lengur. Vilja steypa henni af stóli Mótmælin hófust upphaflega vegna lagafrumvarps stjórnar- flokksins, Puea Thai, þess efnis að bróður Yingluck, auðkýfingnum og fyrrverandi forsætisráðherranum Thaksin, yrði gert kleift að snúa heim úr útlegð án þess að þurfa að afplána dóm sem hann hlaut. Stjórnarandstæðingar höfðu sak- að Yingluck um að ganga erinda bróður síns, sem herinn steypti af stóli árið 2006, en hann var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir spillingu. Hafa þeir sagt að eina ástæðan fyrir því að Yingluck gegni embættinu sé sú að hún sé systir auðkýfingsins umdeilda. Í kjölfar ákvörðunar Yingluck sögðu stjórnarandstæðingar að þeir myndu hvergi hvika frá kröfu sinni um að steypa henni af stóli. ?Hreyfingin mun halda áfram að berjast. Markmið okkar er að flæma ríkisstjórnina burt,? sagði Suthep Thaugsuban, sem fer fyrir stjórnar- andstæðingum. ?Þó svo að búið sé að rjúfa þing og boða til nýrra kosn- inga, þá er ríkisstjórn Thaksin enn við völd.? Yingluck boðar til kosninga í Taílandi  Ekkert lát er á mótmælum stjórnarandstæðinga AFP Fjöldamótmæli Í frétt BBC segir að yfir 150 þúsund manns hafi mótmælt á götum Bangkok í gær en stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar Yingluck. Boðað til kosninga » Forsætisráðherra Taílands, Yingluck Shinawatra, hefur rofið þing og boðað til kosn- inga. » Vill hún koma í veg fyrir átök stjórnarsinna og stjórnarand- stæðinga. » Kosningarnar verða haldnar 2. febrúar næstkomandi. » Enn mótmæla stjórnarand- stæðingar á götum Bangkok. FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Átta af stærstu tæknifyrirtækjum heims hafa óskað eftir því að bandarísk stjórnvöld geri viðamikl- ar og víðtækar breytingar á því hvernig þau hafa eftirlit með al- menningi. Fyrirtækin, sem eru Google, Apple, Microsoft, Facebook, Twitt- er, AOL, Linkedin og Yahoo, hafa tekið höndum saman og sett á stofn samstarfsvettvang, að því er segir í frétt Wall Street Journal. Þau sendu í gær opið bréf til Baracks Obama, forseta Bandaríkjanna, og þingmanna og kröfðust þess að stjórnvöld tækju upp aðrar aðferðir við hleranir. Segir í bréfinu að afhjúpanir sumarsins hafi beint athyglinni að þeirri knýjandi þörf sem er á breyt- ingum á aðferðum stjórnvalda við hleranir og annað eftirlit. Núver- andi aðferðir vegi að frelsi ein- staklingsins og brjóti í bága við stjórnarskrána. Hafa sett á laggirnar vefsíðu Fyrirtækin hafa ekki gefið upp hve miklu fé þau ætla að verja í málefnið. Þau hafa nú þegar sett á laggirnar vefsíðu þar sem fram koma fimm lögmál sem þau vilja að stjórnvöld vinni eftir. ?Fólk mun ekki nota tækni sem það treystir ekki,? segir Brad Smith, aðallögmaður Microsoft, á vefsíðunni. ?Traustið er í húfi og stjórnvöld þurfa hjálp við að end- urheimta það.? AFP Njósnir Samstarfið kemur í kjölfar uppljóstrana Edwards Snowdens. Gangi ekki á frelsi einstaklingsins  Átta tæknirisar hafa hafið samstarf Jang Song-Thaek, mágur Kim Jong-Il, fyrrverandi ein- ræðisherra og föður Kim Jong-Un, núverandi leiðtoga, og einn af valdamestu mönnum í Norður-Kóreu, hefur verið sviptur völdum. Jang er sakaður um að vera spillt- ur, eiturlyfjafíkill og lausgyrtur, að því er segir í frétt AFP. Jang er giftur systur Kim Jong-Il, og var um tíma helsti aðstoðarmaður Kim Jong-Un. Það var leyniþjónusta Suður-Kóreu sem greindi fyrst frá því að Jang væri ekki lengur við völd í nágranna- ríkinu. Stjórnvöld í Norður-Kóreu staðfestu síðan fregn- irnar og sögðu að hann hefði sett hagsmuni sína ofar hagsmunum Verkamannaflokksins. Eins hefði hann átt í ástarsambandi við nokkrar konur, notað eiturlyf og stytt sér stundir í spilavítum. Mágur Kim Jong-Il sviptur völdum Kim Jong-Un, leið- togi Norður-Kóreu. NORÐUR-KÓREA www.gjofsemgefur.is P IP A R \TB W A ? S ÍA ? 102985 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-16 Sófinn þinn útfærður eftir þínum óskum ? Gerð - fleiri en 900 mismunandi útfærslur ? Stærð - engin takmörk ? Áklæði - yfir 3000 tegundir Landsins mesta úrval af sófum og sófasettum ENDALAUSIR MÖGULEIKAR Í STÆRÐUM OG ÚTFÆRSLUM Mósel Basel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.