Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 3
 F ÍT O N / S ÍA ÞIÐERUÐOKKAR HVATNING Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands 2013 voru afhent við hátíðlega athöfn síðastliðinn þriðjudag. Verðlaunin hlutu að þessu sinni: Margrét M. Norðdahl, í flokki einstaklinga, fyrir að tengja saman listsköpun fatlaðra og ófatlaðra með listahátíðinni List án landamæra. GÆS kaffihús, í flokki fyrirtækja og stofnana, fyrir að koma á fót og standa fyrir rekstri eigin kaffihúss og brjóta múra í vinnumálum þroskahamlaðra. Sendiherraverkefni, í flokki umfjöllunar og kynningar, fyrir markvissa kynningu á sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks á vernduðum vinnustöðum, í framhaldsskólum og í félagsþjónustu um allt land. Við hjá Íslenskri getspá óskum verðlaunahöfunum hjartanlega til hamingju með þessar verðskulduðu viðurkenningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.