Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Niðurstaðaríkis-stjórn- arinnar varðandi tiltekinn þátt skulda ein- staklinga hefur breytt stöð- unni í landinu verulega. Nú er að vísu reynt með kerf- isbundnum hætti að slæva áhrifin af þeirri niðurstöðu og stundum er seilst langt. Látið er eins og lofað hafi verið öðru en gert var og svo eru efndirnar bornar við hin endurhönnuðu loforð. Dregn- ir eru fram liðtækir „fræði- menn“ sem benda á að boð- aðar aðgerðir dugi ekki þeim sem verst eru staddir. Þess er raunar getið í leiðinni að aðgerðir þær sem hjálpa eigi skuldugum fasteignaeig- endum gagnist heldur ekki þeim sem skuldi ekkert! Aldrei var lofað að leysa allan vanda sem fólk stendur frammi fyrir við að fjár- magna íbúðakaup sín. Íbúða- kaup eru á ábyrgð hvers og eins. Loforðin snerust ein- göngu um að bæta þá auknu erfiðleika sem féllu á þá sem voru með verðtryggð lán eft- ir atburðina haustið 2008. Stjórnmálamenn kusu að kalla þetta forsendubrestinn og skilgreindu hann op- inberlega. Hæstiréttur hafði áður gjörbreytt stöðu margra þeirra sem tekið höfðu geng- istengd lán til að fjármagna slík kaup að hluta. Rétturinn var þar ekki í hlutverki góð- verkamanns, enda ekki á því byggt í starfsskilyrðum hans. Honum bar að leggja dóm á kröfur í máli, sem fyr- ir réttinn bar, um að lög stæðu ekki til þess að slíkir samningar yrðu efndir að öllu leyti samkvæmt skil- málum þeirra. Sú varð nið- urstaða réttarins. Engin álitamál eru uppi, eða a.m.k. ekki tekin alvar- lega, um að verðtrygging skuldbindinga fái ekki stað- ist að lögum. Það var póli- tískt mat, sem fékk stuðning í kosningum og síðan í mál- efnasamningi stjórnarflokka sem leiddi til aðgerða í þeim anda sem nýlega birtist op- inberlega. Fyrrnefndir dómar Hæstaréttar ýttu mjög undir slík fyrirheit. Sem betur fer var því hvergi lofað að firra einstaklinga allri ábyrgð á gjörðum sínum í húsnæðis- kaupum og færa þá ábyrgð yfir á aðra, þ.m.t. þá sem þegar hafa erfiðað lengi til þess að geta staðið við slíkar persónulegar skuldbindingar. Frá miðju sumri hafði verið mikið skrafað um að ríkisstjórn- arflokkarnir væru ólíklegir til að ná saman um raunhæf- ar aðgerðir í skuldamálum í tæka tíð. Samkomulagið í stjórnarsáttmála væri óljóst og lítt útfært og myndi hvergi nærri duga þeim. Eft- ir því sem leið á haustið töldu sífellt fleiri að málið yrði hugsanlega banabiti rík- isstjórnarinnar, sem myndi því ekki endast út árið. Sam- fylkingin og VG hafa sjálf- sagt bundið nokkrar vonir við vangaveltur af því tag- inu. Þeir hafa þó varla litið á þær spár sem sitt haldreipi, eins og þegar þeir treystu á að EFTA-dómurinn myndi í Icesave falla Íslandi í óhag og þeim sjálfum í vil. Hvor- ug óskin gekk eftir. Þar sem meginhugmynd- irnar um skuldamálin liggja nú fyrir og hafa fengið betri viðtökur en jafnvel stuðn- ingsmenn ríkisstjórnarinnar þorðu að vona, er nú lag fyr- ir hana. Stjórnin fór óþægi- lega hægt af stað í ýmsum málum og jafnvel mjög klaufalega í mikilvægum at- riðum. Þýðingarmikið er að rétta kúrsinn af og nýta þann byr sem gafst. Í fram- haldi af því er rétti tíminn fyrir ríkisstjórnina að ýta af afli undir bjartsýni fólksins í landinu. Sumir segja að hægt sé að „tala upp bjartsýnina“ og svo sjái hún um framhaldið og slíkt hafi verið gert með góðum árangri í upphafi seinasta áratugar seinustu aldar. Það er ekki nákvæmt. Fyrst þarf að leggja grund- völl, þjappa hann og styrkja. Þá er kominn tími til að tala upp bjartsýnina, af því að forsenda hennar er þá fyrir hendi. Innistæðulaust bjart- sýnistal er hins vegar verra en ekki neitt. Ný ríkisstjórn sem talar upp bjartsýni án þess að hafa búið í haginn fyrir trúverðugleika slíks tals brennir sig fljótt og illa og ekki er víst að hún fái annað tækifæri. Langflestir eru veikir fyrir bjartsýnis- spám og því móttækilegir. En bjartsýnin verður að falla í réttan jarðveg og það er vandaverk að undirbúa hann og slíkt verk má ekki draga, því að „heilt“ kjör- tímabil líður undra hratt. Senn er fjórðungur þess lið- inn. Ríkisstjórnin hefur lag sem gæti dugað henni vel} Kaflaskil L iðin vika var uppfull af válegum tíð- indum hverskonar, að því marki að flestum þótti nóg um. Meðal þess sem helst þótti afleitt afspurnar voru títtnefndar niðurstöður svo- kallaðrar PISA-könnunar sem gefa á nokkra vísbendingu um stöðu æsku þessa lands þegar kemur að bóknámi og árangri þess. Ekki þótti það síst sláandi að „30% drengja geta við lok grunnskólans ekki lesið sér til gagns“. Í landi þar sem bókmenntir og sagnaritun standa á aldagömlum grunni er auðvitað fráleitt að næst- um þriðjungur drengja sé eitthvað annað en fluglæs þegar gagnfræðaskólanum sleppir. Þar sem undirritaður er ekki kennaramennt- aður er ekki meiningin að ræða um kennslu- aðferðir í þessum pistli, um það læt ég mér hæf- ari einstaklinga. En margir hafa bent á atriði sem eflaust gæti falið í sér einhvern hluta skýringarinnar á þessari niðurstöðu. Fá nemendur á grunn- og gagnfræða- skólastigi nógu skemmtilegt lesefni í hendur í skólanum, meðan lestrarhæfni og -áhugi er að mótast? Ég er ekki viss um það, og dreg það reyndar í efa þegar ég lít um öxl og rifja upp það sem skólakerfið fékk mér í hendur á sínum tíma. Fátt af því var til þess fallið að kveikja áhuga enda svalaði ég óslökkvandi lestrarþorstanum með tíðum heim- sóknum á bókasafnið í menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Ég las eins og berserkur, en munurinn var sá að bækurnar sem tilheyrðu skólanum las ég af skyldurækni, jafnvel af illri nauðsyn, hinar drakk ég í mig af áfergju og iðulega kláraði ég bók á tveimur til þremur dögum. Hvers vegna skyldi ég ekki hafa fengið að lesa í skólanum það sem ég sótti mér á bóka- safnið? Fátt vissi ég skemmtilegra sem barn en að lesa bækur danska æringjans Ole Lund Kirkegaard enda bækurnar til þess fallnar að láta lesandann skella reglulega upp úr. Í dag les ég Hodja og töfrateppið, Virgil litla, Fúsa froskagleypi og alla hina klassíkina fyrir börnin mín og fæ sömu undirtektir og þegar ég las forðum fyrir sjálfan mig. Barnabækur Ár- manns Kr. Einarssonar, Óskasteinninn, Æv- intýri í óbyggðum og fleiri, voru umsetnar á bókasafninu; Múmínálfarnir voru mikil dýrindis skemmtun að lesa, þá sem nú, og hefði ekki ver- ið amalegt að heyra kennarann setja fyrir heimalestur í bók um þá. Þá var allur sagna- bálkurinn sem ber nafn Enid Blyton fínasta efni fyrir ungan huga sem þyrsti í krimma fyrir byrjendur. Aftur á móti er sitthvað athugavert við að skikka 15 ára börn til að lesa Gísla sögu Súrssonar (svo er enn og var fyrir aldarfjórðungi síðan) sem er þung aflestrar og auk þess full af voðaverkum, vondum draumum og klykkir út með því að söguhetjan hysjar iðrin aftur upp í kvið rétt áður en sagan er öll. Líklegt til að kveikja lestrargleði? Ekki held ég það heilt yfir, sem er synd því fornsögurnar eru ómetanlegur og ótæmandi sjóður þegar lesendur hafa aldur til. Ég leyfi mér aftur að efast um þá aðferðafræði að láta Gísla sögu vera innganginn í þær. Sköffum börnunum skemmtilegt lesefni. jonagnar@mbl.is Jón Agnar Ólason Pistill Af læsi og lesefni barna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon göngufiska er náttúruleg og þeim svæðum sem maðurinn hefur opnað. Samkvæmt því er svæðið ofan við laxastigann í fossinum Búða ekki tal- ið náttúrulegt göngusvæði þótt áætl- að sé að þar séu 48% af útbreiðslu- svæði laxa í Þjórsá. Fyrirhugað er að gera seiðafleytu í tengslum við byggingu Hvammsvirkjunar. Fag- hópurinn taldi réttlætanlegt að færa virkjunina í nýtingarflokk. Hins vegar taldi hópurinn ekki réttlætanlegt að fara sömu leið með Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun. Verkefnisstjórnin gerði niðurstöð- urnar að sínum. Hún telur að til að hægt verði að taka afstöðu til neðri virkjananna þurfi að liggja fyrir upplýsingar um markmið mótvægis- aðgerða Landsvirkjunar til að vernda fiskstofna, eftirlits- og við- bragðsáætlun og skilgreining á því hvaða viðbótarrannsóknir þurfi að gera á búsvæðum laxfiska í Þjórsá. Tveir nefndarmenn skiluðu sér- álitum eða bókunum sem ganga í sitthvora áttina. Elín R. Líndal, fulltrúi sveitarfélaga, lagði eindregið til að allar virkjanirnar þrjár í Þjórsá yrðu færðar til baka í nýting- arflokk. Þóra Ellen Þórhallsdóttir pró- fessor lét bóka að hún teldi ekki nóg að skilgreina hvaða viðbótarrann- sóknir þyrfti að gera á búsvæðum laxfiska heldur þyrftu niðurstöður slíkra rannsókna að liggja til grund- vallar röðun virkjanakosta. Telja enn skorta upp- lýsingar um laxinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Urriðafoss Gera þarf frekari áætlanir og fleiri rannsóknir á tveimur neðstu virkjanakostunum í Þjórsá með tilliti til laxastofnsins í ánni. BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Verkefnisstjórn um ramma-áætlun telur aðeins mögu-legt að fjalla um virkj-anirnar þrjár í neðrihluta Þjórsár við endurskoðun áætlunar um vernd og orkunýtingu land- svæða. Farið var yfir rannsóknir á áhrifum virkjana á stofna laxfiska og tillaga gerð um að aðeins efsta virkj- unin, Hvammsvirkjun, verði færð úr biðflokki í orkunýtingarflokk. Við undirbúning ráðherra fyrr- verandi ríkisstjórnar á áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, sem samþykkt var á Alþingi í byrjun ársins, voru nokkrar virkjanir færð- ar úr orkunýtingarflokki í biðflokk með þeim rökum að gögn vantaði til þeirrar röðunar sem áður hafði í raun farið fram. Það voru virkj- anirnar þrjár í neðrihluta Þjórsár, það er Hvamms-, Holta- og Urr- iðafossvirkjun, auk Skrokköldu- virkjunar og Hágönguvirkjana I og II. Umhverfisráðherra núverandi ríkisstjórnar fól verkefnisstjórninni með viðbót við erindisbréf að setja umfjöllun um þessa kosti í forgang sem og Hagavatnsvirkjun og Hólms- árvirkjun við Atley sem ekki fengu fullnægjandi mat í meðförum fyrri verkefnisstjórnar. Lítið fjallað um fimm kosti Í fyrstu tillögum verkefnis- stjórnarinnar kemur fram að í sum- ar hafi orðið ljóst að ekki yrði hægt að gera öllum virkjanakostunum við- unandi skil á þeim stutta tíma sem til ráðstöfunar er, sérstaklega þegar ljóst varð að dráttur yrði á skipun faghópa vegna óvissu um greiðslur fyrir vinnu þeirra. Stjórnin einbeitti sér að því að endurmeta þá óvissu um áhrif virkj- ananna þriggja í Þjórsá á laxastofna sem fram hafði komið í umsagnar- ferli fyrri rammaáætlunar og varð þess valdandi að virkjanirnar voru færðar úr orkunýtingarflokki í bið- flokk. Skúli Skúlason, prófessor við Háskólann á Hólum, og Haraldur Rafn Ingvason líffræðingur gerðu skýrslu þar sem farið var yfir laxa- málin og síðan skipaður faghópur undir forystu Skúla til að fara yfir skýrsluna. Faghópurinn gerði greinarmun á þeim svæðum þar sem útbreiðsla Gert er ráð fyrir að tillögur verkefnisstjórnar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða fari tvisvar til um- sagnar hagsmunaaðila og al- mennings. Tillagan sem nú liggur fyrir er komin í fyrra umsagnarferlið sem lýkur 13. desember. Að því loknu mun verkefna- stjórnin fara yfir innsendar athugasemdir og útbúa endanlega tillögu sína sem aftur fer í umsagnarferli. Þá verður gefinn lengri tími eða að minnsta kosti tólf vikur. Ráðherra hefur óskað eftir að fá tillögurnar fyrir miðjan febrúar. Gert er ráð fyrir að umhverfisráðherra muni þá í samráði við iðnaðarráðherra leggja fram tillögu til nýrrar þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Fram hefur komið að stefnt er að því að það verði gert á þessu þingi. Fyrra um- sagnarferli ÁÆTLUN UNDIRBÚIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.