Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS leikhusid.is ÓVITAR – „Kraftmikil og litskrúðug sýning.“ JVJ Fréttablaðið Pollock? (Kassinn) Lau 14/12 kl. 19:30 24.sýn Sun 15/12 kl. 19:30 25.sýn Vel skrifað verk og frábærir karakterar. Aukasýnigar komnar í sölu! Englar alheimsins (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 19:30 58.sýn Fim 2/1 kl. 19:30 60.sýn Mið 22/1 kl. 19:30 62.sýn Sun 29/12 kl. 19:30 59.sýn Lau 18/1 kl. 19:30 61.sýn Fim 23/1 kl. 19:30 63.sýn Leikrit ársins 2013 - fullkomið leikhús. ÓVITAR (Stóra sviðið) Lau 28/12 kl. 13:00 21. sýn Mán 30/12 kl. 13:00 23. sýn Sun 12/1 kl. 13:00 25.sýn Sun 29/12 kl. 13:00 22. sýn Sun 5/1 kl. 13:00 24.sýn Sun 19/1 kl. 13:00 26.sýn Kraftmikil og litskrúðug sýning, þar sem börn á öllum aldri fara á kostum! Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Lau 14/12 kl. 11:00 Sun 15/12 kl. 12:30 Lau 21/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:00 aukas. Sun 22/12 kl. 11:00 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 12:30 Sun 15/12 kl. 11:00 Lau 21/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:00 aukas. Uppselt á allar sýningar! Þingkonurnar (Stóra sviðið) Fim 26/12 kl. 19:30 Frums. Lau 4/1 kl. 19:30 4.sýn Mið 15/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 27/12 kl. 19:30 2.sýn Mið 8/1 kl. 19:30 5.sýn Fös 3/1 kl. 19:30 3.sýn Fim 9/1 kl. 19:30 6.sýn Jólafrumsýning Þjóðleikhússins í leikstjórn Benedikts Erlingssonar. Englar alheimsins (Menningarhúsinu Hofi) Fös 10/1 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 15:00 Englar alheimsins í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í janúar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 4/1 kl. 13:30 Lau 18/1 kl. 13:30 Lau 4/1 kl. 15:00 Lau 18/1 kl. 15:00 Síðustu sýningar fyrir jól - sýningar hefjast aftur í janúar. Fetta bretta (Kúlan) Lau 14/12 kl. 14:00 Lau 14/12 kl. 15:30 Ný barnasýning fyrir áhorfendur á aldrinum 6 mánaða til 3ja ára. Mary Poppins –★★★★★ „Bravó“ – MT, Ftíminn Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 13/12 kl. 19:00 Fös 27/12 kl. 19:00 Lau 4/1 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 19:00 Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 5/1 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 12/1 kl. 13:00 Fim 26/12 kl. 13:00 Fös 3/1 kl. 19:00 Súperkallifragilistikexpíallídósum! Leiksýning á nýjum skala. Jeppi á Fjalli (Nýja sviðið) Fim 12/12 kl. 20:00 37.k Fim 19/12 kl. 20:00 Sun 12/1 kl. 20:00 Gamla bíó Fös 13/12 kl. 20:00 38.k Fös 20/12 kl. 20:00 Mið 15/1 kl. 20:00 Gamla bíó Lau 14/12 kl. 20:00 39.k Lau 28/12 kl. 20:00 Fim 16/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 15/12 kl. 20:00 40.k Sun 29/12 kl. 20:00 Fös 17/1 kl. 20:00 Gamla bíó Þri 17/12 kl. 20:00 Fös 10/1 kl. 20:00 Gamla bíói Lau 18/1 kl. 20:00 Gamla bíó Mið 18/12 kl. 20:00 Lau 11/1 kl. 20:00 Gamla bíó Sun 19/1 kl. 20:00 Gamla bíó Flytur í Gamla bíó í janúar v. mikilla vinsælda Hamlet (Stóra sviðið) Lau 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 18/1 kl. 20:00 4.k. Sun 26/1 kl. 20:00 7.k. Sun 12/1 kl. 20:00 2.k Sun 19/1 kl. 20:00 5.k. Fös 31/1 kl. 20:00 8.k. Fim 16/1 kl. 20:00 3.k. Fim 23/1 kl. 20:00 6.k. Þekktasta leikrit heims Refurinn (Litla sviðið) Þri 10/12 kl. 20:00 10.k Sun 22/12 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Mið 11/12 kl. 20:00 11.k Lau 4/1 kl. 20:00 Fim 9/1 kl. 20:00 Lau 21/12 kl. 20:00 12.k Sun 5/1 kl. 20:00 Glænýtt verðlaunaverk. Spennuþrungið, reifarakennt og margrætt Jólahátíð Skoppu og Skrítlu (Nýja sviðið) Lau 14/12 kl. 11:00 aukas Lau 21/12 kl. 13:00 Fös 27/12 kl. 13:00 Lau 14/12 kl. 13:00 Lau 21/12 kl. 14:30 Fös 27/12 kl. 14:30 Lau 14/12 kl. 14:30 Lau 21/12 kl. 16:00 aukas Lau 28/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 11:00 Sun 22/12 kl. 13:00 Lau 28/12 kl. 14:30 Sun 15/12 kl. 13:00 Sun 22/12 kl. 14:30 Sun 29/12 kl. 13:00 Sun 15/12 kl. 14:30 Sun 22/12 kl. 16:00 aukas Sun 29/12 kl. 14:30 aukas Bestu vinkonur barnanna koma okkur í hátíðarskap Menningarhús Mengis, samstarfs- hóps listamanna, verður opnað á morgun á Óðinsgötu 2 í Reykjavík. Menningarhúsið verður rekið sem blanda verslunar, viðburðarýmis og vinnuaðstöðu. Á vegum Mengis verð- ur boðið upp á skipulagða dagskrá fimmtudags-, föstudags- og laug- ardagskvöld kl. 21 og koma margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar fram og einnig erlendir gestir. Tónlist verður í öndvegi í húsinu og verða fyrstu tónleikarnir haldnir á fimmtudaginn, 12. desember. Hljóm- sveitin Stilluppsteypa mun þá leika fyrir gesti. Á föstudaginn treður Kría Brekkan svo upp og á laugardag Úlfur Eldjárn. Auk tónleika verður boðið upp á annars konar menningar- viðburði, m.a. kvikmyndasýn- ingar, leik- og danssýningar og uppistand. Í versl- un hússins fást listmunir, listaverk, hljómplötur o.fl. sem tengist starf- seminni. Skúli Sverrisson er listrænn stjórnandi Mengis. Menningarhús opnað Skúli Sverrisson Heimur án ástar Órar bbmnn Eftir Lauren Oliver. Sif Sigmarsdóttir þýddi. Vaka-Helgafell 2013. 407 bls. Órar eru fyrsta bókin í þríleik um Lenu. Hún býr í heimi þar sem ást er talin sjúk- dómur sem komi í veg fyrir að fólk hugsi skýrt og þegar ungmenni eru átján ára fara þau í aðgerð þar sem slökkt er á þeim til- finningum fyrir fullt og fast. Í framhaldinu sjá yfirvöld svo um að velja þeim lífsförunaut og framtíðarstarf. Lena er einmitt að komast á þann aldur; á fyrstu síðu kemur í ljós að hún á að fara í aðgerðina eftir níutíu og fimm daga, á átján ára afmælisdaginn hennar. Ýmislegt fer þó á annan veg, því hún kynnist Alex, og eftir það er voðinn vís. Ýmsir gallar eru á sögunni, þar kannski helst að flestir myndu halda að fullseint sé að kippa ástinni úr sambandi við átján ára aldur, en kannski eru amrísk ungmenni bara svo sein til. Að því slepptu þá er bók- in æsileg og spennandi og endar með þeim hætti að lesandi getur ekki á sér heilum tekið fyrr en hann kemst í framhaldið. Hitað upp fyrir lokaorrustu Eiðrofinn bbmnn Eftir Michael Scott. Guðni Kolbeins- son þýddi. JPV útgáfa 2013. 319 bls. Bækurnar um tvíburana Josh og Sophie snúast um baráttu góðs og ills og þar eru þau í aðal- hlutverki sem þau einu sem geta bjargað mannkyninu. Eiðrofinn er fimmta bókin í röðinni og að- eins ein bók eftir. Það er gríðarmikið í gangi, mikill hasar og svo mikill að maður verður að hafa sig allan við að fylgjast með. Líkt og í fyrri bókum snjóar inn hetjum og fordæðum úr fortíðinni, allskyns furðufólk sem Scott dregur fram úr goðsögum, en ég hef reynd- ar saknað þess að ekki sé meira af austrænum djöflum. Flækjurnar í söguþræðinum eru líka talsverðar, ekki síst þegar tvær kunnuglegar persónur birtast í lokin. Sagan gerist á skömmum tíma, fyrsta bókin hefst fimmtudaginn 31. maí, en þessari lýkur 6. júní og ljóst af því sem gerst hefur að það er að- eins einn dagur eftir – lokaorrustan verður 7. júní og þessi bók er bara upphitun. Tímaflakk sem kennsluefni Töfrasverðið bbmnn Eftir Kim M. Kimselius. Elín Guð- mundsdóttir þýddi. Urður bókafélag 2013. 240 bls. með skýringum. Enn er sænska hnátan Ramona á tímaflakki og enn er vinur hennar Theó með í för. Í síðustu bók um tímaflakk þeirra lentu þau í París í miðjum hildarleik bylt- ingarinnar þar sem fólk var hálshöggvið í kippum, en í stað þess að fara heim í lokin lenda þau nú í Frakklandi á fjórtándu öld, í miðju Hundrað ára stríðinu. Það bíða þeirra ýmis ævintýri sem fræða les- andann um kastalalíf í Evrópu. Samskipti þeirra Ramónu og Theós eru jafn stirðbusaleg og í síð- ustu bókum, en þau nálgast hvort annað þó jafnt og þétt. Talsverðan fróðleik er að finna í bókinni um lífið á miðöldum, enda eru sögurnar af Ramonu öðrum þræði ætlaðar sem kennsluefni og duga örugglega vel til slíks brúks. Ástir, ófreskjur og riddaramennska Yfirlit yfir nýútkomnar þýddar ævintýrabækur fyrir unglinga Árni Matthíasson arnim@mbl.is Efnaðir safnarar hafa undanfarið verið viljugir til að greiða hærri upphæðir fyrir merk verk en nokk- urn tímann fyrr og hafa mörg sölu- met fallið. Nýlega seldist skúlptúr Bandaríkjamannsins Jeffs Koons, Balloon Dog, fyrir 58,4 milljónir dala, sem er nýtt met fyrir verk eft- ir lifandi listamann. Annað met féll nú í vikuni þegar verkið Borðbæn, eða Saying Grace, myndlistar- mannsins og myndskreytisins Normans Rockwells (1894-1978) var slegið hæstbjóðanda hjá Sothe- by’s í New York fyrir 46 milljónir dala, um 5,5 milljarða króna. Hærra verð hefur ekki verið greitt fyrir málverk eftir Bandaríkjamann. Metverð greitt fyrir verk Rockwells Borðbæn Hluti verks Rockwells frá 1951.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.