Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Aldrei hefur meira verið selt af skyri erlendis en á árinu sem er að líða. Í Finnlandi og Danmörku er aukningin um 130-140% og á næsta ári er áætlað að salan í Finnlandi verði um 1.800 tonn. Framundan er uppbygging markaða í Sviss og Færeyjum, en skyr fer í fyrstu í átta lúxusverslanirnar í Sviss eftir um þrjá mánuði. Heildarsöluverðmæti skyrs í verslunum á Norður- löndum verður um 4,8 milljarðar á þessu ári. Útflutn- ingstekjur af skyri eru í ár áætlaðar um 520 milljónir og jafnframt hefur MS umtalsverðar tekjur af sérleyf- um í Noregi, Danmörku og Svíþjóð, að sögn Jóns Ax- els Péturssonar, framkvæmdastjóra sölu- og markaðs- sviðs Mjólkursamsölunnar. Í Færeyjum er eins og í Sviss tollfrjáls aðgangur og hófst útflutningur þangað í haust. Skyr frá Íslandi verður því á næsta ári selt í Finnlandi, Sviss, Fær- eyjum og Bandaríkjunum, en samkvæmt sérleyfi um framleiðslu í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og að hluta í Finnlandi. Anna ekki eftirspurn Sala á skyri í Finnlandi er enn eitt árið umfram áætlanir og endar í um þúsund tonnum, að sögn Jóns Axels. Fyrstu 400 tonnin eru tollfrjáls, en ákveðið var að flytja 50 tonn þangað til viðbótar og greiða af þeim háa tolla. Það var gert til að mæta ört vaxandi eftir- spurn og til að verja markaðinn. Rúmlega 500 tonn voru framleidd í Danmörku til sölu í Finnlandi, en sér- leyfishafinn þar gat ekki annað aukinni eftirspurn bæði í Danmörku og Finnlandi. Agnar Friðriksson, útflutn- ingsstjóri MS, sem nú er að láta af störfum vegna ald- urs, hefur borið ábyrgð á og stýrt þeirri öflugu upp- byggingu sem átt hefur sér stað í Finnlandi frá árinu 2011, að sögn Jóns Axels. Salan á skyri í Finnlandi og Danmörku jókst um 135% á þessu ári, um 21% í Noregi en dróst saman um 3% í Svíþjóð. Í heild jókst skyrsala um 56% á Norð- urlöndunum og er orðinn tvisvar sinnum stærri mark- aður þar en á Íslandi í magnsölu. Gott útlit en tveir flöskuhálsar Jón Axel segir að útlitið sé almennt gott fyrir næsta ár. „Draumastaðan væri að geta framleitt hér heima allt það skyr sem spurn er eftir í þessum viðskipta- löndum,“ segir Jón Axel. „Í því sambandi eru tveir flöskuhálsar. Í fyrsta lagi tollarnir sem eru í löndum Evrópusambandsins og í öðru lagi afkastagetan því ef við ætluðum að fram- leiða skyr hér heima fyrir alla þessa markaði hefðum við einfaldlega ekki næga mjólk. Nú þegar er mark- aðurinn í Finnlandi orðinn svo stór að öll umfram- mjólk hér heima hefði farið í þá framleiðslu. Þess vegna verða samningar um sérleyfi að koma til. Það er okkar leið til að komast framhjá tollunum og til að sporna gegn því að aðrir komi með sambærilega vöru og hafi af því tekjur.“ Skyrið selst grimmt Söluþróun skyrs á Norðurlöndum 2009 - 2013 (uppfært des 2013) Breyting Breyting Sala í kg. 2009 2010 2011 2012 2013 2009-2013 2012-2013 Danmörk (sérleyfi) 163.000 220.000 311.000 760.000 1.780.000 992% 134% Noregur (sérleyfi) 284.000 1.210.000 1.900.000 2.000.000 2.420.000 752% 21% Svíþjóð (sérleyfi) 0 0 0 400.000 390.000 -3% Finnland (eigin sala) 0 0 265.000 410.000 980.000 139% Heildarsala kg. 447.000 1.430.000 2.476.000 3.570.000 5.570.000 1.146% 56% Enn eitt metárið í skyr- sölu á Norðurlöndum  500 milljónir í útflutningstekjur auk tekna af sérleyfum Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Rúmlega 44.500 sendingar sem annaðhvort komu að utan með pósti eða í gegnum hraðflutningsfyr- irtæki, og voru undir 2.000 krónum að verðmæti, voru sendar til Ís- lands árið 2012. Til samanburðar komu um 143 þúsund sendingar undir 10 þúsund krónum að verðmæti til landsins sama ár. Eins og fram hefur komið lagði samráðshópur á vegum forsætis- ráðuneytisins til að öll aðflutnings- gjöld á innfluttar vörur undir 2.000 krónum yrðu afnumin. Ef tekið er dæmi um eldhúsáhald sem kostar 1.900 krónur, þá hafa hingað til lagst á það 485 krónur þegar aðflutningsgjöldin eru reikn- uð með. Fyrir íþróttavöru sem einn- ig kostar 1.900 krónur leggjast á 723 krónur. „Þetta geta verið ótal hlutir sem fólk er að panta og eru undir 2.000 krónum að verðmæti. Þetta eru slæður, gerviskartgripir, tölur, hnappar og margt fleira,“ segir Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Íslandspósti. Bendir hann á að margir hafi nýtt sér þjónustu Ali Express en um 400% aukning hefur orðið hjá netversluninni frá því á sama tíma í fyrra. 15,5 milljónir króna Verði aðflutningsgjöld afnumin leiðir það til þess að Íslandspóstur hættir að innheimta umsýslugjald af vörum undir 2.000 krónum að verðmæti. Á síðasta ári innheimti fyrirtækið rúmar 15,5 milljónir í umsýslugjöld fyrir vörur undir 2.000 krónum. Nær til tuga þús- unda sendinga  44.500 sendingar undir 2.000 krón- um að verðmæti til landsins árið 2012 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Japanir hafa mikinn áhuga á norð- urljósum og þessi markaður er allt- af að stækka. Það má finna ýmsar svona smugur á markaðnum og þetta er afrakstur þeirra sambanda sem við komum okkur upp við fólk í Japan,“ segir Ingi Þór Guðmunds- son, forstöðumaður sölu- og mark- aðssviðs Flugfélags Íslands. Fulltrúar FÍ gengu á dögunum frá samkomulagi við ferðaskrifstof- una Viking Inc. í Tókýó um norður- ljósaflug frá Reykjavík. Viðtökurn- ar eystra hafa verið góðar. Fyrsta ferðin í þessum dúr var farin í nóv- ember og tókst vel. Þrjár ferðir eru á áætlun í febrúar og þegar eru um 100 sæti í þær seld. Fyrir- komulagið er klukkustundar- flug með Fok- ker-vél frá FÍ sem klifrar upp fyrir ský og á þær slóðir sem helst má vænta að sjáist til norðurljósa. „Flugstjórinn fylgir norðurljósaspá næturinnar og flýgur þangað sem best sést í þann tryllta dans sem norðurljósin stíga stundum,“ segir Ingi Þór. Í Japan, landi hinnar rísandi sól- ar eins og það er stundum kallað, eru við lýði menningarsiðir tengdir norðurljósunum. Trú fólks þar er til dæmis sú að ef barn kemur und- ir í leikjum elskenda, á meðan norðurljósin eru á fullu, verði út- koman góð. Fólk af ýmsu þjóðerni öðru hefur áhuga á norðurljósaferðum. Ís- lenskar ferðaskrifstofur sem standa að ferðum útlendinga hing- að til lands eru flestar hverjar með svona leiðangra á sölulistum sínum. Þátttakendur í þeim, sem koma einkum og helst frá Bretlandi og Bandaríkjunum, skipta þúsundum. Eru gjarnan fólk sem stendur á tímamótum í lífinu – og vill þá gera eitthvað virkilega óvenjulegt. Ísland hefur sérstöðu „Svigrúmið á norðurljósamarkaði er mikið. Íslendingar eru framar- lega en eiga eigi að síður í tals- verðri samkeppni við til dæmis Noreg og Finnland, en þó ekki svo að við finnum mikið fyrir henni heldur. Ísland hefur alveg skýra sérstöðu og er beinlínis í tísku um þessar mundir, enda fjölgar ferða- mönnum sem hingað koma alveg ævintýralega. Þess nýtur flugið eins og aðrar greinar ferðaþjónust- unnar,“ segir Ingi Þór Guðmunds- son. Með Japani í norðurljósadansinn  Norðurljósaflugferðir á Íslandi slá í gegn í Japan  Með minnst 100 ferðamenn upp fyrir skýin  Smuga á markaðnum  Fjölgun ferðamanna er alveg ævintýraleg, segir markaðsstjóri FÍ Stór markaður » Um 100 sæti í norðurljós- flug FÍ í febrúar eru nú þegar seld. » Gæfubörn getin undir brandi ljósum á himni. » Nýr tími í ferðaþjónustunni sem stækkar óðum. Sam- keppni við Noreg og Finnand. » Ísland hefur sérstöðu og er í tísku. Ævintýraleg fjölgun ferðamanna. Ingi Þór Guðmundsson Jón Axel Pétursson segir að markaðurinn í Sviss sé mjög spennandi. Þar er tollfrjálst aðgengi samkvæmt samningi milli landanna auk þess sem bæði Sviss og Ísland eru utan Evrópusambandsins. MS á í samstarfi um dreifingu í Sviss við fyrirtækið ICECO, en það er rekið af Jóni Aðalsteinssyni og hans fólki. Frá árinu 1994 hefur ICECO flutt fisk frá Ís- landi til Sviss. Jón Axel segir að á fyrsta ári sé áætlað að selja um 100 tonn af skyri frá Íslandi til Sviss. Hann segir markaðinn þar á margan hátt sam- bærilegan við Noreg og kaupgeta mikil í báðum löndum. Skyrið var kynnt á vörusýningu í nóv- ember í samstarfi Mjólkursamsölunnar, Íslands- stofu og ICECO og fékk góðar viðtökur að sögn Jóns Axels. Bæta skyrinu við fiskinn MJÓLKURSAMSALAN SEMUR VIÐ ICECO UM DREIFINGU Á SKYRI Í SVISS Jón Axel Pétursson tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com Jólatilboð: 6.350 kr. Andvirði: 8.480 kr. Fótakrem 30 ml - 1.250 kr. | Sápa 100 g - 680 kr. Húðmjólk 75 g - 1.360 kr. | Sápa fyrir hendur & líkama 300 ml - 2.550 kr. | Handkrem 75 ml - 2.640 kr.* .. ‘ ASSISHEA BUTTER GJAFAK *E kk is el t íl au sa sö lu .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.