Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Fjármálaráðherrar Evrópusam-bandsins hittast í Brussel í dag og helsta umræðuefnið er kunn- uglegt; bankasamband. Í gær sagði FT frá því að útlit væri fyrir að loks næðist samkomulag um banka- sambandið, það er að segja yfirþjóð- lega stjórn á banka- kerfinu, ekki síst til að Evrópusam- bandið geti gripið inn í ef bankar lenda í vanda.    Og hver skyldiástæðan vera fyrir því að nú er út- lit fyrir að samruna- mönnum innan ESB takist að stíga enn eitt skrefið í átt að sambandsríki?    Jú, ástæðan er sú að fyrir fund-inn þar sem fjármálaráðherrar allra ESB-ríkjanna hittast hafa Pierre Moscovici, fjármálaráðherra Frakklands, og Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýska- lands, lagt á ráðin og komist að samkomulagi.    Íslenskir áhugamenn um aðild aðEvrópusambandinu halda því iðulega fram að með aðild fengi Ís- land „sæti við borðið“ og hefði áhrif á gang mála.    Staðreyndin er hins vegar sú að áfundum eins og þeim sem hald- inn er í Brussel í dag eru engar veigamiklar ákvarðanir teknar. Þeir eru meira í ætt við leiksýningu til að staðfesta formlega ákvörðun sem stóru ríkin hafa þegar tekið og til að leyfa þeim sem engu ráða að halda höfði gagnvart eigin þjóð.    Finnst einhverjum eftirsókn-arvert fyrir Ísland að verða aukaleikari í slíkri leiksýningu? Pierre Moscovici Fyrst er fundað, svo hefst leikritið STAKSTEINAR Wolfgang Schäuble Veður víða um heim 9.12., kl. 18.00 Reykjavík 0 léttskýjað Bolungarvík 2 léttskýjað Akureyri 1 skýjað Nuuk -6 skafrenningur Þórshöfn 10 súld Ósló -5 snjóél Kaupmannahöfn 3 súld Stokkhólmur -7 heiðskírt Helsinki -8 skýjað Lúxemborg 6 heiðskírt Brussel 7 heiðskírt Dublin 11 léttskýjað Glasgow 10 skýjað London 11 léttskýjað París 6 heiðskírt Amsterdam 8 léttskýjað Hamborg 8 súld Berlín 8 súld Vín 5 skúrir Moskva -7 snjókoma Algarve 17 léttskýjað Madríd 10 heiðskírt Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 15 léttskýjað Róm 13 léttskýjað Aþena 10 heiðskírt Winnipeg -27 léttskýjað Montreal -3 snjókoma New York 1 þoka Chicago -6 snjókoma Orlando 26 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:09 15:34 ÍSAFJÖRÐUR 11:51 15:01 SIGLUFJÖRÐUR 11:36 14:43 DJÚPIVOGUR 10:46 14:55 Sjö manna sendinefnd Reykjavík- urborgar, undir formennsku Jóns Gnarrs borgarstjóra, er þessa dag- ana í heimsókn í Brussel, höfuð- borg Belgíu. Nefndin kom til Brussel í fyrra- dag, sunnudag, og kemur heim á morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg mun nefndin funda með forseta byggðanefndar Evrópusambandsins, Ramón Luis Valcárcel Siso, samtökunum Eu- rocities og forstjóra Evrópska fjár- festingabankans, Ben Knapen. Þá verður fundað með starfsfólki á skrifstofu Sambands íslenskra sveitarfélaga og norskra sveitarfé- laga í borginni og auk þess mun nefndin heimsækja starfsfólk sendi- ráðs Íslands í Brussel. Eftirtaldir eru í ferðinni: Jón Gnarr, Sigurður Björn Blöndal, að- stoðarmaður borgarstjóra, borgar- fulltrúarnir Dagur B. Eggertsson og Sóley Tómasdóttir, Ellý Katrín Guðmundsdóttir borgarritari, Birg- ir Björn Sigurjónsson fjármála- stjóri og Hrólfur Jónsson skrif- stofustjóri. kij@mbl.is Borgarstjóri í heimsókn í Brussel Jón Gnarr Meira en helmingur allra íbúa í Vesturbyggð og í Tálknafjarðar- hreppi skrifaði undir áskorun til heilbrigðisráðherra um að hætta við að fella Heilbrigðisstofnun Patreks- fjarðar undir Heilbrigðisstofnun Ísafjarðar. Undirskriftirnar voru af- hentar í gær. Íbúarnir óttast að þjónustan muni minnka og öryggið skerðast verði af sameiningunni. Þeim þykir fyrir- huguð sameining vera í hrópandi mótsögn við fyrirheit ríkisstjórn- arinnar um eflingu byggða. Heilbrigðisstofnun Patreks- fjarðar hefur verið rekin innan fjár- heimilda undanfarin ár. Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur boðist til að taka yfir rekstur heilbrigðisstofn- unarinnar. Sveitarfélagið telur að við slíka yfirtöku skapist tækifæri til samþættingar stofnunarinnar við Félagsþjónustu V-Barðastrand- arsýslu. gudni@mbl.is Mótmæla sameiningu heilbrigðisstofnana Morgunblaðið/Golli Mótmæli Kristján Þ. Júlíusson tók við undirskriftunum frá Ásthildi Sturlu- dóttur bæjarstjóra og Gunnari Ingva Bjarnasyni bæjarfulltrúa. ALLT á einum stað! Lágmarks biðtími www.bilaattan.is Dekkjaverkstæði Varahlutir Bílaverkstæði Smurstöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.