Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Reiknað er með að svipaður fjöldi nýti sér matarúthlutun Mæðra- styrksnefndar fyrir jólin og und- anfarin ár eftir efnahagshrunið 2008. ?Staðan er ekki betri í ár,? segir Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, for- maður Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, en nefndin er 85 ára á þessu ári. ?Hópurinn sem kemur hingað hef- ur breyst síðustu ár. Fjölgað hefur í hópi eldri borgara, öryrkja, einstæð- inga sem og fólks af erlendum ætt- um,? segir Ragnhildur og bendir á að þegar grunnlífeyrir öryrkja og eldriborgara hafi verið skertur 1. júlí 2009 þá hafi fjölgað í þeim hópi um- talsvert. ?Það var stórt högg fyrir þennan hóp. Kjör þessa fólks eru bág.? Þá þyki henni umhugsunarvert að bæst hafi í hóp innflytjenda. ?Þetta fólk hefur lítið á milli handanna, er óöruggt og ber sig illa og konunum í þeim hópi hefur fjölgað.? Þá virðist einnig yngra fólk vera í vanda statt. Ný staðsetning við Korputorg Matarúthlutun Mæðrastyrks- nefndar fer fram 20., 21. og 22. des- ember á Korputorgi. Það er í fyrsta skipti sem úthlutunin fer fram í því húsnæði. Verið er að vinna að því að koma upp aðföngum. Félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar gefa til Mæðrastyrksnefndar. Framvísa þarf persónuskilríkjum til að fá mat- arúthlutun. ?Það kemur þó fyrir að inn í hóp- inn slæðist þeir sem vilja fá meira en þeim ber. Þá biðjum við fólk stund- um um að framvísa launaseðlum,? segir Ragnhildur. Hún áréttar þó að þær séu farnar að þekkja hópinn nokkuð vel eftir að hafa starfað í þessu í gegnum árin. Sjálf hefur Ragnhildur starfað innan Mæðrastyrksnefndarinnar undanfarin 12 ár og gegnt for- mennsku síðustu ár. Hún kom inn í nefndina sem fulltrúi frá Kvenrétt- indafélagi Íslands. Þegar Ragnhildur er beðin um að líta yfir síðustu ár í starfi segir hún að mesti umbrotatíminn hafi verið eftir hrunið 2008. Þá hafi þörfin fyrir úthlutun orðið mun meiri. Hún segir vonir standa til að ástandið batni í samfélaginu en í gegnum tíðina hafi alltaf verið þörf fyrir Mæðrastyrks- nefnd. ?Markmið okkar er alltaf að styðja þá sem búa við bág kjör. Við munum halda áfram að hlúa að þeim og höld- um okkar striki í þeim efnum.? Menntunarsjóður Ragnhildur segir það vægast sagt mjög gefandi að fást við þetta starf; að gefa öðrum. ?Það er fróðlegt að sjá nýjar hliðar á lífinu, maður er alltaf að sjá eitthvað nýtt. Fyrir utan hvað það er frábært að vinna með öllum þessum sterku og lífsreyndu konum,? segir hún og hlær. Karlmenn hafa einnig starfað með þeim. ?Það hefur verið mjög gaman að fá þá til okkar. Þetta er líkamlegt starf. Það verður að viðurkennast að þeir eru sterkari líkamlega þó við séum jafnsterk andlega.? Mæðrastyrksnefnd deilir ekki ein- göngu út mat yfir árið og jólin heldur úthlutar einnig fatnaði. Þá er nefnd- in með aðstoð við fermingarbörn og verðandi mæður, einnig er starf- ræktur menntunarsjóður. Hann var stofnaður formlega 19. apríl árið 2012. Honum er ætlað að styrkja tekjulágar konur og/eða mæður til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíð- arstarfi. ?Sjóðurinn hefur reynst mörgum konum ákaflega vel. Við erum stolt- ar af því,? segir Ragnhildur og bætir við að margar mæður hafi bætt kjör sín til muna eftir að hafa fengið styrk úr sjóðnum. ?Þegar góður hópur kvenna kemur saman þá getur ekk- ert annað en gott komið út úr því,? segir Ragnhildur að lokum. Morgunblaðið/Golli Nýtt húsnæði Mæðrastyrksnefnd er flutt í nýtt húsnæði við Korputog og verður fyrsta úthlutunin þar í ár. Líklega sami fjöldi í matarúthlutun  Úthlutun Mæðrastyrksnefndar fyrir jólin í nýju húsnæði við Korputorg  Eldri borgurum, öryrkjum, einstæðingum og fólki af erlendum uppruna fjölgaði  Nefndin er 85 ára á þessu ári Vandaðir og vottaðir ofnar Ofnlokasett í úrvali NJÓTTU ÞESS AÐ GERA BAÐHERBERGIÐ AÐ VERULEIKA FINGERS 70x120 cm ? Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm ? Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm ? Ryðfrítt stál Handklæðaofnar í miklu úrvali þar sem gæði ráða ríkjum á góðu verði. Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - 577 5177 - www.ofnasmidja.is Mæðrastyrksnefnd var stofnuð 20. apríl 1928. Forsendurnar eru raktar til þess að togarinn Jón forseti fórst út af Stafnesi í febrúar sama ár. Fimm- tán skipverjar fórust en tíu komust af. Í kjölfarið hófust umræður í sam- félaginu um að koma þyrfti ekkjum og föðurlausum börnum til hjálpar. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands (KRFÍ) hafði frumkvæðið að stofun fé- lagsins undir forystu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Einnig voru önnur kven- félög fengin að stofnuninni. Urðu ekkjur eftir sjóslys 85 ÁRA AFMÆLI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.