Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Aðventan Nú er tími tónleika og hér má sjá forskólanemendur koma fram á aðventutónleikum Tónskóla Eddu Borg í Seljakirkju. Einbeitingin leynir sér ekki. Einar Falur Það væri áhugavert að fá viðbrögð núver- andi og fyrrverandi fjármálaráðherra við skoðun Guðlaugs Þórs á frekari ríkisstuðn- ingi við Íbúðalánasjóð sem birtist í Morg- unblaðinu miðvikudag- inn 4. desember um að þeir hinir sömu hafi og hyggist ?dæla al- mannafé niður um holræsi?. Umræður um ætlaða ríkisábyrgð á skuldbindingum sjóðsins snúast um tvennt, annars vegar hvort setja mætti sjóðinn í slitameðferð en meðan á slíku ferli stæði myndi sjóðurinn ekki borga vexti. Slíkt úr- ræði myndi að sjálfsögðu leysa vandann á kostnað fjárfesta þó svo að ríkissjóður ábyrgð- ist greiðslu höfuðstóls. Hin hlið málsins er að stöðva það sem kalla mætti blæð- inguna, þ.e. ósam- ræmið á milli eigna sjóðsins og skuldbind- inga. Vandamálið felst í mismunandi líftíma eigna og skuldbindinga sem á að stórum hluta rætur sínar í því að lán sem sjóðurinn hefur veitt eru uppgreið- anleg en ekki þau lán sem sjóðurinn hefur tekið til að fjármagna útlánin. Það kann að virðast þversögn að Íbúðalánasjóður, sem á nú rúma 50 milljarða í lausu fé, sé í raun gjald- þrota, vandamálið felst í því að þeir sem tóku lán hjá sjóðnum til 40 ára fyrir 10 árum síðan á 4,5% vöxtum hafa borgað upp lán sín og endur- fjármagnað á enn betri kjörum í bönkunum, sem geta boðið hagstæð langtímalán þar sem þeir njóta stuðnings ríkisins, þess hins sama og ber hugsanlega ábyrgð á Íbúða- lánasjóði! Íbúðalánasjóður getur hins vegar ekki borgað upp skulda- bréfin sem sjóðurinn gaf út til að fjármagna útlán sín og því situr hann uppi með laust fé sem hann getur ekki ávaxtað nema á miklu verri kjörum en hann borgar fyrir lán sín. Helsta vandamálið liggur í lengstu bréfum sjóðsins HFF44. Það vandamál er hinsvegar tví- þætt, þ.e. annars vegar yfirvofandi greiðsluþrot sjóðsins (holræsið) og svo hitt að sjóðurinn hefur verið nokkuð vaxtamyndandi á mark- aðnum og að jafnaði drekkt eft- irspurninni með mikilli útgáfu bréfa í þeirri viðleitni að reyna að halda aftur af kröfulækkun á markaði. Hin hliðin á því máli er að kröfu- lækkun þýðir líka betri kjör fyrir lántakendur, sem augljóslega væri ekki til óvinsælda fallið en veldur í raun dauðaspíral fyrir sjóðinn. Þeim mun lægri vextir, þeim mun meiri ásókn almennings í að greiða upp eldri lán og taka ný hagstæð- ari. Sjóðurinn semsagt vinnur hat- rammlega gegn hagsmunum lántak- enda á kostnað skattgreiðenda sem nemur líklega um 1,5 m. á hvert heimili í landinu, eða kannski nær að segja framtíðarheimilum því lausn núverandi þingmanna er hin klassíska, ?látum börnin borga?. Enn önnur spurning sem áhuga- vert væri að fá svar fjármála- og forsætisráðherra við er hversu lengi núverandi rekstri verði haldið úti eftir að ESA úrskurðaði að rekst- urinn stangaðist á við lög. Einhvern tímann líkti núverandi forstjóri ÍLS sér og núverandi stjórn við slökkvilið og vísaði þar til þess að brennuvargarnir hefðu ver- ið forverarnir. Það sem hins vegar vekur furðu, er að ?slökkviliðið? hefur frá því að þeir tóku við, vott- aðir af hinu nýja og ... FME, gefið út hvorki meira né minna en 33,5 m. af lengstu bréfunum HFF44! Hér er því um að ræða slökkvi- liðsstjóra sem ekki skilur muninn á eldvörpu og brunahana og brunaeft- irlit sem sér ekki mun á brennuv- argi og slökkviliðsmanni. Eftir Arnar Sigurðsson » Sjóðurinn vinnur sem sagt hatramm- lega gegn hagsmunum lántakenda á kostnað skattgreiðenda... Arnar Sigurðsson Höfundur starfar á fjármálamarkaði. Holræsagerð Við erum að komast á botninn í Evrópu í öllum greinum grunn- skólans, samanber að 30% drengja koma ólæs út úr 10 ára grunnskóla. Um alda- mótin 1900 er talið að 5-10% landsmanna væru ólæs á meðan prestar landsins sáu einir um fræðslu með tilstyrk heimilanna. Með tilkomu kennaraskólans og almennrar skóla- skyldu tókst á skömmum tíma að út- rýma ólæsi og nærri því allir gátu lagt saman 2 og 2 og þekktu hús- dýrin og meira að segja ljón, fíl og asna. Bárður Halldórsson, vinur minn, fyrrverandi mennta- skólakennari, segir að lestrarbók Þórarins Böðvarssonar handa al- þýðu, langafa Vigdísar forseta, hafi menntað þjóðina meir en allt kennslufræð- ingastóð nútímans samanlagt. Áfram heldur Bárður og segir að það megi jafnvel segja að breyttu breyt- anda líkt og sr. Árni Þórarinsson sagði um Ásmund frænda sinn, síðar biskup, sem hann sagði að gæti af- kristnað heilt sólkerfi ? að kennslufræðing- arnir hafi rústað ís- lensku skólakerfi með dellukenn- ingum frá Frakklandi um skynjunarnám ( Piaget). Í stað þess að taka þrjá fyrstu bekkina í það að kenna lestur, skrift og reikning var farið að halda áfram föndrinu úr leikskólanum og öll áhersla hefur verið lögð á leik en ekki vinnu samkvæmt kenningum sósíalista að vinnan sé böl og öllum eigi að líða vel við leik ?. Annað ger- ist jafnhliða þessu: Lærisveinar Pia- get, Andri Ísaksson og Wolfgang Edelstein, sannfærðu Gylfa Þ. Gísla- son, þáverandi menntamálaráð- herra, illu heilli um nauðsyn skóla- rannsóknadeildar. Á sama tíma fengu kennarar þá hugmynd að hægt væri að hækka launin með lengra skólanámi, sömuleiðis var sumarfríið stytt án þess að kennt væri meira, en þess í stað fundað meir og námskeiðum fyrir kennara fjölgað. Skólastarfið var byggt á þeirri forsendu að öllum ætti að líða vel í skólanum ? ekki aðeins nem- endum heldur kennurum ekki síður og jafnvel miklu frekar. Niðurstaðan hefur orðið sú að flestum líður verr. Árangur af skólastarfi sekkur niður í hyldýpishaf máttvana með- almennsku. Það væri e.t.v. leið að leggja skólarannsóknadeild niður og draga sérkennslu verulega saman og skipta í bekki eftir námsgetu og nota próf sem mælikvarða. Ekki verður séð að háskólavæðing Kennaraskólans hafi skilað árangri. Ef til vill væri rétt að taka hann út úr háskólaumhverfinu og stytta hann og kenna verðandi kennurum vel kennslugreinar grunnskóla. Þá mætti hækka laun kennara með því fé sem sparast við dellumakarí nám- skeiða og funda sem yrði skorið nið- ur um 80-90%. Vonandi hefur menntamálaráð- herra kjark til að bjóða föndur-, námskeiða- og sérkennsluliðinu byrginn og snúa við þróuninni. Þá fengjum við betri skóla, þakklátari kennara, sem væru betur launaðir vegna þess að fé yrði betur nýtt. Eft- ir að hafa kennt í rúm 10 ár á yngri árum er ég þeirrar skoðunar að af- raksturinn í skólastarfi sé í öfugu hlutfalli við fjölmenni í yfirstjórn, fundi kennara og námskeið. Í fátækt og örbirgð gat íslenska þjóðin lært að lesa, skrifa og reikna auk þess að vera vel að sér í náttúrufræði. Stöð- ugt kall sérkennslu- og námskeiðal- iðsins á meiri peninga þýðir því ekki aukna eða betri menntun. Eftir vel heppnaða byrjun á end- urreisn millistéttar með hug- myndum um skuldalækkun vona ég að borgaralega sinnuð stjórn fram- kvæmi fleiri nauðsynlegar aðgerðir. Uppstokkun í fræðslumálum er þar forgangsverkefni. En ekki síður að fella niður verð- tryggingu af neytendalánum þegar í stað, sem er forsenda fjárhagslegrar endurreisnar. Eftir Jón Magnússon »Niðurstaðan hefur orðið sú að flestum líður verr í skólanum. Árangur af skólastarfi sekkur niður í hyldýp- ishaf máttvana með- almennsku Jón Magnússon Höfundur er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi þingmaður. Til hvers eru skólar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.