Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Egill Ólafsson egol@mbl.is Kona á fertugsaldri er í lífshættu eftir að eldur kom upp í íbúð henn- ar við Írabakka í Breiðholti í fyrri- nótt. Konan hlaut brunasár og varð fyrir reykeitrun. Dóttir hennar, 13 ára, var einnig flutt á spítala með reykeitrun. Ólafur Snævar Ög- mundsson, sem býr í næstu íbúð, segir kraftaverk að mæðgurnar skuli hafa komist lifandi út úr íbúð- inni. ?Ég heyrði strax og ég vakn- aði að það ríkti skelfing í íbúðinni enda var skelfilegt að upplifa þetta,? segir Ólafur sem varð vitni að því þegar nágrannar hans börð- ust við að komast út úr brennandi íbúðinni. Ólafur býr ásamt konu sinni í íbúð við hliðina á íbúðinni þar sem eldurinn kviknaði. Stóð í dyragættinni og kallaði á dóttur sína ?Við vöknuðum við hróp og köll á hjálp,? sagði Ólafur í samtali við mbl.is. ?Það búa mæðgur í íbúðinni og þær voru að kalla hvor á aðra. Við vöknuðum við þetta og opn- uðum fram. Þá stóð móðirin í dyra- gættinni og íbúðin var alelda þar fyrir innan. Hún var að hrópa á dóttur sína sem var enn inni í íbúð- inni. Ég reyndi að komast inn til henn- ar en það var ekki möguleiki því það var svo mikill eldur. Ég fór því út á svalir og klifraði yfir á sval- irnar hjá þeim. Það var dálítið op á svaladyrunum og ég náði að opna þær. Ég vafði handklæði um andlit- ið en komst ekki nema inn í miðja íbúð, þar var allt svart af reyk. Mjög mikill eldur var í forstofunni. Ég réð ekkert við þetta en þá var slökkviliðið að koma. Það var lán í óláni að slökkviliðið var uppi í Efra-Breiðholti að slökkva eld í verslun og þeir voru komnir til okkar á þremur mín- útum. Ég fór því til baka í mína íbúð. Slökkviliðið var búið að fara út með konuna mína og mæðgurnar líka. Þá hafði, eftir því sem konan mín segir, dóttirin einhvern veginn komist í gegnum eldhafið og út. Ég skil hreinlega ekki hvernig henni tókst það. Hún dró síðan móður sína lengra fram á ganginn. Stúlk- an, sem er aðeins þrettán ára, sýndi alveg ótrúlega hörku og dugnað.? Klár stúlka Ólafur sagði að móðirin væri meira slösuð en dóttirin. ?Það sá verulega á henni. Stelpan virtist hins vegar við góða meðvitund og ósærð, en með mikla reykeitrun. Mér finnst það hins vegar ganga kraftaverki næst að stúlkan skuli hafa komist út. Þetta er greinilega mjög klár stúlka.? Ólafur var ásamt konu sinni og mæðgunum fluttur á Landspítala en fékk að fara heim í morgun að lokinni skoðun. Kona hans er hins vegar enn á spítalanum en hún fékk reykeitrun. Talsverður reykur fór í íbúð Ólafs. Íbúum í stigaganginum var gert að yfirgefa íbúðirnar meðan eld- urinn var slökktur. Þeir fengu skjól í tveimur strætisvögnum meðan á slökkvistarfi stóð. Morgunblaðið/RAX Svalir Ólafur klifraði yfir á svalir og reyndi þannig að bjarga dótturinni út. Kona í lífshættu eftir eldsvoða í Breiðholti  Móðirin kallaði í skelfingu á dóttur sína sem var í brennandi íbúðinni Morgunblaðið/RAX Bruni Þegar Ólafur leit fram á gang stóð móðirin í dyragættinni á íbúð sinni og kallaði á dóttur sína sem var enn inni í brennandi íbúðinni. Egill Ólafsson egol@mbl.is ?Það er allt farið,? segir Piotr Jaku- bek, sem á og rekur matvöruversl- unina Mini Market í Drafnarfelli í Breiðholti, en tugmilljóna tjón varð þegar eldur kom upp í versluninni í fyrrinótt. Hann segir brunann vera mikið áfall. Piotr hefur rekið verslunina ásamt konu sinni, Agmieszku Jakubek, í rúm átta ár. Um er að ræða fjöl- skyldufyrirtæki sem þau hafa lagt allt sitt í. ?Við vorum búin að fylla versl- unina af vörum því það er jafnan mikil velta í desember. Nú er þetta allt farið og alls óvíst hvort við náum að opna aftur fyrir jól,? segir Piotr. Piotr og Agmieszka voru sofandi heima hjá sér þegar þau fengu sím- hringingu frá öryggisfyrirtæki um að verslunin væri að brenna. Þau flýttu sér á staðinn. Þá voru slökkvi- lið og lögregla komin og slökkvistarf í fullum gangi. Verslunin var full af reyk og mikill hiti. Piotr segir að slökkviliðið hafi verið fljótt að slökkva eldinn, en tjónið sé mikið af völdum reyks og hita. Átti að endurmeta tryggingar í janúar Ljóst þykir að eldurinn hefur komið upp við hurð sem snýr út í port við verslunina. Eldsupptök eru ekki ljós, en rannsókn lögreglu mið- ar m.a. að því að rannsaka hvort kveiktur hafi verið eldur við hurðina. Piotr og Agmieszka leigja hús- næðið. Það er tryggt og lagerinn er líka tryggður, en Piotr óttast að hann sé vantryggður. ?Ég hafði sam- band við tryggingafélagið í lok síð- asta mánaðar og þeir töluðu um að koma og meta verslunina upp á nýtt í byrjun janúar.? Stuttu eftir að slökkviliðinu hafði tekist að slökkva eldinn í Mini Mark- et kom tilkynning um eld í íbúð í Íra- bakka í Breiðholti. Allir slökkvibílar nema einn voru því sendir í snarhasti þangað, enda var fólk inni í brenn- andi íbúðinni. Tugmilljóna tjón þegar Mini Market brann  Piotr Jakubek kaupmaður segir brunann vera mikið áfall Morgunblaðið/RAX Áfall Piotr Jakubek hefur á átta árum náð að byggja upp fjölskyldu- fyrirtækið Mini Market, ásamt konu sinni Agmieszku Jakubek. Tveir brunar á sama tíma » Slökkvilið höfuðborgar- svæðisins fékk tilkynningu um brunann í Drafnarfelli um kl. 3:20 í fyrrinótt. » Um hálftíma síðar fékk slökkviliðið tilkynningu um að eldur logaði í íbúð í Írabakka. » Slökkvibílar voru þá strax sendir í Írabakkann enda voru íbúar þá inni í logandi íbúðinni. » Mikið tjón varð í báðum þessum brunum. Eldur kom upp í fjölbýlishúsi og verslun á sama tíma í Breiðholtshverfi á mánudagsmorgun Munið að slökkva á kertunum Treystið því aldrei að sjálfslökkvandi kerti slökkvi á sér sjálf Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.