Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 27
eiginkona Ólafs, stundaði meist- aranám. Þau fluttu síðan í Reykja- nesbæ árið 1995. Ólafur var kennari við Holta- skóla í Keflavík 1973-77, var að- stoðarskólameistari, námsráðgjafi og kennari við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki á árunum 1984-94. Hann var rekt- or Menntaskólans á Egilsstöðum 1994-95, var skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurnesja á árunum 1995-2012 og hefur verið skóla- stjóri Fisktækniskóla Íslands frá árinu 2012. Ólafur átti sæti í stjórn Iðn- skólaútgáfunnar, IÐNÚ, 1995- 2010. Hann sat í stjórn MENNT - samstarfsvettvangs atvinnulífs og skóla og sat í stjórn Félags áfangaskóla. Ólafur var formaður stjórnar Félags áfangaskóla um skeið, for- maður Skólameistarafélags Ís- lands og formaður Miðstöðvar Sí- menntunar á Suðurnesjum frá stofnun hennar, árið 1997, og til 2012. Með flugustöng í Flókadalsá Þegar Ólafur er spurður um áhugamál nefnir hann veiði, úti- vist, ferðalög og menntamál: „Ég hef alltaf haft unun af ferðalögum og við hjónin höfum ferðast víða erlendis. Það er hverjum og einum hollt og nauðsynlegt að skipta um umhverfi og upplifa eitthvað nýtt. Sá sem er forvitinn um framandi slóðir og tekur þeim fagnandi er í rauninni að mennta sjálfan sig og auka víðsýni sína. Hér heima höfum við ferðast töluvert um hálendið. Fátt jafnast þó á við bakka Flókadalsár í Borg- arfirði ef maður heldur á flugu- stöng og er í góðum félagsskap. Það væri þá helst góð gönguferð að Fjallabaki. Þá hef ég að sjálfsögðu alltaf haft mikinn áhuga á mennta- málum. Skólastarf er nú einu sinni þess eðlis að það þýðir lítið að leggja það fyrir sig ef maður hefur ekki brennandi áhuga á viðfangs- efninu og trú á því sem maður er að gera.“ Fjölskylda Eiginkona Ólafs er Sossa Björnsdóttir, f. 9.2. 1954, myndlist- armaður. Foreldrar hennar: Björn Jónsson, f. 7.10. 1929, d. í desem- ber 2011, sóknarprestur á Akra- nesi, og Sjöfn P. Jónsdóttir, f. 14.12. 1934, húsfreyja. Börn Ólafs og Sossu eru Arn- björn Ólafsson, f. 5.5. 1973, mark- aðsstjóri en börn hans eru Silja, f. 2002, og Óli Björn, f. 2006 en móð- ir þeirra er Guðrún Einarsdóttir, f. 9.12. 1973; Björk Ólafsdóttir, f 15.2. 1982, læknir en maður henn- ar er Brett Gardali, f. 2.4. 1985, kvikmyndagerðarmaður og er son- ur þeirra Viggó, f. 2013. Systur Ólafs eru Birna Arn- björnsdóttir, pófessor í málvís- indum við HÍ, búsett í Reykjavík; Hrafnhildur Jóhannsdóttir, starfs- maður hjá Símanum, búsett í Reykjavík. Foreldrar Ólafs: Arnbjörn Ólafs- son, f. 29.7. 1922, f. 1.11. 2001, skrifstofumaður hjá Rafveitu Keflavíkur og kaupmanður í Kefla- vík, og Erna Björg Vigfúsdóttir f. 24.6. 1929, húsfreyja og fyrrver- andi kaupmaður í Keflavík. Úr frændgarði Ólafs Jóns Arnbjörnssonar Ólafur Jón Arnbjörnsson Arnbjörn Ólafsson kaupm. og útgm. í Keflavík Þórunn Bjarnadóttir húsfr. í Keflavík Ólafur J.A. Ólafsson kaupmaður í Keflavík Guðrún Einarsdóttir kaupmaður í Keflavík Arnbjörn Ólafsson skrifstofum. og kaupm. í Keflavík Guðrún Bjarnadóttir húsfr. í Sandgerði Einar Sveinbjörnsson útvegsb. í Sandgerði Hólmfríður Guðmundsdóttir húsfr. á Hellissandi Ásbjörn Gilsson útvegsb. á Hellissandi Epephanía Ásbjörnsdóttir húsfr. í Hafnarfirði Vigfús Jón Vigfússon sjóm. í Hafnarfirði Erna Björg Vigfúsdóttir húsfr. í Keflavík Sólveig Bjarnadóttir ljósmóðir á Kálfárvöllum Vigfús Jón Vigfússon b. á Kálfárvöllum í Staðarsveit Afmælisbarnið Með lax úr Flóku. ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Jón Guðmundsson, ritstjóriÞjóðólfs, fæddist í Melshúsumí Reykjavík 10.12. 1807. For- eldrar hans voru Guðmundur Bern- harðsson í Melshúsum og Ingunn Guðmundsdóttir. Eiginkona Jóns var Hólmfríður, systir Þuríðar, langömmu Vigdísar Finnbogadóttur og Önnu, móður Matthíasar Johannessen skálds. Jón lærði fyrst hjá séra Þorvaldi Böðvarssyni, prófasti og skáldi í Holti er síðar varð tengdafaðir hans. Hann fór í Bessastaðaskóla 1824, ári á eftir Jónas Hallgrímssyni, jafn- aldra sínum, en missti tvö ár úr skóla vegna veikinda og var haltur síðan. Hann lauk stúdentsprófi 1832. Jón var skrifari hjá landfógeta og settur til að gegna embætti hans um hríð 1836, var umboðsmaður Kirkju- bæjarklaustursjarða 1837-47 og bjó þar, var settur sýslumaður í Skafta- fellssýslu 1849 en fór utan til laga- náms 1850 og lauk því ári síðar. Jón hafði verið fulltrúi Íslands á stjórnlagaþingi Dana 1848-49. Hann var fulltrúi á Þjóðfundinum í Reykjavík 1851 og var þar í forystu, ásamt Jóni Sigurðssyni, þar sem barist var fyrir landsréttindum Ís- lendinga. Hann fór utan það ár, ásamt nafna sínum, í erindum Þjóð- fundarins, en í banni stiftamtmanns. Við það missti hann sýslumanns- embættið og von um frekari emb- ættisveitingar. Jón var ásamt nafna sínum einn helsti leiðtogi sjálfstæðisbarátt- unnar um og eftir þjóðfundinn 1851. Hann eignaðist blaðið Þjóðólf í Reykjavík 1852 og ritstýrði því til 1874 en blaðið kallaði hann „blað lýðsins og þjóðernisflokksins – opp- ositionsblað“. Hann var alþm. Skaft- fellinga 1845-58, Vestur-Skaftfell- inga 1858-69 og kosinn alþm. Vestmannaeyja 1874 og bæjar- fulltrúi í Reykjavík 1856-68. Þá var hann málflutningsmaður við lands- yfirréttinn frá 1858 til æviloka. Ein- ar Laxness ritaði ævisögu Jóns Guð- mundssonar, sem gefin var út af Sögufélagi og Ísafold 1960, og ann- aðist einnig útgáfu bréfa Jóns rit- stjóra til Jóns forseta 1845-1855. Jón lést 31.5. 1875. Merkir Íslendingar Jón Guð- mundsson 95 ára Sigríður F. Helgadóttir 90 ára Ámundi Sveinsson 85 ára Emma Benediktsson Hrefna Kristjánsdóttir 80 ára Anne H. Jóhannsdóttir Kristín Jónsdóttir Magnús Sigfússon Sigurbjörg Helga Jónsdóttir Snorri Friðriksson 75 ára Esther Valdimarsdóttir Gréta Aðalsteinsdóttir Guðný Helgadóttir Marinó Jóhannsson Rúna Bína Sigtryggsdóttir Þórunn Einarsdóttir 70 ára Fanney Björk Björnsdóttir Halldóra Gróa Guðmundsdóttir Kolbrún Ragnarsdóttir Rögnvaldur Ólafsson 60 ára Anna María Kristjánsdóttir Halldór Bjarnason Ingibjörg Karlsdóttir Konráð Ægisson Magnea Sólveig Bjartmarz Magnús Eiríksson Sveinsína Björg Jónsdóttir 50 ára Andrea Arna Gunnarsdóttir Brynja Matthíasdóttir Finnbogi Geirsson Greta Kristín Ólafsdóttir Halldóra Gunnarsdóttir Helena Sigurðardóttir Hilmar Adolfsson Hólmfríður Sigurðardóttir Íris Árnadóttir Jónína Magnúsdóttir Magnús Reynisson Sigurbjörg Árný Björnsdóttir Waldemar Dabrowski Þórhallur F. Þórhallsson 40 ára Arnar Þór Vatnsdal Davíð Aðalsteinsson Guðmundur Jóhannsson Hafrún Ósk Gísladóttir Lilja Ragnhildur Einarsdóttir Ómar Hafberg Guðjónsson Piotr Niemczyk 30 ára Dolores Rós Valencia Edda Rún Knútsdóttir Guðmundur B. Sigurbjörnsson Guðrún Arna B. Svöludóttir Juvencio Rosario Quim Nicole Cox Una Björgvinsdóttir Þórey Birna Jónsdóttir Örn Steinar Viggósson Til hamingju með daginn 30 ára Þorgils ólst upp á Hvolsvelli, er nú búsettur í Reykjavík og er rafvirki. Maki: Guðrún Björk Jóns- dóttir, f. 1985, vöruhönn- uður. Dóttir: Þóra Margrét Þor- gilsdóttir, f. 2012. Foreldrar: Guðrún Þor- gilsdóttir, f. 1959, hár- greiðslumeistari og versl- unarmaður hjá IKEA, og Einar Helgason, f. 1954, múrarameistari. Þau búa í Reykjavík. Þorgils Bjarni Einarsson 30 ára Gunnhildur ólst upp í Vesturbænum, lauk M.Mus.-prófi í fiðluleik við Univerisity of Illionis og er fiðluleikari við Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Maki: Björn Þór Guð- mundsson, f. 1980, tölv- unarfræðingur. Foreldrar: Daði Kolbeins- son, f. 1950, óbóleikari, og Sesselja Halldórs- dóttir, f. 1951, víóluleikari, bæði við Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Gunnhildur Daðadóttir 30 ára Kristján ólst upp í Garðabæ, er búsettur í Hafnarfirði, lauk BA-prófi í félagsfræði frá HÍ og starfar hjá VÍS. Maki: Lilja Rún Krist- björnsdóttir, f. 1988, nemi í húsasmíði. Sonur: Benedikt Krist- jánsson, f. 2008. Foreldrar: Margrét Kolka Haraldsdóttir, f. 1948, framhaldsskólakennari, og Leifur Agnarsson, f. 1948, d. 2001, forstjóri. Kristján Páll Kolka Leifsson Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru- og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.