Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 36
ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 344. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. ?Það er allt farið? 2. Kallaði í skelfingu á dóttur sína 3. Dóttirin á leið á barnadeild 4. 92 sagt upp í hópuppsögnum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Raftónlistarhátíðin Sónar Reykja- vík fer fram öðru sinni í Reykjavík 13.-15. febrúar nk. og mun japanski tónlistarmaðurinn Ryuichi Sakamoto koma fram á henni líkt og á þeirri fyrstu. Sakamoto mun opna hátíðina og flytja tónverk með bandaríska raf- tónlistarmanninum Taylor Dupree. Af öðrum tónlistarmönnum sem fram koma á hátíðinni má nefna Major La- zer, Trentemöller, Diplo, Jon Hopkins, When Saints Go Machine, Paul Kalk- brenner, Bonobo, James Holden, Hjaltalín, Sykur og Sometime. Frekari upplýsingar á sonarreykjavik.com. Sakamoto á opnunar- tónleikum Sónar  Það verður jólastemning í kvöld og næsta þriðjudagskvöld í Bíó Paradís við Hverfisgötu, rithöfundar munu lesa upp úr verkum sínum og boðið verður upp á smákökur og konfekt. Í kvöld les Árni Þórarinsson upp úr Glæpnum: Ástarsögu, Steingrímur J. Sigfússon upp úr bók Björns Þórs Sigbjörnssonar, Frá hruni og heim, Björg Magnúsdóttir upp úr Ekki þessi týpa, Jón Kalman Stefánsson upp úr Fiskarnir hafa enga fætur, Ragnar Jónasson upp úr Andköfum og Sig- rún Pálsdóttir upp úr bókinni Sigrún og Friðgeir. 17. desember, lesa svo Eva Rún Snorradóttir upp úr Heims- endir fylgir þér alla ævi, Halldór Arm- and Ásgeirsson upp úr Vince Vaughn í skýjunum, Valur Gunn- arsson upp úr Síðasta elskhuganum, Vig- dís Grímsdóttir upp úr Dísusögu og Yrsa Sigurðardóttir upp úr Lygi. Dag- skráin hefst kl. 20 bæði kvöld- in. Smákökur, konfekt og upplestur í bíóhúsi Á miðvikudag Sunnan og suðvestan 5-10 m/s. Dálítil él og frost 0 til 5 stig, en léttskýjað að mestu norðan- og austanlands og frost 5 til 13 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 10-18 m/s og skúrir eða él vestan til á landinu eftir hádegi, norðaustan 8-15 og snjókoma á Vest- fjörðum, en suðvestan 5-10 og þurrt að mestu fyrir austan. VEÐUR ?Við vildum vera í toppbar- áttunni en það er bara bón- us að vera þar. Við ætluðum að standa okkur vel. Það var alveg vitað þegar við fengum Róbert Aron og tvo útlendinga. Það stóð ekkert til að vera með eitthvert sultulið,? segir Eyjamað- urinn Andri Heimir Frið- riksson sem er leikmaður elleftu umferðarinnar í handboltanum hjá Morgun- blaðinu. »2-3 Stóð ekki til að vera með sultulið Með Jóhannesi Karli Guðjónssyni er kominn verðandi lykilhlekkur í því splunkunýja liði sem Framarar geta teflt fram á næsta ári. Leyfi maður sér að lesa í leikmannahóp Framara, og hugsanlegt byrjunarlið næsta sumar, virðist Bjarni hafa myndað sterka ?hryggjarsúlu? öflugra og reyndra leikmanna, sem yngri og óreyndari leikmenn vappa í kringum. »4 Lykilhlekkur í splunku- nýju liði Framara Ísfirðingar sóttu ekki gull í greipar Stjörnumanna þegar liðin áttust við í fyrsta leik 10. umferðar í Dominos-deild karla í körfuknatt- leik í Ásgarði í Garðabæ í gær- kvöld. Stjörnumenn, sem léku án tveggja sterkra leikmanna, fögn- uðu öruggum sigri, 91:77. Stjarnan er í 5. sæti deildarinnar en KFÍ í því 9. »2 Stjarnan hafði betur gegn Ísfirðingum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ?Ég sækist eftir fallegu umhverfi og að taka myndir á lofti. Það gefst þó ekki alltaf ? og ef ekki, þá er viðmiðið að vélin sé annaðhvort sjaldgæf hér á landi eða að ég hafi ekki myndað hana áður. Annars tek ég raunar myndir af öllu sem flýgur nema því sem blakar vængjum. Með öðrum orðum sagt þá hef ég ekki lagt mig eftir fuglamyndum,? segir Baldur Sveinsson. Fyrir þessi jól eins og mörg und- anfarin ár sendir Baldur frá sér bók með ljósmyndum úr fluginu á Ís- landi. Flugvélar 2013 og þær bækur sem áður hafa komið ? það er frá 2008 ? hafa fengið góðar viðtökur meðal flugáhugamanna. Kraftur hervéla heillar ?Flugið er alltaf áhugavert og myndefnin hvarvetna. Hins vegar er miður að mjög hefur verið þrengt að grasrótarstarfi í fluginu með íþyngj- andi og flóknu regluverki sem mikill kostnaður fylgir,? segir Baldur sem var kennari við Verzlunarskóla Ís- lands í áratugi. Myndatökur af flug- vélum, helst úr flugvélum, hafa hins vegar alltaf verið brennandi áhuga- mál ? og fimmtíu ár síðan Baldur byrjaði á því fikti. Og þá voru þeir tímar að íslenskir einkaflugmenn voru einkum og helst á litlum Cessn- um, Piper Cub og Beechcraft-vélum ? og Þristar, Sexur, Skymaster, Monsar og síðar Boeing 727 og Dou- glas DC-8 allsráðandi í innanlands- og millilandaflugi. Önnur vídd í fluginu á þessum tíma var starfsemi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en í starfi þess voru áberandi t.d. Orion-kafbátaleit- arvélar og allskonar orrustuvélar ?Herflugvélar hafa eitthvert sér- stakt aðdráttarafl, líklega vegna þess hve kraftmiklar og sérstakar þær eru, en alls ekki vegna hlut- verks þeirra. Ekki síst hef ég gaman af svonefndum fornvélum eins og vélum úr síðari heimsstyrjöldinni og fyrr,? segir Baldur sem telur flug- sögu Íslands að öllu samanlögðu nokkuð vel skráða. Ljósmyndarar og fjölmiðlamenn fylgist vel með, sagan hafi verið skráð í samtímanum og það sé efniviður sem vinna megi úr. Kúnst á sekúndubroti ?Áhugi minn í þessu sambandi hefur verið kannski fyrst og fremst saga tækjanna, flugvélanna og síðan myndatakan en þar er kúnstin sú að taka myndirnar á sekúndubroti, og ná bæði vél og umhverfi. Sér- staklega er skemmtilegt að taka myndir milli flugvéla á lofti og þar hef ég notið þess að eiga marga góða vini sem hafa verið tilbúnir að leyfa mér að fljóta með í ferðir.? Allt sem ekki blakar vængjum  Flugvélar 2013 er ný bók Baldurs Sveinssonar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Loftmynd Ný sjúkravél Mýflugs, sem kom í stað þeirrar sem fórst um verslunarmannahelgina, er kápumyndin á bók Baldurs Sveinssonar en hún er einskonar annáll þess sem markverðast gerðist í flugi á Íslandi á árinu 2013. Svifflugur, listvélar, kanadískar herþyrlur, stélhjólsvélar í Mosfellsbæ, Boeing-breiðþotur frá Atlanta og Eldfell og Laki, nýjustu fley Icelandair, eru meðal þeirra fugla sem myndir eru af í bókinni nýju. Einnig eru þar nokkrar myndir af sjúkraflugvélinni TF-MYX eins og hún var áður en hún fórst við Akureyri um verslunarmannahelgina. ?Ég gerði gangskör að því að mynda fyrir bók ársins þá vél sem kom í stað þeirrar sem fórst. TF-MYA myndaði ég á flugi yfir Akureyri nú í októ- ber. Náði einnig í fyrsta sinn úr flugvél myndum af Beaver-sjóflugvél Arn- gríms Jóhannssonar í flugtaki af Akureyrarpolli. Allt eru þetta merkilegar flugvélar og hver þeirra á sögu og hefur sinn svip,? segir Baldur. Þotur, þyrlur og flugur ÖLL FLÓRAN Í FLUGBÓKINNI NÝJU Stríð Kanadískar Hornet-þotur í loftrýmisgæslu á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.