Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 FRÉTTASKÝRING Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Frá því í janúar 2008 hefur 174 starfsmönnum Ríkisútvarpsins ver- ið sagt upp í hópuppsögnum, en stöðugildum hefur á sama tíma ein- ungis fækkað um 101 stöðu. Með- alfjöldi heildarstöðugilda á tíma- bilinu er rétt um þrjú hundruð talsins. Í upphafi ársins 2008 voru 317 stöðugildi hjá Ríkisútvarpinu. Sama ár var 64 sagt upp í tveimur hóp- uppsögnum, 20 í júnímánuði og 44 í nóvembermánuði. Var tæplega helmingur þeirra sem sagt var upp í nóvember fastráðnir starfsmenn, eða 21 og verktakar voru 23. Áhrifa uppsagnanna 2008 gætir að hluta í ársskýrslu RÚV fyrir reikningsárið 2009, þar sem greint er frá því að meðalfjöldi fastráðinna starfsmanna hafi fallið það ár úr 324 niður í 307, eða um 17 manns. Hafði meðalfjöldi starfsmanna mestur verið árið 2007, þegar 344 manns voru tilteknir í ársskýrslu. Leitar jafnvægis í þremur hundruðum Í upphafi ársins 2010 var aftur brugðist við þröngri stöðu með hóp- uppsögnum. Var þá fimmtíu manns sagt upp, 29 fastráðnum starfs- mönnum og 21 verktaka. Hurfu við það mörg þekkt andlit af skjánum en fimm fastráðnir fréttamenn voru á meðal þeirra sem fengu uppsagn- arbréf, þau Elín Hirst, Guðrún Frí- mannsdóttir, Borgþór Arngrímsson, Jóhanna Margrét Einarsdóttir og Gunnar Hrafn Jónsson. Höfðu þá samtals fimmtíu fastráðnir starfs- menn RÚV misst vinnuna frá því í nóvember 2008. Uppsagnirnar í upphafi ársins 2010 sáust þó varla í ársskýrslum RÚV, því þegar rýnt er í þau heild- arstöðugildi sem gefin eru upp þar sést að frá árinu 2010 og fram að fyrri árshluta reikningsárs 2013 er meðaltal heildarstöðugilda á Ríkis- útvarpinu 300,5. Síðasta uppsagnahrinan kom nú í lok nóvember og var þá fækkað um 60 starfsmenn með blöndu af upp- sögnum og því að ráða ekki í þær stöður sem losna. Í uppsagnahrin- unni nú var því fækkað um rúm 45 stöðugildi en gert er ráð fyrir að um 8 stöðugildi í viðbót verði lögð niður, og verður því samtals fækkað um 54,5 stöðugildi. Fækkun um áttatíu á einu ári Ljóst er að uppsagnanna nú ætti að verða vart í ársskýrslum, því að samkvæmt upplýsingum frá Ríkis- útvarpinu verða stöðugildin eftir þessar breytingar 216 talsins og hef- ur þeim því fækkað um 101 stöðu- gildi frá því í janúar 2008. Það vekur athygli að í síðustu árshlutaskýrslu RÚV, sem tekur yfir tímabilið frá september og til loka febrúar, voru heildarstöðugildi hjá félaginu sögð vera 296. Það þýðir að eftir hóp- uppsagnirnar nú verða 80 færri stöðugildi en gefin voru upp þá, en einungis var fækkað um 54 stöðu- gildi í síðustu uppsagnalotu. Vantar því 26 stöðugildi í útreikningana, sem ekki hefur fengist skýring á, þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir til Ríkisútvarpsins. Sá vart högg á vatni í stöðugildum  Stöðugildum á RÚV fækkað um 101 frá því í ársbyrjun 2008  174 starfsmönnum sagt upp í hóp- uppsögnum á sama tíma  Eftir breytingarnar nú hefur fækkað um áttatíu stöðugildi frá því í febrúar Morgunblaðið/Eggert Mótmæli Nokkur fjöldi fólks mótmælti fyrirhuguðum niðurskurði á RÚV. Uppsagnir og starfsmannafjöldi á RÚV Heimild: Ríkisútvarpið 350 300 250 200 150 100 50 0 *Meðalfjöldi starfsmanna á árinu **Skv. árshlutaskýrslu 28. febrúar 2013 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Samtals hópuppsagnir á tímabilinu 317 307* 302 298 305 296** 216 174 64 50 60 Stöðugildi Uppsagnir á árinu 114 Uppsagnir á RÚV » Fækkað er um 54 stöðu- gildi sem 60 starfsmenn sinna. » Á Rás 1 er fækkað um níu stöðugildi og á Rás 2 er fækk- að um fjögur. Í Sjónvarpinu er fækkað um fjögur stöðugildi. » Í fréttahluta er fækkað um 8 fréttamenn og tvo á íþrótta- deild. Verðmætt veganesti Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barninu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans hverju sinni. Með því að stofna Framtíðarreikning í nafni barns safna ástvinir fyrir það í sjóð sem getur seinna meir orðið ómetanlegt veganesti út í lí?ð. Þú ?nnur sérfræðinga í sparnaði Framtíðarreikningur vexmeð barninu Öllum nýjum Framtíðarreikningum og innlögnum y?r 3.000 kr. fylgir falleg peysa.* Jólakaupauki! * Meðan birgðir endast. í þínu útibúi. Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.