Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍFHreyfing og útivist MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 Malín Brand malin@mbl.is Elvar starfar sem mat-reiðslumaður í Portinu íKringlunni. Hann elskarmat og segist vera algjör nautnaseggur. „Ég hef rosalega gam- an af því að borða. Það er bara þann- ig,“ segir Elvar. Í mars árið 2011 var Elvar orð- inn 146 kíló og það var farið að skerða lífsgæði hans að vera svo þungur. Það var þá sem hann sagði við sjálfan sig: „Hingað og ekki lengra.“ Við það hefur hann staðið og er í dag fimmtíu kílóum léttari. Hann nýt- ur þess enn að borða góðan mat en hann gætir þess að hreyfa sig mikið og þar er hjólið aðalatriðið. Strætópeningurinn fór í hjólið Hjólið keypti Elvar sem fyrr segir árið 2011. Það gerði hann fyrst og fremst af því að hann varð að koma heilsunni í lag en fleira spilaði inn í, til dæmis hagkvæmnin. „Ég tók strætó í vinnuna á þess- um tíma og var orðinn þreyttur á því. Annaðhvort þurfti maður að taka strætó eða þá að keyra alla fjölskyld- una í leikskóla, skóla og allt sem því fylgir. Svo hugsaði ég með mér að það væri alveg eins gott að hjóla í staðinn fyrir að sitja í þessar 40-50 mínútur í strætó. Svo fannst mér líka bara dýrt að taka strætó og ég gat al- veg eins eytt þessum pening í hjól,“ segir Elvar sem gafst upp á þessu fyrirkomulagi og tileinkaði sér í stað- inn nýjan lífsstíl. Elvar heldur úti mjög vel skipu- lagðri vefsíðu, www.ismadurinn.net, Hjólar 200 kíló- metra í hverri viku Matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson hefur ekki alltaf verið í góðu formi. Hann ákvað árið 2011 að kaupa sér hjól til að nota það allan ársins hring og við það hefur hann staðið. Hann hjólar að jafnaði um 200 kílómetra á viku og hefur misst fimmtíu kíló síðan hann breytti um lífsstíl. Hann bjó til leið til betra lífs fyrir sjálfan sig og sú leið hefur veitt honum nýja sýn á lífið og heilbrigðari líkama. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Púl Hér má sjá Elvar í brattri brekku við Nesjavelli síðastliðið sumar. Ljósmynd/Haraldur Guðjónsson Götuhjólreiðar Hjólreiðar njóta aukinna vinsælda hér á landi og hafa margir gagn og gaman af að lesa síðu Elvars þar sem hann segir sína sögu. Á vefsíðunni heilsubankinn.is er að finna undir hlekknum hreyfing bráð- sniðuga myndbandaröð sem heitir Jóla Jóga. Í sjötta myndbandinu bendir Guðrún Darshan jógakennari á aðferð til að auka orku og hlaða batt- eríin, til að vera fær um að takast á við það aukaálag sem aðventan ber með sér. Guðrún segir að það þurfi ekki að vera tímafrekt eða flókið að stunda jóga, það getur breytt gríðar- lega miklu að stunda jóga eingöngu í 3 til 5 mínútur á dag. Guðrún kennir m.a. svokallaða eldöndun, en hún vinnur vel með taugakerfinu, bæði styrkir það og róar. Einnig vinnur þessi öndunaræfing vel gegn kvíða. Nú er bara að taka sér þrjár mín- útur og sjá hvernig hún virkar. AFP Jóga Það getur breytt miklu að stunda jóga í aðeins 3-5 mínútur á dag. Jólajóga eykur orku og hjálpar Vefsíðan www.heilsubankinn.is Nú þegar aðventan stendur sem hæst er um að gera fyrir mannfólkið að vera meðvitað um að láta streitu og ergelsi ekki ná tökum á sér. Allir vita að slíkt ástand skapar ekki skemmtilega stemningu, fólk jafnvel missir stjórn á skapi sínu og segir eitthvað sem það vildi alls ekki sagt hafa, hvort sem það er við afgreiðslu- fólk í verslunum þar sem fríkað er út á biðinni, eða við sína nánustu heimafyrir þar sem eitthvað er ekki eins og það átti að vera. En við ráðum sjálf meiru um það hvernig okkur líð- ur, heldur en við höldum. Og þá kem- ur að meðvitundinni, að vera vakandi fyrir því að gera lífið á aðventunni ekki óþarflega flókið, einfalda hlut- ina, fara sér hægt, gefa sér tíma og síðast en ekki síst, taka sér tíma í að slaka á. Sumir fara í jóga, aðrir ham- ast í ræktinni eða fara í göngutúr. Hver og einn finnur sína leið til að slaka á. Og allt verður aðeins betra. Endilega … … hlúið að and- legri heilsu á aðventunni Morgunblaðið/Kristinn Slökun Alveg nauðsynleg á aðventu. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. ÍS LE N SK A /S IA .IS /P EN 66 92 2 12 /1 3 DSR Eames stólar Sígild hönnun frá 1950 TIlboð til áramóta: DSR 35.900 kr. 39.900 kr. DSW 49.400 kr. 54.900 kr. Opið laugardag kl. 11-16 sunnudag kl. 13-17

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.