Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.12.2013, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 2013 „Þetta er að verða með undarlegustu aðalmeðferðum,“ sagði Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Stefáns Loga Sívarssonar, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Reiddist hann þá því að tímasetningar skyldu ekki standast. Þegar Arngrímur Ísberg dómsformaður sagði að það gæti ekki verið, enda væri Vilhjálmur eldri en tvævetur í stórum aðalmeðferðum, en klykkti út með að segja „Þú ert reyndar svo unglegur að það er varla trúlegt“ mildaðist Vilhjálmur allur og þakkaði hrósið. Fleira kom auðvitað til, krafa um fjölmiðlabann og að end- urnýjuð og ítarlegri krafa um að sak- borningar vikju úr salnum þegar fórnarlamb bar vitni. Ástæða er fyrir því að byrja frétt um þetta mál á öðru en efninu. Málið er hryllilegt, sama hvernig það fer. Svaf hjá barnsmóður Stefáns Það er óumdeild staðreynd hvað sem öðru líður að ungur maður var sviptur frelsi sínu af ókunnugum mönnum í tæpan sólarhring, hann var þvingaður til að taka inn óþekkt lyf, sprautaður með óþekktum lyfjum og mátti sæta verulegum barsmíðum á þessum tíma af hendi margra karl- manna. Og það sem þessi ungi maður hafði sér til sakar unnið var að stunda skyndikynni. Hann vissi það ekki þá en í gleð- skap hitti þessi ungi maður barns- móður og fyrrverandi kærustu Stef- áns Loga og enduðu þau kynni með skyndikynnum. Samkvæmt því sem kemur fram í ákæru og í máli unga mannsins tók Stefán Logi þessu svo illa, að ungi maðurinn endaði rugl- aður af óþekktum töflum, nakinn nema í svörtum ruslapoka, bundinn við burðarbita í húsi á Stokkseyri. Þar sá hann ofsjónir og hafði þá sætt sig við að hann væri að ljúka sínu æviskeiði. „Ég veit ekkert um þetta“ Stefán Logi var nýklipptur, með síðdegisskugga, þrekvaxinn og vel til fara. „Ég veit ekkert um þetta mál, man ekki eftir þessu.“ Hann af- greiddi málið strax í upphafi. Eftir þetta átti saksóknari erfitt upp- dráttar, svona þangað til að hann spurði hvort Stefán Logi vildi ekki segja eitthvað um málið. „Það er margt sem ég vil segja en það er lög- fræðingur minn sem kemur því til skila.“ Hvað varðar umrædda konu sem samkvæmt ákæru var kveikjan að því ofbeldi sem ákært er fyrir sagði Stefán Logi: „Þetta kemur mér ekk- ert við. Ég var ekki búinn að vera með henni í heilt ár og kominn með aðra kærustu. Hún vildi ekki einu sinni þiggja frá mér jólagjafir eða af- mælisgjafir. Og ekki að ég legði inn á framtíðarreikning fyrir barn okkar.“ Fyrir utan það sagðist hann hafa ver- ið handleggsbrotinn á báðum hand- leggjum og hefði því ekki getað beitt neinn ofbeldi. Allir sakborningar neita sök í mál- inu og ítarlega er fjallað um hvern og einn á mbl.is. Klæddur í poka og bundinn við staur  Aðalmeðferð hófst í máli ákæruvaldsins gegn Stefáni Loga Sívarssyni og fleirum fyrir héraðsdómi  Karlmaður segist hafa verið sviptur frelsi og þvingaður til að gleypa lúkufylli af óþekktum töflum Morgunblaðið/Rósa Braga Stefán Logi Allir sakborningar í málinu eru í haldi og hafa verið frá því rannsókn málsins hófst. Hér koma fangaverðir með Stefán Loga Sívarsson. Málin rædd Sjónvarpstökumaður, réttargæslumenn, saksóknari og verj- andi Stefáns Loga Sívarssonar. Það er líf og fjör í Héraðsdómi Reykjavíkur. „Þeir standa í kringum mig og ég fæ högg úr öllum áttum. Það eru not- aðar kylfur við þetta og hnefar. Ég man eftir andartakinu þegar ég missi tönn og vörin fer í sundur. Þeir öskra á mig að ég hafi sofið hjá fyrrverandi kærustu Stefáns Loga og hann spyr mig út í það. Ég gengst við því en hann vill meina að þetta hafi verið meira en ein nótt og krefst þess að fara inn á Facebook-aðganginn minn. Og hann fer þang- að inn en finnur ekki neitt. Ég hafði ekki haft nein samskipti við þessa stúlku.“ [...] „Stefán Blackburn var að velta fyrir sér hvort hann gæti brotið á mér löppina með kylfu og lamdi mig svo gríðarlega fast rétt fyrir neðan kálfann. Svo byrja lyfin að „kikka inn“ og ég hætti að geta varist. Missti tönn og vörin í sundur FÓRNARLAMBIÐ SEGIR SÖGU SÍNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.