Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2013
Heilsa og hreyfing
„Tilgangurinn með æfingunni er
að virkja vöðva í lærum og
mjöðmum ásamt því að teygja
aftanlærisvöðva og virkja kvið-
og bakvöðva,“ segir Fannar
Karvel, íþróttafræðingur og
einkaþjálfari hjá líkamsrækt-
arstöðinni Spörtu í Kópavogi.
Sestu í makindum í stólinn
þinn, settu á skemmtilega tón-
list og njóttu lífsins. Sittu held-
ur framarlega á stólnum og
ekki halla þér að stólbakinu,
þannig nærðu að virkja kvið- og
bakvöðvana enn betur en ella.
ÆFING DAGSINS
Sitjandi
fótalyftur
1Sittu bein/nn í baki og byrjaðu meðvinstri fótinn þráðbeinan og útréttan. 2 Lyftu honum eins hátt og þú getur án þess að beygja hnéð eðahalla þér fram/aftur. Stoppaðu augnablik með fótinn í efstu stöðu
og slakaðu honum svo rólega niður í upphafsstöðu.
3 Endurtaktu hægra megin.
Morgunblaðið/Eggert
Þ
að er talað um að maður
þurfi að hafa svolítil
óhreinindi í kringum sig
til að byrja með til að
verjast því að mynda ofnæmi,“
segir Sigurveig Þ. Sigurðardóttir
læknir og einn fremsti ónæm-
issérfræðingur barna hér á landi
en Sigurveig stundaði framhalds-
nám í barnalækningum með of-
næmis- og ónæmisfræði að sér-
grein.
Í Sviss var gerð rannsókn á
800 börnum þar sem kannað var
hversu líkleg þau væru til þess
að fá astma eða ofnæmi. Sum
þessara barna ólust á bóndabæj-
um og voru því í mikilli snertingu við ýmiskonar ryk og
drullu.
Sýni voru tekin úr rúmum allra barnanna og borin sam-
an við ofnæmisviðbrögð þeirra. Merkilegt nokk, þá voru
þau börn hraustust og minnst líkleg til að þróa ofnæmi eða
astma sem voru með mest ryk í rúmum sínum.
Svissneska rannsóknarteymið komst að því að í ryki væri
að finna bakteríur sem örvuðu ónæmiskerfið og styrktu
það, svipað og bólusetning virkar.
Þetta er í samræmi við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt
fram á að börn sem alast upp með gæludýr eru ólíklegri til
þess að fá ofnæmi eða astma en börn sem ekki komast í
nána snertingu við dýr.
Hreinar mýs fengu astma
Ýmsir þættir, geta haft áhrif á svona rannsókn, þannig að
Svisslendingarnir gerðu aðra rannsókn, nú með músum þar
sem umhverfinu var stýrt.
Annars vegar voru mýs í óhreinu umhverfi og hins vegar
mýs í dauðhreinsuðu umhverfi. Í ljós kom að mýsnar sem
ólust upp í hreinu umhverfi, sem var laust við bakteríur,
voru með óvenjuhátt hlutfall af náttúrulegum T-dráps-
frumum í lungum – sem er músaútgáfan af astma.
Tímasetningin virðist skipta máli því mýsnar þurftu að
komast í snertingu við gerlana á ákveðnu tímabili í æsku.
Einnig kom í ljós ef móðir úr gerlafríu umhverfi komst í
snertingu við gerla á meðan hún gekk með ungana þá hafði
það góð áhrif á ungana.
Þessi rannsókn staðfesti að of hreint umhverfi í æsku
væri nánast skaðlegt heilsu barna.
Tvíeggja sverð
„Ónæmiskerfið nær ekki að þróast í þá átt sem það á að
þróast nema það sé látið þróast í þá átt. Við þurfum örvun
til að ónæmiskerfið læri að verja okkur. Gott dæmi er að
við fæðumst hrein, án sjúkdóma og eins og í tilraununum
með mýsnar þá fáum við ólæknandi ofnæmi,“ bætir Sig-
urveig við. „ Þetta er samt tvíeggja sverð. Maður verður
að muna eftir því að hreinlæti hefur bjargað rosalega
mörgum mannslífum frá smitsjúkdómum og heilsufar
manna er í dag mun betra en það var áður. Of mikið
hreinlæti er ekki heppilegt og kannski er ekki tilviljun að
fæðingarvegurinn er í næsta nágrenni við meltingarveginn.
Þegar barnið fæðist er það útsett fyrir allskonar flóru í
fæðingarvegi móðurinnar. Það er líklega nauðsynlegt til að
ónæmiskerfið öðlist rétt,“ bætir hún við.
GOTT AÐ VERA SKÍTUG UPP FYRIR HAUS
Á misjöfnu
þrífast
börnin best
Þessi káta hnáta er alls ekki ósátt með sand út um allan munn, enda er ekkert að því að gæða sér á smá sandi af og til.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
VÍSINDAMENN Í SVISS HAFA KOMIST AÐ ÞVÍ
AÐ FÁTT SÉ HOLLARA UNGUM BÖRNUM
EN AÐ VERA SKÍTUG ENDRUM OG EINS
OG STINGA STUNDUM UPP Í SIG MOLD OG
SANDI. SIGURVEIG Þ. SIGURÐARDÓTTIR LÆKNIR
OG EINN FREMSTI ÓNÆMISSÉRFRÆÐINGUR
BARNA HÉR Á LANDI KVITTAR UNDIR
ÞENNAN FRÓÐLEIK.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
Sigurveig Þ.
Sigurðardóttir.
Fólk sem hlær mikið er heilsuhraustara en aðrir. Rannsókn sem gerð var í Kaliforníu í Banda-
ríkjunum sýndi fram á að hlátur minnkar stresshormón í líkamanum og styrkir ónæmiskerfið.
Sex ára börn voru best sett, en þau hlæja að meðaltali 300 sinnum á dag. Fullorðnir hlæja að-
eins 15 til 100 sinnum á dag.
Hláturinn lengir lífið