Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Side 38
ríkum þjóðbúningum. Sá áhugi kom mér á óvart.
Ég hefði fyrir nokkrum árum talið þjóðbúninga
vera síðasta sort enda alin upp í anda femínista í
rauðum sokkum. Í þeim brjóstahaldaralausa hópi
1976 voru þjóðbúningar ekki hátt skrifaðir. Það er
gaman að koma sjálfum sér á óvart og kannast við
að smekkur og áhugi lifi stundum sjálfstæðu lífi
innra með manneskjunni.
Áttu einhverja dýrmæta flík sem þú tímir ekki að
nota?
Nei, það er eðli góðs fatnaðar að slitna eins og það er
eðli glers að brotna. Hvort tveggja eykur verðmæti og
gildi þessara hluta. Mér þykir vænt um vandaðar flíkur úr
góðum efnum og ég fer vel með þær og er stolt af þeim,
sérstaklega ef einhver önnur kona og ef til vill fleiri en
ein hefur átt þær á undan mér.
Ef þú fengir aðgang að tímavél sem gæti flutt þig aftur
til árs að eigin vali og þú fengir dag til að versla, hvaða
ár myndirðu velja og hvert færirðu?
Árið 48 fyrir Kristsburð, ég vel mér að vera Kleópatra,
drottning Egypta. Hún hafði þá og hefur enn sterk áhrif á
tískuna. Sagan segir að hún hafi haft gott vald á dá-
leiðslutækni, eins og ég.
Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum?
Stíllinn minn er litríkur og tímalaus. Ég nýt þess að velja föt sem ýta
undir góða líðan og komi dimmir dagar þá reyni ég að vega upp á móti
með sterkum litum og óhefðbundnum samsetningum. Ég vona að stíllinn
minn sé oftast glaðlegur.
Áttu þér uppáhaldsflík eða fylgihlut?
Ég á slá sem amma mín prjónaði á mig þegar ég var 11 ára, sú flík er
mér afar kær. Ég elska annars góð kaup og skrítna skó eins og bleiku
Bruno Magli-skóna mína, rauðu Rocket Dog og súperháu YSL-hælana. Ein-
hver sagði mér að það væri ekki hægt að dansa tangó í slíkum skóm en ég
var fljót að afsanna það. Mér þykir líka
vænt um flíkur og hluti sem kalla fram
góðar minningar eins og hringurinn sem
við hjónin fundum í San Fransiskó þegar
maðurinn minn var að hjálpa gamalli
blindri konu yfir götu þar sem var mikil
umferð. Hún byrjaði á því að berja hann
með hvíta stafnum af því hún treysti því
ekki til að byrja með að hann ætlaði að
hjálpa henni. Konan komst óhult yfir
götuna og nokkrum mínútum
síðar fundum við þennan fal-
lega hring.
Ætlar þú að festa kaup á
einhverju sérstöku fyrir jólin?
Ég fékk kjól fyrir gamlárskvöld
hjá Fríðu frænku, annað verður það
ekki. Líf mitt hefur alla tíð flotið
áfram í afmörkuðum tímabilum.
Nú er tímabil fatasöfnunar að
renna sitt skeið á enda. Þegar
við mæðgurnar klárum tískubloggsverkefnið í febrúar eða mars
þá tek ég 80% af flíkunum og opna stóra bílskúrssölu. Loka
þar með 30 ára áhuga á gæðafatnaði. Eitthvað nýtt og spenn-
andi tekur við. Ég hef starfað við hjúkrun, gæðamál og starfs-
mannastjórnun í 40 ár. Ef ég ætti að velja í dag kæmi hand-
verk, listir og dáleiðsla sterkar inn. Ég geri ráð fyrir að næsta
tímabil beri þess merki. Dáleiðslan er í fyrsta sæti eins og er.
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur
að klæðaburði?
Ég hvet alla til að hafa kjark til að skapa sinn einstaka
stíl, það eykur fjölbreytni mannlífsins og auðgar andann.
Hvar kaupir þú helst föt?
Ég kaupi nær eingöngu föt í second hand búðum og eru
Hjálpræðisherinn og Rauði krossinn í efsta sæti.
Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns?
Síð 100% kasmírpeysa sem ég fékk fyrir slikk í second hand
búð í ítalska hverfinu í Boston. Pels-kápa og blár silkikjóll sem
ég notaði síðasta sumar í brúðkaupi dóttur minnar, hvort
tveggja keypt hjá Hjálpræðishernum í Garðastræti. Ég gerði
líka oft góð kaup á eBay fyrir nokkrum árum þegar krónan
var sterk.
En þau verstu?
Rándýr stígvél með leðurbotni sem ég keypti í Barselóna. Sól-
inn varð eins og tyggjó í íslenska saltslabbinu. Síðan þá læt ég
alltaf sóla leðursóla.
Hvaðan sækir þú innblástur?
Fyrstu tíu árin í tískublöð og erlendar tískusýningar á netinu. Nú-
orðið læt ég hugmyndarflugið ráða og nýt þess þegar hugurinn tekur
mig inn á óvæntar slóðir eins og þegar áhugi minn vaknaði fyrir lit-
„Dressið sem myndað var samanstendur af einu sjali og
einum trefli. Þegar belti og hálsskrauti er bætt við má ef
til vill sjá anda Kleópötru svífa yfir en sé skrautið fjarlægt
og silkisvunta sett upp verður búningurinn öllu þjóðlegri.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
EINSTAKUR STÍLL EYKUR
FJÖLBREYTNI MANNLÍFSINS
Glaðlegur
stíll
MAGNA BIRNIR HEFUR LENGI HAFT ÁHUGA Á GÆÐAFATN-
AÐI. HÚN OG DÆTUR HENNAR STOFNUÐU SKEMMTILEGA
TÍSKUBLOGGIÐ WHATMAGNAWORE.TUMBLR.COM SEM SÝNIR
ÁKAFLEGA FJÖLBREYTTAN OG FLOTTAN STÍL MÖGNU.
Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is
Hringurinn er í uppáhaldi hjáMögnu því hann kallar framgóðar minningar.
Magna nýtur
þess að klæðast
fallegum flíkum.
Kleópatra drottning Egypta er
mikil tískufyrirmynd.
Magna fin
nur lífsham
ingju með
al
annars í d
aglegum l
ífsleikjum
eins og kl
æðaburði
.
*Föt og fylgihlutir Sérlega fallegir og fágaðir jólakjólar eru meðal þess sem vert er að athuga fyrir aðfangadag »40