Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Page 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Page 50
Hetja fallin frá 50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2013 FRELSISHETJAN Nelson Mandela árið 1961. AFP N elson Mandela var frelsishetja og alþjóðlegt tákn um réttsýni og sátt. Hann var ljós Suð- ur-Afríku á tímum þar sem svartnættið eitt virtist ríkja. Með brosi sínu og lífsvilja leiddi hann þjóð sína inn í nýja tíma. Réttlæt- isganga hans var löng og ströng og er nú á endastöð – þótt aðrir taki við keflinu. Mandela var goðsögn í lifandi lífi, snerti hátt sem lágt setta um allan heim, þjóðhöfðingja og almenning. Mandela Heimsbyggðin syrgir ÁRIÐ 1990 TÓK FRELSISHETJAN NELSON MANDELA BROSANDI VIÐ FRELSINU EFTIR 27 ÁRA FANGELSISVIST, TILBÚINN AÐ FYRIRGEFA ÞEIM SEM HÖFÐU KÚGAÐ HANN OG ÞJÓÐ HANS Í ÞRJÁR ALDIR. FJÓRUM ÁRUM SÍÐAR VARÐ HANN FYRSTI LÝÐRÆÐISLEGA KJÖRNI FORSETI SUÐUR-AFRÍKU. MANDELA KVADDI ÞENNAN HEIM Á FIMMTUDAG OG HEFUR HEIMURINN MISST EINN SINN DÁÐASTA SON. Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Júlía Margrét julia@mbl.is VELKOMINN HEIM Nelson Mandela ávarpar íbúa Soweto-úthverfisins í Jóhannesarborg daginn sem nágrannar hans og vinir bjóða hann velkominn heim eftir 27 ára fjarvist, 13. febrúar 1990. EPA NÓBELSVERÐLAUNIN Árið 1989 samþykkti þáverandi forseti Suður-Afríku, Frederik W. de Klerk, að slaka á kynþáttaaðskiln- aðarstefnunni. Árið 1993 voru Mandela og de Klerk báðum veitt friðarverðlaun Nóbels. EPA NÍRÆÐUR Mandela fagnar afmælinu með barna- og barnabarnabörnum sínum, 18. júlí 2008. Mandela eignaðist sex börn um ævina, með fyrstu tveimur eig- inkonum sínum. AFP HJÓNIN Nelson og Winnie Mandela nýgift árið 1957 en Winnie var önnur eiginkona hans. Þau skildu árið 1996 en Nelson Mandela giftist fljótlega aftur eftirlifandi eiginkonu sinni, Graca Machel. AFP FORSETI Nelson Mandela sver emb- ættiseið sem fyrsti lýðræð- islega kjörni forseti Suður- Afríku, 9. maí 1994. AFP HJÓNIN Nelson Mandela og Graca Machel haldast í hendur árið 2009 þegar núverandi forseti Suður-Afríku, Jacob Zuma, tók við embætti sínu í Pretoria. FANGABÚÐIRNAR Mandela heimsækir grjótnámuna sem hann og aðrir fangar á Robb- en-eyju strituðu í. Stundin, árið 1995, var merkingarþrungin. AFP fæddist 18. júlí 1918 og var nefndur Rolihlahla Mandela en Rolihlahla merkir „friðarspillir“. Barnaskólakennarinn hans gaf öllum nemendum sínum enskt nafn og eftir það var hann ávallt kallaður Nelson. 16 ára gamall sá Mandela að í mennt- un fælist máttur og vakti eftirtekt fyrir óvenjulegt viðhorf til lífsins. Mandela gekk fyrst í Fort Hare-háskólann en var rekinn þaðan fyrir baráttu sína fyrir réttindum stúdenta. Hann kom til Jóhannesarborgar árið 1941 og útskrifaðist sem lögfræð-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.