Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Síða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Síða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.12. 2013 Kristján Jónsson myndlistarmaður opnar sýningu á málverkum í Víkinni, Grandagarði 8, klukkan 15 á laugardag. Er þetta þrettánda einkasýning Kristjáns sem sýnir að þessu sinni fimmtán verk, stór og smá. Ríður hann á vaðið með sýningarhald í rúmgóðum sal sem tengist kaffistofu safnsins og er því við- bót við sýningaraðstöðuna í höfuðborginni. Hann verður þar með 15 verk, bæði stór og smá. Fleira er á seyði í Víkinni um helgina því við opnunina mun Jón Gauti Jónsson árita nýju Fjallabókina sína og býður auk þess upp á myndasýningu í tengslum við útgáfuna. Þá mun Anna Kristín Ásbjörnsdóttir kynna ný- útkomna bók sína, Álfa- og tröllasögur úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. SÝNING KRISTJÁNS JÓNSSONAR MÁLVERK Í VÍKINNI Kristján Jónsson við nokkur hinna nýju mál- verka sinna sem hann sýnir í Víkinni. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Á sýningunni í Hönnunarsafninu gefur að líta listhandverk átján samtímalistamanna. Ljósmynd/Chris Harrison Sýning á norsku samtímalisthandverki er nefnist Paradigm – Viðmið verður opnuð í Hönnunarsafni Íslands við Garðatorg í Garðabæ í dag, laugardag, klukkan 16.30. Sendiherra Noregs, Dag Wernø Holter, opnar sýninguna. Sýningarstjóri Paradigm er listamaðurinn Lars Sture og gefur á henni að líta verk átján norskra listamanna sem vinna með gler, ker- amik og málma. Í hópnum eru margir nafn- kunnustu listamenn Noregs í dag og voru verkin valin í samvinnu við þá. Þetta er víðförul sýning sem var fyrst opn- uð í Zagreb árið 2011 og hefur m.a. verið sett upp í Nuuk, Búdapest, París og Brussel. SÝNING Í HÖNNUNARSAFNI NORSK VERK Hin kunna ljóðabók breska lárviðarskáldsins Teds Hughes, Afmælisbréf, eða Birthtday Letters eins og hún nefnist á frummál- inu, er komin út í þýðingu Hallbergs Hallmundssonar og Árna Blandon. Afmælisbréf kom út nokkrum mánuðum eftir dauða Hughes (1930-1998) og varð fljótlega metsölubók. Ljóðin fjalla um samband skáldsins við fyrri eiginkonu sína, bandaríska ljóðskáldið Sylviu Plath. Hallberg Hallmundsson þýðandi lést árið 2011 eftir erfið veikindi. Hann hafði gefið út úrval ljóða Plath og hafði síðan þýtt 37 af ljóðunum 88 í Afmælisbréfum Hughes. Eftir andlát Hallbergs var bróðursonur hans, Árni Blandon, fenginn til að ljúka við þýðingarar og samræma svo unnt væri að koma þessu merka verki út í heild. ÞEKKT LJÓÐ HUGHES ÞÝDD AFMÆLISBRÉF Ted Hughes Hanna Dóra Sturludóttir messósópransöngkona og SteinunnBirna Ragnarsdóttir píanóleikari koma fram á tónleikum íSalnum í Kópavogi í dag, laugardag, klukkan 16. Efnisskrá tónleikanna er óvenjuleg en hún tengist öll á einn eða annan hátt ár- talinu 1913. Þetta eru fjórðu tónleikarnir í röðinni „Klassík í Salnum“ sem hóf göngu sína í haust. Hanna Dóra segir hugmyndina um að finna verk sem tengjast árinu 1913 hafa kviknað út frá því að nú í ár hefur mikið verið flutt af tónlist eftir Wagner og Verdi, sem fæddust árið 1813, eða öld fyrr, en árið 1913 fæddist breska tónskáldið Benjamin Britten hins vegar. Tónleikarnir hefjast á verkum eftir hann. Fyrst flytja þær Hanna Dóra og Steinunn Birna fjögur þjóðlög í útsetningu Brittens og í kjölfarið verk hans „A Charm of Lullabies“ og „Cabaret Songs“. Að auki munu þær flytja þrjú sönglög eftir Árna Thorsteinson úr sjón- leiknum Lénharði fógeta eftir Einar Hjörleifsson Kvaran, sem frum- sýndur var hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1913. Að lokum flytja þær stöllur „Siete Canciones Populares Espanolas“ sem spænska tónskáldið Manuel de Falla samdi á árunum 1913-14. „Mig langaði að gera meira við þetta ár en að nota eingöngu verk Brittens,“ segir Hanna Dóra. Þá fann hún ljóðaflokk de Falla og þessi lög Árna sem hún segir afar sjaldan flutt. „Þetta féll því undir þennan ramma. Ég hef ekkert sungið af þessu áður og það er kannski dirfska,“ segir söngkonan sem hefur verið upptekin að und- anförnu, til dæmis við að syngja hlutverk Carmen hjá Íslensku óp- erunni. „En það hefur verið gaman að takast á við þessi verk og ég vona að við getum flutt þau oftar.“ Þær Hanna Dóra og Steinunn Birna hafa unnið heilmikið saman á undanförnum árum. „Fyrst þegar hún fékk mig til að syngja á Reyk- holtshátíð árið 2000, fyrir þrettán árum. Þar kemur þessi tala aftur,“ segir Hanna Dóra og hlær. „Við höfum gefið út geisladisk og haldið tónleika áður, gert margt skemmtilegt saman hér heima og erlendis.“ HANNA DÓRA OG STEINUNN BIRNA Í SALNUM Öll verkin tengjast 1913 „Það hefur verið gaman að takast á við þessi verk,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir um efnisskrá þeirra Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur. VERK EFTIR BRITTEN, ÁRNA THORSTEINSON OG MANUEL DE FALLA Á EFNISSKRÁ TÓNLEIKA Í SALNUM. Menning Þ að hefur gefið mér mikið að þessar dyr skuli hafa opnast og ég kom- ist í að spila miklu meiri djass,“ segir Sigurður Flosason saxófón- leikari og tónskáld um fjölbreyti- leg verkefni sín í Danmörku að undanförnu. Nýjasti vitnisburðurinn er splunkunýr diskur hans sem Storyville-útgáfan í Kaupmannahöfn gefur út, The Eleventh Hour. Á honum eru ellefu ný lög eftir Sigurð flutt af Kaup- mannahafnarkvartetti hans, Sigurður Flosason Copenhagen Quartet. Meðleikarar hans þar eru úr fremstu röð danskra djassleikara, þeir Nikolaj Hess á píanó, Lennart Ginman á kontrabassa og Morten Lund á trommur. Sigurður hefur staðið í talsverðum landvinn- ingum í Danmörku á síðustu árum og er þetta þriðji diskur hans sem Storyville gefur út; Land&Sky gerði hann í samvinnu við söng- konuna Cathrine Legardh árið 2011 og Nigh- fall með danska Hammond-orgelleikaranum kom út fyrr á þessu ári. „Ég hef lengi átt í samstarfi við Dani, og lengst við Lennart Ginman,“ segir Sigurður þegar rætt er við hann um Danmerkurævin- týrin. „En kaflaskil urðu þó fyrir fjórum árum þegar ég álpaðist á fínt námskeið sem danska djasssambandið heldur fyrir atvinnumúsikanta á lýðháskóla úti í sveit á Sjálandi. Þar kemur danski djassbransinn meira og minna saman, og heimsþekktir erlendir listamenn koma til að kenna. Þarna er dvalið í viku og mikið spil- að. Það er mjög skemmtilegt en ekki síst myndast þarna ýmis tengsl. Fyrst þegar ég tók þátt var ég mjög heppinn og fyrir röð til- viljana mynduðust sambönd sem sitthvað kom út úr,“ segir hann. Þarna hitti Sigurður söngkonuna Legardh og hún var forvitin um sungna íslenska djass- tónlist. Sigurður gaf henni disk sinn Hvar er tunglið?, þar sem Kristjana Stefánsdóttir syngur lög hans við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar, og það vatt upp á sig. Þau fóru að senda hvort öðru efni milli landa. „Svo fór ég út og spilaði með henni, við gerðum tilraun með lítið prógramm, en eins og oft vill verða hjá mér þá endar það sem fer af stað sem lítill snjóbolti sem heilt snjóflóð. Við vorum skyndilega komin með mikið efni og ég var það vitlaus, ekki í fyrsta skipti,“ segir hann og brosir, „að taka þá ákvörðun að gera úr því tvöfaldan disk með tuttugu lögum eftir mig við texta hennar. Við spiluðum mikið í Danmörku og vorum tilnefnd til dönsku og íslensku tónlistarverðlaunanna, sem gladdi okkur þótt við höfum ekki hreppt þau, en ég fékk þau hér sem jazzhöfundur ársins.“ Skref framávið Á fyrrnefndu námskeiði kynntist Sigurður einnig Hammond-leikaranum Kjeld Lauritsen. „Eftir það hittumst við nokkrum sinnum og varð vel til vina. Það endaði á því að við fór- um að spila saman og nú er kominn út diskur sem við tókum upp í fyrra. Á honum eru djassstandardar í lýrískari kantinum. Við höf- um spilað ennþá meira í Danmörku en ég hef gert með Cathrine og þá eru með okkur þeir Jacob Fischer á gítar og Christian Leth á trommur. Stundum leikum við saman í hverj- um mánuði – í raun hef ég ekki tölu á ferðun- um sem ég hef farið út á undanförnum árum. Viðbrögð áheyrenda sem gagnrýnenda við þessu efni hafa verið ótrúlega fín og þeir kaupa mikið af diskum á tónleikum.“ Það næsta sem gerðist í samstarfi Sigurðar við Danina var að hann stýrði upptökum á dúódiski Legardh og skoska píanóleikarans Brian Kellock, Love Still Wears A Smile, fyrir Storyville. „Það var gaman að vera í hlutverki upp- tökustjórans,“ segir hann. „Ég er búinn að gera yfir tuttugu diska og er orðinn vanur að mixa plötur með upptökumanni, liggja yfir út- komunni, velja tökur, huga að klippingum, samröðun efnis og öðru slíku.“ Fjórði diskur Sigurðar fyrir Storyville er síðan sá nýi, The Eleventh Hour, og það er sá fyrsti sem er hans eins þótt hann leiki á hon- um í þessum fína kvartetti. „Það er skref framávið að vera með sjálf- stætt verkefni sem þetta þarna úti og verður gaman að sjá hvernig það gengur,“ segir Sig- urður og bætir við að meðleikararnir séu allir fyrsta flokks og þekktir í heimalandinu. „Þetta var mín drauma-ryþmasveit í Danmörku og ég er mjög sáttur við útkomuna,“ segir hann. Bransinn í Danmörku sama baslið Sigurður hefur um árabil verið atkvæðamikill í íslensku tónlistarlífi, sem hljóðfæraleikari, tón- skáld, stjórnandi og kennari. Er gott að geta tekið þátt í annarri senu? „Það er alveg frábært. Þarna kemst ég í að spila meiri djass en hér heima og svo er gott fyrir sjálfstraustið að koma inn í nýjar að- stæður, til að mynda á þessum stóru nám- skeiðum sem ég hef nú sótt þrisvar sinnum, og finna að fólk vill vinna með manni.“ Freistar að flytja til Danmerkur? „Nei. Ég hef engan áhuga á að búa annars staðar en hér. Bransinn í Danmörku er sama baslið og hér, jafnlítil prósenta af heildinni sem hefur áhuga á þessari tónlist, en mark- aðurinn er bara svolítið stærri. En það er gaman að eiga ítök í annarri senu, fleiri sam- verkamenn, aðeins fleiri áheyrendur og aðeins stærri markað. Það nægir mér. Ég vona að þessi nýjasta plata verði ekki endirinn á bralli mínu þarna úti.“ DISKUR MEÐ KAUPMANNAHAFNARKVARTETTI SIGURÐAR FLOSASONAR KOMINN ÚT Sækir inn á dönsku djasssenuna „ÞAÐ ER GAMAN AÐ EIGA ÍTÖK Í ANNARRI SENU; FLEIRI SAMVERKAMENN, AÐEINS FLEIRI ÁHEYRENDUR OG AÐ- EINS STÆRRI MARKAÐ,“ SEGIR SAXÓFÓNLEIKARINN SIGURÐUR FLOSASON UM LANDVINNINGA SÍNA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.