Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.12.2013, Blaðsíða 57
8.12. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57
Sveinn Einarsson er höfundur
bókarinnar Kamban - Líf hans
og starf. Í bókinni fjallar Sveinn
um ævi Kambans og segir ít-
arlega frá verkum hans, fjallar
þar um leikrit hans, skáldsögur
og önnur verk. Hann fjallar líka
um leikhúsmanninn Kamban.
Lífsskoðunum Kambans eru
einnig gerð skil.
Sveinn segir svo vitanlega frá
sviplegum dauða Kambans en
eins og alkunna er drápu
danskir andspyrnumenn hann í
stríðslok. Þar dregur Sveinn
fram margvísleg gögn sem
varpa nýju ljósi á málið. Einn af
köflum bókarinnar heitir Hefði
Kamban verið sýknaður í rétt-
arhöldum?
Fjöldi mynda prýðir bókina.
Sveinn segir
frá Kamban
Sjónvarpskokkurinn velþekkti
Nigella Lawson er í heims-
fréttunum eftir erfiðan skilnað
og að hafa ákært aðstoð-
arkonur sínar fyrir fjárdrátt en
á móti bera þær hana þungum
sökum. Nigella er í uppáhaldi
hjá mörgum sjónvarpsáhorf-
endum enda hefur hún mikla
útgeislun og framkoma hennar
er fjörleg og skemmtileg. Mat-
reiðslubækur Nigella hafa not-
ið mikilla vinsælda víða um
heim, einnig hér á landi. Nú er
komin ný bók, Nigella á
ítölskum nótum. Þar er að finna tæplega hundrað upp-
skriftir að girnilegum ítölskum mat sem Nigella hefur þróað á
sinn sérstaka hátt. Þar er pasta auðvitað fyrirferðarmikið en
einnig kjöt, fiskur og fuglar. Grænmeti og meðlæti er á sínum
stað og þegar Nigella á í hlut þá er víst að sætir réttir eru
einnig á matseðlinum, en hún hræðist ekki sykur og sætindi. Í
bókinni er svo einnig að finna fróðleik um ítalska matreiðslu
og hagnýt hollráð.
NIGELLA ELDAR
ÍTALSKA RÉTTI
Sir Alex Ferguson, fyrrum
knattspyrnustjóri Manchester
United, er goð í augum aðdá-
enda sinna. Þeir hljóta því að
horfa kampakátir til nýrrar
bókar um kappann. Hún nefn-
ist Sir Alex og hefur undirtit-
ilinn Hinn magnaði Fergu-
son-tími hjá Manchester
United 1986-2013. Fjöl-
margir þekktir leikmenn koma
við sögu í bókinni og Sir Alex
skiptist á að hrósa þeim og
skamma, selja þá og kaupa og
leggur auk þess á ráðin eins og honum einum er lagið.
Höfundur bókarinnar er Guðjón Ingi Eiríksson sem hef-
ur skrifað vinsælar knattspyrnubækur. Þetta er bók sem mun
örugglega rata í jólapakka fjölmargra stuðningsmanna þess
knáa knattspyrnuliðs Manchester United og er reyndar
skyldugjöf til þeirra. Ekkert skal hins vegar fullyrt hér um ein-
lægan áhuga stuðningsmanna annarra liða, eins og Liverpool,
á þessari bók. En sennilega hafa þeir þó gott af að lesa hana.
Það er alltaf fróðlegt að vita sem mest um keppinautana.
BÓK UM
GOÐIÐ
Sigrún og Friðgeir - ferðasaga
eftir Sigrúnu Pálsdóttur er afar
eftirminnileg og vel sögð saga
um fjölskyldu sem virðist eiga
framtíðina fyrir sér en óblíð
örlög ætla annað.
Læknishjónin Sigrún og Frið-
geir eru fjögur ár í námi í
Bandaríkjunum og Kanada en
snúa síðan heim til Íslands með
Goðafossi árið 1944 ásamt
ungum börnum sínum. Loka-
kafli bókarinnar er áhrifamikill
og átakanlegur.
Áhrifamikil og
átakanleg saga
Setjum bækur
í jólapakkana
NÝJAR BÆKUR
ÞAÐ ER ÁSTÆÐA TIL AÐ MINNA FÓLK Á AÐ
GEFA BÆKUR Í JÓLAGJÖF ÞVÍ GÓÐAR BÆKUR
ÞROSKA OG GLEÐJA. ÞAÐ ER ÚR NÓGU AÐ
VELJA ÞESSI JÓLIN. SKÁLDSÖGUR ERU
KANNSKI EKKI EINS FYRIRFERÐARMIKLAR
OG OFT ÁÐUR EN MIKIÐ BER Á ÆVISÖGUM
OG ENDURMINNINGUM.
Blóð hraustra manna er ný spennu-
bók eftir Óttar Norðfjörð og er
sjálfstætt framhald kvikmyndarinnar
Borgríkis. Gunnar situr inni og
Hannes, sem er lögreglumaður, læt-
ur sig dreyma stóra drauma. Sam-
eiginlegt markmið þeirra er að
fletta ofan af svikara innan lögregl-
unnar sem er grunaður um að vara
harðsvíraða glæpamenn við þegar
lögreglan er á hælum þeirra.
Spennusaga frá
Norðfjörð
Sagan af leiðangri Vilborgar Örnu Giss-
urardóttur á suðurpólinn er sögð í bókinni
Ein á enda jarðar sem Sigmundur Ernir
Rúnarsson skráir. Flestar myndir bók-
arinnar eru eftir Vilborgu Örnu.
Þetta er saga stúlku sem var þrisvar rek-
in úr skóla en lærði á veikleika sína og nýtti
styrkleika sína til fulls og varð þjóðhetja
eftir pólgöngu sína. Bók sem margir vilja
örugglega lesa.
Stúlkan sem
varð þjóðhetja
* Aðeins andlega dauðir aumingjarþrá rósemi sveitalífsins.Þórbergur Þórðarson BÓKSALA 25. NÓV.-1. DES.
Allar bækur
Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda
1 Veisluréttir HagkaupsFriðrika Hjördís Geirsdóttir
2 SkuggasundArnaldur Indriðason
3 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson
4 LygiYrsa Sigurðardóttir
5 Guðni : léttur í lundGuðni Ágústsson
Hemmi Gunn : sonur þjóðar
Orri Páll Ormarsson
Útkall : lífróður
Óttar Sveinsson
8 Rangstæður í ReykjavíkGunnar Helgason
9 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson
10 Amma glæponDavid Walliams
Íslensk skáldverk
1 SkuggasundArnaldur Indriðason
2 LygiYrsa Sigurðardóttir
3 Fiskarnir hafa enga fæturJón Kalman Stefánsson
4 GrimmdStefán Máni
5 SæmdGuðmundur Andri Thorsson
6 DísusagaVigdís Grímsdóttir
7 Glæpurinn ástarsagaÁrni Þórarinsson
8 MánasteinnSjón
9 Til EyjaEdda Andrésdóttir
10 HlustaðJón Óttar Ólafsson
6-7
6-7
MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR
Orð í tíma talað er
betra en tíu í ótíma.
Rangstæður í Reykjavík er ný
barnabók eftir Gunnar Helga-
son. Hún er framhald tveggja
geysivinsælla bóka, Víti í Vest-
mannaeyjum og Aukaspyrna
á Akureyri. Ekki er að efa að
þessi nýja bók muni einnig slá í
gegn hjá strákum og stelpum sem
áhuga hafa á fótbolta.
Bókin er ein af söluhæstu bók-
um á Bóksölulistanum þessa vik-
una og er í 8. sæti á metsölulista
Eymundsson yfir mest seldu bæk-
ur vikunnar.
Í þessari bók eru Jón Jónsson
og félagar hans komnir á ReyCup ásamt stelpum og strákum í
3. og 4. flokki frá öllu landinu og meira að segja frá útlöndum.
Þeir sem lásu síðustu bók muna að henni lauk á háspennu
þannig að ýmislegt hlýtur að skýrast varðandi örlög persóna.
Hvað varð um Ívar? Fór Eivör í atvinnumennskuna? Hvar í
veröldinni er Rósa? Unnendur fótboltabóka Gunnars bíða
eftir að fá svör við þessum brennandi spurningum í Rang-
stæðum í Reykjavík.
BARNABÓK SEM BEÐIÐ
HEFUR VERIÐ EFTIR