Morgunblaðið - 02.01.2014, Page 15
FRÉTTIR 15Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
lÍs en ku
ALPARNIR
s
www.alparnir.is
GLERÁRGÖTU 32, AKUREYRI, SÍMI 461 7879 • KAUPVANGI 6, EGILSSTAÐIR, SÍMI 471 2525 • FAXAFENI 8, REYKJAVÍK, SÍMI 534 2727
P
P
Góð gæði
Betra verð
Tökum notaðan skíða- og
brettabúnað upp í ný
Skíða- og snjóbrettapakkar
20%afsláttur
• Svigskíði
• Fjallaskíði
• Gönguskíði
• Snjóbretti
Áramótin 2013-2014 voru mörkuð með stórbrotnum
flugeldasýningum úti um allan heim, s.s. í stórborg-
unum New York, Dubai, Sydney og Rio de Janeiro.
Á nýársdag bárust þær fregnir frá Ítalíu að ár-
veknisherferð gegn flugeldaslysum hefði heppnast
með ágætum en mun færri slösuðust í fagn-
aðarlátum þar í landi þessi áramót en áramótin á
undan, þegar tveir létust og 361 þurfti að sækja sér
læknisaðstoð.
Að venju fagnaði einnig fjöldi fólks nýja árinu
með sjóbaði, s.s. í Sviss, Frakklandi og Hollandi, þar
sem þessar kátu konur brugðu á leik.
AFP
Ljósadýrð og sjósprikl á áramótum
Kim Jong-Un,
leiðtogi Norður-
Kóreu, sagði í ára-
mótaávarpi sínu í
gær að flokkur
hans hefði gripið
til einbeittra að-
gerða til að losa
sig við „sund-
urlynt úrþvætti“
og vísaði þar til af-
töku Jang Song-Thaek, sem var gift-
ur föðursystur Kim og einn helsti
ráðgjafi leiðtogans unga þegar hann
tók við völdum í landinu fyrir tveimur
árum. Kim sagði að ákvörðunin hefði
styrkt flokkinn og byltinguna og auk-
ið samstöðu hundraðfalt.
Leiðtoginn kallaði eftir ströngum
aga á öllum sviðum og hét því að berj-
ast gegn utanaðkomandi hug-
myndafræði og gjálífi en lofaði á
sama tíma viðamiklar bygginga-
framkvæmdir á borð við Masik Pass-
skíðaparadísina. Þá sagði hann tíma-
bært að Kóreurnar tvær hættu að
vinna gegn einingu og sættum en
sakaði á sama tíma Suður-Kóreu og
Bandaríkjamenn um að leggja lín-
urnar fyrir kjarnorkustríð gegn
Norður-Kóreu.
Aftakan
styrkti
einingu
Kim Jong-Un
Frá áramótum geta Búlgarar og
Rúmenar starfað án takmarkana í öll-
um aðildarríkjum Evrópusambands-
ins. Ríkin gengu í sambandið árið
2007 og íbúar þeirra hafa frá þeim
tíma átt búseturétt í hinum aðildar-
ríkjunum en aðeins um þriggja mán-
aða skeið. Eftir þann tíma hafa þeir
þurft að sýna fram á að þeir geti fram-
fleytt sér og séu tryggðir, þannig að
þeir séu ekki byrði á viðkomandi sam-
félagi.
Flest aðildarríki sambandsins hafa
þegar lyft takmörkunum á atvinnu-
réttindum Búlgara og Rúmena en
ákvæði um frjálsa för verkafólks
ryðja hindrunum úr vegi í níu löndum
til viðbótar þar sem þær eru enn í
gildi; í Austurríki, Belgíu, Bretlandi,
Frakklandi, Þýskalandi, Lúxemborg,
Möltu, Hollandi og á Spáni.
Margar Evrópuþjóðir hafa lýst yfir
áhyggjum af því að fjöldi aðfluttra
verkamanna frá löndunum tveimur
muni hafa skaðvænleg áhrif á inn-
lendan vinnumarkað en Evrópusam-
bandsríkin geta gripið til ýmissa úr-
ræða til að stjórna innflutningi fólks,
s.s. á grundvelli almannareglu og ör-
yggis- og heilbrigðissjónarmiða.
Bretland er meðal þeirra landa þar
sem innflutningur erlends vinnuafls
er mikið áhyggjuefni en David Han-
son, skuggaráðherra Verkamanna-
flokksins um málefni innflytjenda,
hefur sakað þarlend stjórnvöld um að
hafa hunsað áköll eftir strangari lög-
gjöf til að koma í veg fyrir að fyr-
irtæki leitist við að lækka launakostn-
að með því að ráða erlent vinnuafl í
stað innlendra verkamanna.
Í viðtali við BBC Radio 5 sagði
Hanson mikilvægt að sjá til þess að
lögum um lágmarkslaun væri fram-
fylgt og gagnrýndi íhaldsmenn fyrir
ofstækisfulla orðræðu um takmark-
anir á aðflutningi fólks. „Það er búið
að lyfta þessum takmörkunum um
alla Evrópu. Við ættum ekki að
bregðast við með ofsa, við ættum að
nálgast þetta á rólegan og yfirvegað-
an hátt,“ sagði hann.
Áætlað er að um 50 þúsund Búlg-
arar og Rúmenar muni flytja til Bret-
lands á ári hverju næstu fimm ár en
ríkisstjórn David Cameron hefur
ákveðið að herða reglur um atvinnu-
leysis- og húsnæðisbætur til handa
innflytjendum, til að stemma stigu við
„bótatúrisma“. holmfridur@mbl.is
Atvinnutakmörkunum aflétt
Búlgarar og Rúmenar gjaldgengir í öllum aðildarríkjum ESB Fengu aðild 2007
Svisslendingar
tóku í gær við
stjórnartaum-
unum innan Ör-
yggis- og sam-
vinnustofnunar
Evrópu og
hyggjast næsta
árið setja mál-
efni vestari
hluta Balk-
anskaga og Suður-Kákasus í for-
gang.
Utanríkisráðherra Sviss, Didier
Burkhalter, hefur þegar skipað
sérstaka fulltrúa fyrir svæðin en
Svisslendingar vilja m.a. að ÖSE
komi að samkomulagi milli stjórn-
valda í Serbíu og Kosovo, sem
undirritað var í fyrra, og lausn yf-
irráðadeilu Armena og Asera.
Þeir munu að auki leggja
áherslu á baráttuna gegn pynt-
ingum, aukna virðingu fyrir
mannréttindum, lýðræðislegar
kosningar og viðbúnað vegna nátt-
úruhamfara.
Vestur-Balkan og
Suður-Kákasus
Didier Burkhalter
ÖSE
Mahmud Abbas,
forseti Palestínu,
sagði á þriðjudag
að Palest-
ínumenn myndu
grípa til dipló-
matískra og
lagalegra að-
gerða til að koma
í veg fyrir út-
þenslu land-
tökubyggða Ísraelsmanna í Jerú-
salem. Benjamin Netanyahu,
forsætisráðherra Ísraels, gagn-
rýndi Abbas sama dag fyrir að vera
viðstaddur móttöku 26 fanga eftir
að þeim var sleppt úr haldi Ísr-
aelsmanna en þeir höfðu allir verið
fundnir sekir um að hafa myrt ísr-
aelska borgara eða hermenn.
John Kerry, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, mun funda með
báðum leiðtogum í vikulok en við-
ræður milli stjórnvalda í Palestínu
og Ísrael hafa lítið þokast síðan þær
hófust aftur í júlí síðastliðnum.
Kveður ekki við sátt-
artón fyrir heimsókn
Mahmoud Abbas
FRIÐARVIÐRÆÐUR
Bandaríski hæstaréttardómarinn
Sonia Sotomayor veitti á gamlársdag
hópi nunna undanþágu frá ákvæði
nýrrar heilbrigðislöggjafar Banda-
ríkjastjórnar sem skyldar atvinnurek-
endur til að greiða fyrir getnaðarvarn-
ir starfsmanna sinna. Ákvæðið hefur
verið afar umdeilt og telja margir það
brjóta í bága við ákvæði stjórnar-
skrárinnar um trúfrelsi en Sotomayor
gaf stjórninni frest fram á föstudag til
að skila andsvari til dómstólsins.
Heilbrigðislöggjöfin, sem gengur
undir gælunafninu Obamacare, tók
gildi um áramót en hart hefur verið
barist um hana í Washington frá því
hún var undirrituð fyrir um fjórum ár-
um. Samkvæmt henni verða allir
Bandaríkjamenn að vera sjúkra-
tryggðir en frá og með gærdeginum er
tryggingafélögum óheimilt að neita
einstaklingum um tryggingu vegna
sjúkdóma sem vitað er að viðkomandi
þjáist af né mega þau setja þak á ár-
legar greiðslur vegna nauðsynlegrar
þjónustu.
Löggjöfin skilgreinir einnig þá
þjónustu sem sjúkratryggingum ber
að greiða fyrir, s.s. sjúkrahúsvist og
fyrirbyggjandi þjónustu á borð við
krabbameinsskimun og bólusetning-
ar.
Um það bil 25 milljónir Bandaríkja-
manna sem ekki eru tryggðir í gegn-
um vinnuveitandur sína munu njóta
góðs af löggjöfinni og geta kynnt sér
þær tryggingar sem í boði eru á þar
til gerðri vefsíðu stjórnvalda, healt-
hcare.gov. Aðeins 2,1 milljón manna
hefur skráð sig fyrir tryggingu í
gegnum vefsíðuna til þessa en það má
m.a. rekja til tæknilegra vandamála
sem hafa plagað síðuna. Alls eru 50
milljónir Bandaríkjamanna ótryggð-
ar.
Fá tímabundna
undanþágu
Obamacare tók gildi um áramótin
EPA
Umdeilt Sotomayor veitti kaþólskum
nunnum tímabundna undanþágu.