Morgunblaðið - 02.01.2014, Page 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
✝ Jón Guð-geirsson fædd-
ist 21.8. 1927 í
Reykjavík. Hann
lést á á lungna-
deild Landspít-
alans 23.12 2013.
Foreldrar Jóns
voru Guðgeir Jóns-
son, bókbands-
meistari, f. 25.4.
1893, d. 7.6. 1987
og Guðrún Sigurð-
ardóttir, húsfreyja í Reykjavík,
f. 25.9. 1893, d. 17.8. 1987. Jón
var yngstur 7 systkina sem
voru: Guðrún Jósefína, f. 6.8.
1917, d. 19.1. 2000, Einar Guð-
mundur, f. 12.10. 1919, d. 7.4.
1999, Þorlákur Valgeir, f. 23.1.
1921, d. 7.7. 1984, Sigrún, f.
25.5. 1923, d. 21.10. 2013, Ás-
björg, f. 30.8. 1924, d. 13.1.
2009 og Sigurður, f. 30.5. 1926,
d. 6.7. 1983.
Jón kvæntist Guðrúnu Jó-
hannesdóttur, húsfreyju, þann
25.7. 1953. Hún fæddist á Húsa-
vík, 16.10. 1927 og dó 21.7.
2006. Faðir Jóhannes Ármanns-
son, f. 9.1. 1900, d. 14.2. 1959
og móðir Ása Stefánsdóttir, f.
18.11. 1895, d. 25.1. 1972.
synir þeirra: Stefán Ás, f. 3.9.
1996 og Jón Goði, f. 19.5. 1999.
4. Jóhannes Heimir, f. 18.1.
1971, maki Agnes Benedikts-
dóttir, f. 29.7. 1975, börn
þeirra: Benedikt, f. 9.12. 2001,
Jóhannes, f. 11.7. 2004 og Guð-
rún, f. 2.11. 2007.
Jón lauk stúdentsprófi frá
Verslunarskóla Íslands 1949 og
kandídatsprófi í læknisfræði frá
Háskóla Íslands 1957. Hann
lauk sérfræðigráðu í húð- og
kynsjúkdómum í Svíþjóð 1970.
Jón starfaði og kenndi við ýmis
sjúkrahús í Svíþjóð á árunum
1960-1970. Hann starfaði sem
sérfræðingur í húð- og kyn-
sjúkdómum á Íslandi frá 1970
til 2010, tryggingalæknir hjá
Tryggingastofnun ríkisins
1971-1981, yfirlæknir á húð-
lækningadeild Landspítala
1981-1997, síðan lausráðinn sér-
fræðingur hjá LSP til 2009. Jón
sinnti kennslu hjúkrunarfræði-
og sjúkraþjálfunarnema um
nokkurra ára skeið og stunda-
kennslu 4. árs læknanema við
Háskóla Íslands frá 1982. Jón
rak einnig læknastofu í Domus
Medica frá árinu 1971 til ársins
2010 og hann átti því langa og
farsæla starfsævi sem læknir
eða alls í 53 ár. Útför Jóns fer
fram frá Bústaðakirkju í dag, 2.
janúar 2014, kl. 13.
Börn Jóns og
Guðrúnar eru: 1.
Ása, f. 7.3. 1957,
maki Björn Halb-
laub, f. 9.6. 1944, d.
13.10. 2012. Börn
þeirra: a. Grímur
Ásgeir, f. 19.4.
1989, sambýliskona
Alexandra P. Bark-
ardóttir, f. 14.6.
1991 og b. Erla, f.
26.7. 1992, sam-
býlismaður Leifur Eiríksson, f.
11.12. 1989, sonur þeirra Eirík-
ur Björn. Börn Ásu af fyrra
hjónabandi: c. Daníel Snær
Ragnarsson, f. 27.9. 1978, maki
Agnes Helga Martin, f. 14.3.
1978, börn þeirra: Ísak Sindri,
Markús Andri og Írena Sóldís.
d. Ása Þöll Ragnarsdóttir, f.
8.2. 1983, sambýlismaður Þor-
steinn Óli Eggertsson, f. 3.6.
1988, sonur þeirra Baltasar
Leó.
2. Guðgeir, f. 5.11. 1958,
sambýliskona Guðrún A. Árna-
dóttir, f. 27.09. 1972. Dætur
Guðgeirs: Jóhanna, f. 5.12. 1989
og Glódís, f. 23.12. 1993.
3. Guðrún f. 17.2. 1965, maki
Ingvar Stefánsson, f. 24.4. 1966,
Þó sárt sé að kveðja pabba
sinn, þá er það jafnframt ljúft,
því margs er að minnast á langri
og góðri ævi. Í mínum huga var
pabbi alltaf einstaklega rólegur
og góður maður og ávallt stutt í
húmorinn. Ég minnist þess sér-
staklega að samstarfskona hans
spurði mig nýlega hvort hann
væri alltaf svona rólegur og
glaðlyndur. Ég get varla sagt að
það hafi verið mikið um boð og
bönn á heimili foreldra minna,
línurnar voru frekar lagðar með
eigin fordæmi. Aldrei var sofið
frameftir, alltaf mætt í vinnu og
verkefni dagsins í dag ekki látin
bíða til morguns. Þetta mótaði
okkur systkinin, sennilega meira
en við gerum okkur grein fyrir.
Pabbi hafði gaman af því að
fylgjast með íþróttum og gerðu
hann og mamma sér ávallt far
um að fylgjast með þegar ég
keppti og þótt hann hafi verið
sparsamur á hrósið og nefndi
frekar það sem betur mætti fara
þá fannst mér, og finnst enn í
dag, afskaplega vænt um þessar
stundir. Pabbi og mamma ferð-
uðust mikið og eftir að ég og
fjölskylda mín fluttum til Sví-
þjóðar 2003 heimsóttu þau okk-
ur alloft. Þau höfðu mjög gaman
af að koma og rifja upp þegar
þau bjuggu þar sjálf 1960-70 og
var það greinilega einn besti
tíminn í þeirra lífi. Það þótti mér
afar vænt um. Pabbi hafði mjög
mikla bíladellu og kom sér það
vel fyrir okkur systkinin, bæði
var alltaf til nóg af bílum á heim-
ilinu og hann ávallt tilbúinn til
að skutla manni út um allar
trissur. Hann hafði gaman af
laxveiði og deildi hann þeim
áhuga með Gurra bróður og
voru þær ófáar veiðiferðirnar
sem þeir fóru saman feðgar, nú
síðast fyrir þremur árum, sem
verður að teljast ansi gott hjá 83
ára gömlum manni.
Læknisstarfið var hans helsta
áhugamál og sinnti hann því af
elju í 53 ár. Naut ég síðar meir
góðs af þessu. Í fyrstu sem ung-
ur óreyndur læknir í héraði sem
þurfti ráðleggingar með allt og
hringdi heim hálfgrátandi um
miðjar nætur, síðar var alltaf
gott að leita til hans vegna erf-
iðari mála og fannst mér aðdá-
unarvert hve almenn þekking
hans var mikil.
Eftir að mamma dó hélt pabbi
ótrauður áfram og hélt merkjum
þeirra á lofti. Hann var alltaf til
í að vera með í öllu, þótt erfiður
lungnasjúkdómur setti síðar
strik í reikninginn. Við töluð-
umst við daglega milli landa.
Ræddum læknisfræði, pólitík,
sem okkur fannst frekar döpur
og ekki síst veðrið, sem ein-
hverra hluta vegna var alltaf
betra á Íslandi.
Elsku pabbi, ég sakna þín,
hjálpsemi þinnar, glaðlyndis og
endalausrar bjartsýni en nú ertu
kominn til mömmu, sem þú
saknaðir mikið. Þakka ykkur
fyrir allt sem þið gáfuð okkur.
Jóhannes Heimir Jónsson
(Minni).
Sólin glitrar á hafflötinn,
sandurinn í litlu víkinni er heitur
og mjúkur. Gamlir veðraðir
strandkofar í röð, einn tilheyrir
okkur og í honum geymum við
stranddótið okkar, litla fjöl-
skyldan frá Íslandi. Árið er
1960, veturinn áður höfðum við
verið í „héraði“ á Kópaskeri við
ysta haf norðursins, þar sem
helsta aðdráttarafl barna var
risastór og lífshættulegur kolab-
ingur á hafnarkantinum.
Snemma vors 1960 lauk þessari
vist og við fórum suður til
Reykjavíkur og vorið eftir sigld-
um við með flaggskipi íslenska
kaupskipaflotans, Gullfossi, til
Kaupmannahafnar. Sigrún
frænka og Willy tóku á móti
okkur með opinn faðminn og það
var nú aldeilis enginn smá faðm-
ur hjá þeim, hann var ávallt op-
inn og alltaf nægt gistirými,
mikil glaðværð og gott fæði í
boði. Við börnin, ríflega fjögurra
ára og þriggja ára, nutum þessa
mikla ævintýris áhyggjulaus,
tveir hrokkinhærðir glókollar
sem vissu ekki að foreldrar okk-
ar, Nonni og Gunna, höfðu gerst
svo djörf að sigla utan án þess
að hafa vinnu eða framtíðarhús-
næði fast í hendi. En ævintýrin
gerast, pabbi fékk stöðu við end-
urhæfingarsjúkrahúsið í Apel-
viken utan við Varberg í Svíþjóð
og fjölskyldan flutti í litla húsið í
skógarrjóðrinu með öllum gömlu
húsgögnunum sem buðu uppá
endalausa möguleika til leikja,
sem rennibrautir og flekar í
flóttaleikjum okkar undan sjó-
ræningjum, stormum, öldugangi
og hættulegum dýrum. Við nut-
um samvista við og dáðumst að
öllum litlu skógardýrunum, ak-
urhænum, íkornum, refum og
greifingjum sem mamma fóðraði
vel á matarafgöngum. Við lékum
okkur undir öruggri vernd stóra
schaeffer-hundsins sem umsjón-
armaðurinn átti, hundurinn sótti
okkur í mat, stóð í marki í fót-
bolta og fylgdi okkur heim að
leik loknum. Ég minnist glókoll-
anna tveggja á fleygiferð á þrí-
hjólinu á ferðalagi um ævintýra-
stíga skógarins, hangandi á
hliðgrindinni þá sjaldan einhver
bíll átti erindi um veginn. Hver
dagur stanslaus gleði, fullur af
ævintýrum og hamingju. Dulúð
skógarins að vetri, Lúsían með
föruneyti aðfaranótt 13. desem-
ber, syngjandi kyrtlaklætt föru-
neyti og jólasveinn með kerta-
lugt komu hægt og líðandi eftir
skógarstígnum í snjónum og
myrkrinu, þvílíkt ævintýri, litla
húsið fyllist af syngjandi undra-
verum. Jólabrauð, piparkökur og
heitt kakó. Litla víkin okkar að
sumri, sléttir, mjúkir steinar,
salt og volgt hafið, sandur og
kastalabyggingar, djús og „bull-
ar“, sól og sæla, er hægt að biðja
um meira? Pabbi og mamma,
kærar þakkir fyrir þetta mikla
ævintýri og dásamlegar minn-
ingar.
Ása og Guðgeir.
Mig langar að minnast
tengdaföður míns, Jóns Guð-
geirssonar, með nokkrum orð-
um, en hann lést á Þorláksmessu
eftir erfið veikindi. Ég hitti Jón
fyrst árið 1987 en þá vorum við
Guðrún dóttir hans nýbyrjuð
saman. Hann átti eftir að reyn-
ast mér vel, bæði sem læknir og
tengdafaðir minn. Það sló mig
strax hvað hann var alltaf með
létta lund og skipti nánast aldrei
skapi, Jón kom mér fyrir sjónir
eins og hann væri alltaf í góðu
skapi og ávallt stutt í húmorinn
alveg til dauðadags. Þennan
góða eiginleika hafa öll börnin
hans greinilega erft og því má
segja að andi Jóns lifi áfram þó
með öðrum hætti sé. Jón tók
veikindunum af miklu æðruleysi
og kvartaði aldrei vegna þeirra
þó svo að hann hafi líklega verið
mjög kvalinn síðustu vikurnar.
Það var alltaf gaman að vera í
kringum Jón. Jón og Gunna
komu oft við hjá okkur Guðrúnu
og eftir að Gunna eiginkona
hans féll frá árið 2006 kom hann
nokkrum sinnum í viku í mat.
Hann átti auðvelt með að tala
við alla, þótti gaman að ræða
þjóðfélagsmálin og var ekki
feiminn að tjá skoðanir sínar á
mönnum og málefnum, hann var
því oft á tíðum miðpunkturinn á
mannamótum.
Jón var merkilegur maður,
átti langan og farsælan stafs-
feril, var læknir í 53 ár, eða húð
og „hitt“ eins og hann sagði
gjarnan sjálfur. Hann var oft
fljótur að greina hvað væri að og
var vel að sér bæði í sinni fræði-
grein sem og í almennri lækn-
isfræði. Hann fylgdist vel með
öllum nýjungum og lét prenta út
fyrir sig nýjustu fræðigreinar af
veraldarvefnum þó að hann væri
vel kominn yfir áttræðisaldurinn
enda rak hann læknastofu þar til
hann varð 83 ára. Hann mætti á
fundi með læknum alveg til ævi-
loka þó að hann hafi verið hætt-
ur að reka læknastofu. Sem
dæmi um hvað hann var farsæll
í starfi var að einhverju sinni
heyrði ég sögu um tvær konur
sem ræddu saman um húðsjúk-
dóm sem hrjáði barn annarrar
þeirra. Sú hafði gengið á milli
lækna og úrræðin sem hún hafði
fengið hjá nokkrum læknum
höfðu ekkert dugað. Hin kunni
ráð við þessu, „farðu bara með
barnið til gamla læknisins í Do-
mus, ég lenti líka í þessu en
hann var fljótur að greina hvað
væri að“. Þetta segir mikið um
Jón. Hann vann ávallt mikið og
var um tíma í þremur vinnum
samtímis og mjög eftirsóttur og
alltaf tilbúinn hvenær sem var ef
leitað var til hans, hvort sem það
voru vinir, ættingjar eða „gamla
fólkið“ á Hrafnistu sem þó var
stundum yngra en hann sjálfur.
Hann var alltaf að og það var
enginn afsláttur gefinn af því að
vakna á morgnana.
Jón var vanur að vera með
okkur á jólunum eftir að hann
missti Gunnu, því miður gat
hann ekki verið með okkur þessi
jól og hans er sárt saknað. Nú
hefur hann kvatt þennan heim
og er væntanlega kominn til
hennar Gunnu sinnar sem hugs-
ar vel um hann. Kæri Jón, hvíl í
friði.
Ingvar Stefánsson.
Fallinn er frá heiðursmaður-
inn og höfðinginn Jón Guðgeirs-
son, læknir. Góður vinur og
frændi. Nonni frændi. Upp
koma í hugann góðar minningar
af öllum góðu samverustundun-
um.Margs er að minnast. Léttar
stundir í saumaklúbbi tjáning-
arinnar hér áður fyrr. Þar var
mikið rætt og hlegið, með góðan
mat og drykk sem orkugjafa.
Menningarklúbbur okkar var
virkari hin síðari ár. Fastir mið-
ar á Sinfó og fleiri viðburði hér
og þar. Nonni var þar alltaf í
góðum gír. Kom með gullmola
stutta er sögðu allt sem þurfti.
Af mörgu minnisstæðu af
ferðum okkar um landið vil ég
nefna veiðiferð í Laxá í Aðaldal
með þeim hjónum, Gunnu og
Nonna. Þar var Gunna í sinni
sveit. Rifjaði upp margt og
fræddi okkur um staðhætti. Þar
nutum við allrar fegurðarinnar
við ána. Þar söng Gunna fyrir
okkur vakandi og sofandi.
Ógleymanlegur tími.
Nonni var alltaf mikill vinnu-
maður. Að vakna hvern morgun
með bros á vör. Fagna hverjum
degi með virðingu. Að ganga að
verki. Hitta fólk með brosi og
ást. Blíður og tillitssamur. Gat
glaðst yfir góðu dagsverki.
Að leika upp æskunnar ævintýr
með áranna reynslu sem var svo dýr,
er lífið í ódáins-líki.
Ég gref allt hið liðna í gleðinnar skaut,
ég gjöri mér veginn að rósabraut
og heiminn að himnaríki
(Einar Ben)
Nonni frændi var tignarlegt
glæsimenni. Öll hans hugfræði
var kærleikur og hjálpsemi.
Þakka ég fyrir mig og mína fjöl-
skyldu.
Hleypir skeiði hörðu
halur yfir ísa
glymja járn við jörðu,
jakar í spori rísa.
Hátt slær nösum hvæstum
hestur í veðri geystu.
Gjósta af hjalla hæstum
hvín í faxi reistu.
(Einar Ben)
Votta ég allri hans fjölskyldu
samúð mína. Minningin lifir.
Sigurður Örn Sigurð-
arson og Ágústína G.
Pálmarsdóttir.
Vinur minn og starfsfélagi
Jón Guðgeirsson var farsæll
maður í lífi og starfi og leysti öll
sín verk af natni og samvisku-
semi. Hógværð og létt lund var
honum eðlislæg. Kynni okkar
hófust þegar ég var í sérnámi í
Svíþjóð en þá var hann yfirlækn-
ir á húðsjúkdómadeild Landspít-
alans á Vífilsstöðum. Við urðum
síðar samstarfsfélagar og vinir.
Hann var óspar á góð ráð en
jafnframt óhræddur að leita
ráða og aðstoðar ef svo bar und-
ir, en slíkt er nauðsynlegt öllum
læknum. Eftir að Jón komst á
eftirlaunaaldur og hætti sem yf-
irlæknir, starfaði hann áfram
sem sérfræðingur á húðsjúk-
dómadeildinni um nokkurra ára
skeið. Þetta reyndist deildinni
ómetanlegt. Hann fylgdist vel
með faglega og kom á vikulega
fundi húðdeildar Landspítalans
á meðan heilsan leyfði eða fram
til ársins 2011 og þá kominn á
85. aldursár. Þegar fjölskylda
mín hafði dvalist hartnær 10 ár í
Svíþjóð var ekki sjálfgefið að
flytjast aftur heim til Íslands.
Ég hafði leyst af á húðsjúk-
dómadeild Landspítalans og
fann að þetta var góður vinnu-
staður en var þó ekki afráðið
hvert framhaldið yrði. Jón nafni
minn og Guðrún kona hans
komu þá í heimsókn til Svíþjóð-
ar, en þau höfðu áður dvalist í
Svíþjóð í álíka langan tíma og
við. Þau sannfærðu okkur um að
nú væri rétti tíminn til að snúa
við blaðinu og flytjast aftur
heim, sem við og gerðum og
sáum ekki eftir því. Aðstoð Jóns
og hjálpsemi alla tíð var mér
mikils virði. Hann var einstak-
lega ráðagóður og glöggur mað-
ur í fjármálum en tók ekki
óþarfa áhættur. Það var eftir-
tektarvert hve nærgætinn og
góður hann var við sína nánustu
svo og við samstarfsfólk og vini.
Jón var farsæll í einkalífi og
stoltur af sínu fólki. Mér er það
minnisstætt þegar við nafnarnir
vorum á þingum erlendis ásamt
starfsfélaga okkar heiðursmann-
inum Hannesi Þórarinssyni
heitnum. Þá kom glögglega í ljós
hve hjálpsemi og tillitssemi var
Jóni í blóð borin þegar hann að-
stoðaði Hannes sem þá var kom-
inn á efri ár. Betri ferðafélagar
voru vandfundnir, báðir verald-
arvanir, skemmtilegir og einstök
prúðmenni. Minningin um Jón
Guðgeirsson sem góðan dreng
mun ætíð lifa í hugum okkar
hjónanna.
Jón Hjaltalín Ólafsson og
Þórunn Þórhallsdóttir.
Mér auðnaðist sú gæfa að
eiga Jón Guðgeirsson lækni að
stofunaut í meira en tvo áratugi.
Hann hafði opnað stofu sem sér-
fræðingur í húð og hinu á upp-
hafsárum Domus Medica og
þjónaði þar meðfram trygginga-
og yfirlæknisstarfi og mun leng-
ur, því að hann var kominn á ní-
ræðisaldur er Landlæknisemb-
ættinu þótti ekki ástæða til að
veita frekari undanþágur til
áframhaldandi stofureksturs.
Jón var hins vegar jafn klár og
fær, þótt aldurstalan væri komin
upp fyrir viðtekin mörk yfir-
valda. Þess vegna þótti okkur
ástæða til að gera grín að kerf-
inu með því að ég réð hann sem
aðstoðarlækni hjá mér. Og það
var ekki bara grín, því að Jón
mætti einu sinni í viku og tók á
móti sjúklingum sem ég vísaði til
hans, bæði úr mínu samlagi og
af Læknavaktinni, og þá var
engin tveggja mánaða bið eftir
tíma hjá sérfræðingi.
En gæfa mín fólst í því að fá
að ljúka hverjum vinnudegi með
því hitta Jón sem var mættur kl.
fjögur til að taka á móti sínum
sjúklingum. Ef mínir sjúklingar
voru farnir að taka í eða skrif-
finnskan sem fylgir, þá leið sú
þreyta fljótt úr við að sjá framan
í Jón. Hans lund var einstök.
Léttleikinn og lífsgleðin sem
geislaði af honum lýstu upp um-
hverfið. Smástríðni, sem undir-
ritaður gaf oft tilefni til, krydd-
aði tilveruna, en jafnframt var
hann ævinlega inni í því sem var
að gerast í samfélaginu, gagn-
rýninn jafnaðarmaður. Jón átti
ekki langt að sækja róttæka
samfélagssýn og réttlætiskennd,
sonur hins ástsæla forseta ASÍ,
Guðgeirs bókbindara Jónssonar
og Guðrúnar Sigurðardóttur.
Oftar en ekki var Sveinn
Seinn ekki tilbúinn að skila stof-
unni af sér á réttum tíma. Aldrei
olli það nokkrum árekstrum,
ekki svo mikið sem einu grammi
af pirringi. Mikið vildi ég óska
þess að ég ætti brot af þeirri
þolinmæði, jafnlyndi og prúð-
mennsku.
Í þeim heimshluta þar sem ég
held mig mest, ef ég er ekki í
vinnunni eða í berjamó, er höf-
uðkostum manna gjarnan lýst
með orðinu kurteis. Og þá er
ekki bara átt við góða fram-
komu, heldur eðalkosti einsog
umhyggjusemi, örlæti og góð-
lyndi. Jón Guðgeirsson var afar
kurteis maður. Sjúklingar hans
og samstarfsmenn nutu þessara
eðalkosta hans sem fóru vel
saman við faglega kunnáttu og
færni.
Mér lætur vel að vera með
væl og neikvæðni í bland af mús-
íkölskum ástæðum, því það
þurfa að vera margvíslegir tónar
í sinfóníunni. Þannig kenndi ég
Jóni um það hversu lélegur ég
smám saman varð í húðlækn-
ingum af samverunni með hon-
um. Hafandi mann eins og Jón
við hliðina á sér sem var svo
auðvelt að vísa vandanum til,
þýddi að smám saman varð
minna úr mínu frumkvæði. Og
þótt þetta hljómi vitlaust, þá er
þetta ekki arfavitlaust. Sama
átti við um smáskurðlækningar
sem mér fannst sjálfsagt að
stunda í sveitinni. Maður stein-
hættir síðan að gera nokkuð
þegar allt í kring eru menn sem
eru ávallt með hnífinn á lofti.
Með sveitinni á ég við Húsavík,
en þangað sótti Jón sína Guð-
rúnu, þá fögru og góðu berja-
konu.
Ég þakka Jóni samverustund-
irnar; öll brosin, léttan hláturinn
og lífsgleðina. Ég votta fjöl-
skyldu Jóns innilega samúð.
Minning um góðan dreng lifi.
Sveinn Rúnar Hauksson.
Kveðja frá Félagi
íslenskra húðlækna
Jón Guðgeirsson var starfandi
húð- og kynsjúkdómalæknir á
Íslandi í yfir 40 ár og yfirlæknir
Húðlækningadeildar Landspítal-
ans í 16 ár. Þeir eru ófáir Íslend-
ingarnir sem notið hafa góðs af
læknisstörfum hans og ófáir
læknanemarnir sem hann hefur
miðlað af þekkingu sinni. Ég
kynntist Jóni lítillega sem
læknanemi en mun betur þegar
við störfuðum saman á húðlækn-
ingdeild Landspítalans. Mikil
góðmennska og enn meiri kímni-
gáfa eru þeir eiginleikar sem
lýsa Jóni best, hann hafði óend-
anlega gaman af góðlátlegri
stríðni og gleðskap með sam-
starfsfólki sínu. Það var mikið
hlegið á Vífilsstaðaspítala og
minningarnar um þann góða
tíma hlýja mér um hjartarætur.
Að leiðarlokum þakka félagar
í Félagi íslenkra húðlækna Jóni
Guðgeirssyni fyrir áratuga sam-
fylgd og senda fjölskyldu hans
innilegar samúðarkveðjur. Far
þú í friði, góði félagi, og þökk sé
þér fyrir allt sem þú hefur gert í
þágu húðlækninga á Íslandi.
Elísabet Reykdal Jóhann-
esdóttir, formaður Félags
íslenskra húðlækna.
Jón Guðgeirsson HINSTA KVEÐJA
Afi var okkur alltaf mikil
fyrirmynd, dugnaður og
lífsgildi hans munu fylgja
okkur ævilangt. Hann bar
ætíð mikla reisn yfir sér,
var hjálpsamur og greið-
vikinn. Léttleiki og glað-
lyndi voru hans aðalsmerki.
Við munum alltaf finna fyr-
ir væntumþykju hans og
ömmu. Þínir
Stefán Ás og Jón Goði.