Morgunblaðið - 02.01.2014, Síða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
HJARTAVERND
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800 Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Suðurhlíð 35, Rvík. • Símar 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Kristín
Ingólfsdóttir
Alúð • Virðing • Traust
Áratuga reynsla
Vaktsími:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Allan sólarhringinn
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓN KRISTMANNSSON,
Seljalandsvegi 36,
Ísafirði,
verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 4. janúar kl. 11.00
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Úlfs
Gunnarssonar, Heilbrigðisstofnun Vestfjarða, Ísafirði.
Hulda Jónsdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Guðm. Stefán Maríasson,
Helga Birna Jónsdóttir, Gunnar Bjarni Ólafsson,
Bryndís Jónsdóttir, Guðjón Már Þorsteinsson,
Margrét Brynja Jónsdóttir,
Þórdís Jónsdóttir, Höskuldur Bragason,
afabörn og langafabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ELÍSABET REYKDAL,
Setbergi,
lést á Sólvangi laugardaginn 21. desember.
Útför hennar fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnar-
firði föstudaginn 3. janúar kl. 11.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Halldór Einarsson, Unnur Jónsdóttir,
Kristín Einarsdóttir, Haukur Bachmann,
Jóhannes Einarsson, Pálína Pálsdóttir,
Friðþjófur Einarsson, Hulda Júlíusdóttir,
Sigrún Einarsdóttir, Sigurður Gíslason,
Pétur Einarsson, Guðrún Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
HJÖRTUR EINARSSON,
Neðri-Hundadal,
Dalasýslu,
sem lést mánudaginn 23. desember, verður
jarðsunginn frá Kvennabrekkukirkju föstu-
daginn 3. janúar kl. 14.00.
Rútuferð verður frá Umferðarmiðstöðinni, BSÍ, kl. 11.30
sama dag.
Lilja Sveinsdóttir,
Sigríður Hjartardóttir, Helgi Reynisson,
Sigursteinn Hjartarson, María Guðmundsdóttir,
Kristín Lára Hjartardóttir, Jóhann Hreggviðsson,
Signý Harpa Hjartardóttir, Axel Gíslason,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
SIGRÚN STEFÁNSDÓTTIR,
Sóltúni,
áður Hallveigarstíg 2,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju
föstudaginn 3. janúar kl. 13.00.
Oddný Björg Halldórsdóttir, Helgi Kristjánsson,
Ólöf Berglind Halldórsdóttir, Stefán Örn Betúelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Heiðrún Frið-riksdóttir
fæddist á Sauð-
árkróki 22. nóv-
ember 1949. Hún
lést á Heilbrigð-
isstofnuninni Sauð-
árkróki 22. desem-
ber 2013.
Foreldrar Heið-
rúnar eru Alda S.
Ellertsdóttir hús-
móðir, f. 13.5.
1926, og Friðrik L. Margeirs-
son, fv. skólastjóri, f. 28.5.
1919, d. 12.6. 1995. Systkini
Heiðrúnar eru: Helga Ingi-
björg, f. 1948, Hallfríður, f.
1950, Jóhann, f. 1953, F. Mar-
geir, f. 1960, Valgerður, f.
1962, og Páll, f. 1967. Hinn
1.12. 1971 giftist Heiðrún eft-
irlifandi eiginmanni sínum,
Sveini Rúnari Sigfússyni, f. 5.8.
1946. Þau eignuðust þrjú börn:
1) Hólmfríður, f. 8.2. 1972,
maki Stefán Friðriksson, f. 2.6.
1973, börn þeirra eru: a) Frið-
rik Þór, f. 11.7. 1995; b) Herj-
ólfur Hrafn, f. 15. 12. 2001; c)
Heiðrún Erla, f. 9.4. 2007. 2)
Ingibjörg, f. 23.3.
1973, maki Ing-
ólfur Ingólfsson, f.
5.7. 1970, barn
þeirra er Birgitta,
f. 22.10. 2005. Börn
Ingólfs af fyrra
sambandi eru: 1)
Thelma Björk, f.
31.10. 1990, dóttir
hennar er Saga
Guðmunda, f. 23.6.
2011. 2) Eyþór, f.
8.12. 1991. 3) Rúnar, f. 9.5.
1981, maki Efemía Rún Sig-
urbjörnsdóttir, f. 15.2. 1980,
barn þeirra er Rúnar Magni, f.
19.2. 2011.
Heiðrún lauk gagnfræða-
prófi frá Hagaskólanum í
Reykjavík. Hinn 1. janúar 1968
hóf hún störf við Heilbrigð-
isstofnunina Sauðárkróki og
vann þar lengst af sem lækna-
ritari. Samhliða vann Heiðrún
um árabil hjá Sögufélagi Skag-
firðinga.
Útför Heiðrúnar fer fram frá
Sauðárkrókskirkju í dag, 2.
janúar 2014, og hefst athöfnin
kl. 15.
Mikið sem lífið getur stund-
um verið ósanngjarnt. Mamma
sem svo oft var búin að hafa á
orði allt það sem hún ætlaði að
gera þegar hún hætti að vinna.
Hún fór ung út á vinnumark-
aðinn og var búin að vinna hjá
„ríkinu“ alla sína tíð. Hún var
því á svokallaðri 95 ára reglu og
átti rétt á lífeyri 62 ára gömul.
Mamma veiktist í febrúar 2011,
á 62. aldursári. Höggið kom í
ágúst sama ár þegar mamma
greindist með ólæknandi
lungnakrabbamein. Þá hófst
barátta sem allir vissu að enda
myndi á einn veg. Að fylgjast
með mömmu í þessari baráttu
var ótrúlegt, það var sem hún
byggi yfir óveraldlegum krafti.
Hún sýndi þvílíkt æðruleysi,
hún var alltaf að segja við okk-
ur að við yrðum að vera sterk,
þetta var svo súrrealískt á köfl-
um. Vorum það ekki við sem
áttum að vera að hughreysta
hana og telja í hana kjark?
Maður hálfskammaðist sín fyrir
að klökkna fyrir framan hana.
Innst inni held ég að mamma
hafi trúað á kraftaverk, að hún
myndi sigra krabbann og satt
best að segja var ég farin að
trúa því sjálf á tímabili, allt
gekk svo vel. Mamma bar sig
svo vel, fór í endurhæfingu á
morgnana og út að ganga eftir
hádegi ásamt því að sinna heim-
ilsstörfum og ýmsum snúning-
um í kringum barnabörnin. Hún
var alltaf að afsaka sig ef maður
kom að henni uppi í sófa, ég
verð reyndar að viðurkenna að
það tók smátíma að venjast því.
Smám saman fór að draga af
mömmu og fór hún hægt og síg-
andi að gefast upp á daglegum
athöfnum eins og endurhæfing-
unni, göngunni, heimilisstörfum
og undir það síðasta hætti hún
að gera handavinnu vegna sjón-
leysis. Það var mikið tekið af
mömmu þegar hún gat ekki
gert handavinnuna og fannst
mér alltaf jafnskrítið undir það
síðasta þegar við vorum að
spjalla saman á sjúkrahúsinu að
horfa á hendurnar hennar
mömmu ekki gera neitt.
Mamma var alveg ótrúlega mik-
il mamma og þegar barnabörnin
fóru að tínast í heiminn varð
hún þeim heimsins besta amma.
Hún var alltaf að búa eitthvað
til handa okkur, hvort sem það
var matarkyns eða fatnaður.
Hún var einstaklega hagsýn og
nýtin og var sérfræðingur í að
búa til eitthvað nytsamlegt úr
engu. Mamma hafði þann hæfi-
leika að allt sem hún kom ná-
lægt varð gott, fallegt og lét
manni líða vel. Mikið rosalega
sem ég er þakklát fyrir að hafa
átt mömmu eins og hana.
Elskulega mamma mín
mjúk er alltaf höndin þín
tárin þorna sérhvert sinn
sem þú strýkur vanga minn.
Þegar stór ég orðinn er
allt það skal ég launa þér.
(Sig. Júl. Jóhannesson.)
Þín dóttir,
Hólmfríður.
Nú þegar komið er að leið-
arlokum hjá Heiðrúnu vinkonu
minn og sá illvígi sjúkdómur,
krabbamein, hefur haft betur í
þeirra viðureign, fyllist ég sökn-
uði en jafnframt streyma fram
góðar minningar frá liðnum
samverustundum okkar og
margt er að þakka og margs að
minnast. Hún var ein af þeim
sem gott var að kynnast og eiga
sem vinkonu.
Þó við Heiðrún séum báðar
fæddar og uppaldar í Skaga-
firði, þá hófust kynni okkar og
vinátta í Hagaskólanum í
Reykjavík þar sem við vorum
saman í bekk og útskrifuðumst
þaðan sem gagnfræðingar. Með
okkur myndaðist einlæg vinátta
sem haldist hefur hátt í hálfa
öld.
Þegar litið er til baka hafa
árin liðið svo undurfljótt en á
þessum tíma höfum við fylgst
með uppbyggingu heimilanna,
uppvexti og menntun barnanna,
hvor hjá annarri, komu tengda-
barnanna inn í fjölskyldurnar
og fæðingu barnabarnanna.
Heiðrún var lánsöm í sínu
fjölskyldulífi, eignaðist sinn
góða og trausta eiginmann,
Svein, og eiga þau þrjú börn
sem öll standa sig með afbrigð-
um vel, hvert í sínu starfi og
hafa fært þeim góð tengdabörn
og barnabörn sem voru gleði og
stolt ömmu sinnar.
Þau Sveinn byggðu þau sér
fallegt hús í Birkihlíðinni og
ræktuðu garðinn sinn svo vel að
eftir var tekið og hann marg-
verðlaunaður.
Heimili þeirra bar myndar-
skap Heiðrúnar gott vitni en
það lék allt í höndum hennar
sem að hannyrðum laut. Til
þeirra hjóna var gott að koma,
bæði gestrisin og veitul.
Síðast þegar ég heimsótti
hana í Birkihlíðina voru veik-
indin farin að marka hana mikið
og hún gat aðeins verið frá
sjúkrahúsinu stutta stund á
degi hverjum. Þá stuttu stund
notuðu hún og Haddý systir
hennar til að flokka tölur sem
Heiðrún taldi að væru best
komnar hjá Rauða krossinum
en það var eitt af áhugamálum
hennar að sauma barnaföt og
prjóna húfur til að gefa í starf
Rauða krossins.
Allt sem hún tók sér fyrir
hendur var drifið áfram og helst
ekki slegið slöku við fyrr en hún
hafði lokið verkinu.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir)
Með þessum orðum vil ég,
fyrir hönd okkar allra á Syðra-
Skörðugili, kveðja kæra vinkonu
og bið þess að Guð og allar góð-
ar vættir gefi fjölskyldu hennar
styrk við fráfall hennar
Ásdís S. Sigurjónsdóttir.
Er mér barst sú fregn að
morgni Þorláksmessu að Heið-
rún væri látin eftir hetjulega
baráttu við veikindi sín, varð
mér orða vant en hugsaði um
þeim mun meira frá okkar
æskudögum og samstarfi til
þrjátíu og þriggja ára á vinnu-
stað okkar. Heiðrún vann sem
læknaritari á fyrrverandi vinnu-
stað mínum af samviskusemi og
trúnaði alla tíð þar til þessi
vondi sjúkdómur barði að dyr-
um og hafði því miður að lokum
betur.
Heiðrún var alltaf hvers
manns hugljúfi og vildi allt gera
fyrir alla, hvort sem það var að
sauma eða prjóna fyrir Rauða
krossinn handa fátækum börn-
um eða heimsækja gamla ein-
stæðinga í bænum. Heiðrún
kom oft í heimsókn til mín og
var þá iðulega með Heiðrúnu
nöfnu sína með sér sem henni
þótti mikið til koma eins og
allra sinna barnabarna. Á hest-
um þótti þeim hjónum gott að
vera og voru margar ferðirnar
farnar um landið. Alls staðar
voru þau hrókur alls fagnaðar.
Elsku Heiðrún, ég trúi varla
að ég sitji hérna við tölvuna og
skrifi minningargrein um þig,
þig sem barðist svo heitt og
sagðist ætla að vinna þetta
stríð. Ég kveð þig nú, Heiðrún
mín, og sendi mínar einlægu
samúðarkveðju til Svenna þíns,
móður þinnar, barna og barna-
barna og systkina sem nú sjá á
eftir góðri konu.
Með þessu ljóði hans Bubba
kveð ég þig þar til við sjáumst
aftur, elsku vinkona.
Þar sem englarnir syngja sefur þú,
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú,
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós,
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós,
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál,
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær,
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Kveðja.
Ólína Rut Rögnvaldsdóttir
(Ollý)
Í dag er til moldar borin vin-
kona okkar, Heiðrún Friðriks-
dóttir. Þegar Svenni hringdi í
mig að morgni Þorláksmessu
grunaði mig strax að hann væri
að láta okkur vita af að Heiðrún
væri dáin. Við höfðum fylgst
með því hvernig heilsu hennar
hrakaði stöðugt, þrátt fyrir
hetjulega baráttu og ótrúlegt
æðruleysi sem hún sýndi í veik-
indum sínum.
Minningarnar eru margar
þegar litið er til baka þann
langa tíma sem vinskapur okkar
hefur staðið. Margar voru heim-
sóknir okkar hjóna til þeirra í
Birkihlíðina á Króknum á þeim
rúmlega 40 árum sem við höfum
brallað saman og margt til gam-
ans gert og mikið hlegið. Á sl.
ári eru tveir viðburðir sem við
áttum saman efst í minning-
unni, þegar Svenni og Heiðrún
buðu okkur á Bítlatónleikana í
Hörpunni og allt í kringum það
og svo þegar þau dvöldu hjá
okkur hjónum í húsinu okkar á
Dönskum dögum í Hólminum.
Þá bauð okkur í grun að Heið-
rún ætti ekki eftir að gista aftur
hjá okkur á Skólastígnum svo
mjög hafði heilsu hennar hrak-
að.
Það var skemmtilegur tími
þegar ég var að múra fyrir
Svenna og Heiðrúnu væntanlegt
heimili þeirra, einbýlishúsið að
Birkihlíð 33, sumarið 1972. Hús-
ið sem þau bjuggu í alla tíð.
Þegar ég var að múra kom Ósk,
kærasta mín og síðar eiginkona,
fyrst í heimsókn á Krókinn og
urðu strax miklir kærleikar með
henni og Svenna og Heiðrúnu.
Heiðrún helgaði eiginmanni
og börnum sínum og síðan
barnabörnum líf sitt. Hún bjó
þeim fagurt heimili þar sem hún
sá um að allt væri í röð og
reglu. Það var sama hvað hún
tók sér fyrir hendur, matargerð,
bakstur, sauma- eða prjóna-
skap, allt lék í höndunum á
henni. Ekki má gleyma fallega
garðinum þeirra sem skartaði
fegurstu blómum og runnum,
enda höfðu þau hjón hlotið verð-
laun fyrir fegursta garðinn á
Sauðárkróki eitt sumarið.
Heiðrún var mjög sterk kona
sem best mátti sjá á þeim tíma
sem hún barðist við þann vágest
sem krabbinn er. Hún sýndi
einstakt æðruleysi í veikindum
sínum og hræddist ekki það
sem beið hennar.
Við og synir okkar viljum
þakka allar góðu og skemmti-
legu samverustundirnar sem við
höfum átt saman á Króknum,
Borgarnesi, Hólminum og nú
síðast Akranesi.
Megi góður Guð varðveita
Heiðrúnu og vernda í nýjum
heimkynnum og víst er að hún á
eftir að rækta þar fallegan lysti-
garð, sem við munum fá að
skoða með henni síðar. Við biðj-
um góðan Guð að styrkja
Svenna, Hólmfríði, Ingibjörgu,
Rúnar og fjölskyldur og Öldu
móður Heiðrúnar á erfiðum
tímum. Missir þeirra er mikill.
Hvíldu í friði, kæra vinkona.
Ósk og Óli Jón.
Heiðrún
Friðriksdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma okkar,
núna ertu orðin engill og
vakir yfir okkur. Við mun-
um aldrei gleyma þér og
þökkum fyrir allar góðu
stundirnar sem við áttum
með þér. Mikið eigum við
eftir að sakna þín, elsku
besta amma. Við látum
fylgja með bænina sem þú
kenndir okkur:
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Friðrik Þór, Herjólfur
Hrafn, Birgitta, Heiðrún
Erla og Rúnar Magni.
Blómin falla, fölskva slær
á flestan ljóma. –
Aldrei hverfur
angan sumra blóma.
Þannig varstu vinur, mér
sem vorið bjarta.
Það sem gafstu
geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf,
sem aldrei falla.
Drottinn launi
elskuna þína alla.
(Sigurbjörn Einarsson)
Innilegar samúðarkveðj-
ur til Sveins og fjölskyld-
unnar.
Klíkuvinir,
Kristín og Hermann,
Hjördís og Sigurður,
Jóhanna og Valdimar,
Birna og Guðmundur.