Morgunblaðið - 02.01.2014, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Hjónin Björgvin Björgvinsson og
Marólína Erlendsdóttir eiga 60
ára afmæli í dag,
2. janúar. Þau verða að heiman á
afmælisdaginn.
Árnað heilla
60 ára
Ólafsfjörður Írena Líf fæddist
3. september kl. 1.27. Hún vó 2922 g
og var 48 cm löng. Foreldrar hennar
eru Alda Hrönn Magnúsdóttir og Jón
Bjarni Sigurjónsson.
Afmælisdagurinn er nokkuð hefðbundinn, ég er yfirleitt vakinaf systur minni sem bíður mín spennt með pakka,“ segirRakel Lind Hjartardóttir, 19 ára nemandi við Kvennaskól-
ann. „Svo syngja systur mín og móðir mín fyrir mig og við borðum
saman brunch með amerískum pönnukökum og fleira góðgæti.“ Um
kvöldið býður hún svo oftast í fjölskylduboð auk þess sem hún bakar
árlega franska súkkulaðiköku í tilefni dagsins.
Rakel segir það nokkuð sérstakt að eiga afmæli 2. janúar, svo
nærri jólahátíðunum en að hún sé mun meira afmælisbarn heldur en
jólabarn. „2. janúar er sérstakur að mörgu leyti. Það er nefnilega
oftast vörutalningadagur. Þegar ég hélt upp á barnaafmæli þegar
ég var yngri fékk ég stundum að gjöf bensínstöðvardót eða eitthvað
sem aðrir höfðu fengið í jólagjöf en vildu ekki sjálfir. Ef ég hélt upp
á afmælið seinna fékk ég yfirleitt útsöluvörur, því útsölurnar byrja
oftast daginn eftir afmælið,“ segir Rakel. Hún segir svo frá því þeg-
ar hún ætlaði að kaupa sér eitthvað fallegt á afmælisdaginn í fyrra.
„Ég fór með vinkonu minni í Smáralind til þess að kaupa mér eitt-
hvað fyrir pening sem ég hafði fengið í afmælisgjöf. Það heppnaðist
ekki betur en svo að þegar þangað var komið voru bara tvær eða
þrjár verslanir opnar og það eina sem var eftir í búðunum var í
stærð XL eða XS,“ segir Rakel hlæjandi að lokum. bmo@mbl.is
Rakel Lind Hjartardóttir er 19 ára í dag
Nemi Rakel er nemandi í Kvennaskólanum og stefnir á útskrift í vor.
Engar búðir opnar
á afmælisdaginn
Reykjavík Matthías Bergmann fædd-
ist 9. september kl. 3.18. Hann vó
3228 g og var 51 cm langur. Foreldrar
hans eru Elín Sigurðardóttir og Birgir
Bergmann Benediktsson.
Nýir borgarar
H
alldór fæddist á Sval-
barði í Ögurvík í Ísa-
fjarðardjúpi 2.1. 1934
og ólst þar upp til 11
ára aldurs en síðan á
Ísafirði. Hann var í Barnaskóla í
Ögurvík, var í Barnaskóla Ísafjarð-
ar, lauk landsprófi frá Gagnfræða-
skóla Ísafjarðar og lauk síðar hinu
meira fiskimannaprófi frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1956.
Halldór fór ungur til sjós með
föður sínum, var sjómaður á ýmsum
bátum hjá Gunnari, bróður sínum,
frá 1950, m.a. frá Hafnarfirði.
Er Halldór kvæntist eiginkonu
sinni settust þau að á Ísafirði og
hafa búið þar síðan og alltaf í sama
húsinu: „Þetta er stórmerkilegt hús
hér í Mjógötu 3, byggt af norskum
síldveiðimönnum á Torfnesi árið
1882, en síðar flutt hérna yfir poll-
inn á ís eftir að Norsararnir hurfu
af landi brott. Ég skipti um járn á
öllu húsinu fyrir nokkrum árum og
þá kom í ljós að það er sérlega vel
viðað og ekki til í því fúi. Mér hefur
liðið vel í þessu góða og gamla húsi.“
Halldór var stýrimaður og skip-
stjóri á ýmsum bátum og skipum
frá Ísafirði. Hann festi kaup á 15
tonna bát, ásamt Óskari Jóhann-
essyni frá Dynjanda, árið 1968, en
þeir gerðu út á rækju og línu í
nokkur ár. Þremur árum síðar
keyptu þeir 30 tonna bát og fyrstu
beitningavélina sem kom hingað til
lands. Þá komu þeir upp rækju-
Halldór Hermannsson, skipstjóri á Ísafirði – 80 ára
Stór hópur Halldór og Katrín fyrir nokkrum árum, ásamt börnum, tengdabörnum, barnabörnum.
Sjómaður úr Ögurvík
Á kunnugum slóðum Halldór á Djúpinu með Rit og Grænuhlíð í baksýn.