Morgunblaðið - 02.01.2014, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Í dag væri ráð að afmarka verk-
svið handa einhverjum eða fyrir ótilgreint
verkefni. Berðu saman verð og gæði því
þá geturðu gert góð kaup.
20. apríl - 20. maí
Naut Gættu þess að lofa engu nema þú
ætlir þér að standa við það. Aðrir hlusta á
þig og þú skalt nýta það til að reyna að
hafa bætandi áhrif á samfélag þitt.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það er svolítið hastarlegt að
uppgötva það að hafa leitað lausnarinnar
yfir lækinn, þegar hún var allan tímann við
höndina. Og ef þú íhugar málið, þá er það
alveg satt!
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú færð tækifæri til þess að láta
draum þinn rætast. Persónulegur stíll þinn
laðar að þér nýja vini og viðskiptavini.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Innst inni bærist löngun til að vita
hvers megnug(ur) þú ert. Hið góða er, að
allir virðast skilja þig – himintunglin hjálpa
til við að stilla bylgjulengd þeirra sem
hlusta.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ekki er víst að svefnhöfginn sem
þú finnur fyrir sé líkamanum að kenna.
Vertu í samvistum við einhvern sem gefur
af sér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Valdabarátta við samverkamenn er
líkleg í dag. Maður getur aukið traust sitt
á sjálfum sér með því að tryggja að orð
og gerðir fari saman.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt sjálfsgagnrýni sé góður
kostur má hún ekki ganga svo langt að
drepa allt frumkvæði í dróma. En hún er
svar sem virkar vel við sumum spurn-
ingum þínum í dag.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Skemmtanaiðnaðurinn laðar og
lokkar, en þar sem annars staðar er hóf
best á hverjum hlut. Varastu því aula-
fyndni og ódýr loforð.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það er í mörg horn að líta hjá
þér bæði í leik og starfi. Flýttu þér samt
hægt og gerðu ekkert að óathuguðu máli.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Gættu að því að ætla þér stund
í næði til að ígrunda þá stefnu sem líf þitt
hefur tekið. Treystu á innsæi þitt.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Ekki láta aðra þagga niður í þér,
þegar þú vilt tjá tilfinningar þínar í orðum.
Þú átt erfitt með að einbeita þér að
vinnunni.
Ég hygg að svo sé um fleiri en
mig, þegar nýju ári er heilsað, að
sálmur séra Matthíasar komi upp í
hugann, – sálmur sem gömul kona
sagði mér að væri fegursta ljóð á
íslenska tungu. Ég óska lesendum
Vísnahorns árs og friðar með því
að rifja upp fyrstu erindin:
Hvað boðar nýjárs blessuð sól?
Hún boðar náttúrunnar jól,
hún flytur líf og líknarráð,
hún ljómar heit af Drottins náð.
Sem Guðs son forðum gekk um kring,
hún gengur ársins fagra hring
og leggur smyrsl á lífsins sár
og læknar mein og þerrar tár.
Séra Matthías var mikið ólík-
indatól og hafði gaman af því að
láta móðan mása. Og oftast – oft
a.m.k. – varð rausið að skáldskap,
enda sagði Þórarinn skólameistari
að séra Matthías ætti mest andríki
íslenskra skálda (án þess að orðrétt
sé eftir honum haft). Hér koma
„Nýárs vísur til ungfrú V.E.1858“:
Nú er risinn nýjársdagur!
njólu eyðir geisli fagur,
hafna blundi mæra meyja,
morgunroðans þiggðu koss!
Láttu æsku, yndi kæti
út þér fylgja – úr tignarsæti
þá mun röðull ástarauga
og undurskært þér senda bros.
Gleymdu ekki, unga meyja!
eitt sinn verður rósin deyja,
og rós ertu því roða lífsins
rétt að nota lærðu í tíð!
Lifðu eins og lilja í haga!
lastfrí, glöð um alla daga,
og bið þig engil blíðan styðja
á brautu dyggða fyrr og síð!
Nýárskveðjur eru með ýmsu
móti. Stephan G. Stephansson
sendi síra Rögnvaldi Péturssyni
þessar árið 1923:
Blaðið mitt á enda er,
og ýmislegt að gera.
„Veit ég ei hvers biðja ber“ –
en blessaður skaltu vera.
Um þig árið ið nýja
vil að annt láti sér. –
Leggist hamingja og heilsa
í hömina á þér!
Guðmundur skáld á Sandi yrkir
nýársdagsvísu 1938:
Sólargang lengir, sunnanblærinn hlýn-
ar.
Svellrunnið hjarn í brekkuslakka dvín-
ar.
Uppi á himni opnar hallir sínar
eilífðin. – Heyrðu! Kysstu varir mínar!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Séra Matthías, Stephan G.
og skáldið á Sandi
Í klípu
„ÞETTA ER ALGJÖRT RUGL! ÉG KREFST
ÞESS AÐ FÁ AÐ TALA VIÐ EINHVERN
HÆRRA SETTAN.!“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„AUÐVITAÐ VARST ÞÚ DÆMDUR ÚR LEIK! ÞÚ
STYTTIR ÞÉR LEIÐ YFIR BÍLASTÆÐIÐ!“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að hefja sjálfstæðan
rekstur saman.
ÁSTARHJÖRTU EHF.
KLUKKAN ER AÐ
VERÐA FIMM,
HROLLUR! ALLT Í LAGI,
ÉG SKAL
SPYRJA HANN.
HVAÐ SEGIRÐU UM AÐ
TAKA PÁSU NÚNA, SVO VIÐ
KOMUMST Á HAPPY HOUR Á
KRÁNNI ...
... OG HITTAST SVO
AFTUR HÉR KLUKKAN
HÁLFSJÖ?
ALLT Í
LAGI!
HÆTTESSU!
HAHAHAHAHA!
OHO! OHO! OHO!
EKKI! HÆTTU!
ÍHÍHÍHÍ! ÍHÍHÍ!
JÆJA, BÚINN AÐ
KITLA SJÁLFAN MIG.
GERÐU ÞAÐ,
BORGAÐU AF
STÖÐ TVÖ.
Jæja, þá er nýtt ár gengið í garð oghægt að kveðja hið liðna. Fyrir
Víkverja var árið 2013 með þeim
betri á hans tiltölulega stuttu ævi, og
hefði hann því ekkert á móti því að
geta endurtekið margt sem gerðist á
árinu. En aldrei það kemur til baka
víst, og því ekki um annað að ræða
en að ylja sér við minningarnar. Og
kannski leggja sitt af mörkum til
þess að gera 2014 að jafngóðu, ef
ekki betra ári en það liðna.
x x x
Eitt af því sem Víkverji hefur veriðduglegur við síðustu árin er að
strengja áramótaheit. Við fæst
þeirra hefur hann hins vegar staðið.
Nú er Víkverja hins vegar alvara
með þeim. Nú skulu aukakílóin
fjúka, nú skal Víkverji hætta að
reykja. Reyndar hefur Víkverji aldr-
ei reykt að staðaldri, þannig að hann
hafði hugsað sér að byrja að reykja
seint á gamlárskvöldi, og hætta því
svo snaróðum á nýársmorgun.
Hósta jafnvel vönum reykinga-
mannahósta inni á milli og minna
sjálfan mig á að þetta sé nú meiri
ósiðurinn. Árangurinn af því ára-
mótaheiti yrði Víkverja svo hvatning
til þess að standa við hin.
x x x
En rétt um það leyti sem Víkverjifór að útfæra það hvernig best
væri að standa að áramótaheitinu
rifjaði hann upp þá speki að best
væri að byrja aldrei á þeim ósóma að
reykja. Víkverji er heldur ekki þessi
harðgera reykingatýpa sem getur
kúldrast upp undir vegg í öllum
veðrum, úthýst úr samfélagi manna.
Víkverji ákvað því að láta það vera
að hætta að reykja, svona fyrst hann
var aldrei byrjaður á því. En eftir
sitja þá öll hin áramótaheitin, sem
líklega verða aldrei uppfyllt.
x x x
Víkverji er forfallin fótboltabulla.Þrátt fyrir það taldi hann að
Aníta Hinriksdóttir yrði íþróttamað-
ur ársins 2013. Víkverji varð vissu-
lega fyrir vonbrigðum með að svo
varð ekki, en hann getur ekki skilið
þau viðbrögð fólks að tala niður
Gylfa Sigurðsson. Hvenær var hætt
að bera virðingu fyrir ólíkum skoð-
unum? víkverji@mbl.is
Víkverji
Og ég segi yður: Biðjið og yður mun
gefast, leitið og þér munuð finna, kný-
ið á og fyrir yður mun upp lokið verða.
(Lúkasarguðspjall 11:9)
Skútuvogi 1h | 104 Reykjavík | Sími: 585 8900 | jarngler.is
Hurðapumpur
fyrir hurðir og glugga