Morgunblaðið - 02.01.2014, Side 32

Morgunblaðið - 02.01.2014, Side 32
32 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 Ekki er laust við að maðurhafi haft fordóma í garðbreska lárviðarskáldsinsTeds Hughes, en hann hefur vonandi komið þeim fyrir kattarnef með ljóðabókinni Afmælisbréf. Hún hefur nú verið gefin út á íslensku í afburðagóðri þýðingu Hallbergs Hallmunds- sonar og Árna Blandon. Yrkisefni Hughes í bókinni er stormasamt samband hans og bandaríska rithöfundarins Sylvíu Plath. Þau áttust árið 1956 og eignuðust tvö börn en hjónabandið entist aðeins í sex ár. Hughes yfir- gaf konu sína og börn í september 1962 til að taka saman við aðra konu. Sylvía Plath er talin hafa þjáðst af geðhvarfasýki og geðræn vandamál hennar hafa m.a. verið rakin til fráfalls föður hennar sem dó þegar hún var átta ára. Nokkr- um mánuðum eftir að Hughes sveik Plath, eða í febrúar 1963, fyrirfór hún sér með því að stinga höfðinu inn í gasofn meðan börn hennar sváfu í sömu íbúð. Hún var þá þrítug að aldri. Síðustu mánuðina áður en Plath dó orti hún flest af þeim ljóðum sem hún er þekktust fyrir; ákaf- lega beitt, áhrifamikil, frumleg og hljómrík ljóð sem hitta mann beint í hjartastað. Nokkur þeirra eru á meðal þess besta og áhrifamesta sem ort var á enska tungu á öld- inni sem leið. Konan sem komst upp á milli hjónanna, Assia Wevill, fór að dæmi Plath sex árum síðar. Hún fyrirfór sér með gasi eins og Plath og drap um leið fjögurra ára dóttur sína og Hughes. Sumir kenndu Hughes um sjálfsmorð Plath, þ. á m. femínistar sem litu á hana sem fórnarlamb karlrembu og tákn um kúgun kvenna í bókmennta- heiminum. Dæmi eru um að femín- istar hafi gert hróp að „ófreskj- unni“ Hughes þegar hann las upp ljóð sín, kallað hann „morðingja“ og jafnvel hótað honum lífláti. Hughes svaraði ekki þessum að- dróttunum fyrr en 35 árum eftir dauða Plath með ljóðabókinni Birthday Letters sem kom út á frummálinu árið 1998. Afmælisbréf eru persónulegri en aðrar ljóða- bækur Hughes. Myndmálið og táknin í Afmælisbréfum eru flókin og til að geta skilið ljóðin til fulls þarf lesandinn að kunna skil á sögu Hughes og Plath og ljóðum hennar um samband þeirra. Hughes skírskotar m.a. til grískra sagna um völundarhús sem byggt var að beiðni Mínosar, kon- ungs á Krít, til að geyma ófreskj- una Mínótáros sem var að hálfu maður, að hálfu naut. Mínótáros þessi át pilta og stúlkur sem Aþen- ingum var gert að fórna. Hann var lokaður inni í völundarhúsinu uns Þeseifur, konungur Aþeninga, vann á honum með hjálp dóttur Mínosar, Ariadne. Hún léði honum sverð og bandhespu eða hnykil sem hann notaði til að rata út úr völdundarhúsinu eftir að hafa ban- að ófreskjunni með sverðinu. Ari- adne hljópst á brott með Þeseifi en hann yfirgaf hana skömmu síðar. Í Afmælisbréfum finnur Plath föður sinn í miðju völundarhússins – hann er óvætturinn sem hún þarf að vinna á. Ólíkt Þeseifi deyr hún í þeim bardaga. Hughes sjálf- ur er í hlutverki Ariadne, það er hann sem færir henni bandhesp- una og eggjar hana til átakanna í völundarhúsinu sem verður að tákni um skáldskap Plath. Í ljóðinu Mínótárinn (bls. 120) spyr hann hvað hann hafi gefið púkanum innra með Plath og svarar: Blóðugan endann á bandhespunni sem rakti upp hjónaband þitt, skildi börnin þín eftir bergmálandi eins og rangala í völundarhúsi, Skildi móður þinni eftir blindgötu, færði þig að hyrndri, bölvandi gröf þíns upprisna föður – og í hana þitt eigið lík. Í þessu ljóði er það ekki „óvætturinn“ Hughes sem yfirgef- ur Plath, heldur er það hún sem yfirgefur hann, móður sína og börn. Lesandinn verður óhjákvæmi- lega fyrir vonbrigðum ef hann býst við játningu frá Hughes eða endanlegri skýringu á því hvers vegna Plath stytti sér aldur. Auð- vitað er ekki til nein einhlít skýr- ing á því. Afmælisbréfin eru flókin og djúphugsuð, skrifuð á löngum tíma, ólíkt þekktustu ljóðum Plath sem voru skrifuð í mögnuðu anda- giftarkasti á örfáum mánuðum. Þótt þau séu ekki eins áhrifamikil og bestu ljóð Plath eru þau af- burðagóð á sinn hátt og sýna að Plath var ekki eina fórnarlambið í þessari sorglegu sögu, heldur einn- ig Hughes og börn þeirra. Óvættur og fórnarlamb leysir frá skjóðunni Afburðagóð „Afmælisbréfin eru flókin og djúphugsuð, skrifuð á löngum tíma, ólíkt þekktustu ljóðum Plath sem voru skrifuð í mögnuðu andagift- arkasti á örfáum mánuðum,“ segir um þessa kunnu ljóðabók þar sem Ted Hughes lýsir sambandi þeirra Sylvíu Plath. Ljóð Afmælisbréf bbbbn Ljóðabók eftir Ted Hughes. Hallberg Hallmundsson og Árni Blandon þýddu. Brú gefur út. Reykjavík, 2013, 198 bls. BOGI ÞÓR ARASON BÆKUR Út er komið nýtt tölublað Þjóð- mála, 4. hefti 9. árgangur. Fjöl- breytilegt og for- vitnilegt efni er i ritinu. Björn Bjarnason fjallar um nýútkomnar bækur fyrri ráð- herra „hreinu vinstri stjórn- arinnar“; í grein ræðst Atli Harð- arson gegn ýmsum ríkjandi hugmyndum í skólamálum; Einar Steingrímsson fjallar einnig um skólamál í greininni „Vondir há- skólar, viljalaus stjóprnvöld“, og í enn einni grein gerir Tryggvi Gíslason athugasemdir við frágang nýja tíu þúsund króna seðilsins og þá einkum myndina af Jónasi Hall- grímssyni. Þá er m.a. birtur kafli úr nýrri skáldsögu Óskars Magn- ússonar og Styrmir Gunnarsson fjallar um bókina Norðurslóðasókn eftir Heiðar Má Guðjónsson Nýtt hefti Þjóðmála Chomsky – mál, sál og samfélag er heiti bókar sem Háskóla- útgáfan hefur gefið út. Rit- stjórar eru Hösk- uldur Þráinsson og Matthew Whelpton. Í bókinni er fjallað á aðgengileg- an hátt um helstu þætti kenninga Noams Chomsky um mannlegt mál og eðli þess og valin atriði í sam- félagsrýni hans reifuð. Chomsky á að baki langan og glæstan feril sem málvísindamaður og samfélagsrýnir. Sagt hefur verið að ekki sé vitnað jafn oft í nokkurn mann í fræðiheiminum í dag. Chomsky var heiðursfyrirlesari á aldarafmæli Háskóla Íslands árið 2011 og eiga kaflar bókarinnar rót að rekja til málstofu sem haldin var þá. Í henni eru einnig fyrirlestr- arnir sem Chomsky flutti hér. Fyrirlestrar Chomskys Þegar séra Jamie MacLeod mætti með gamalt málverk í upptöku á þætti bresku sjónvarpskonunnar Fiona Bruce, Antiques Roadshow, þar sem fólk mætir með allskyns gamla hluti til að fá metna, þá fékk Bruce hugboð. Hana grunaði að þessi portrettmynd, sem talin var eftirgerð myndar eftir meistarann Anthony van Dyck (1599-1641), „gæti mögulega verið frummyndin sjálf“. Klerkurinn hafði greitt 400 pund, um 80 þúsund krónur fyrir verkið, en nú hafa sérfæðingar staðfest, eft- ir vandaða hreinun á verkinu, að hugboð sjónvarpskonunnar var rétt og er það talið allt að 400.000 punda virði, um 80 milljóna króna. MacLeod kom með málverkið í þáttinn þar sem hann hafði hug á að selja það og safna með því fé fyrir nýjum kirkjuklukkum í sókn- arkirkju sína. Fiona Bruce segist hafa fengið hugboðið þar sem hún hafði nýlokið upptökum á þætti þar sem hún „gerði ekki annað en horfa á mál- verk eftir Van Dyck“. Talið er að listamaðurinn hafi mál- að myndina árið 1634 og að hún sýni einn sjö fyrirmanna í Brussel sem hann málaði stóra mynd af en hún var eyðilögð skömmu síðar.. Draumurinn Fiona Bruce og séra Jamie MacLeod við verk Van Dyck. Hugboðið var rétt og verkið eftir Van Dyck Fataskápur Hæð 2100 mm Breidd 800 mm Dýpt 600 mm 58,900 kr m vsk Tegund: Strúktúr eik TIL Á LAGER SKÁPATILBOÐ Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.