Morgunblaðið - 02.01.2014, Qupperneq 36
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2. DAGUR ÁRSINS 2014
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. Slasaðist alvarlega í flugeldaslysi
2. Ellefu voru sæmdir fálkaorðu
3. 13 marka stúlka fyrsta barn ársins
4. Andlát: Inga Marianne Ólafsson
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Bono, söngvari hljómsveitarinnar
U2, kom til Reykjavíkur á gamlársdag
ásamt fjölskyldu og vinum til að njóta
reykvísku dýrðarinnar um áramótin.
Tónlistarmaðurinn Damien Rice var
einnig með honum í för. Bono sást
fagna nýju ári á Skólavörðuholtinu og
fréttist af honum í áramótateiti hand-
boltastjörnunnar Ólafs Stefánssonar.
Á nýársdag skellti söngvarinn og
fjölskylda hans sér á Hamborgarabúll-
una við Geirsgötu en þar hitti Bono
fyrir feðgana Guðna Val og Auðun Sól-
berg Valsson. „Hann er mjög viðkunn-
anlegur maður. Sonur minn hefur
lengi verið mikill aðdáandi hans og
þetta var alveg ótrúleg upplifun fyrir
hann,“ segir Auðunn en Bono tók sjó-
mann við Guðna Val og sat fyrir á
mynd með honum. Þá áritaði hann U2-
plakat sem hékk uppi á staðnum áður
en hann renndi niður einum hamborg-
ara.
AFP
Söngvarinn Bono í
Reykjavík um áramót
Nýr tónlist-
arvefur, music-
ant.is, var opn-
aður 1. janúar.
Musicant.is er
netmiðill þar sem
áhersla er lögð á
fréttir og greinar
um íslenska tón-
listarmenn, hljóð-
færaleikara, hljómsveitir, hljóðmenn
og kóra. Einnig eru pistlar um hljóð-
færi og græjur, auk kynninga á hljóð-
verum, tónlistarskólum, námi o.fl.
Musicant.is nýr ís-
lenskur tónlistarvefur
Á föstudag og laugardag Norðaustan 15-23 m/s og snjókoma
eða slydda á Vestfjörðum, en annars 8-15 og rigning eða slydda
með köflum. Hiti 0 til 7 stig, svalast á Vestfjörðum.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hvessir með vaxandi úrkomu austast seinni-
partinn. Norðaustan 15-23 m/s í kvöld og rigning eða slydda norð-
an- og austantil, en þurrt að kalla sunnan- og vestanlands.
VEÐUR
Arsenal er áfram í efsta
sæti ensku úrvalsdeild-
arinnar í knattspyrnu eftir
nauman sigur á Cardiff í
gær, 2:0, þar sem bæði
mörkin komu á lokamín-
útum leiksins. Arsenal er
stigi á undan Manchester
City, sem vann Swansea
3:2, og tveimur á undan
Chelsea sem vann South-
ampton, 3:0. Tottenham
vann frækinn sigur á Man.
Utd á Old Trafford. »1
Arsenal er áfram
í toppsætinu
Mikill munur er á deildunum tveimur í
NBA-körfuboltanum í vetur og Gunn-
ar Valgeirsson, sérfræðingur Morg-
unblaðsins, skrifar að
slök frammistaða lið-
anna austanmegin sé
nánast aðhláturs-
efni. Portland Trail
Blazers og Phoe-
nix Suns eru þau
lið sem hafa komið
mest á óvart í jafnri
og sterkri Vest-
urdeildinni. »2-3
Slök frammistaða aust-
anliðanna aðhlátursefni
Helena Sverrisdóttir, fremsta körfu-
knattleikskona landsins, er ánægð
með hlutskipti sitt hjá ungverska lið-
inu Miskolc, sem hún gekk til liðs við
fyrir þetta tímabil. „Nú er hrikalega
gaman að fá fullt traust frá stjórninni
og þjálfurunum. Ég finn hvernig
sjálfstraustið er komið aftur,“ segir
Helena sem býr í mun rólegri borg en
hún gerði í Slóvakíu. »4
Finn hvernig sjálfs-
traustið er komið aftur
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Auðvitað leiðir þessi góði árangur
til þess að maður verði, að minnsta
kosti að einhverju leyti, fyrirmynd
jafnaldra sinna og skólasystkina.
Núna í kringum jólin hafa þau nokk-
ur komið til mín og spurt hver lykill-
inn að þessu sé. Og skýringin er svo
sem ekki flókin,“ segir Gísli Þór Ax-
elsson. Hann brautskráðist á dög-
unum með stúdentspróf af nátt-
úrufræðibraut frá Fjölbrautaskóla
Suðurlands. Var dúx, ekki bara á
önninni, því aldrei í um það bil þrjá-
tíu ára sögu skólans hefur nemandi
náð jafn hárri meðaleinkunn, það er
9,88. Er óhætt að fullyrða að fáir
geri svo vel, jafnvel þótt árangur
nemenda úr fleiri framhaldsskólum
landsins sé tekinn með í reikninginn.
Ljúka verkefnum fljótt og vel
„Uppskriftin að því að farnast vel í
námi er að taka námið skipulega og
leggja vinnu í hlutina. Taka einn dag
í einu og ljúka þeim verkefnum sem
fyrir liggja bæði fljótt og vel. Láta
heldur ekkert safnast upp og það
versta er ef maður til dæmis frumles
námsbækurnar fáeinum dögunum
fyrir próf. Sú aðferð er raunar
dæmd til þess að mistakast,“ segir
Gísli Þór sem er sonur Axels Þórs
Gissurarsonar og Ásdísar Bjargar
Ingvarsdóttur.
Ágætiseinkunn er lýsing sem
stundum er notuð um árangur
þeirra nemenda sem best gera og
hæst skora. Ef til vill má nota ögn
hástemmdari lýsingar um það
hvernig Gísla Þór hefur vegnað, en
hann er aðeins átján ára og náði
stúdentsprófinu á aðeins sjö önnum
en flestir þurfa átta annir til.
Góður í raungreinum
„Nei, ég tók þetta svo sem ekki
með neinu áhlaupi heldur var bara á
þessu venjulega róli og var að taka
rétt um tuttugu námseiningar á
önn,“ útskýrir Gísli Þór sem segir
stærðfræði, eðlisfræði, líffræði og
aðrar raungreinar liggja vel fyrir
sér.
„Stærðfræðin er áhugaverð en um
hana eins og aðrar greinar gildir að
maður verður að leggja vinnu í hlut-
ina. Ég tók sjö áfanga í stærðfræð-
inni og alls 21 námseiningu – já og
var alltaf með 10,“ segir Gísli Þór
sem var þegar allur námsferilinn var
skoðaður með níu í sjö greinum og
tíu í 42 námsáföngum. Þykir þetta
lofsvert og þegar okkar maður gekk
af sviðinu við brautskráningarathöfn
var hann klyfjaður bókum og ýms-
um öðrum viðurkenningum, svo sem
frá skólanum og hollvinasamtökum
hans.
Í trésmíði en stefnir á lækninn
Stundum er sagt að eftir því sem
fólk hafi fleiri járn í eldinum og
meira að gera þeim betur skipuleggi
það sig og skapi sér þannig tíma.
Þannig hefur Gísli Þór sannarlega
haft fókusinn á náminu en einnig
sinnt áhugamálum sínum af krafti
og stundað handbolta, körfubolta og
tekið þátt í ýmsu öðru tómstunda-
starfi.
Sú var tíðin að fólk var fært í flest-
an sjó og að sumra mati fullnuma
komið með stúdentsprófið. Í dag eru
kröfurnar meiri og að hætti metn-
aðarfullra námsmanna stefnir Gísli
Þór lengra og stefnir á nám í lækn-
isfræði við Háskóla Íslands strax í
haust.
„Það komast aðeins 48 inn í
læknadeildina á hverju hausti og því
þarf maður að fara að undirbúa sig,“
segir Gísli Þór en inntökuprófin í
læknisfræðinni byggjast á því að
könnuð er almenn þekking fólks á
ýmsum þáttum, svo sem á því hvað
það hafi á takteinum til dæmis af
námsefni framhaldsskólans. „Ég
verð að vinna við trésmíði fram á
sumar en get svo legið í bókum á
kvöldin og undirbúið mig fyrir lækn-
isfræðina sem mér finnst mjög
áhugaverð.“
Með tíu í 42 námsáföngum
Gísli Þór
Axelsson dúxaði
með ofureinkunnir
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Dúx Gísli Þór Axelsson náði afbragðsgóðum árangri við Fjölbrautaskóla Suðurlands og brautskráðist með 9,88 á
stúdentsprófi. Í viðurkenningarskyni fékk hann fjölda bóka sem koma munu sér vel því Gísli stefnir á frekara nám.