Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 31

Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Brids í Stangarhyl Fimmtudaginn 16. janúar var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl. Spilað var á 11 borðum. Efstu pör í N/S Björn Árnason - Auðunn Guðmss. 246 Örn Ingólfsson - Örn Isebarn 242 A/V Tómas Sigurjss. - Björn Svavarss. 251 Albert Þorsteinss. - Bragi Björnsson 235 Félag eldri borgara í Reykjavík Mánudaginn 20. janúar var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara, Stangarhyl Efstu pör í N/S: Soffía Daníelsd. – Kristín Guðbjörnsd. 253 Örn Ingólfsson – Steinn Lárusson 239 A/V Albert Þorsteinss. – Bragi Björnsson 265 Bjarni Guðnas. – Guðm. K. Steinbach 263 Fimmtudaginn 23. janúar var spil- aður tvímenningur á 13 borðum. Efstu pör í N/S: Magnús Oddss. - Oliver Kristófersson 388 Jón Hákon Jónss. - Höskuldur Jónss. 351 A/V Bjarni Guðnas. - Guðm. K. Steinbach 384 Kristín Guðbjörnsdóttir. - Friðgerður Benediktsdóttir 354 Helgi Skálholtsstaðar snertir alla þjóðina, stað- urinn sjálfur, dómkirkj- an, sagan og mannvist- arleifar á staðnum. Þarna eru líka ómet- anlegir listmunir og list- búnaður sem varðveita ber og sýna fulla rækt og virðingu. Þetta eru þjóð- argersemar. Annað málþing Skál- holtsfélags hins nýja er í undirbúningi. Það verður haldið í sal Þjóðminjasafns hinn 12. febrúar næstkomandi. Þar munu færustu sérfræðingar fjalla um Skálholtsdómkirkju og listbúnað hennar. Markmiðið er að vekja athygli á vernd og nauðsynlegum viðgerðum. Skálholtsfélag hið nýja var einkum stofnað til þess að verða áhugamönn- um og velunnurum Skálholtsstaðar vettvangur samráðs og sjálfboða- vinnu. Í félagslögum segir: „Tilgangur félagsins er að styðja við kirkjulegt og menningarlegt starf í Skálholti, er efli tengsl kirkju og þjóðlífs og stuðli að sem víðtækustum áhrifum kristinnar trúar og kristinnar menningar í ís- lensku þjóðlífi.“ Félagsmenn gera sér grein fyrir margþættum vanda sem þjóðkirkjan tekst á við, en félagið tekur ekki afstöðu til ann- arra mála en þeirra sem beinlínis snerta Skálholtsstað. Skálholtsfélag hið nýja leggur áherslu á þessi atriði:  að eignir þjóð- kirkjunnar á Skál- holtsstað verði vel og myndarlega haldnar og varðveittar og þeim sómi sýndur, þ.á m. dómkirkj- an, skólahús, íbúðarhús, minnisvarði, skólavarða, mannvistarleifar, kirkju- garður, hlað, nánasta umhverfi;  að friðun og friðlýsing á Skál- holtsstað verði virt í hvívetna, en þetta snertir m.a. hönnun og stað- setningu allra nýrra mannvirkja, þ.á m. „Þorláksbúðar“;  að öll starfsemi á staðnum sam- rýmist þessu og lúti virðingu og helgi Skálholtsstaðar;  að í Skálholti sitji og starfi vígslubiskup og sóknarprestur; vígslubiskup sé staðarhaldari og annist um forsjá og þá starfsemi sem þjóðkirkjan hefur á staðnum, þ.á m. fræðslu, kyrrðardaga, listviðburði, helgihald o.fl.;  að unnið verði svo fljótt sem verða má að brýnum viðhalds- og um- bótaverkefnum við glugga dómkirkj- unnar, við turn og bókhlöðu, við kirkjuklukkur, við mannvistarleifar, svo og við nauðsynlega móttöku- og sýningaraðstöðu á staðnum;  að tekið verði tillit til virðingar og helgi Skálholts, auk ofangreindra sjónarmiða, ef einhverjir þjónustu- þættir á Skálholtsstað verða leigðir út til verktaka í ferðaþjónustu, en þá verði m.a. sérstaklega tryggt að af- rakstur útleigu renni til brýnna verk- efna á staðnum;  að Skálholtsfélag hið nýja hyggst leggja fram krafta til fjáröfl- unar fyrir mikilvæg viðhalds- og um- bótaverkefni á Skálholtsstað. Þjóðargersemar í Skálholti Eftir Jón Sigurðsson » Skálholtsfélag hið nýja var einkum stofnað til þess að verða áhugamönnum og vel- unnurum Skálholts- staðar vettvangur sam- ráða og sjálfboðavinnu. Jón Sigurðsson Höf. er fv. skólastjóri á Bifröst og formaður Skálholtsfélags. Þær fréttir eru farn- ar að berast frá Bret- landseyjum af vís- indamönnum þar á bæ, nánar til tekið við Ox- ford-háskólann, að tek- ist hafi að sprauta efni inn í heilann sem or- sakar það að sjúklingar með parkinsons-veiki eygja von um betri daga í framtíðinni. Aðferðin sem notuð er nefnist Pro Savin og byggist á því að efnablöndu (vírusum) er sprautað beint inn í heil- ann og bera með sér ensím. Ensímið framleiðir dópamín þegar inn í heil- ann er komið sem er nauðsynlegt því skortur á því er orsökin fyrir veikind- unum. Mjög fljótlega eftir að þessi aðferð hefur verið reynd á fólki hætta þær ósjálfráðu hreyfingar sem þjaka mjög þá sem hafa þennan sjúkdóm. Það er einlæg von mín að yfirvöld sjái til þess að þessari aðferð til lækn- ingar á parkinsons-veiki verði komið á markað hér á landi eins fljótt og mögulegt er. Ef þessi aðferð yrði tek- in upp og myndi reynast vel, sem ekki er nein ástæða til að draga í efa, myndi það spara ríkinu stórkostlegar fjárhæðir á hverju ári því margir þeir sjúklingar sem eru á stofnunum í dag með parkinsons-veiki myndu geta hugsað um sig sjálfir eftir þessa með- ferð. Taugalæknar á Ís- landi sem hafa með- höndlað þá sjúklinga sem haldnir eru park- insons-veiki ættu þess vegna að kynna sér rækilega þessa aðferð og greina frá því hvað þarna sé á ferðinni að þeirra mati. Einnig ættu yfirvöld þá að reyna að flýta fyrir að- gengi sjúklinga að þessari meðferð. Vonin blíð Eftir Sigurjón Gunnarsson Sigurjón Gunnarsson »Ný aðferð hefur verið verið fundin til lækningar á park- insons-veiki og þegar hafnar tilraunir, m.a. í Bretlandi, sem lofa afar góðu. Höfundur er matreiðslumeistari. Við bjóðum öll afmælisbörn velkomin og gefum þeim fría n eftirrétt í tilefni dagsins. afmaeli? Attu´ Til hamingju!!! H ug sa sé r! Á LEIÐ TIL ÚTLANDA? Sjónmælingar (tímapantanir): Optical Studio í Leifsstöð, 4250500 Optical Studio í Smáralind, 5288500 Optical Studio í Keflavík, 4213811 Velkominn í verslun okkar á fríhafnarsvæðinu í Leifsstöð. Gleaugu allt að 50% ódýrari en á megin- landi Evrópu. ...alveg með’etta Fylgir Morgunblaðinu alla fimmtudaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.