Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 48

Morgunblaðið - 25.01.2014, Page 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 FERSKLEIKI • GÆÐI • ÞJÓNUSTA FORRÉTTUR Hvítlauksristaðir humarhalar með brauði og hvítlaukssmjöri AÐALRÉTTUR Lamba primesteik með ristuðu grænmeti, rósmarín, hunangi og bakaðri kartöflu EFTIRRÉTTUR Frönsk súkkulaðikaka með þeyttum rjóma og ferskum berjum BRUNCH Heilsu Brunch: Brauð, ostur, soðið egg, tómatur, gúrka, ávextir, sulta, kjúklingaskinka og íslenskt smjör Lúxus Brunch: Spæld egg, beikon, ostasneiðar, spægi- pylsa, brauð, kartöflur, ferskt tómatsalat, smoothie, ávextir, sulta, smjör og amerískar pönnukökur með sírópi. Sá eða sú er ákvað að endur-taka síðastliðna tónleika SÍstrax næsta kvöld ætti aðgeta varpað öndinni léttar eftir fimmtudagsaðsókninni að dæma, sem smekkfyllti (að kór- pallasætum slepptum) Eldborg- arsalinn og renndi traustum stoðum undir fullyrðingu tónleikaskrár um að jafnan teljist til tíðinda þegar Víkingur Heiðar leikur með hljóm- sveitinni. Og ekki nema gott um það að segja, enda hefur frammistaða hans hingað til reynzt hlustendum verðskuldað aðdráttarafl, jafnvel þótt sumum vegi oft þyngra hvaða verk eru í boði en hverjir flytja þau. Væri vissulega forvitnilegt að vita hvert stefnir í þeim málum, þó að gruna megi að síaukið kastljós á túlkandann sé tímanna tákn með al- mennt minnkandi söguvitund í æ fyrirferðarmeiri „viðburðamenn- ingu“ seinni áratuga. Að mínu viti hefur 1. Píanókons- ert Brahms (1858) – löngu við- urkennt meistaraverk – aldrei stað- izt samjöfnuð við segjum Fiðlukonsert hans (1878) að lagræn- um tærleika, og bætti ekki úr skák hvað samhljómur píanós og hljóm- sveitar virtist, ofan af neðstu svöl- um, undarlega knúsaður og jafnvel þvoglukenndur – hvort sem það stafaði af óhóflegri pedalnotkun eða hljómstillingu salarins, ef þá ekki einkum af þykkildislegum rithætti Hamborgartónskáldsins unga. En sjálfsagt voru flestir nærstaddir því ósammála, enda báru heitu undir- tektirnar ekki vott um annað. Að öðru leyti var píanóleikurinn óað- finnanlegur, ekki sízt í einleiks- kadenzunum við fylginn samleik hljómsveitar. Hin „litla“ C-dúr Sinfónía Schu- berts frá 1818 (til aðgreiningar frá hinni „stóru“ nr. 9 í sömu tónteg- und) hefur lengst af staðið í skugga nágranna sinna nr. 5 og 7, enda til- tölulega lítt flutt; hér á landi t.a.m. aðeins 1964 og 1981 fram að þessu. En þó að hún láti hlutfallslega lítið yfir sér – „anspruchslos“ eins og þýzkumæltir myndu segja – þá býr hún víða yfir þokkafullum sjarma, með vaudeville-kenndu aðalstefi I. þáttar og óborganlega frjóum rytma í Scherzóinu (III) er skýrt mótuð stjórn Christians Mandeal dró fram í þverpokum með sprelllifandi styrkbrigðum. Tónleikaskráin gat þess ekki hvort Mandeal hefði stjórnað SÍ áð- ur, en ekki fann ég neitt sem benti til þess. Hitt var augljóst að þarna fór maður sem kunni sitt fag í aust- urrísk-ungverskum tóngeira. Það sást enn gerr í lokaverkinu, fyrri Rapsódíu rúmenska landa hans Enescus frá 1901 er ég minnist ekki að hafa áður heyrt í jafn bullsjóð- andi útfærslu. Hljómsveitin lék eins og innblásin skeiðklukka, dúnd- urhvasst og nákvæmt með logandi sígaunaástríðu í hverri æð. Var því sannarlega tími til kominn að fá manninn hingað, og þótt fyrr hefði verið. Logandi sígaunaástríður Morgunblaðið/Ómar Einleikarinn Rýni þótti samleikur píanós og hljómsveitar „undarlega knúsaður“ en að „öðru leyti var píanóleikurinn óaðfinnanlegur, ekki sízt í einleikskadenzunum við fylginn samleik hljómsveitar,“ segir hann um leik Víkings Heiðars. Eldborg í Hörpu Sinfóníutónleikarbbbmn Brahms: Píanókonsert nr. 1. Enescu: Rúmensk Rapsódía nr. 1. Schubert: Sin- fónía nr. 6. Víkingur Heiðar Ólafsson pí- anó og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Cristian Mandeal. Fimmtu- daginn 23.1. kl. 19.30. RÍKARÐUR Ö. PÁLSSON TÓNLIST Sýning á verki Katrínar Sigurðar- dóttur Undirstaða, eða Foundation, verður opnuð í Hafnarhúsi Lista- safns Reykjavíkur í dag klukkan 16. Verkið var framlag Íslands til Fen- eyjatvíæringsins á liðnu ári. Verk Katrínar er viðamikil inn- setning sem er sett hér upp í A-sal Hafnarhússins, en flæddi í Fen- eyjum um og út úr íslenska skál- anum sem var fyrrum þvottahús við glæsihýsið Palazzo Zenobio. Verkið hefur útlínur hefðbundins garðskála frá 18. öld og saman- stendur af upphækkuðu gólfi sem brýst gegnum veggi og út í port og gleypir einnig súlur sýningarrým- isins. Handgerðar flísar – alls um 9.000 talsins – mynda skrautlegt mynstur í barokkstíl, sem Katrín vann af mikilli nákvæmni eftir gömlu parketgólfi frá barokktím- anum, með per- sónulegum við- bótum, og er sýningargestum boðið að ganga á gólfinu og upplifa þannig verkið undir fótum sér. Undirstaða er hugsuð sem þrí- leikur innsetn- inga með sama efniviðnum. Fyrsta gerð verksins var sýnd í Feneyjum þar sem verkið skaraðist við veggi hins gamla þvottahúss. Hér er verkið sett upp í sal, þar sem afar rúmt er um það og hægt að upplifa það á allt annan hátt en í Feneyjum, í rými sem upp- haflega var vörugeymsla. Að lokum verður verkið sett í sumar upp í stórum sal í SculptureCenter í New York en þar var verkstæði fyrir járnbrautarvagna. Katrín segir að á hverjum stað leggi umgjörðin sitt til mótunar verksins. Þetta er þriðja einkasýning Katr- ínar í Listasafni Reykjavíkur og hafa þær, að hennar sögn, allar snú- ist á einhvern hátt um það að fara gegnum veggi. „Árið 2000 bjó ég til glugga/spegla sem veittu nokkurs- konar útsýni yfir nágrenni safnsins. Árið 2004 byggði ég 100 metra vegg sem hlykkjaðist milli sýningarsala og núna risagólf sem sker húsið.“ Sýningin er skipulögð af Kynning- armiðstöð íslenskrar myndlistar. Sýningarstjórar voru Ilaria Bona- cossa, safnstjóri Villa Croce í Genóa, og Mary Ceruti, safnstjóri Sculp- tureCenter í New York. Vegleg bók var gefin út um verkið þegar það var sýnt í Feneyjum. Ljósmynd/Pétur Thomsen Barokkgólf Verkið Undirstaða í Hafnarhúsinu og flæðir út í portið. Um 9.000 flísar voru handgerðar fyrir það. Feneyjaverk Katrínar sýnt í Hafnarhúsinu  Innsetningin er upphækkað gólf úr handgerðum flísum Katrín Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.