Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Aðspurður segir Stefán að frum- greining eigi að tryggja börnum alla þá þjónustu sem nauðsynleg er. Stýring fjármuna innan kerfisins eigi ekki að stranda á því að frum- greining liggi aðeins fyrir, en ekki lokagreining. Það sé þó þannig í nokkrum til- vikum að fjárstýring byggist á loka- greiningunni, t.d. byggist stýring fjármuna til sérkennslu í grunn- skólum í Reykjavík að hluta á fulln- aðargreiningum Greiningarstöðvar og hið sama eigi við um barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Hann hafi þó nýverið verið á fundi með skólayfirvöldum í Reykjavík og fengið þær upplýsingar að algengt væri um að íhlutun væri hafin á grundvelli frumgreiningar, en hún síðan endurskoðuð þegar ítarlegri greining liggur fyrir. Hafa skyldum að gegna Stefán sat í nefnd um samhæfða þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir sem skilaði skýrslunni sem fjallað er um hér til hliðar. Hann bendir á að skýrslan taki að- eins til þeirra sem búi við mestan og fjölþættasta vandann og þurfi þess vegna meðferðarvistun, en fjalli ekki almennt um þau börn sem stríða við alvarlegar þroska- og geðraskanir. Öll þurfi þau þó á samhæfðri þjón- ustu að halda en sum börn, sem sum- ir kalla „landamærabörn“ falli á milli kerfa og þá reyni á getu kerfanna til samhæfingar. Stefán segir að það eigi ekki að skipta höfuðmáli hvort börnin teljist falla undir þjónustukerfi fatlaðra eða ekki, þar sem málefni fatlaðra hafi verið flutt yfir til sveitarfélaganna. Sveitarfélögin eigi ríkum skyldum að gegna við börnin; þau sæki þar leik- skóla og grunnskóla auk þess sem sveitarfélögin séu skuldbundin til að halda úti greiningar- og ráðgjafar- þjónustu og félagslegum stuðningi. Geta þurft að bíða í eitt ár eftir endanlegri greiningu  Aðgerðir og þjónusta á grundvelli frumgreiningar  Bíði ekki með aðgerðir Morgunblaðið/Kristinn Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þjónar fötluðum börnum og ungmenn- um og fjölskyldum þeirra. Þar fer fram athugun og greining barna með fatlanir og önnur alvarleg frávik í taugaþroska og stofnunin veitir stuðning við fjölskyldur og ráðgjöf um þjálfun, meðferð og kennslu fatlaðra barna. BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Bið eftir þverfaglegri greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins getur verið yfir tólf mánuðir og bíður hópur grunnskólabarna svo lengi, en jafnframt er reynt að sinna yngri börnum fyrr. Tilvísunum í grein- inguna er forgangsraðað og þau börn sem talin eru í mesta vand- anum komast í þjónustu Greining- arstöðvarinnar. Þá eiga börn sem hafa fengið frumgreiningu að njóta þjónustu í samræmi við hana frá því hún liggur fyrir. „En við önnum ekki nærri því öllu sem er leitað til okkar með,“ segir Stefán J. Hreiðarsson, barnalæknir og forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafarstöðv- arinnar. Ástandið er þó mun betra en árið 2007 þegar um 250 börn voru á bið- lista og biðin gat varað í allt að þrjú ár. Frumgreining batnað Börn sem koma í greiningu hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð hafa áður fengið frumgreiningu, oftast hjá skólasálfræðingum og hún er notuð til að forgangsraða inn á stöð- ina. Börn á grunnskólaaldri geti þurft að bíða í allt að 12 mánuði eftir að komast í lokagreiningu. „En við reynum að hafa samband við for- eldra og skóla þegar frumgreining liggur fyrir og sjá til þess að byrjað sé með íhlutun og þjónustu á grund- velli frumgreiningar, þótt endanleg greining hafi ekki farið fram,“ segir Stefán. Undanfarið ár hafi starfsmenn farið meira á vettvang og veitt ráð- gjöf, jafnvel þótt lokagreining liggi ekki fyrir. Það hjálpi til að greining- arvinna utan stöðvarinnar hafi batn- að mjög undanfarinn áratug. Þjónar fötluðum börnum og ungmennum Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Markmið byggingarreglugerðar munu halda sér. Það verður aðgengi fyrir alla alls staðar í nýjum húsum. Það er ekkert slegið af því,“ sagði Bergur Þorri Benjamínsson. Hann er fulltrúi Sjálfsbjargar, landssam- bands fatlaðra, í starfshópi hjá Mann- virkjastofnun sem hefur unnið að endurskoðun byggingarreglugerðar sem tók gildi í janúar 2012. Sú gagnrýni hefur komið fram að byggingarreglugerðin hafi aukið byggingarkostnað. Bergur Þorri sagði það vera umdeilanlegt hvað reglugerðin hefði valdið mikilli kostn- aðaraukningu því tiltölulega lítið hefði verið byggt eftir henni. Hann sagði að endurskoðun reglugerðar- innar væri að ljúka. „Það er búið að fara yfir reglurnar eins og þær gilda á Norðurlöndunum. Ef það var ósamræmi þá var reglu- gerðin okkar samræmd við reglu- gerðir í öðrum löndum á Norðurlönd- um,“ sagði Bergur Þorri. Hann sagði það vera mjög mikilvægt fyrir fatlaða að aðgengi yrði tryggt alls staðar. „Byggingarreglugerðin breytir fyrst og fremst því að þú getur treyst því að aðgengi fatlaðra verði ekki tak- markað heldur að þeir hafi greiðan aðgang að öllum svæðum húsa, t.d. nýrra samkomuhúsa. Það á ekki að þurfa að hringja á undan sér og spyrja um aðgengi, það á að vera hægt að ganga að því sem vísu. Það verður mikil framför og í takti við það norræna samstarf sem við erum í. Við fylgjum öðrum löndum á Norður- löndum í þessu,“ sagði Bergur Þorri. Fram kom í viðtali við Sigurð Inga Jóhannsson umhverfisráðherra í gær að hann vonaðist til að breytingarnar yrðu kynntar í næsta mánuði. Aðgengi fyrir alla tryggt alls staðar  Fulltrúi Sjálfs- bjargar endurskoðaði byggingarreglugerð Morgunblaðið/Sigurgeir S. Nýbyggingar Aðgengi fatlaðra verður tryggt í nýjum húsum. Í nóvember kom út skýrsla nefndar um samhæfða þjónustu við börn með alvarlegar geð- og þroskaraskanir þar sem mælt er með að þjónusta við þennan hóp barna falli undir þjónustukerfi fatlaðra. Þá taldi nefndin m.a. nauðsynlegt að ríkið kæmi meira að því að leysa vanda þessara barna. Skýrslan er komin í farveg, eins og það heitir. Henni hefur verið vísað til samráðsnefndar um málefni fatlaðra sem er m.a. ætlað að vera velferðarráðherra og sveitarfélögum til ráðgjafar um málefni fatlaðs fólks og hafa umsjón með yfirfærslu þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga. Soffía Gísladóttir, formaður samráðsnefndarinnar, segir að skýrslan hafi þegar verið rædd í nefndinni. Skýrslan sé góð, enda gerð af helstu sérfræðingum á þessu sviði, en leggja þurfi í ýmsa vinnu til viðbótar, s.s. afla frekari upplýsinga um stærð hópsins og kostnað við þjónustu við hann. Hún vonast til að samráðsnefndin geti lokið umfjöllun um skýrsl- una í febrúar. Þá verði ákveðið hvernig frekari vinnu vegna hennar verði háttað. Afla þarf frekari upplýsinga TIL UMFJÖLLUNAR HJÁ SAMRÁÐSNEFND Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi Fyrirsjáanleg endurnýjun á fiski- skipastól Íslendinga mun skapa mikil umsvif og veltu hjá iðnfyrir- tækjum. Þetta kemur fram í grein- ingu sem sérfræðingar Íslenska sjávarklasans sendu frá sér í gær. Segja þeir að 500 millj. kr. fjárfest- ing í endurnýjun togara skili sér í að minnsta kosti 350 til 600 millj. kr. aukinni veltu í hagkerfinu og skapi jafnframt um fjörutíu ný árs- verk. Íslenski fiskiskipaflotinn er kom- inn til aldurs. Nú þarf, segir sjávar- klasinn, að kaupa ný skip eða bæta þau eldri. Ísfisktogari er tekinn sem dæmi í þessu sambandi. Gefin er sú forsenda að endurgerð sé pakki upp á 500 milljónir króna. Af því séu laun á bilinu 175-200 millj- ónir kr., eða um 40%. Þá sé eftir að kaupa búnað, tæki og fleira fyrir ámóta háa hlutfallstölu. „Því má gera ráð fyrir að 300 milljónir króna skili sér inn í íslenska hag- kerfið ef útgerð velur að nýta sér íslenskt tæki og iðnfyrirtæki,“ seg- ir í greiningunni. Sjávarklasamenn ræddu í grein- ingarvinnu við stjórnendur fjöl- marga tæknifyrirtækja. Eftir þeim er haft að útflutningur hafi haldið lífinu í starfsemi þeirra síðustu ár, enda hafi eftirspurnin þaðan verið mikil. Nú séu íslenskir útgerðar- menn aftur byrjaðir að fjárfesta; enda séu fyrirtæki þeirra að vinna sig út úr hruninu og óvissa um starfsskilyrði sjávarútvegsins sé á undanhaldi. sbs@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útgerð Skipið Skinney SF við bryggju austur á Höfn í Hornafirði. Endurnýjun skipa skapar mikla veltu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.