Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftir því semátökin íSýrlandi dragast á langinn, og vonir arabíska vorsins fölna, kemur hið trúar- lega eðli ólgunnar fyrir botni Miðjarðarhafs skýrar í ljós. Í Mið-austurlöndum geisar nú nýtt kalt stríð á milli súnníta og sjía-múslíma, og endur- speglast sú togstreita í þeim mikla ríg sem ríkir á milli Sádí-Arabíu og Írans. Þessi deila sker sig þvert á nánast öll landamæri heimshlutans, enda voru þau ákvörðuð í kjöl- far fyrri heimsstyrjaldar af Bretum og Frökkum. Við gerð þeirra landamæra var ekkert tillit tekið til hinna ólíku hópa sem áður hafði verið haldið í skefjum undir Ottómönum, og ætti því vart að koma á óvart, þó að brestir hafi myndast nú um hundrað árum síðar. Samkeppnin á milli Sáda og Írana blasir við nánast hvert sem litið er. Rammast hefur kveðið að henni í Sýrlandi, þar sem stuðningur Írans við Ass- ad forseta hefur leitt af sér samsvarandi stuðning Sáda við uppreisnaröflin í landinu. Íranir hafa aukinheldur stutt vel við bakið á sjítum í Írak og stutt við mótmæli meirihlut- ans í Barein, svo fáein dæmi séu nefnd. Til þess að sporna við uppgangi Írana hafa Sádar brugðist við með ýmsum hætti, og meira að segja tekið hönd- um saman við höfuðóvininn Ísr- ael til þess að reyna að hemja metnað Írana í kjarnorkumálum. Ofan á þetta bætast ítök öfgamanna, á borð við Al Kaída-samtökin, en í hreyf- ingu þeirra, sem kennir sig við íslamskt ríki í Írak og Sýr- landi, fyrirfinnast menn sem telja sjíta meiri óvini sína en hin hötuðu vesturveldi. Beina þeir því hermdarverkum sín- um mestmegnis að trúbræðr- um sínum og reyna að valda frekari úlfúð og illindum á milli hinna ólíku trúarhópa. Heyrst hafa raddir um að rígurinn nú sé einungis upp- hafið að stærri trúarbragða- deilu innan Íslams, hliðstæðri þeirri sem ríkti í Evrópu á dögum Þrjátíu ára stríðsins, þar sem mótmælendur og kaþ- ólikkar bárust á banaspjót yfir réttri túlkun á friðarboð- skapnum. Líklegt er að tog- streitan á milli Sáda og Írana, og súnníta og sjíta þar með, muni vara lengi enn, og er fátt við því að gera. En ef íslamska kalda stríðið endar í hjólförum Þrjátíu ára stríðsins gætu af- leiðingarnar orðið afdrifaríkar ef ekki beinlínis skelfilegar, ekki einungis fyrir heimshlut- ann, heldur heimsbyggðina alla. Er nýtt Þrjátíu ára stríð í vændum?} Bræðravígin halda áfram ÞingmönnumSamfylkingar- innar er mikið í mun að tala sig og skrifa frá verkum sínum á síðasta kjörtímabili. Þetta er skiljanlegt en töluvert vant- ar upp á að þessi tilraun til að varpa af sér ábyrgð sé sann- færandi. Össur Skarphéðinsson, sem gegndi ráðherrastarfi allt ævi- skeið vinstristjórnarinnar, skrifaði heila bók í þeim til- gangi að fegra söguna en vand- inn við þá bók er að ekki liggur fyrir að hve miklu leyti hún er eftirásamin skáldsaga og að hve miklu leyti hún er byggð á raunverulegum dagbókar- færslum. Hvað sem því líður þá viður- kennir Össur nú að vinstri- stjórnin hafi þegar á árinu 2012 verið búin að missa meirihluta sinn í þinginu og hafi því verið orðin minnihlutastjórn. Nú hefur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir einnig stigið fram og viðurkennt að ríkisstjórnin hafi verið orðin „form- lega minni- hlutastjórn“ síðla árs 2012 eftir að hafa haft „öll ein- kenni minnihlutastjórnar löngu áður“. Hún segir einnig að hún hafi talið „tvö skýr til- efni til að „skila umboðinu“ til Bessastaða, eftir Icesave- kosningarnar fyrri og síðari.“ Hafi Sigríður verið þessarar skoðunar, hvers vegna beitti hún sér þá ekki fyrir því að um- boðinu væri skilað í stað þess að hafa þessar skoðanir fyrir sig? Og hafi þau Össur vitað að ríkisstjórnin var orðin „form- leg minnihlutastjórn“ hvernig stendur þá á því að þau greindu ekki frá því og kröfðust þess að forseta yrði skýrt frá því að skilyrði stjórnarmyndunar- umboðsins væru ekki lengur fyrir hendi? Eru þetta dæmi um hin opnu, heiðarlegu og lýð- ræðislegu stjórnmál sem Sam- fylkingin segist standa fyrir? Stjórnarliðar leyndu því að ríkisstjórnin væri orðin minni- hlutastjórn} Játningar og yfirklór F átt er betur til þess fallið að greina „þá“ frá „okkur“ en alhæfingar; svertingjar hafa taktinn í blóðinu, hommar eru snyrtipinnar, gyð- ingar nískir og konur hugsa ekki um annað en föt og skó. Það getur og verið erf- itt að losa sig við alhæfingarnar, enda eru þær oft súrraðar saman við fordóma sem okkur eru innrættir á lífsleiðinni. Að því sögðu þá miðar í rétta átt, í það minnsta hér á landi, og þrátt fyr- ir sífur um gamla góða daga þá stendur nútím- inn öllum tímum framar, nema hugsanlega for- sögulegum tíma – áður en mannkynið varð til. Í bókinni Við Jóhanna, lýsir Jónína Leós- dóttir því hvernig þær Jóhanna Sigurðardóttir fóru leynt með samband sitt þar til þær töldu óhætt að koma úr felum. Þegar Jóhanna varð síðan forsætisráðherra höfðu erlendir fjöl- miðlar gríðarlegan áhuga á því að forsætisráðherra Ís- lands skyldi vera samkynhneigður. Meðal annars nefnir Jónína í bókinni grein sem birtist í tímaritinu Time í jan- úar 2010 sem sagði frá samkynhneigðum stjórnmála- leiðtogum í Evrópu og bar saman við það hvað samkyn- hneigðir hefðu átt erfitt uppdráttar í stjórnmálalífi vestan hafs. Í greininni segir blaðamaðurinn, William Lee Adams, frá því er hann ræddi meðal annars við Baldur Þórhallsson um þá staðreynd að enginn íslenskur fjölmið- ill gerði sér mat úr því að Jóhanna Sigurðardóttir væri samkynhneigð eða ræddi það yfirleitt. Adams hefur það svo eftir Baldri að afstaða íslensku fjölmiðlanna bendi til þess að enn sé verk óunnið í réttindabaráttu samkynhneigðra á Íslandi; íslenskir fjölmiðlar viti ekki hvernig þeir eigi að fjalla um samkyn- hneigða stjórnmálamenn. Sjálfur tekur Adams annan pól í hæðina: „Hvergi nema á Íslandi þætti mönnum það vanvirða að líta framhjá kynhneigð forsætisráðherra. Víðast teldist það sigur.“ Þegar ég var staddur í Bretlandi stuttu fyrir jól birtist viðtal við söngvarann Robbie Willi- ams sem var þá að senda frá sér breiðskífu með dægurlögum í sveifluútsetningum. Í við- talinu ræðir hann um það hve hann hafi gaman af sveiflu- og söngleikatónlist og klykkir út með að hann sé 49% hommi, stundum 50%, enda sé þannig músík einmitt dæmigerð hommatónlist. Ýmsir urðu til að benda Willi- ams á að ummæli hans sýndu fyrst og fremst að hann væri 100% bjáni, en segðu ekkert um það hvort hommar væru líklegri til að hafa gaman af söngleikja- tónlist frekar en af gömlu dönsunum. Málið er nefnilega það að hommar eru allskonar alveg eins og mannfólkið al- mennt; sumir hommar hafa gaman af að klæða sig upp og fara í gleðigöngur en aðrir vilja sitja úfnir heima að horfa á enska boltann, sumar lessur vilja þeysa um á mótorfák með ygglubrún, en aðrar sauma út einhyrninga. Ég nefndi í upphafi þá tilhneigingu okkar að greina „þá“ frá „okkur“, en með tímanum áttum við okkur vonandi á því að þeir eru við og við erum þeir og það eru allir eins, bara mismunandi eins. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Þeir eru við og við erum þeir STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Því hefur ekki verið endan-lega svarað hvort fariðverður að tilmælum Lands-sambands smábátaeigenda (LS) um aukningu ýsukvóta. Sjó- menn hafa sagt að svo mikið sé af ýsu á grunnslóð að erfitt sé að forðast hana, en á Hafrannsóknastofnun fást þær upplýsingar að engar forsendur séu til að breyta ráðgjöf frá síðasta sumri. Ýsustofninn sé í lægð vegna lélegrar nýliðunar hin síðari ár. Leyfilegur ýsuafli á fiskveiðiárinu er 38 þúsund tonn. Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jó- hannssonar sjávarútvegsráðherra, segir að ráðherra hafi rætt þessi mál á fundi með forystu LS í síðustu viku. Þar hafi verið farið yfir stöðuna. Ráð- herra kvaðst ætla að fara sérstaklega yfir málið með Hafrannsóknastofnun. Hugsanlegt vanmat LS lagði áherslu á það við ráð- herra að auka nú þegar ýsukvótann um fimm þúsund tonn. Það mundi væntanlega nægja til að koma hreyf- ingu á kvótamarkaðinn og gera hann heilbrigðari en nú er, eins og það er orðað á heimasíðu LS. Skortur á ýsu- kvóta krókaaflamarksbáta var einnig til umræðu á fundi forystu LS með atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri LS, segir að nefndarmönnum hafi verið gerð grein fyrir vandanum. Spurður um rökin fyrir því að auka aflaheimildir í ýsu meðan stofn- inn sé í niðursveiflu segir Örn: „Þau eru einkum tvenns konar. Í fyrsta lagi er megnið af aflanum mjög stór ýsa sem er að fara út úr veiðinni og það er ekki gefið að við getum veitt þessa ýsu á næsta ári. Í öðru lagi hef- ur vöxtur yngstu árganganna, sem eru lélegir að mati Hafrannsókna- stofnunar, verið miklu meiri en búast hefði mátt við. Það bendir til að um eitthvert vanmat sé að ræða.“ Hann segir að erfiðleikar króka- aflamarksbáta hafi upphaflega komið til vegna þess að aðeins 15% afla- marks í ýsu hafi komið í hlut króka- aflamarksbáta við kvótasetningu. Síðan hafi komið í ljós, nánast frá upphafi, að þeir hafi veitt mun meira og síðustu ár hafi þessir bátar veitt um 30% af öllum ýsuaflanum. Menn hafi leigt heimildir úr stóra kerfinu og lengst af hafi það gengið upp peningalega og menn hafi getað fengið leigukvóta. Núna sé, þvert á spár sérfræðinga, meiri ýsa með þorski á miðunum, einkum fyrir norð- an land, og komin sé tregða á leigu- markaðinn. Þessi staða kalli á óhag- ræði og aukinn kostnað í útgerð. „Menn eru að hætta hver á fæt- ur öðrum og vandinn er víða mjög mikill til dæmis á Ströndum þar sem útgerð og vinnsla í landi stendur og fellur með smábátunum,“ segir Örn. Miklar sveiflur Einar Jónsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun, segir það eðli ýsustofna að stærð þeirra sveiflist mjög og síðustu ár hafi ýsustofninn við Ísland verið í niðursveiflu. Síðustu sex ár hafi nýliðun í stofninum verið léleg. Eldri árgangar hafi hins vegar dugað lengur en búist hafi verið við þannig að sveiflan niður á við hafi verið heldur minni en reiknað hafi verið með. Upp úr aldamótum komu nokkrir sterkir árgangar, þar sem ár- gangurinn frá 2003 var mjög sterkur. Þessir árgangar voru grundvöllur mikillar veiði sem fór þegar best lét í um og yfir 100 þúsund tonn fiskveiði- árin 2004 til 2008. „Öll stofnmatslíkön sýna að ýsu- stofninn fer minnkandi, enda meðal- árgangar að hverfa úr stofninum og litlir árgangar að taka við,“ segir m.a. um ýsuna í ástandsskýrslu Hafrann- sóknastofnunar. Árgangar 2008-2012 eru allir metnir mjög slakir og vegna lélegrar nýliðunar mun stofnstærð og afli minnka enn frekar á komandi ár- um, segir í skýrslunni. Ýsa í niðursveiflu veldur víða vanda Ýsuafli Afli í þúsundum tonna eftir veiðarfærum árin 1982–2012 Þú s. to nn 120 100 80 60 40 20 0 1982 1985 1990 1995 2000 2005 2010 2012 Annað (Önnur veiðarfæri og afli útlendinga) Dragnót Botnvarpa Lína Leyfilegur heildarafli 2014 38 þúsund tonn „Hins vegar hefur útbreiðsla ýsu við landið breyst verulega og ég hef því fullan skilning á því þegar sjómenn á Norðurlandi hringja og kvarta yfir að lítið sé að hafa nema ýsu,“ segir Einar Jónsson, fiskifræðingur. „Miðsvæðis norðanlands og reyndar víðar fyrir Norðurlandi hefur verið heilmikið af ýsu þó stofninn sé í mikilli lægð sem stendur. Þar eiga út- gerðir lítinn ýsukvóta og það eru mikil umskipti frá því þegar ýsan veidd- ist nánast eingöngu fyrir sunnan og vestan land. Ég dreg það ekki í efa þegar karlarnir hringja og segjast vera að drukkna í ýsu, en það breytir því ekki að í heild sinni er stofninn í lægð.“ Breytingar á útbreiðslu SEGJAST VERA AÐ DRUKKNA Í ÝSU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.