Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 15
verið skrifstofustjóri og síðar stað-
gengill borgarstjóra Reykjavíkur
á árunum 2008 til 2011.
Oddviti hættir
Gunnar Sigurðsson bakari, odd-
viti Sjálfstæðisflokksins í bæjar-
stjórn Akraness, tilkynnti í fyrra-
haust að hann yrði ekki í framboði
í kosningunum í vor. Gunnar hefur
setið í bæjarstjórn í tuttugu ár.
Í ársbyrjun í fyrra bjuggu á
Akranesi 6.625 manns. Á kjörskrá
í sveitarstjórnarkosningunum 29.
maí árið 2010 voru 4.550.
Fylgi flokka eftir því hvað var kosið síðast (2010)
Fra
ms
ókn
arfl
.
Kýs nú:
Kaus þá:
Vin
stri
-græ
n
Sam
fylk
ing
Sjá
lfst
æð
isfl.
Ann
an
flok
k
eða
fram
b.
?
Björt framtíð Framsóknarflokkur Sjálfstæðisflokkur Samfylking Vinstri-græn Píratar Annar flokkur eða framboð
Flokkur ef kosið yrði á morgun til Alþingis
Myndi
kjósa í
sveitar-
stjórn:
Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 15.-23. janúar 2014.
11%
73%
7% 2%
85%
6% 4%
78%
11%
3% 4%
25%
7%
5%
64%
4%
6%
6%
Fra
ms
ókn
arfl
.
Myndi
kjósa á
Alþingi:
Sjá
lfst
æð
isfl.
Bjö
rt f
ram
tíð
Sam
fylk
ing
Vin
stri
-græ
n
66%
5%
22%
4%
4%
4%
78%
9%
6%
4%
93%
2%4%
3%
7%
87%
4%
7%
8%
85%
39%
9%
9%
33%
9%
Morgunblaðið/Kristinn
Akranes Miklar breytingar verða á fylgi stjórnmálaflokkanna í bænum í
vor samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar.
Ný skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar
fyrir Morgunblaðið bendir til þess að meiri-
hlutinn í bæjarstjórn Akraness sé fallinn. Flokkarnir sem mynda meirihlutann, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn
og Vinstri græn, fá fjóra bæjarfulltrúa í stað sjö sem þeir hafa nú. Samfylkingin tapar miklu fylgi og missir tvo af
fjórum bæjarfulltrúum. Sjálfstæðisflokkurinn eykur fylgi sitt verulega og bætir við sig tveimur fulltrúum. Björt
framtíð nær inn manni.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014
Könnun á fylgi framboða
í Mosfellsbæ
Á morgun
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gunnar Sigurðsson, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins á Akranesi, tilkynnti
í nóvember að hann sækist ekki eftir
endurkjöri eftir 20 ár í bæjarstjórn
og 47 ára störf í félagsmálum. Upp-
stillingarnefnd undirbýr nú fram-
boðslista sem verður borinn undir
fulltrúaráð flokksins á Akranesi um
mánaðamótin. Gunnar er ánægður
með nýju könnunina. „Ég held að
skýringin á þessari góðu útkomu sé
sú að við höfum unnið af viti á kjör-
tímabilinu. Það er fínt fólk í fram-
boði og það er farið að spyrjast út.
Ég er því bjartsýnn á góða útkomu
Sjálfstæðisflokksins.“
Sveinn Kristinsson, oddviti Sam-
fylkingar á Akranesi, tilkynnti í
haust að hann sækist ekki eftir
endurkjöri eftir 24 ár í bæjarmálum.
Uppstillingarnefnd er nú í mótun og
segir Sveinn óráðið hvort efnt verði
til prófkjörs eða raðað upp á fram-
boðslista. Hann tengir fylgistap
flokksins í könnuninni, miðað við
kosningarnar 2010, við sviptingar í
flokkakerfinu síðustu misseri.
„Við unnum góðan sigur í síðustu
sveitarstjórnarkosningum og vorum
stærsti flokkurinn í bænum. Eftir
þau áföll sem síðar hafa dunið á
flokkakerfinu á landsvísu og hjá
Samfylkingunni er ekkert ólíklegt
að við á Skaganum lendum í því líka.
Það er nýtt flokkakerfi að myndast
og mikil gerjun í stjórnmálunum.
Fólk hefur að einhverju leyti misst
trú á flokkunum.“
Verk að vinna fyrir Framsókn
Guðmundur Páll Jónsson tilkynnti
í síðustu viku að hann myndi hætta
sem oddviti Framsóknarflokksins á
Akranesi eftir að hafa gegnt þeirri
stöðu í 20 ár. Uppstillingarnefnd
vinnur nú að framboðslista sem
verður borinn undir atkvæði á
félagsfundi undir lok febrúar.
Guðmundur Páll segir könnunina
benda til að verk sé að vinna fyrir
Framsóknarmenn á Akranesi.
„Við þurfum að eiga samræður og
samtöl við íbúana um það sem
Framsóknarflokkurinn og framboð
hans stendur fyrir. Það hefur verið
þannig í gegnum tíðina á Akranesi
að það þarf að vinna mjög vel í að-
draganda kosninga til þess að ná
samræðu við íbúa, fara í gegnum það
sem framboðið stendur fyrir. Þannig
hefur það alltaf verið.“
Þröstur Þór Ólafsson, oddviti VG,
segir óákveðið hvort efnt verður til
prófkjörs hjá VG eða stillt upp lista.
„Það er engin ein skýring sem ég
sé á þessari útkomu. Ég veit ekki
hvort þetta er hluti af þeirri sveiflu
sem varð í þingkosningunum sl. vor.
Kosningabaráttan er heldur ekki
farin í gang. Ég myndi halda að við
fengjum eitthvað af fylginu úr síð-
ustu kosningum til baka. Við nutum
þá góðs af ástandinu. Það voru enda
nýbúin að fara fram stjórnarskipti
eftir þingkosningarnar 2009.“
Afrakstur góðra verka
Fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokks ánægður að fá 34%
Þungavigtarmenn eru á leið úr bæjarmálum á Akranesi
Þröstur Þór
Ólafsson
Gunnar
Sigurðsson
Guðmundur Páll
Jónsson
Sveinn
Kristinsson
Hátúni 6a • 105 Rvk • Sími 552 4420 • fonix.is
ELDHÚSTÆKI