Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 14
BAKSVIÐ Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Sjálfstæðisflokkurinn á Akranesi eykur fylgi sitt verulega í sveitar- stjórnarkosningunum 31. maí sam- kvæmt nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Ís- lands hefur gert fyrir Morgun- blaðið. Samkvæmt könnuninni fær flokkurinn 34,1% atkvæða og fjóra bæjarfulltrúa, bætir við sig tveim- ur í níu manna bæjarstjórninni. Í kosningunum 2010 fékk Sjálf- stæðisflokkurinn 25,2% atkvæða og tvo fulltrúa. Mikið tap Samfylkingarinnar Samfylkingin tapar miklu fylgi og tveimur bæjarfulltrúum. Flokk- urinn fær 23,4% atkvæða og tvo fulltrúa í stað 34,8% og fjögurra fulltrúa í kosningunum 2010. Framsóknarflokkurinn tapar einnig fylgi og einum bæjarfull- trúa. Hann fær 16,8% atkvæða og einn mann kjörinn í stað 23,8% og tveggja bæjarfulltrúa árið 2010. Björt framtíð með einn mann Vinstri græn tapa einnig miklu fylgi, fá 10,2% atkvæða í stað 16,3%. Flokkurinn heldur þó bæj- arfulltrúa sínum. Björt framtíð fær 12% atkvæða og einn mann kjörinn. Flokkurinn bauð ekki fram árið 2010. Píratar komast á blað með 3,6% fylgi en fá engan fulltrúa sam- kvæmt könnuninni. Meirihlutinn fallinn Núverandi meirihluti í bæjar- stjórn Akraness er skipaður fulltrúum Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og óháðra og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Meirihlutinn er fallinn samkvæmt könnuninni, fær fjóra fulltrúa í stað þeirra sjö sem hann hefur núna. Fyrir kosningarnar 2010 hafði Sjálfstæðisflokkurinn fjóra full- trúa í bæjarstjórn Akraness þann- ig að verði þetta úrslit kosning- anna í vor nær flokkurinn sömu stöðu og þá. Síma- og netkönnun Könnunin fór fram dagana 15. til 23. janúar. Spurt var: Ef sveit- arstjórnarkosningar væru haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Tvær leiðir voru notaðar til að ná til kjósenda. Annars vegar var hringt í 340 manna tilviljunarúrtak úr þjóð- skrá meðal fólks á aldrinum 18 ára og eldri. Hins vegar var send netkönnun til 160 manna úrtaks úr netpanel Félagsvísindastofn- unar. Alls fengust 306 svör frá svarendum á aldrinum 18 til 95 ára og var svarhlutfall 62%. Vigt- aður svarendafjöldi var hins vegar 309. Munur eftir aldurshópum Þegar niðurstöður könnunar- innar eru skoðaðar í samhengi við kyn þátttakenda kemur í ljós að ekki er munur á stuðningi við flokkana eftir kynferði. Nokkur munur er eftir aldurs- hópum. Meðal kjósenda á aldr- inum 18 til 29 ára njóta Sjálfstæð- isflokkurinn og Björt framtíð mests fylgis, 28% og 25%. Aðeins 8% í þessum aldurshóp ætla að kjósa Samfylkinguna. Meðal kjós- enda á aldrinum 45 til 59 ára ætla 45% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Háskólafólk kýs Samfylkinguna Þegar menntun þátttakenda er skoðuð kemur í ljós að Samfylk- ingin á mest fylgi meðal fólks með háskólanám að baki. 39% í þeim hópi ætla að kjósa flokkinn. Meðal þeirra sem hafa lokið bóklegu námi á framhaldsskóla- stigi en ekki háskólanámi nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mests fylgis, 51%. Meðal tekjuhæstu þátttakenda, þeirra sem hafa 600 þúsund krón- ur eða meira í mánaðarlaun, nýtur Sjálfstæðisflokkurinn mests fylgis, 60%. Fylgi hans er einnig mest meðal þeirra sem lægstar tekjur hafa, 200 þúsund krónur eða lægri á mánuði, 35%. Fylgi Bjartrar frá VG Athyglisvert er að mest af fylgi Bjartrar framtíðar kemur frá þeim sem kusu Vinstri græn í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi 2010, 25%. Aðeins 4% stuðningsmanna framboðsins segj- ast hafa kosið Samfylkinguna síð- ast. Þá fær Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð fylgi frá fyrrverandi kjós- endum Samfylkingarinnar, 11% sem ætla að kjósa flokkinn kusu Samfylkinguna 2010. Þegar þátttakendur voru spurð- ir hvaða flokk þeir myndu kjósa ef kosið yrði til Alþingis á morgun kemur í ljós að flestir velja sama flokk og til bæjarstjórnar. 7% kjósenda Bjartrar framtíðar myndu kjósa Vinstri græn til þings, 9% kjósenda Sjálfstæðis- flokkinn til bæjarstjórnar veðja á Framsóknarflokkinn til þings og 8% kjósenda Samfylkingarinnar hyggjast kjósa Vinstri græn í þingkosningunum. Tveir bæjarstjórar Eins og fyrr segir er núverandi meirihluti bæjarstjórnar á Akra- nesi skipaður fulltrúum Samfylk- ingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Þegar hann var myndaður sumarið 2010 var gagnger endurskoðun á fjármálum bæjarfélagsins efst á blaði stefnu- yfirlýsingar sem þá var birt. Þá var því lýst yfir að starfað skyldi í anda opinnar stjórnsýslu þannig að bæjarbúar gætu kynnt sér mál og haft áhrif á afgreiðslu þeirra. Í yfirlýsingunni kom fram að enginn oddvita meirihlutaflokk- anna skyldi verða bæjarstjóri. Var embættið auglýst og lögð áhersla á að til þess veldist faglegur aðili utan flokkanna. Var Árni Múli Jónasson ráðinn bæjarstjóri. Ósætti kom upp á milli hans og meirihlutans haustið 2012 og lét hann af störfum í kjölfarið. Í desember var Regína Ásvalds- dóttir ráðin bæjarstjóri. Hún hafði Ann an flok k eð a lis ta ? Bjö rt f ram tíð Fra ms ókn arfl . Vin stri -græ n Píra tar Sam fylk ing Sjá lfst æð isfl. Niðurstöður kosninga 2010 Fylgi skv. könnun 15.-23. jan. Fjöldi borgarfulltrúa, væri gengið til kosninga nú. Fjöldi borgarfulltrúa, eftir síðustu kosningar. Svör alls: 304 Svarhlutfall: 63% Nefndu einhvern flokk: 167 Veit ekki: 54 Skila auðu/ógildu: 17 Ætla ekki að kjósa: 22 Vilja ekki svara: 44 Fylgi stjórnmálaflokka samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar HÍ fyrir Morgunblaðið 15.-23. janúar 2014 vegna sveitarstjórnarkosninga 31. maí 2014 34,1% 25,2% 23,4% 34,8% 16,8% 23,8% 12,0% 10,2% 16,3% 3,6% 0,0% 42 24 12 111 Sveifla til Sjálfstæðisflokksins  Ný könnun Félagsvísindastofnunar fyrir Morgunblaðið á fylgi flokka á Akranesi  Sjálfstæðis- flokkurinn vinnur tvo nýja fulltrúa  Meirihlutinn í bæjarstjórn fellur  Björt framtíð með mann SKOÐANAKÖNNUN AKRANES Hydrovane loftpressur eru lágværar, fyrirferðarlitlar, öflugar og henta alls staðar þar sem þörf er á þrýstilofti. Mikið úrval af hágæðaloftpressum, lögnum og síum. Bjóðum lausnir í þrýstilofti fyrir allar aðstæður. IÐNVÉLAR ehf. | Smiðjuvegi 44-46 | 200 Kópavogur | Sími 414 2700 | idnvelar@idnvelar.is | idnvelar.is Allt annað líf - með hljóðlátri loftpressu Kynntu þér úrvalið á idnvelar.is  Sjávarútvegur er mikilvægasta at- vinnugreinin á Akranesi. Verslun og iðnaður skipa einnig stóran sess í bæjarlífinu. Atvinnuástand er mjög gott. Sementsverksmiðja hefur verið starfrækt síðan á 6. áratug 20. ald- ar. Í bænum er Fjölbrautaskóli Akra- ness. Þar eru tveir grunnskólar: Brekkjubæjarskóli og Grundaskóli. Þar eru að auki fjórir leikskólar. Á Akranesi eru sjúkrahús og heilsugæslustöð sem heyra undir Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Fjölbreytt menningarstarfsemi er í bænum og þar er rekið vinsælt byggðasafn að Görðum. Knattspyrna er í hávegum höfð á Akranesi og lið bæjarins, ÍA, hefur löngum verið í fremstu röð á Ís- landi. Hvalfjarðargöngin sem vígð voru 1998 voru mikil samgöngubót fyrir Akranes og styttu verulega aksturs- leiðina til Reykjavíkur. Með tilkomu þeirra hætti Akraborgin siglingum milli Reykjavíkur og Akraness. Tvær bæjarhátíðir eru haldnar með pompi og prakt. Það eru Írskir dagar í byrjun júlí og menningarhá- tíðin Vökudagar í byrjun nóvember. Norðurálsmótið á Akranesi er knattspyrnumót fyrir stráka í 7. flokki. Ríflega 800 sjálfboðaliðar, flestir foreldrar barna sem stunda íþróttir hjá ÍA, koma að undirbún- ingi þess og þeim störfum sem þarf að sinna meðan á móti stendur. Knattspyrnufélag ÍA sér um skipu- lag og framkvæmd mótsins. Það er haldið um miðjan júní ár hvert. Yfir þúsund keppendur eru árlega á mótinu og síðustu árin hafa yfir 6.000 manns verið gestkomandi á Akranesi yfir mótsdagana og því lætur nærri að íbúafjöldi bæjarins tvöfaldist. Sjávarútvegur er kjölfesta atvinnulífsins á Akranesi MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.