Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 ✝ Guðrún Eiríks-dóttir De L’E- toile fæddist í Keflavík 12. janúar 1925 og lést þann 10. janúar 2014. Foreldrar Guð- rúnar voru Eiríkur Jóel Sigurðsson, vélstjóri, f. 21.3. 1895, d. 10.11. 1982 og Stefanía Guð- mundsdóttir, húsfrú, f. 26.1. 1900, d. 23.2. 1984. Systkini Guðrúnar eru Jónína Valdís, f. 6.1. 1923, d. 26.10. 2007, maki Einar Sím- onarson, f. 19.5. 1921, d. 19.12. 1981, Sigurbjörn Reynir, f. 13.11. 1926, maki Mona Erla Símonardóttir, f. 24.11. 1927, d. 4.1. 2007, og María Erla, f. 16.8. 1936, maki Birgir Breiðfjörð Valdimarsson, f. 30.7. 1934. 8. nóvember 1947 giftist Guðrún eiginmanni sínum Joseph Gill De L’Etoile, f. 14.11. 1925, d. 5.4. 1972 og eignuðust þau 4 börn: 1) Maryann Guðrún Phillips, f. 21.5. 1948, maki, Louis Phillips Michael, f. 9.3. 2011. 4) Ronald Sigurður De L’Etoile, f. 15.8. 1964, maki Heather Hall De L’Etoile, f. 14.12. 1955. Sonur þeirra er Ronson Sigurður De L’Etoile, f. 15.12. 1993, fyrir átti Heather soninn Brandon Simm- ons, f. 12.12. 1987. Guðrún ólst upp í Keflavík þar sem hún kynntist eiginmanni sínum í júlí árið 1947, og voru þau gift í nóv- ember sama ár. Hún vann á saumastofu og við veitingaþjón- ustu í Keflavík ásamt því að eignast þrjú börn. Fjölskyldan fluttist búferlum til Florida í Bandaríkjunum árið 1960. Þar eignaðist hún fjórða barnið árið 1964. Í Bandaríkjunum vann hún einnig á saumastofu, allt þar til eiginmaður hennar lést árið 1972. Frá þeim tíma vann hún við veitingaþjónustu og var einstæð húsmóðir, allt í senn. Allt frá andláti eiginmanns síns deildi Guðrún tíma sínum milli Bandaríkjanna og Íslands. Síðar flutti önnur dóttir hennar, Linda Stefanía, til Íslands og stofnaði þar fjölskyldu. Guðrún dvaldi hjá henni þegar hún var á Ís- landi og eyddi þar síðustu árum ævinnar í umsjá dóttur sinnar. Útför Guðrúnar fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 29. janúar 2014, og hefst athöfn- in klukkan 13. Jr., f. 14.4. 1949, d. 2.8. 2007. Barn þeirra: Louann Marie Hawes, f. 25.6. 1974, gift Jerry Hawes. Synir þeirra eru: Hayden Louis, f. 3.1. 2004, Timothy John og Thomas Joseph, f. 30.7. 2008. 2) Linda Stefanía De L’Et- oile, f. 19.3. 1954, maki Jón Gunnar Edvardsson, f. 15.5. 1949. Börn þeirra: a) Ásta Lára, f. 25.4. 1982, í sambúð með Ragnari Þór Ásgeirssyni. Dóttir þeirra er Rakel Ósk, f. 23.11. 2007. b) Davíð Gill, f. 24.2. 1986. 3) Gill Eiríkur De L’Etoile, f. 28.12. 1955, d. 7.6. 2005, maki Janet Morgan De L’Etoile, f. 3.11. 1956. Börn þeirra: a) Gill Eiríkur De ĹEtoile, f. 13.6. 1983, giftur Stacie Hellen De L’Etoile, b) James Ryan De L’Etoile, f. 28.1. 1988, sambýliskonan hanns er Sarah Williams, c) Brittany Morgan De L’Etoile, f. 29.8. 1992, sonur hennar er Rich Elsku mamma mín. Ég á svo erfitt með að sitja hér og skrifa þessi orð því það þýðir að ég er ekki að fara að vakna upp frá vondum draumi. Veruleikinn er sá að þú ert í raun búin að kveðja. Veruleiki sem ég hef kviðið fyrir frá því ég var lítil stúlka. Hvað geri ég ef mamma deyr, hugsaði ég oft. Ég hef alla tíð verið mömmustelpa og háð þér á ein- hvern hátt. Nú ertu farin og ég sakna þín svo sárt og hjartað í mér er svo þungt. Ég á svo margar góðar og dýr- mætar minningar um þig, elsku mamma, og ég veit að allar þessar minningar eiga eftir að hjálpa mér næstu vikur, mánuði og ár. Mamma, þú varst svo góð og kær- leiksrík. Ég man aldrei eftir því að þú segðir nokkuð illt um nokkurn mann. Þú varst aldrei leiðinleg, aldrei sá ég þig í fýlu eða vondu skapi og man aldrei eftir því að þú kvartaðir um eitt né neitt, en samt gekkst þú í gegnum svo mikla erf- iðleika. Þú varst svo dugleg. Þú misstir manninn þinn ung og þurft- ir að ala upp börnin þín ein. Þú misstir son þinn, sem ekkert for- eldri á að þurfa að upplifa og svo þurftir þú sjálf að ganga í gegnum mikil veikindi. En alltaf varstu brosið eitt og þá leið okkur vel. Þú varst alla tíð svo falleg kona, bæði að utan og innan. Þú hafðir svo góða nærveru og varst svo hlý, öllum fannst gott að vera nálægt þér. Þú hugsaðir vel um útlitið og fram á síðasta dag fórstu aldrei út úr húsi án þess að vera með vara- lit. Þú varst yndisleg móðir, amma og langamma og gerðir allt fyrir þá sem í kringum þig voru. Þú lifð- ir fyrir fjölskylduna þína. Þú kenndir mér svo margt. Þú kenndir mér að sauma, hekla, og elda. Þú kenndir mér að vera góð móðir og þú kenndir mér að elska. Takk fyrir allt, elsku mamma, ég elska þig. Guð geymi þig. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Þín elskandi dóttir, Linda Stefanía. Til ástkærrar móður minnar: Ég á svo yndislegar minningar sem ég mun geyma í hjarta mínu að eilífu. Ég hugsa oft um æsku mína, um þig, pabba, og okkur öll. Þú gerðir alltaf allt svo sérstakt. Ég elska þig af öllu hjarta mínu, mamma. Ég sakna þín svo mikið. Þakka þér fyrir allt, og fyrir að vera ávallt til staðar fyrir mig. Þín elskandi dóttir, Maryann. Í dag er sá dagur sem ég hef kviðið lengi, er ég kveð elskulega ömmu Diddu hinstu kveðju. Hún var tekin frá okkur svo sviplega og ég var ekki tilbúin að kveðja, mikil sorg og söknuður fyllir því hjarta mitt nú er ég skrifa henni kveðju mína. Elsku amma, erfitt er að setja í orð hversu vænt mér þykir um þig og hversu stóran sess þú hefur skipað í mínu lífi. Fráfall þitt skil- ur eftir sig stórt tómarúm sem erfitt verður að fylla, enda eru minningar um þig allt um kring. Þessar yndislegu og fallegu minn- ingar um þig og þær stundir sem við áttum saman munu þó veita mér huggun í sorginni og sökn- uðinum. Þú varst og ert sannkall- aður engill, svo yndisleg, hjartahlý og góð amma sem um- fram allt vildi gleðja og gera vel við okkur barnabörnin því fjöl- skyldan þín var það allra dýrmæt- asta sem þú áttir. Þú varst mér allt í senn amma og góð vinkona. Þegar ég sit og hugsa um þig kemur yfir mig yf- irþyrmandi söknuður og tárin spretta fram, þetta virðist allt svo óraunverulegt og hluti af mér bíð- ur eftir að þú komir, takir á móti mér og segir „nei hæ elskan, ertu komin?“ og svo „ertu nokkuð ein?“ Því alltaf vonaðist þú til að Rakel Ósk væri með mér því hún var og mun hún alltaf vera litla hjarta- drottningin þín eins og þú kallaðir hana. Elsku amma, ég er svo þakklát fyrir þig og þær stundir sem við höfum átt saman í gegn- um árin. Ég er svo lánsöm að við höfum átt svona gott og náið sam- band og að þú hafir verið eins stór hluti af mínu daglega lífi og þú varst, það hefur gert mig að betri manneskju og móður. Það að Rak- el Ósk hafi fengið að eiga svona náið samband við langömmu sína og hitta hana nánast daglega alla sína ævi er bæði mér og henni ómetanlegt. Hún á svo margar góðar og skemmtilegar minningar og mun ég vanda mig einstaklega vel við að hjálpa henni að varð- veita þær og minnast þín. Þér var svo annt um fjölskyldu þína og þrátt fyrir að þú hafir búið langt í burtu þegar ég var barn finnst mér í minningunni þú alltaf hafa verið til staðar og fjarlægðin hafði aldrei áhrif á hversu mikinn þátt þú tókst í lífi okkar systkin- anna enda dvaldir þú oft heima mánuðum saman. Ég var alltaf svo mikil ömmustelpa og full til- hlökkunar þegar þú varst vænt- anleg heim. Verst þótti mér þó alltaf þegar þú þurftir að fara út aftur. Ljóslifandi man ég hvað ég kveið fyrir að kveðja og hvernig ég grét mig í svefn með peysuna þína í fanginu svo ég fyndi ömmu- lykt. Þó gat ég huggað mig við að þú kæmir fljótt aftur. Elsku amma, þú varst fyrirmynd í alla staði, alltaf svo ljúf og góð, kær- leiksrík og með einstakt jafnaðar- geð. Þú tókst öllum opnum örm- um og öllum leið vel í návist þinni, þú kvartaðir aldrei, blótaðir né talaðir illa um neinn og hverjum þeim sem kynntist þér þótti sam- stundis vænt um þig. Þú varst hlé- dræg en nærvera þín svo falleg að ekki varð hjá því komist að taka eftir þér, einstaklega falleg kona varstu og ungleg. Alltaf jákvæð og glöð þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem þú gekkst í gegnum. Ég get aðeins vonað að ég hafi veitt þér jafn mikla gleði og þú mér. Ávallt verð ég þakklát fyrir að hafa feng- ið að sitja hjá þér og halda í hönd þína þegar þú kvaddir þennan heim svo friðsæl og falleg. Nú ertu komin í faðm afa og Gill frænda og vakir yfir okkur sem eftir sitjum. Elsku amma mín, minning þín er ljós í lífi mínu, ég mun sakna þín alla daga. Guð geymi þig. Þín ömmustelpa, Ásta Lára Jónsdóttir. Amma, ég mun að eilífu geyma minningu þína í hjarta mínu. Ég elska þig og sakna þín meira en orð gætu nokkurn tíma lýst. Við sjáumst aftur einn daginn. „In the Shadow of the wings of God.“ Ég elska þig. Louann. Amma var kona sem ávallt setti hag fjölskyldunnar framar sínum eigin. Ef það var eitthvað sem mann skorti gerði amma sitt besta til að útvega það, einungis til að sjá mann brosa. Þegar ég var 4 ára varð hún samstundis amma mín þegar sonur hennar, Ron De L’Etoile, giftist móður minni. Ég trúi því að hún hafi elskað mig frá því að við fyrst kynntumst. Í gegn- um árin fylgdist hún með mér, nær og fjær. Hún var alltaf stolt af öllu því sem ég gerði og áorkaði . Nú þegar hún er fallin frá og hefur sameinast eiginmanni sínum aftur á himnum, finnst mér í hjarta mínu eins og hún sé ekki farin. Þrátt fyrir að þú sért ekki á meðal okkar lengur, verður þú samt allt- af hjá okkur í anda. Ég elska þig, amma. Brandon. Hvíldu í friði, amma. Þú varst svo einstök, falleg og sterk kona. Ég fékk ekki að hitta þig nægilega mikið síðustu ár, augljóslega vegna þess að þú bjóst á Íslandi. En þegar þú varst hér leiddir þú okkur öll saman og fékkst okkur til að líða eins og einni risastórri fjölskyldu. Þín verður ávallt minnst og þú verður alltaf fyrir- mynd mín fyrir þá þrautseigju sem þú sýndir af þér þegar eitt- hvað stóð í vegi þínum. Þú ert frá- bært dæmi um konu sem lifði góðu og innihaldsríku lífi. Takk fyrir allt – endalaus ást. Við sjáumst aftur dag einn. Kylie. Didda, Þú hefur alltaf verið mér sem móðir. Það verður erfitt að fá ekki að sjá þig, en ég veit að þú ert hamingjusöm og sameinuð móður minni. Ég veit að þið munuð báðar fylgja mér hvert sem ég fer. Takk fyrir allt. Ég elska þig svo mikið. „Trúr er Guð sem hefur kallað ykkur til samfélags við son sinn Jesú Krist, Drottin vorn.“ Fyrra Korintubréf 1:9 Kathaleen. Didda, ég mun ávallt minnast með kærleika allra heimsókna þinna, samræðna okkar og bíl- túra. Ég elska þig Didda mín og mun ávallt gera. Ég man þig sem ástríka, góðhjartaða og sterka konu. Þú varst frábær móðir, amma og langamma. Takk fyrir alla þá ást sem þú gafst mér, faðmlög og kossa. Ég mun ávallt geyma ást þína og vinskap í hjarta mér. Elska þig nú og að eilífu. Roberta. Það voru sorglegar fréttir er við heyrðum fráfall Ömmu eins og við kölluðum hana. Hún var ótrú- leg kona. Ég minnist Ömmu sem blíðrar og ljúfrar konu sem helg- aði líf sitt börnum, ömmubörnum og langömmubörnum sínum. Hennar verður sárt saknað. Ást- arkveðja. Michelle. Guðrún Eiríksdótt- ir De L’Etoile HINSTA KVEÐJA Amma, þú varst besta langamma allra tíma. Takk fyrir allt. Ég veit þú ert á betri stað núna. Love, langömmubarnið þitt. Hayden. Það stóð mikið til kvöld eitt fyrir hartnær fimmtíu árum. Yngvi frændi, pipar- sveinn sem gekk með þver- slaufu og alpahúfu og bjó hjá fjölskyldunni, ætlaði að bjóða heim ungri konu. Yngvi frændi var uppáhaldsfrændinn, dekr- aði við okkur systurnar og tók málstað okkar í einu og öllu. Var því ekki laust við að geigur sækti að okkur þegar heimboð- ið var tilkynnt. Skemmst er frá að segja að við náðum að haga okkur eins og fullkomnir kján- ar allt kvöldið og uppskárum gífurlegan reiðilestur frænda. En afbrýðisemin sem þar fékk útrás breytti engu og Yngvi og unga konan, Guðrún, gengu í hjónaband stuttu seinna. Við það kom inn í fjölskylduna sterk og svipmikil kona. Hún var ekki stór og ekki hávaða- söm en fylgin sér. Hafði lært þroskaþjálfun í Danmörku og hafði óbilandi áhuga á starfi sínu og umönnun þroskas- kertra og fatlaðra einstaklinga sem minna máttu sín í þjóð- félaginu. Við það starf vann Guðrún alla sína starfsævi og gerði það vel. Hreinskipt og trú sinni sýn á hvernig hagsmunum sinna skjólstæðinga væri best varið. Guðrún var glaðvær og skemmtileg viðbót í fjölskyld- una. Raunsæ og staðföst. Mein- fyndin en alltaf á jákvæðan hátt. Fannst lítið mál að fram- kvæma það sem vafðist fyrir öðrum. Yngvi frændi var list- rænn og svolítið sveimhuga en saman sköpuðu þau fallegt, skemmtilegt og svolítið fram- andi heimili. Bæði höfðu lært í Danmörku og dönsk hönnun, falleg listaverk, mörg heima- tilbúin, bækur, blóm og glað- Guðrún Gunnarsdóttir ✝ Guðrún Gunn-arsdóttir fædd- ist 5. júlí 1938. Hún lést 8. janúar 2014. Útför Guðrúnar fór fram 17. janúar 2014. legt andrúmsloft einkenndi það. Það var þar sem maður fyrst heyrði talað um þekkta skand- inavíska hönnuði og þekkta málara. Og það var þar sem töluð var danska við blómin því við það uxu þau betur. Meira að segja jólagjafirnar voru einhvern veginn öðru vísi. Yngvi frændi féll frá allt of snemma. Guðrún hélt áfram að vera okkur sem besta frænka og vinur. Henni var vel ljóst mikilvægi þess að fólk héldi saman og gleddist saman. Síð- ustu ár fór heilsu Guðrúnar hrakandi og við það dró hún sig í hlé og kaus meira og meira einveru. Var það í hennar anda að fá að halda sinni reisn og virðingu. Hún kvaddi sátt við að henn- ar tími væri kominn. Lífshlaup Guðrúnar hefur ekki verið rak- ið hér en eftir stendur minning um mikla manneskju sem kenndi og lifði eftir þeirri lífs- reglu að allir eru jafnir þrátt fyrir mismunandi líkamlega og andlega getu. Konu sem kom inn í fjölskylduna með ferska vinda og setti sitt mark á um- hverfi sitt og þroska okkar yngri kynslóðarinnar. Hví sölna rósir sumargrænna engja? Hví sogast brimið upp að hverju nausti? Til sólar beinist söngur vorra strengja, Er syrtir nótt og líða fer að haust. Er fagurhvelið birtist innri augum, Er eins og ljósið tengi gamla vini. Svo drögum andann djúpt og hjartað laugum Í döggvum himins, söng og stjörnu- skini. (Davíð Stefánsson.) Börnum Guðrúnar, fjölskyld- um og öðrum ættingjum vott- um við fjölskyldan okkar inni- legustu samúð. Jóna Ólafsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, langafi og langalangafi, HARALDUR RINGSTED, Hjallalundi 20, Akureyri, sem lést á Dvalarheimilinu Hlíð miðviku- daginn 23. janúar, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 3. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á hjartadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Jakobína Stefánsdóttir, Anna Ringsted, Stefán Guðlaugsson, Guðlaug Ringsted, Gísli Sigurgeirsson, Sigurður Ringsted, Bryndís Kristjánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, HALLDÓRS GEIRMUNDSSONAR, áður að Helluvaði 21. Guðný Eygló Hermannsdóttir, Lilja H. Halldórsdóttir, Ólafur M. Halldórsson, Harpa Böðvarsdóttir, Sigurlaug R. Halldórsdóttir, Gísli L. Kjartansson, Sigríður Ó. Halldórsdóttir, Lech Pajdak, Hafþór Halldórsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Kristjana Halldórsdóttir, Hörður V. Arnarson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, amma og langamma, SIGRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Hömrum, Mosfellsbæ, áður Skúlagötu 20, lést sunnudaginn 19. janúar á Hjúkrunar- heimilinu Hömrum. Útför hennar fer fram í Langholtskirkju fimmtudaginn 30. janúar kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Sjálfsbjörgu. Gísli Sigurðsson, Lilja Jónsdóttir, Sigríður Oddný Marinósdóttir, Sævar Björn Baldursson, Dagný Björk og Brynjar Freyr, Ingi Rafnar Júlíusson, Ásta Pétursdóttir, Júlía Margrét og Sóley Edda, Jón Páll Júlíusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.