Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Á tveimur jafnfljótum Þeir láta ekkert stoppa sig skokkararnir, hvorki rok né rigning kemur í veg fyrir að þeir hlaupi sína kílómetra. Þessi skeiðaði hraustlega meðfram sjávarsíðunni. Kristinn Niðurstaða í at- kvæðagreiðslu um kjarasamninga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins [SA] bendir til að tími miðstýrðra samninga sé liðinn. Nær helm- ingur stéttarfélaga felldi samningana en minnihluti félags- manna hafði fyrir því að greiða atkvæði. Í Flóabandalaginu (Efling, Hlíf og Verkalýðs- og sjó- mannafélag Keflavíkur) eru liðlega tuttugu þúsund félagar. Aðeins 15% þeirra tóku þátt í atkvæðagreiðslu um kjarasamning og 53% lögðust gegn honum. Þannig réðu 8% fé- lagsmanna innan raða Flóa- bandalagsins því að kjarasamningur var felldur. Niðurstaðan var litlu betri í öðrum verkalýðsfélögum líkt og sést á meðfylgjandi mynd, þar sem tekin eru nokkur dæmi um hlut- fall þeirra sem höfnuðu samningi af heildarfjölda félagsmanna. Í öllum þeim félögum, sem felldu samningana, var það minnihlutinn sem tók afdrifaríka ákvörðun fyrir meirihlutann. Það er umhugsunar- vert hvort réttlætanlegt sé að minni- hluti (og það mikill minnihluti), launamanna geti tekið ákvörðun fyr- ir meirihluta félaga sinna um kjara- samninga. Gjörbreyta þarf vinnubrögðum Um það verður ekki deilt að það er áfall hve mörg verkalýðsfélög felldu kjarasamningana, en það er sérstakt áhyggjuefni hve áhugi launafólks er almennt lítill. Fyrir forystu verkalýðsfélaga um allt land er dræm þátttaka í kosningum um kaup og kjör, ábending um að gjörbreyta þurfi vinnubrögðum og að- ferðafræði. Færa þarf kjara- samninga nær launa- fólki – inn á vinnustað- ina. Miðstýrðir kjarasamningar draga úr áhuga og ábyrgð einstaklinganna á eigin kjörum. Með sama hætti draga mið- stýrðir samningar úr ábyrgð stjórn- enda einstakra fyrirtækja á kjörum starfsmanna sinna. Ábyrgðinni er varpað yfir á heildarsamtök atvinnu- rekenda og þannig fengið skjól frá því að semja með beinum hætti við starfsmenn. Þannig myndast gjá milli launamannsins og atvinnurek- andans, þótt það séu sameiginlegir hagsmunir þeirra að viðkomandi fyrirtæki vegni sem best. Öfugsnúið og óheilbrigt Talsmaður Flóabandalagsins hélt því fram í blaðaviðtali í liðinni viku að ýmislegt hefði vantað frá „ríkis- stjórninni varðandi húsnæðismál og skattamál“. Þannig hefði verið kall- að „eftir lækkun á lægsta skattþrep- inu og meiri hækkun persónu- afsláttar, en ríkið vildi ekki fallast á það“. Það er regla fremur en undan- tekning að aðilar almenna vinnu- markaðarins, jafnt atvinnurekendur sem forystumenn launafólks, geri kröfur á ríkissjóð til að tryggja framgang samninga. Það er eitthvað öfugsnúið og óheilbrigt við að for- ráðamenn einkaframtaksins og launamanna treysti sér ekki til að ganga frá kjarasamningum án beinnar eða óbeinnar þátttöku ríkis- valdsins. En þetta er skiljanlegt í ljósi þess hvað ákvarðanir stjórn- málamanna hafa mikil áhrif á af- komu almennings. En í stað þess að gera kröfur á ríkið um sértækar aðgerðir í tengslum við kjarasamninga, eiga atvinnurekendur og forystumenn launamanna fremur að beita sér fyr- ir því að smíðað sé einfalt regluverk til langs tíma um ríkisvaldið og því markaður hófsamlegur rammi sem ekki er stöðugt verið að breyta eftir því hvernig pólitískir vinda blása. Rétt er að nefna nokkur dæmi um skynsamlegar kröfur á opinbera að- ila. Matur, skuldir og útsvar Það eru hagsmunir launafólks að ríkisvaldið gangi fram af hófsemd í skattheimtu á fyrirtæki og auki svigrúm þeirra til að gera betur við sína starfsmenn, meðal annars með því að lækka tryggingagjald (sem er ekki annað en skattur á launkostn- að) enn frekar. Það eru hagsmunir launafólks að dregið sé úr jaðarskattheimtu og að skattkerfið refsi ekki launamann- inum þegar honum tekst að semja um hærri laun, líkt og nú er gert. En fyrir marga er lækkun útsvars sveit- arfélaganna mikilvægari en lækkun tekjuskatts ríkisins. Þeir sem hafa laun undir 240/250 þúsund krónum á mánuði, greiða í raun ekki tekju- skatt til ríkisins, heldur aðeins út- svar til sveitarfélagsins. Samkvæmt lögum geta sveitarfélögin ákveðið útsvarshlutfall á bilinu 12,44% til 14,52%. Af 74 sveitarfélögum leggja 58 á hámarksútsvar. Í Reykjavík er útsvarsprósentan í hámarki. Reykjavíkurborg gæti því bætt hag þúsunda launamanna með því að lækka útsvarið. Það eru sameiginlegir hagsmunir dugmikilla bænda og neytenda að landbúnaðarkerfið sé skorið upp og hagkvæmni aukin samhliða því sem fæðuöryggi þjóðarinnar er tryggt. Eitt lítið skref er að fella niður magntolla á kjúklingum og svína- kjöti. Lækkun matvöruverðs skiptir þá mestu sem lökust hafa kjörin. Hið sama á við um uppstokkun á tollkerfinu og afnám vörugjalda. Til framtíðar skiptir miklu að rík- issjóður nái tökum á skuldum og lækki svimandi háar vaxtagreiðslur. Verkalýðshreyfingin gerði margt vitlausara en að berjast fyrir því að skuldir verði lækkaðar m.a. með sölu ríkisfyrirtækja og að vaxta- sparnaðurinn verði notaður til að lækka skatta og styrkja velferðar- kerfið. Niðurstaðan í atkvæðagreiðslum um kjarasamningana eru áminning um að taka upp ný vinnubrögð. Heildarsamtök launafólks og at- vinnurekenda eiga fyrst og fremst að marka hinn almenna ramma og gæta þess að böndum sé komið á rekstur hins opinbera. Eftir Óla Björn Kárason »Miðstýrðir kjara- samningar draga úr áhuga og ábyrgð ein- staklinganna á eigin kjörum. Með sama hætti draga miðstýrðir samningar úr ábyrgð stjórnenda. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Miðstýrðir kjarasamningar eru tímaskekkja Minnihlutinn fellir samninga Hlutfall þeirra sem greiddu atkvæði gegn kjarasamningum af heildarfjölda félagsmanna Aldan stéttarfélag Báran Eining-Iðja Flóabandalagið Rafiðnaðarsamband Íslands Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur VM Verkalýðsfélag Grindavíkur 12% 8% 13% 8% 13% 9% 11% 21%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.