Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér • Mylur alla ávexti, grænmeti klaka og nánast hvað sem er • Hnoðar deig • Býr til heita súpu og ís • Uppskriftarbók og DVD diskur fylgja með Lífstíðareign! Tilboðsverð kr. 106.900 Með fylgir Vitamix sleif drykkjarmál og svunta Fullt verð kr. 125.765 Meira en bara blandari! STUTTAR FRÉTTIR ● Vírusvarnir eru ekki lengur nægjan- legar til þess að tryggja tölvuöryggi fyrirtækja og veita í besta falli falskt öryggi. Þetta sagði Þorvaldur E. Sig- urðsson, öryggisráðgjafi hjá Deloitte, á fundi um gagnaöryggi á Grand hót- eli í gær. Meðal þess sem flest fyrir- tæki þyrftu að gæta að sagði Þor- valdur vera veikleikagreiningu, árásaprófun, innbrotsvarnarkerfi, gagnalekavarnir, eldveggi, símenntun, samskiptablekkingu og ruslpóstsíu. Nánar á mbl.is Vírusvarnir ekki nóg Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Jón von Tetzchner, stofnandi Opera og fjárfestir, fjárfesti í mjólkurvinnslunni Örnu í Bolung- arvík fyrir áramót. Hún sérhæfir sig í mjólkurvörum fyrir þá sem eru með mjólkuróþol, en mjólkur- sykur er þá fjarlægður úr vörunni. Hann segir að fjárfestingin sé nokkuð ólík öðrum fjárfestingum sem hann hafi ráðist í, en þær hafa ýmist tengst tölvutækni eða fast- eignum. Hann á í tíu íslenskum fyrirtækjum eins og t.d. OZ, Do- hop, Hringdu og Spyr. 5% Vesturlandabúa með óþol „Nokkuð stór hópur þjáist af mjólkuróþoli eða um 5% Vestur- landabúa,“ segir Jón og bætir við að frumkvöðlarnir sem standi að Örnu, Hálfdán Óskarsson mjólk- urtæknifræðingur og Þórarinn Eg- ill Sveinsson, séu auk þess vel und- irbúnir. Þá hafi fjölskylda Jóns viss tengsl við Ísafjörð og því hafi hann gaman af því að geta fjárfest í uppbyggingu á Vestfjörðum. „Ég þekki fólk sem er með ofnæmi fyr- ir mjólkursykri og veit hvaða af- leiðingar það hefur í för með sér,“ segir Jón, og nefnir að þeir sem glími við þann vanda geti ekki gætt sér á skyri, jógúrt og rjóma, líkt og öðrum þyki sjálfsagt. Þá hafi það áhrif á alla fjölskyldu- meðlimi, glími einhver þeirra við mjólkuróþol. Matseld heimilisins miði að því að allir geti notið mat- arins. Hann segir að markaðurinn hér á landi sé nógu stór, enda sé Arna lítið fyrirtæki. „Fyrirtækið á möguleika á að sækja út fyrir land- steinana en markaðurinn hér er nógu stór fyrir lítið fyrirtæki.“ Erlendis er lítið úrval af mjólk- urvörum handa þeim sem eru með óþol, að sögn Jóns. Það er þá einna helst boðið upp á mjólk. „Það er þörf fyrir fjölbreyttara vöruúrval fyrir þá sem vilja lifa eðlilegu lífi með óþol,“ segir hann. Nánar verður rætt við Jón í Við- skiptablaði Morgunblaðsins á morgun. Morgunblaðið/Þórður Lítið „Fyrirtækið á möguleika á að sækja út fyrir landsteinana en mark- aðurinn hér er nógu stór fyrir lítið fyrirtæki,“ segir Jón von Tetzchner. Fjárfestir í mjólkurvinnslu  Jón von Tetzchner keypti í Örnu Byggð verður 7.500 fermetra örþör- ungaverksmiðja á Reykjanesi á næstu árum. Ragnheiður Elín Árna- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og forsvarsmenn líftæknifyr- irtækisins Algalíf skrifuðu undir fjárfestingarsamning í gærmorgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Algalífi. Áætlað er að uppbygging örþör- ungaverksmiðjunnar muni kosta um tvo milljarða króna og hún verði full- kláruð um mitt ár 2015. Nú starfa átta manns hjá fyrirtækinu. Starfs- mönnum verður fjölgað í febrúar og verða um 30 þegar verksmiðjan verður komin í fullan gang. Notað í fæðubótarefni og vítamínblöndur Í verksmiðjunni verða ræktaðir örþörungar sem nefnast Haemato- coccus Pluvialis, en úr þeim er unnið virka efnið Astaxanthin. Það er sterkt andoxunarefni sem notað er í fæðubótarefni og vítamínblöndur, auk þess að vera neytt í hylkjaformi. Mikill og vaxandi markaður er fyrir efnið og heimsframleiðslan núna annar hvergi nærri eftirspurn, segir í fréttatilkynningunni frá Algalífi. Skilyrði eru sögð vera sérstaklega hagstæð á Íslandi til hátæknifram- leiðslu af þessu tagi, en nálægð við alþjóðaflugvöll, hreint vatn, örugg afhending orku og hæft starfsfólk eru meðal þeirra þátta sem réðu staðarvalinu. Þörungarnir verða ræktaðir í lok- uðu kerfi þar sem næringu, hita og birtumagni verður stýrt nákvæm- lega. Algalíf nýtir nú 1.500 fermetra húsnæði sem þegar er til á Ásbrú, varnarsvæðinu fyrrverandi við Keflavíkurflugvöll, en mun byggja við það um 6.000 fermetra. Samið við Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar Gengið hefur verið frá öllum samningum við KADECO, Þróunar- félag Keflavíkurflugvallar ehf. Sam- tals verða verksmiðja og rannsókn- arstofur á 7.500 fermetrum þegar uppbyggingunni verður lokið. Framleiðslan hefst strax í ár en fullum afköstum verður náð árið 2016. Algalíf mun nota 5 megavött af raforku til framleiðslunnar. Þegar hefur verið gengið frá samningi við HS orku um raforkukaup til 25 ára. Tveggja milljarða króna framkvæmd á Reykjanesi  Algalíf reisir örþörungaverksmiðju  Skrifað undir samninga í gær Ásbrú Örþörungaverksmiðja Algalífs verður að Ásbrú á Reykjanesi og verða verksmiðja og rannsóknarstofur á 7.500 fermetrum samtals. Sænska keðjan Ikea skilaði met- hagnaði í fyrra, eða liðlega 517 milljörðum króna. Keðjan jók markaðs- hlutdeild sína í nánast öllum löndum sem hún selur vörur sínar í, en mestur var vöxturinn í Kína, Rússlandi og Bandaríkjunum, samkvæmt frétt á fréttavef Breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Samtals seldi Ikea í fyrra vörur fyrir 27,9 milljarða evra, eða sem nemur 4.372 milljörðum króna. Í gær gaf Ikea út þá yfirlýsingu að fyrirtækið stefndi að því að selja á heimsvísu vörur fyrir 50 milljarða evra árið 2020, en það jafngildir um 7.835 milljörðum íslenskra króna. Ikea opnaði fimm nýjar stórversl- anir á liðnu ári, þar af tvær í Kína og nú er leit að hentugri staðsetn- ingu fyrir fyrstu verslunina á Ind- landi, en ljóst er að Ikea hyggst leggja mikla áherslu á uppbygg- ingu í þessum fjölmennu ríkjum. Methagn- aður hjá Ikea 2013  517 milljarðar Alls fengust 15,2 milljónir króna, eða 0,2%, greiddar upp í almennar kröfur í þrotabú eignarhaldsfélags Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings, en skiptum á búinu lauk síðastliðinn fimmtudag. Kröfur í þrotabúið námu 7,7 milljörðum króna en engum for- gangskröfum var lýst í búið, að því er fram kemur í Lögbirtinga- blaðinu. Hreiðar Már var eigandi félags- ins en stærsti kröfuhafi er Arion banki. Nánar á mbl.is 15,2 milljónir upp í 7,7 ma                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-.1 +2/-23 42-1,+ +0-./+ +3-3.4 +43-/, +-+++, +3.-+1 +5.-43 ++,-1 +12-+5 +2/-/3 4+-224 +0-.0. +3-0+, +43-3 +-++,3 +3.-34 +5.-3+ 420-2,+3 ++5-+3 +12-.+ +2/-.3 4+-2./ +0-3,+ +3-0.. +40-2. +-++0 +33-45 +53-+5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.