Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 11
Ljósmynd/Jón Viðar Sigurðsson Ævintýralegt Ljómi er yfir Uummannaq þar sem fjöllin gnæfa hátt yfir bænum og ísjakarnir vagga á haffletinum. sérstakan stað fyrir margra hluta sakir. „Náttúran er stórbrotin, há fjöll og miklir jöklar og mikið af ísjökum alltaf á hafinu og síðan eru þarna í kring sjö lítil þorp fyrir utan Uum- mannaq og þetta er svona veiði- mannasamfélag og maður fer aðeins aftur í tímann þegar maður fer þangað. Mannlífið þar er líka mjög heillandi því þetta er svo afslappað og rólegt og þarna lifir fólk í svo nánum tengslum við náttúruna. Það er þetta samspil mannlífs og náttúru sem gerir þetta svæði svo sérstakt,“ útskýrir Jón Viðar. Þarna er kyrrðin ekki rofin með gjammandi síma eða hringjandi klukkum. Fólk er ekki að velta tím- anum fyrir sér, segir Jón Viðar og kann því afskaplega vel sjálfur. Aðrir hnettir og hafís Þarna eru engir tveir staðir tengdir við vegi og því lítið að gera fyrir ökuþóra. „Menn nota báta á sumrin og þyrlur á veturna en ef það er ís þá fara menn bara út á ísinn og keyra á milli staða. Þeir fara bara á fleygiferð en þetta hefur breyst mik- ið. Þegar ég byrjaði að þvælast þarna 1995 þá lagði alltaf vel á vet- urna og menn gátu keyrt nánast hvert sem er á ísnum en breyting- arnar eru alveg svakalegar því ísinn er minni og þynnri þannig að þetta er erfitt í dag,“ segir Jón Viðar. Loftslagsbreytingar hafa því haft töluverð áhrif á lífið í Uummannaq en Jón Viðar hefur ekki trú á að byggð leggist þar af. Til þess er staðurinn of góður. Annað kvöld, fimmtudaginn 30. janúar klukkan 20, mun Jón Viðar segja nánar frá þessum merkilega stað og sýna ljósmyndir í Norræna húsinu. Allir eru velkomnir og er að- gangur ókeypis. Þar mun Jón Viðar meðal annars segja frá áhugaverðum tengslum Íslendinga við staðinn frá því 1930 þegar þýski landkönnuður- inn Alfred Wegener reisti þar veður- athugunarstöð með hjálp góðra manna. Að ógleymdum sögum heima- manna af heimsóknum nokkurra for- vitinna geimvera sem sagt er að hafi komið til Uummannaq árið 1986. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Landvernd hefur boðið alþingis- mönnum, náttúruverndarfólki og öll- um sem áhuga hafa á verndun há- lendis Íslands á myndasýningu og stefnumót í kvöld á Alþingisreitnum. Hefst sýningin klukkan 18 og stendur í um klukkustund. Markmiðið með sýningunni er að opna fyrir umræður um fyrirhugaðar framkvæmdir á há- lendi Íslands. Í viðburðarlýsingu á Facebook seg- ir meðal annars: „Uppi eru hug- myndir um vel á annan tug virkjana með tilheyrandi háspennulínum, upp- byggða vegi um Kjöl og Sprengisand, að ógleymdri stórri háspennulínu yfir Sprengisand. Framkvæmdirnar, ef fram ná að ganga, munu eyðileggja hálendið í þeirri mynd sem við þekkj- um það.“ Fyrir fimm mánuðum hóf Land- vernd baráttuverkefni til varnar há- lendi Íslands. Verkefnið nefnist Há- lendið – hjarta landsins og má fræðast nánar um það á vefsíðunni www.hjartalandsins.is (ensk útgáfa er á www.heartoficeland.org). Við- burðurinn á Alþingisreitnum í kvöld er hluti af þessu verkefni og ætlað að vekja athygli á að hálendi íslands sé eitt stærsta landsvæði í Evrópu, sunnan heimskautsbaugs, sem hefur aldrei verið numið af mönnum. Á vef- síðu verkefnisins er ýmsar upplýs- ingar að finna. Þar er meðal annars vísað í nýlega rannsókn sem gerð var við Háskóla Íslands sem sýnir að víð- erni á hálendinu minnkuðu um 68% frá 1936 til 2010. Vonast aðstandendur til þess að sem flestir mæti, bæði til að skoða myndirnar en einnig til að njóta síð- degisstundar við Alþingishúsið og ræða málin við þingmenn og aðra. Stefnumót á Alþingisreitnum í kvöld Morgunblaðið/Einar Falur Frá Kili Markmið sýningarinnar er að opna fyrir umræður um verndun hálendis. Barátta til verndar hálendinu PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 0 24 3 jonogoskar.is Sími 552 4910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Á tilboðsdögum bjóðum við allt að 50% afslátt í verslunum okkar frá miðvikudegi til sunnudags. Verið velkomin! Tilboðsdagar Trúlofunar- og giftingarhringar 20% afsl. Skartgripir úr gulli 20% afsl. Skartgripir úr silfri 20% afsl. Öll úr 20% afsl. Valdar vörur 30–50% afsl. FimMið Fös Lau Sun 10–18.30 10–21 10–19 10–18 13–18 11–19 11–21 11–19 11–18 13–18 10–18 10–18 10–18 11–17 Lokað Kringla Smáralind Laugavegur Opnunartímar 30-50% afsláttur af völdum vörum 20% afsláttur af öllum öðrum vörum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.