Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014 Mér finnst smáskrítið að verða tvítug, en það er bara gam-an,“ sagði Björg Sigurðardóttir. Hún á heima á bænumKrossholti í Kolbeinsstaðahreppi á Snæfellsnesi. Foreldrar hennar eru fjárbændur. Björg lauk stúdentsprófi af félagsfræði- braut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi fyrir jólin. Nokkrir jafnaldrar hennar voru í útskriftarhópnum. Björg sagði að fram- tíðin væri óráðin. „Ég er að leita mér að vinnu eitthvað fram á sumar og er ekki bú- in að ákveða hvað ég ætla að gera eftir það,“ sagði Björg. Hún var ekki viss um að hún héldi áfram námi næsta vetur en stefnir að námi eftir það. „Ég veit ekki alveg hvað mig langar að læra. Kannski langar mig í Tækniskólann að læra hárgreiðslu eða eitthvað svoleið- is.“ Björg hjálpar til við bústörfin á bænum og sagði það alveg koma til greina að læra búfræði síðar meir. Björg ætlar að fagna afmælinu heima með fjölskyldu sinni í dag. Um næstu helgi ætlar hún að halda upp á afmælið með vinum sínum. Björg þekkir marga á Akranesi eftir skólagönguna. Hún bjó þar í heimavist. „Það var skrítið fyrst að vera á heimavist en það vandist alveg. Ég var fyrst í herbergi með vinkonu minni þannig að ég lenti ekki með einhverri ókunnugri fyrstu önnina.“ Björg sagði að sér lík- aði betur að vera í sveitinni en í þéttbýlinu. „Það er þægilegra að slaka á í sveitinni.“ gudni@mbl.is Björg Sigurðardóttir, nýstúdent, 20 ára Afmælisbarn Björg Sigurðardóttir lauk stúdentsprófi fyrir jólin. „Þægilegra að slaka á í sveitinni“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Grímsey Björn Levi fæddist 3. apríl kl. 8.57. Hann vó 4660 g og var 53 cm langur. Foreldrar hans eru May- flor Perez Cajes og Henning Henn- ingsson. Nýir borgarar Reykjavík Jens Óskar fæddist 1. maí kl. 13.46. Hann vó 3105 g og var 49,5 cm langur. Foreldrar hans eru Elín Sig- ríður Sævarsdóttir og Jón Kristján Arnarson. S tefán fæddist í Geirakoti í Sandvíkurhreppi í Flóa 29.1. 1954 og ólst upp á Selfossi frá fimm ára aldri. Hann var í Barna- skóla Selfoss og Gagnfræðaskóla Selfoss, stundaði nám við Iðnskól- ann á Selfossi og í Reykjavík, lærði skósmíði hjá Gísla Ferdinandssyni, skósmið í Lækjargötu, lauk sveins- prófi í skósmíði 1975 og varð skó- smíðameistari árið 1978: „Það var ekki ónýtt að læra skósmíði hjá Gísla. Hann var merkur skósmiður og engu síðri flautuleikari. Hann var fyrstur til að útskrifast sem flautu- leikari hér á landi, lék með Sinfón- íuhljómsveit Íslands og spilaði flautusólóið fræga í dægurlaginu „Nú liggur vel á mér“. Við lékum síðan saman í Lúðrasveitinni Svani, ásamt m.a. Jóni Þorsteini Gunnars- syni sem síðar varð formaður Karla- kórsins Fóstbræðra og Kjartani Óskarssyni sem er skólastjóri Tón- listarskólans í Reykjavík.“ Stefán lærði ungur á klarinett hjá Ásgeiri Sigurðssyni á Selfossi í þrjú ár og síðan hjá Vilhjálmi Guðjóns- syni eldri við Tónlistarskólann í Reykjavík. Stefán stofnaði Skóvinnustofu Stefáns á Selfossi sumarið 1975 en þá um haustið flutti hann til Vest- mannaeyja og hefur starfrækt skó- vinnustofu þar síðan. En er ekki erfitt að vera aðfluttur í Vestmannaeyjum? Stefán Sigurjónsson, tónlistarskólastjóri í Eyjum – 60 ára Nýgift Stefán og Jóhanna fyrir framan stafkirkjuna í Vestmannaeyjum á brúðkaupsdaginn sinn, 17.7. 2010, ásamt börnum Stefáns, Kristínu, Gísla, Sigrúnu og Dagbjörtu, og dætrum Jóhönnu, Mörtu Jónsdóttur og Öldu Jónsdóttur. Smíðar skó og kennir tónlist í Vestmannaeyjum Í Portúgal 2000 Stefán á bleikri skyrtu með Lúðrasveit Vestmannaeyja. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isGylfaflöt 7, Grafarvogi | Sími 587 8700 | www.krumma.is Gefðu falleg og vönduð barnaleikföng í afmælisgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.