Morgunblaðið - 29.01.2014, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. JANÚAR 2014
✝ Valný Bárðar-dóttir fæddist á
Hellissandi 24. októ-
ber 1917. Hún and-
aðist á hjúkrunar-
deild Hrafnistu í
Reykjavík 17. jan-
úar 2014.
Foreldrar henn-
ar voru Guðlaug
Pétursdóttir hús-
móðir frá Ingjalds-
hóli, f. 13.8. 1895, d.
16.2. 1986, og Bárður Helgi Jón-
asson sjómaður, f. 13.6. 1894, d.
25.7. 1964. Valný var elst sex
systkina. Þau eru: Gunnleif, f.
1919, d. 2002; Pétur, f. 1920, d.
2011; Kristín, f. 1921, d. 2010;
Guðrún, f. 1924, d. 2011; og Jón
Jónas, f. 1925, sem nú er einn á
lífi þeirra systkina.
Valný giftist 23. október 1943
eiginmanni sínum, Helga Sæ-
mundssyni ritstjóra og skáldi, f.
17.7. 1920, d. 18.2. 2004. For-
eldrar hans voru hjónin Ástríður
Helgadóttir, f. 28.8. 1883, d.
30.11. 1970, og Sæmundur Bene-
diktssson, f. 6.12. 1879, d. 5.9.
1955. Valný og Helgi eignuðust
níu syni. Þeir eru:
1) Helgi Elías, f. 31.5. 1944,
kvæntur Ásdísi Ásmundsdóttur,
f. 1946. Synir þeirra eru: a) Ás-
mundur, f. 1969, kvæntur Sigur-
1975, gift Antoni Sigurðssyni.
Börn þeirra eru Birta Mjöll, Ótt-
ar og Sveinn Atli.
8) Sigurður, f. 1.10. 1954,
kvæntur Önnu Ólafsdóttur, f.
1951. Börn þeirra eru: a) Stefán
Ólafur, f. 1978, sambýliskona
Sigríður Sunna Aradóttir. Þau
eiga tvö börn, Sigurð Ara og
Auði Emblu. b) Alma, f. 1981,
sambýlismaður Jónas Magn-
ússon. Sonur þeirra er Magnús
Sigurður. c) Sigríður, sambýlis-
maður Egill Þorbergsson. 9)
Bárður, f. 30.7. 1961, kvæntur
Svanhildi Jónsdóttur, f. 1961.
Börn þeirra eru: a) Ragnheiður,
f. 1987, gift Mads Gelting; b)
Helgi, f. 1990.
Valný ólst upp á Hellissandi,
elst í fjölmennum systkinahóp.
Hún lauk barnaskólaprófi frá
Barnaskóla Hellissands með góð-
um vitnisburði. Fjórtán ára og
nýfermd flutti hún til Reykjavík-
ur og réðst þá fljótlega í vist hjá
Gyðu Gunnarsdóttur og Ólafi R.
Björnssyni stórkaupmanni, sem
reyndust henni afar vel. Valný
vann um skeið á saumastofu uns
heimils- og uppeldisstörf á stóru
heimili tóku við. Valný og Helgi
bjuggu öll sín fullorðinsár í
Reykjavík, lengst á Holtsgötu 23
og Miklubraut 60. Síðustu tíu ár-
in bjó Valný á Hrafnistu í Reykja-
vík.
Útför Valnýjar fer fram frá
Áskirkju í dag, 29. janúar 2014,
og hefst athöfnin kl. 13.
borgu S. Guð-
mundsdóttur, og
eiga þau fjögur
börn, Líneyju Rut,
Helga Guðmund,
Ásdísi Emblu og
Baldur Jökul. b)
Helgi Sæmundur, f.
1975, sambýliskona
Emma Lindahl.
Sonur þeirra er
Viktor Tumi. c)
Bárður Ingi, f. 1984,
sambýliskona Dóra Marteins-
dóttir. Sonur þeirra er Marteinn
Elías. 2) Óskírður drengur (tví-
buri), f. 31.5. 1944, d. sama dag.
3) Gunnar, f. 20.6. 1946, d. 6.1.
1947. 4) Gísli Már, f. 14.11. 1947.
5) Sæmundur, f. 5.7. 1949, d.
21.11. 1973. 6) Gunnar Hans, f.
4.5. 1951, kvæntur Sigrúnu Þórð-
ardóttur, f. 1948. Börn þeirra
eru: a) Þórður Viðar, f. 1975. b)
Steinunn, f. 1978, sambýlismaður
Birgir Steinn Björnsson. Börn
þeirra eru Sigrún Ísgerður og
Andri Bergur. c) Gunnar Ingi, f.
1987, sambýliskona Katrín
Magnúsdóttir. 7) Óttar, f. 5.5.
1953, d. 2.9. 1996, var kvæntur
Ásdísi Stefánsdóttur, f, 1952.
Dætur þeirra eru: a) Unnur
Helga, f. 1970, gift Ólafi Ingvari
Arnarsyni. Börn þeirra eru Arna
Dís og Dagur Fannar. b) Valný, f.
Kær tengdamóðir mín, Valný
Bárðardóttir, er nú kvödd eftir
langa, annasama og gefandi ævi.
Ég kynntist Valnýju fyrst fyrir
hartnær 50 árum þegar ég kom
inn í fjölskyldu hennar. Það sem
fyrst vakti athygli mína var
hversu glæsileg og falleg kona
hún var, dökk á brún og brá og
með stór og falleg, brún augu.
Hún stýrði þá stóru heimili með
eiginmanni og 7 fjörmiklum son-
um af mikilli röggsemi. Hún var
frábær húsmóðir og afar vand-
virk í öllum sínum verkum. Alla
tíð var mjög gestkvæmt á heimili
hennar og Helga, eiginmanns
hennar, og allir velkomnir, ungir
sem gamlir. Segja má að á tíma-
bili hafi heimili þeirra verið eins
konar miðstöð fjölskyldna
beggja. Þar var tekið á móti öll-
um af sömu gestrisni. Valný ólst
upp á Hellissandi fyrstu 14 ár
ævi sinnar og var elst 6 systkina
4 systra og 2 bræðra. Sem elsta
systir lærði hún snemma að sýna
mikla ábyrgðartilfinningu. Ein-
stakt var hversu mikil ástúð og
samheldni ríkti á milli þeirra
systkina alla tíð.
Þeir eiginleikar sem koma upp
í hugann þegar Valnýjar er
minnst eru hlýja, umhyggja,
gestrisni, heiðarleiki, hógværð.
Hún var ekki mikið fyrir að trana
sér fram, en lét frekar verkin
tala. Hún hafði þó sínar skoðanir
í pólitík sem öðru og minnisstætt
er mér þegar við skiptumst á
skoðunum varðandi kynjahlut-
verkin þar sem mér fannst Valný
frekar fastheldin á gamlar venj-
ur. Allt var þetta þó í góðu og við
jafn góðar vinkonur á eftir.
Nokkrar ferðir fórum við saman
fjölskylda mín og hún og Helgi
eða bara hún og við til Danmerk-
ur og gaman var að sjá hve vel
hún naut þessara ferða og var
forvitin og vildi fræðast um alla
hluti. Valný var fyrst og fremst
fjölskyldukona og lét sér afar
annt um velferð allra sinna af-
komenda og vildi fylgjast með lífi
þeirra og þroska.
Valný var mikil barnakona. Ég
held hún hafi einhvern tímann
gætt allra sinna 14 barnabarna
um lengri eða skemmri tíma. Allt
fram á síðustu daga hennar á
Hrafnistu brosti hún sínu fallega
brosi og blik kom í auga ekki síst
þegar litlu langömmubörnin
komu í heimsókn. Á stóru heimili
gafst ekki mikill tími til bóklest-
urs eða annarra tómstunda. Eftir
að Valný flutti á Hrafnistu varð
bóklestur hins vegar hennar
helsta áhugamál. Ljóðabækur og
ævisögur voru vinsælastar. Fjöl-
skyldan hafði varla við að færa
henni bækur til lesturs. 600 blað-
síðna ævisögur uxu henni ekki í
augum. Oft áttum við skemmti-
legar stundir er við ræddum
bækurnar og innihald þeirra.
Ég kveð tengdamóður mína
með söknuði og þakklæti fyrir
alla þá umhyggju sem hún alla
tíð sýndi mér og fjölskyldu
minni.
Ásdís Ásmundsdóttir.
Oft er kvíði í fólki er það hittir
tengdafólk sitt í fyrsta sinn, man
samt ekki hvort það átti við mig
er ég hitti tengdamóður mína
fyrst. Þar mætti mér myndarleg,
lágvaxin, silfurhærð kona með
fallega brún augu sem tók strax
utan um mig og bauð mig vel-
komna í fjölskylduna. Kvíði eða
ótti var ástæðulaus og ég fann
hvað ég var velkomin strax frá
fyrstu stundu.
Ég kallaði tengdamóður mína
alltaf Völlu líkt og systur hennar
gerðu, en mikill kærleikur var
með þeim systrum og systkinum
öllum. Valla var þeirra elst og
mjög umhyggjusöm við systkini
sín og systkinabörn. Þær systur
voru duglegar að hittast eða
höfðu daglega símasamband og
höfðu ætíð næg málefni að
spjalla um. Það var alltaf gaman
að koma við á Miklubrautinni og
hitta á þessi myndarlegu systkini
og frétta af stórfjölskyldunni
allri. Það er líka gaman að sjá
hvað er sterkur ættarsvipur með
mörgum í ættinni og ekki spillir
að brúnu augun eru þar ríkjandi.
Valla var mikil fjölskyldukona,
var mjög annt um barnabörnin
og passaði þau mörg hver ósjald-
an. Börnin mín eiga margar góð-
ar minningar af Miklubrautinni
þegar komið var í heimsókn til
ömmu og afa á sunnudögum. Oft
var tekin skák við afa meðan
amma stóð við eldavélina og bak-
aði pönnukökur í gríð og erg
enda vinsælt hjá mörgum að
kíkja við í kaffi og pönnsur á
sunnudögum. Held að barna-
börnin hennar sakni þess mikið
að fá ekki heimsins bestu pönnu-
kökur lengur því ekki gat amma
gefið upp uppskriftina, bara
áætlaði þetta í hvert skipti. Það
má segja að Valla hafi verið snill-
ingur í bakstri, bakaði voða fínar
og góðar smákökur fyrir jólin
sem hún nostraði við. Ég hef
bakað eina sort af smákökum frá
henni en mínar hafa ekki verið
eins fínar og kökurnar hennar.
Tengdaforeldrar mínir gengu í
gegnum þungar raunir að missa
fjóra syni sína, það er átakanlegt
að missa barnið sitt hvað þá
börn. Valla leitaði sterkt í trúna
og eflaust hefur það verið til að
sefa sorgina. Hún kunni margar
vísur og sálma og fór með það
þegar við átti.
Valla var mikil handverks-
kona, saumaði mikið og bróder-
aði eitthvað fínt á synina þegar
þeir voru litlir. Þegar hún kynnt-
ist svo Guðrúnu systur minni, þá
leiddi Guðrún hana inn í fé-
lagsstarfið í Gerðubergi og þar
naut Valla sín vel við postulíns-
málun ásamt því að fara í helgi-
stundir þar sem gáfu henni mik-
ið. Hún gerði marga fallega muni
sem hún færði fjölskyldunni sinni
og dýrmætt er að eiga nú.
Það eru fallegar og góðar
minningar sem Valla tengdamóð-
ir mín skilur eftir sig og þær
verða varðveittar um ókomna tíð.
Ég þakka henni samfylgdina og
bið Guð að geyma hana. Mig
langar að kveðja hana með ljóð-
inu Vegurinn heim eftir kæran
tengdaföður minn, Helga Sæ-
mundsson.
Senn er leiðin á enda,
sumarið horfin tíð.
Mun þó helkuldann lifa
minningin skær og blíð.
Húmið skelfir mig eigi,
hljóðláta vetrarnótt.
Bráðum í mjúkri hvílu
blunda ég sælt og rótt.
Ljómandi stjörnuskari
leiftrar um dimman geim.
Ljósin í gluggum himins
lýsa mér – veginn heim.
Svanhildur.
Ég er svo heppin að eiga ótelj-
andi góðar minningar um Völlu
ömmu. Amma mín var afskap-
lega hlý, barngóð og ljúf kona og
við í fjölskyldunni nutum þess vel
og þá sérstaklega við barnabörn-
in. Amma sá alltaf til þess að allt
væri til staðar fyrir okkur og
enginn skilinn útundan. Oft sat
ég á eldhúsbekknum hjá henni
þar sem hún stóð fyrir framan
eldavélina og bakaði bestu
pönnukökur í heimi. Um leið
sönglaði hún lagstúfa og spjallaði
við mig um alla heima og geima.
Þeim pönnukökum sem ekki
stóðust hinar ströngu gæðakröf-
ur ömmu til að vera bornar fram
með kaffinu inni í stofu, fékk ég
glöð að gæða mér á. Amma var
nefnilega „vaskeægte“ húsmóðir
af gamla skólanum. Hún gat eld-
að og bakað eins og bestu meist-
arakokkar og samt var hún hóg-
værðin uppmáluð þegar henni
var hrósað fyrir herlegheitin.
Hún sagði skoðanir sínar um-
búðalaust og var óhrædd við það
þrátt fyrir að „gelgjan“ ég hafi
ekki verið par sátt með samlík-
inguna á nýju klippingunni minni
og hárkollu.
Ég var líklega níu ára þegar
mamma kenndi mér að kveðja
alltaf fólk sem mér þætti vænt
um fallega, þá sérstaklega ömm-
ur og afa, þar sem maður veit
aldrei hvað langan tíma maður
getur átt með ástvinum sínum.
Þessi orð mömmu ollu mér kvíða
og áhyggjum enda langaði mig
alls ekki að missa neinn. Ég
ræddi þessar áhyggjur mínar við
ömmu sem sannfærði mig um, að
hún væri alls ekki að fara neitt.
Hún ætlaði að minnsta kosti að
sjá mig gifta mig fyrst. Amma
mín stóð að sjálfsögðu við orð sín
og mér þótti virkilega vænt um
að hún var viðstödd brúðkaup
okkar Mads á síðasta ári.
Það er kominn tími til að
kveðja og eftir lifa fallegar minn-
ingar um góða konu sem mér
mun alltaf þykja afskaplega vænt
um.
Kemur napur að norðan
næðíngur éli líkur
hverri sem lokar leið.
Allt sem vordísir vöktu
vonglaða sólskinsdaga
endar sitt aldursskeið.
Dauðann óttast ég ekki
óðum þó birta dvíni
að þegar feigð mín fer.
Horfinna vina hendur
handanvið myrkur grafar
taka á móti mér.
(Helgi Sæmundsson.)
Guð blessi þig.
Ragnheiður.
Aðfaranótt föstudagsins 17.
janúar lauk rúmlega 96 ára við-
burðaríkri ævi ömmu minnar.
Það er undarlegt til þess að
hugsa að samverustundirnar
með henni verði ekki fleiri í
þessu lífi. Hún á nefnilega all-
stóran þátt í æskuminningum
mínum. Stutt var að rölta frá
Blönduhlíðinni upp á Miklubraut
og alltaf gat maður treyst því að
þar mætti manni blítt viðmót
ömmu og afa sem kvaddi þetta líf
fyrir tæpum tíu árum síðan. Þar
var maður alltaf aufúsugestur.
Mér er minnistætt hvernig hún
gaf sér ætíð tíma til að sinna
barnabörnum sínum og spjalla
við okkur um hitt og þetta á milli
þess sem hún bakaði gómsætar
pönnukökurnar, vöfflurnar eða
kökurnar og hellti upp á kaffi
fyrir fullorðna fólkið. Sérstak-
lega er mér minnisstætt tímabil
þar sem ég sem polli kom vart í
heimsókn til þeirra án þess að
finna eina þeirra fjölmörgu bóka
sem prýddu heimilið, fletti upp í
henni þar til ég fann ljóð sem ég
hafði lært í skólanum, Maístjörn-
una eftir Laxness. Það sungum
við síðan saman okkur báðum til
mikillar ánægju. Rödd ömmu í
lifanda lífi er nú hljóðnuð og eins
og litli drengurinn minn, hann
Marteinn Elías, orðar það er
„langamma Valný komin til Guðs
og Jesú.“ Hinum megin hafa afi
og þeir synir hennar sem kvöddu
þetta líf allt of snemma þurft að
bíða eftir henni en fá nú loks að
njóta samvistar við hana á ný.
Mig langar að þakka þér,
amma mín, fyrir samfylgdina og
bið að heilsa öllu því góða fólki
sem ugglaust hefur tekið vel á
móti þér hinum megin.
Bárður Ingi.
Amma var af þeirri kynslóð
kvenna sem helgaði líf sitt öðrum
en sjálfri sér. Ég veit ekki hversu
vel ég kynntist henni í raun því
einhvern veginn var hún bara
þarna, bakaði pönnukökur fyrir
okkur afa, sauð tuttugu pulsur
ofan í okkur á einu kvöldi með
dýrindis kartöflumús. Heimur
ömmu var heimur fjölskyldunn-
ar, hún lifði fyrir okkur. Hún leit
á það sem heilaga skyldu sína að
annast bónda sinn, börnin og
barnabörnin. Einhvern tíma var
þessum viðhorfum víst bylt en
aldrei efaðist amma um sitt hlut-
verk og aldrei held ég að hún hafi
harmað það. Ég efast um að ég
eigi eftir að kynnast gestrisnari
og elskulegri manneskju en
ömmu minni sem ljómaði ávallt
upp þegar ungan mann í tilvist-
arkreppu bar að garði. Að koma
á Miklubrautina var alltaf svolít-
ið eins og að kúpla sig út úr
hversdeginum og tilvistarlegar
vangaveltur leystust iðulega upp
í pönnukökuilmi og fallega bros-
inu hennar ömmu. Þá var heim-
urinn þar og hvergi annars stað-
ar. Mér leið alltaf vel í návist
ömmu, jafnvel þegar hún hlust-
aði ekki á óskir mínar. Ég segi
ekki að ég hafi alltaf verið að
deyja úr kaffiþorsta þegar ég leit
við á Miklubrautinni en hálfur
bolli kom aldrei til greina. Og
auðvitað voru allar sortir dregn-
ar fram, maður þráði kannski
nokkrar kleinur en fyrr en varði
blöstu þær systur við brúnkaka,
jólakaka og randalína. Svona var
amma – á sífelldum þeytingi fyrir
okkur barnabörnin. Þegar ég var
strákur var stórveisla á hverjum
sunnudegi á Holtsgötunni. Þá
kom stórfjölskyldan saman og
gæddi sér á nýbökuðum kleinum,
rjómapönnukökum og jellótert-
unni eftirminnilegu. Klukkan sex
safnaðist krakkaskarinn saman
fyrir framan skjáinn en oftast
heyrði maður lítið í Bryndísi á
þessum árum. Mörgum liggur
nefnilega nokkuð hátt rómurinn í
þessari fjölskyldu.
Samband okkar ömmu var
ekki flókið en alltaf fannst mér
eins og henni þætti ákaflega
vænt um mig. Mér er sérstaklega
minnisstætt hvernig hún sam-
gladdist mér ævinlega á góðum
stundum. Elsku amma, hvíl í
friði.
Helgi Sæmundur.
Í dag verður amma Valný
jarðsett. Eins og títt er um
barnabörn kynntist ég henni
þegar hún var komin fram yfir
miðjan aldur. Með augum barna-
barnsins var hún einhver falleg-
asta kona veraldar, óspör á alla
þá hlýju og ástúð sem hún sýndi
á sinn ljúfa og áreynslulausa
hátt. Aldrei var hún með um-
vandanir við guttann, heldur ró-
leg og yfirveguð, enda vön
strákum, hafði sjálf átt átta
drengi. Um leið einsetti hún sér
að láta honum líða eins og blóma í
eggi, líkt og öllum sem sóttu
hana heim, góðgæti á borðum og
sykurvatn í flöskum. Þegar
barnabarnið fór síðan að venja
komur sínar til ömmu og afa á
Miklubraut með unnustu og litlu
börnin sín tók amma Valný ávallt
á móti unga fólkinu með þessari
sömu, mildu ástúð og væntum-
þykju. Barnabarnabörnin og hún
Sibba mín nutu því einnig gest-
risni hennar ömmu Valnýjar og
eiga margar ljúfar minningar um
hana.
Amma var gjafmild kona en
viðkvæm sál. Þel hennar hafði
mótast í eldi áfalla og óvissu um
heilsufar afa Helga, en hún vann
úr þessari reynslu á sinn hátt
með hjálp trúar á æðri máttar-
völd. Oft heyrði maður hana
söngla lágt fyrir munni sér eitt-
hvað sem hljóta að hafa verið
gamlir sálmar sem hún lærði í
æsku undir jökli. Það var eins og
þeir spryttu áreynslulaust fram
án þess að hún tæki mikið eftir
því sjálf, sóttir í djúp minning-
anna til að lina sársauka og bæta
heiminn. Amma Valný finnur
ekki lengur til, en minningin um
ljúfa nærveru hennar heldur þó
áfram að lina sársauka og gera
heiminn betri. Fyrir það erum
við þakklát.
Ásmundur Helgason.
Kynni mín af Valnýju Bárðar-
dóttur voru ekki mikil. En þau
voru þess eðlis að ég hlýt að
minnast hennar nú þegar hún
kveður.
Þær unnu saman um hríð,
Valný og tengdamóðir mín heit-
in, Svanhildur Jónsdóttir, sem
lést 1994. Svanhildur var um
margt sérstæð kona. Hún var af-
skiptalítil við aðra og aðrir við
hana. En svo fór að Valný vann
traust hennar með nærgætni
sinni og ljúfri framkomu. Slíkt
gerðist ekki oft í lífi Svanhildar.
Og Svanhildur gerði hana að
sinni trúnaðarvinu.
Valný gleymdi Svanhildi aldr-
ei og heimsótti hana til hinstu
stundar. Víst er að Svanhildur
mat það mikils. Það vissum við
Jón og ræddum oft. Og nú þegar
Jón er allur þá er það ljúf skylda
mín að þakka þessari góðu konu
fyrir það sem hún, af góðvild
sinni og örlæti, gerði fyrir Svan-
hildi og þar með okkur Jón. Það
var í raun ómetanlegt.
Ástvinum Valnýjar sendi mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Margrét Jónsdóttir.
Valný Bárðardóttir
✝
Elskuleg móðir, amma, langamma og
langalangamma,
JÓHANNA JÚLÍA SIGURÐARDÓTTIR
frá Skuld
í Vestmannaeyjum,
sem andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
þriðjudaginn 21. janúar, verður jarðsungin frá
Digraneskirkju föstudaginn 31. janúar kl. 13.00.
Ingunn Guðmundsdóttir, Gunnar Steinn Karlsson,
Ævar Guðmundsson, Ingibjörg Bjarnadóttir,
Jón Guðmundsson, Erla Guðmundsdóttir,
Reynir Reynisson, Ásta Júlía Theodórsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og aðrir ástvinir.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HELGI AXEL DAVÍÐSSON,
Aragerði 7,
Vogum,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtu-
daginn 23. janúar.
Útförin fer fram frá Kálfatjarnarkirkju laugar-
daginn 1. febrúar kl. 13.00.
Árný Helgadóttir,
Margrét H. Helgadóttir, Lúðvík Þór Nordgulen,
Hanna S. Helgadóttir, Kristján Kristmannsson,
Davíð S. Helgason, Dagbjört Ásgeirsdóttir,
Vilborg S. Helgadóttir, Sigurjón Kristinsson,
barnabörn og barnabarnabörn.