Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 2
„Hæfileg hreyfing léttir lífið“ Kraftganga hefst þriðjudaginn 7. janúar nk. kraftganga.is Tímar verða kl.17:30-18:30 á þriðjudögum og fimmtudögum og kl.10:00 á laugardögum 03.01.2014 Eru markmiðin fyrir nýárið tilbúin? Ef hin rammíslenska tarnavinna er jafnrík og endranær í landanum má bóka að svo sé. „Ég ætla að missa svona og svona mörg kíló – taka hundrað í bekk – fara á Hnjúkinn – hlaupa maraþon,“ og svo framvegis. En hefur hvarflað að einhverjum að setja sér það markmið að láta sér líða vel á árinu 2014? Nú er ég alls ekki að segja að það sé gagnkvæmt útilokandi að taka á því og láta sér líða vel, því fátt er eins hressandi og nær- andi fyrir líkama jafnt sem sál og að koma blóðinu á hreyfingu, ekki síst ef ferskt loft fæst í lungun um leið. En eins og kemur fram í spjalli við einn viðmælenda þessa blaðs er til alls fyrst að við séum sátt við okkur sjálf og það sem okkur var gefið. Á því ber svo að byggja heilsu- rækt og hollustusamlegt líferni; án þess að vera sátt við okkur náum við seint markmiðum okkar, ef þá nokkurn tímann. Hér sem á öðrum sviðum tilverunnar er ekki aðalatriðið að horfa í það hvaða spilum okkur var út- hlutað – heldur hvernig við spilum úr þeim. Stöldrum við og förum vel með okkur. Kæru lesendur, ég óska ykkur vellíðunar á nýju ári. Sæla og sátt í eigin skinni Útgefandi Árvakur Umsjón Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Blaðamenn Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Bergljót Friðriksdóttir beggo@mbl.is Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Forsíðumyndina tók Golli Prentun Landsprent ehf. LifunHeilsa 26 Pilates á jafnvægisbolta styrkir og þjálfar vöðvana sem stundum vilja gleymast. 6 Flot í vatni hefur í senn nærandi, slakandi og al- mennt heilandi áhrif. 28 Andleg heilsa er til alls fyrst, segir Sölvi Tryggva- son fjölmiðlamaður. 18 Konur eiga ekki að óttast lóðin, segir Sævar Ingi Karlsson einkaþjálfari. 4 Í jógastöðinni B Yoga er boðið upp á ýmsa heilsurækt – líka Aerial Yoga. 2 | MORGUNBLAÐIÐ 19 Arnór Sveinsson sagði skilið við sjóinn að sinni og starfar í dag sem jógakennari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.