Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 30
30 | MORGUNBLAÐIÐ T ennis er íþrótt sem þú get- ur spilað alla ævi,“ segir Jónas Páll Björnsson, fram- kvæmdastjóri Tennishall- arinnar við Dalsmára í Kópavogi. „Þegar maður fer að hugsa um að breyta um lífsstíl og lifa heilsu- samlegra lífi er gríðarlega mik- ilvægt að gera eitthvað sem er skemmtilegt. Það er jú líklegast að þú haldir áfram hreyfingunni ef þú hefur gaman af henni. Sumir fara í ræktina og hafa gaman af en ég hef grun um að það sé bara of mik- il píning fyrir marga. Þess vegna er tennis prýðileg leið til að fá hreyfingu. Það felst svo mikill leik- ur í þessu að þú hefur mjög tak- markað á tilfinningunni að þú sért að púla. Eftir því sem þú öðlast svo meiri færni í sportinu verður æfingin og hreyfingin betri og betri, eiginlega án þess að taka eft- ir því. Það er því algengt að þeir sem festast í tennis í kjölfar þess að prófa stundi það út ævina.“ Jón- as bætir því við, máli sínu til stuðnings, að spilarar í Tennishöll- inni séu á aldursbilinu þriggja til 83 ára. „Alþjóðatennissambandið heldur til dæmis sérstakt mót fyrir 85 ára og eldri og við erum að skipuleggja mót fyrir heldri iðk- endur sem haldið verður á næst- unni. Einnig vorum við með þrjú Evrópumót hér í húsinu, fyrir 16 ára og yngri.“ Tennis er íþrótt fyrir alla Að sjá atvinnufólk í tennis keppa er tilkomumikil sjón þar sem snerpa, þol og styrkur fara saman. Ef til vill getur svo virst sem slíkt sé ekki á færi okkar venjulega fólksins en Jónas segir tennis engu að síður íþrótt sem hentar öllum. „Það er engin spurning að tennis er fyrir alla. Þetta er krefjandi sport, en um leið gefandi því það er virkilega gaman að spila það. Allir sem spila tennis, líka atvinnu- menn, byrjuðu einhvern tímann á því að prófa í fyrsta skipti, án þess að kunna neitt. Við bjóðum upp á námskeið fyrir algera byrjendur, þá sem hafa aldrei tekið í tenn- isspaða og hafa jafnvel ekkert ver- ið í íþróttum yfirhöfuð og erum því alvön að leiðbeina þeim sem eru al- gerir byrjendur. Fyrstu skrefin eru alltaf mikilvæg og um að gera að koma til okkar og fá leiðsögn kunnáttufólks. Hafa ber í huga, hér sem annars staðar, að lengi býr að fyrstu gerð,“ bætir Jónas við. „Hjá okkur eru fjölmargir iðk- endur sem hittu varla boltann til að byrja með en eru í dag virkir tennisspilarar. Það geta allir orðið spilarar. Mikilvægast er bara að fara af stað í réttum hóp og fá þannig leiðsögn og áskoranir við sitt hæfi.“ Vinasambönd verða til á vellinum Jónas bætir því við að áhersla sé lögð á að raða iðkendum saman sem eru á svipuðu reki í spila- mennskunni og hafa áþekka getu til að bera. „Þar getur hæglega myndast góð vinátta í gegnum skemmtilega hreyfingu og það má segja að Tennishöllin eigi heið- urinn af nokkrum góðum vina- samböndum sem urðu til úti á velli hjá okkur þegar fólk var að spreyta sig.“ Jónas rifjar í fram- haldinu upp sögu af tveimur mönn- um sem hann raðaði saman til æf- inga árið 1998. „Þeir eru búnir að spila saman þrisvar í viku síðan þá og hafa meira að segja farið í nokkrar tennisferðir saman til út- landa.“ Hann bætir því við að miklu skipti að fá þessa byrj- endaleiðsögn í upphafi þess að far- ið er að æfa tennis. „Þá þarf oftar en ekki að benda mönnum á að „tóna“ niður sveifluna og höggin og æfa tæknina þess í stað. Það er sérlega mikilvægt.“ Félagsmiðstöð fyrir iðkendur Alls eru sex tennisfélög sem æfa í Tennishöllinni við Dalsmára; Vík- ingur, Þróttur, Fjölnir, Tennisfélag Kópavogs, Tennisfélag Garðabæjar og Tennisdeild BH í Hafnarfirði. Tennishöllin skipuleggur svo fjöl- mörg mót yfir árið í samstarfi við félögin sex og starfsfólk á vegum þeirra. Allir aldurshópar geta mætt til æfinga og eru hópar niður í þriggja til fjögurra ára aldurinn. „Yngri hóparnir æfa svokallað mini-tennis til að byrja með, og í takt við færni iðkenda eru til dæm- is notaðir mismunandi boltar, allt eftir því hversu mikið þeir skoppa og svo framvegis. Bolti sem fjög- urra ára barn notar skoppar til dæmis um 75% minna en hefð- bundinn tennisbolti og við leggjum ásamt tennisfélögunum áherslu á að bjóða æfingaprógramm fyrir alla krakka. Síðan erum við með margs konar opna tíma, til dæmis kvennatíma, þar sem hægt er að mæta og hitta aðra spilara. Þannig kynnist fólk oft, byrjar að mæta þar og fyrr en varir hefur myndast hópur, eiginlega lítið samfélag. Tennishöllin er hálfgerð fé- lagsmiðstöð,“ segir Jónas. jonagnar@mbl.is Morgunblaðið/Rósa Braga Skemmtileg og holl hreyfing Á nýju ári er jafnan sú ákvörðun tekin að hreyfa sig meira en í fyrra og hlúa þannig betur að heilsunni. Þegar kemur að því að finna sér skemmtilega hreyfingu er tennis kostur sem vert er að gefa gaum. Tennis „Þetta er krefjandi sport, en um leið gefandi því það er virkilega gaman að spila það,“ segir Jónas Páll Björnsson hjá Tennishöllinni. Spaðar Tennis er spilað af fólki á öllum aldri. Sportið nýtur sífellt vaxandi vinsælda. Leikur Tennis er íþrótt sem spila má alla ævi, að sögn Jónasar Páls. Femmenessence og Revolution styðja við og koma jafnvægi á eigin hormónaframleiðslu án þess að vera hormón Aukin orka og vellíðan Fæðubótarefni úr macarót 100% náttúruleg vara með lífræna vottun Við erum á facebook Inniheldur hvorki soja (ísóavóna), mulin hörfræ né hormóna www.facebook.com/Femmenessence.is www.facebook.Revolution-Macalibrium www.vistor.is Fyrir konur á barneignaraldri:  Jafnar hormónasveiur  Kemur jafnvægi á tíðahringinn  Dregur úr sársaukafullum blæðingum  Dregur úr fyrirtíðaspennu  Styður við frjósemi og grundvallarheilbrigði Ætlað konum eftir tíðahvörf:  Dregur úr hitakófum og nætursvita  Eykur orku og úthald  Eykur beinþéttni  Léttir lund og bjartsýni og bætir svefn  Dregur úr leggangaþurrki Fyrir karlmenn á öllum aldri:  Eykur orku og úthald  Auðveldar þyngdarstjórnun  Styður kynferðislega virkni  Styður hjarta- og æðaker  Styður við frjósemi og grundvallarheilbrigði Fyrir konur eftir fertugt og þær konur sem nna fyrir breytingaskeiðseinkennum:  Dregur úr hitakófum og nætursvita  Eykur orku og úthald  Eykur beinþéttni  Dregur úr pirringi, léttir lund og bætir svefn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.