Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 23
Þ egar kafað er í íþrótta- fræðin kemur í ljós að þjálf- arar eru ósammála um hversu lengi á að gera þrekæfingar ef markmiðið er að missa fitu og móta kroppinn. Sumir vilja meina að það sé nóg að taka stuttan sprett á hlaupabrettinu á meðan aðrir standa fast á því að fitan fari ekki að hverfa fyrr en eft- ir hálftíma og jafnvel klukkutíma hið minnsta af þrekæfingum, hvort heldur á bretti, æfingahjóli eða í róðrarvél. Hitt sem allir eru sammála um er að þrekæfingar á tæki geta ver- ið drepleiðinlegar, hvort sem þær vara í 10 mínútur eða 110 mínútur. Sumir reyna að láta tímann líða hraðar með því að horfa á sjón- varpið um leið, hlusta á tónlist eða jafnvel lesa bók, en fyrir flesta duga slík trix ekki til að gleyma þreytunni og streðinu. Tölvuleikur með hreyfiskynjara Nú kann loksins að hafa komið fram á sjónarsviðið hjálpartækið sem gerir þrekæfingarnar að skemmtilegum leik – bókstaflega. Goji Play kemur úr smiðju sömu snillinga og bjuggu til Guitar Hero- tölvuleikina. Eru hér á ferð leikja- rofar og hreyfiskynjari sem tengj- ast við spjaldtölvu eða snjallsíma frá Apple, ásamt safni sérhannaðra tölvuleikja sem bregðast við skip- unum frá leikjarofunum og hrey- fiskynjaranum. Með nokkrum smellum er hægt að gefa til kynna hvers konar æf- ingatæki er verið að nota og leik- urinn aðlagar sig því. Leikjarofana má festa á handföngin á hlaupa- bretti eða þrekhjóli og hreyfi- skynjarinn festist með smellu á íþróttafötin. Jákvæð ummæli Græjan er nýfarin í sölu vest- anhafs og kostar þar 100 dali án skatta og flutningskostnaðar. Enn sem komið er má aðeins finna sex umsagnir um Goji Play á Amazon en þær eru almennt jákvæðar og virðist sem leikurinn dreifi hug- anum frá átökunum við æfingarnar og láti tímann líða mjög hratt. Forritið heldur utan um árang- urinn frá einni æfingu til þeirrar næstu og hægt er að skrá ólíka notendur svo hver meðlimur fjöl- skyldunnar getur notað forritið sem sinn persónulega þjálfara, leik- félaga og æfingabókhaldsforrit. ai@mbl.is Æfingarnar verða skemmtilegur leikur Tækni Stjórnhnappar eru festir á handfang æfingatækisins og hreyfiskynjari á íþróttafötin. Gleði Með því að leikjavæða þrekæfingarnar á tíminn að líða hraðar og æfingin að verða skemmtilegri. Stuð Forritið lagar sig að æfing- unni sem stunduð er. MORGUNBLAÐIÐ | 23 Suðurlandsbraut 12 l 108 Reykjavík l S. 557-5880 l kruska@kruska.is l kruska.is SENDUM Í FYRIRTÆKI OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ 11-21

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.